Morgunblaðið - 15.05.1997, Page 67
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 15. MAÍ 1997 67
BRÉF TIL BLAÐSINS
> *
Þakkir til Urvals-Utsýnar
STJÓRN „Úrvals-fólks“, sem er
klúbbur sextíu ára og eldri á vegum
ferðaskristofunnar Örvals-Útsýnar,
var boðið til vikudvalar á Mallorca
í lok apríl síðastliðinn. Tilgangur
ferðarinnar var fyrst og fremst sá
að kynnast staðnum, skoða hótel og
þann aðbúnað og aðstæður sem eldri
borgurum stendur þarna til boða.
Dvölin var í alla staði mjög
ánægjuleg og lærdómsrík, daglega
var farið í skoðunarferðir um eyj-
una, því margt var að sjá. Veðrið
var hlýtt og notalegt eins og búast
mátti við á þessari breiddargráðu
og óhætt er að fullyrða að á Mall-
orca geti allir fundið eitthvað við
sitt hæfi. Þarna eru skemmtilegar
gönguleiðir, sundlaugar, sand-
strendur, íjölskrúðugt mannlíf og
boðið upp á skemmtanir og afþrey-
ingu af ýmsu tagi fyrir þá sem þess
óska. Þeir sem leita friðsældar í fal-
legu umhverfi eiga líka auðvelt með
að finna hana.
Gist var á íbúðarhótelunum Royal
Cristina og Royal Playa de Palma
og voru þau fyrsta flokks hvað alla
þjónustu snertir. íbúðirnar voru
rúmgóðar og notalegar og hreinlæti
í hávegum haft. Og sömu sögu er
að segja um önnur hótel á vegum
Úrvals-Útsýnar sem hópurinn skoð-
aði. Við nutum ágætrar fararstjórn-
ar Rebekku Kristjánsdóttur og Sig-
valdi danskennari var aldeilis betri
en enginn með leikfimi og dans upp
á hvern dag og alltaf nálægur og
hjálplegur þegar með þurfti.
Við getum með ánægju fullyrt að
dvöl á Mallorca er í alla staði ákjós-
anlegur kostur fyrir eldri borgara
og víst er að Úrval-Útsýn hefur svo
sannarlega sérhæft sig í að hugsa
vel fyrir þörfum fólks sem komið er
á efri ár. Starfsfólk þar hefur greini-
lega stöðugt vakandi auga með öll-
um þeim möguleikum sem bætt geta
þjónustuna við þennan aldurshóp og
lifandi áhuga á að „þeirra fólki“ líði
sem best. Við urðum áþreifanlega
vör við þann áhuga og sendum öllum
hjá Úrvali-Útsýn kærar kveðjur og
þakkir fyrir okkur.
JÓNÍNA M. PÉTURSDÓTTIR,
Revkjavík,
BJÓRG FINNBOGADÓTTIR,
Akureyri,.
HAFSTEINN ÞORVALDSSON,
Selfossi,
JÓHANNA ARNÓRSDÓTTIR,
Kópavogi,
JÓNÍNA KRISTJÁNSDÓTTIR,
Keflavík,
BJARNFRÍÐUR LEÓSDÓTTIR,
Akranesi.
Við og alheimurinn
Frá Atla Hraunfjörð:
ULTRA religionem non contra.
Ekki á móti trúarbrögðum heldur
lengra komið. Það sem þúsundir
milljóna hafa haldið vera líf í anda-
heimi eða goðheimi, er lífið á öðrum
hnöttum.
Þessi hugsun sem segja má með
svo fáum orðum, verður upphaf
meiri breytinga til batnaðar á högum
mannkyns en orðið hefur um allar
aldir áður.
Með þessum upphafsorðum opnar
dr. Helgi Pjeturs. alla veröld fyrir
mannkyni þessarar jarðar.
Allri mystik eða dulúð er svipt í
burt, ásamt andaheimi og endur-
burði til jarðar aftur.
Þessi upphafsorð birta okkur öll
lögmál heimsins er manninum voru
hulin í myrkri dulúðar og heimsku.
Dr. Helgi opnar þá hugsun að
framlífið fari fram á annarri jörð
og þroskist þaðan fram á við, hið
óendanlega.
Einnig gerir hann guð að per-
sónu, sem íbúa á jarðstjörnu ásamt
milljörðum guða annarra í hinum
mikla stjörnusveimi himinins.
Þegar horft er til stjarnanna á
næturhimninum má allt eins gera
ráð fyrir að meiri hluti þeirra fóstri
líf á einhveijum fylgihnatta sinna,
sem hvarfa umhverfis sólstjörnuna
og margir þeirra, fóstri guðum líkar
verur og aðrir framlíf manna héðan
af jörðu og frá öðrum skyldum hnött-
um i alheimi. Það er með þetta eins
og annað, að það þarf ansi mikinn
trúmann til að sjá ekki sólina á heið-
skírum himni.
Því munurinn á að trúa og vita
er einfaldlega sá að treysta því sem
maður veit með vissu, en trúa því
sem maður vill og heldur, en getur
ekki sannað. Furðulegt verður að
teljast hvað lítil umræða hefur farið
fram í þjóðfélaginu um hugmynda-
fræði dr. Helga sem lagði skilning
á alheiminum upp í hendur okkar.
Hugmyndafræði dr. Helga er í
rauninni heimsfræði og þykir, sem
kenning, full boðleg til rannsókna
hvar sem menn hafa einhvern metn-
að til að kryfja tilgang lífsins til
mergjar, auk allrar þeirrar dulúðar
sem herjað hefu'r á heiminn í þúsund-
ir ára og heft frjálsa hugsun og
skapandi.
ATLI HRAUNFJÖRÐ
áhugamaður um heimsfræði
dr. Helga Fjeturs.
-r
<
XII. vornámskeið Greiningar-og
ráðgjafarstöðvar ríkisins verður
haldið í Háskóiabíói dagana 22.
og 23. maí 1997.
EFNI: ÁHRIF SLYSA OG LANGVINNRA SJÚKDÓMA Á ÞROSKA OG AÐLÖGUN.
Fimmludagur 22. mat
Fundarstjóri: Þórey Ólafsdóttir, sálfrœðingur.
Kl. 8.00-9.00 Skráning þátttakenda.
Kl. 9.00-9.10 Námskeið sett.
Kl. 9.10-9.45 Taugaþroski barna - eðlilegur ferill.
Stefan Hreiðarsson, læknir.
Kl. 9.45-10.20 Bati miðtaugakerfis eftir áfall -
geta taugafrumur endurnýjast?
Finnbogi Jakobsson, lækmr.
Kl. 10.20-10.50 Kaffihlé.
Kl. 10.50-11.25 Myndgreining á miðtaugakerfi - hvað má sjá?
Anna Björg Halldórsdóttir, læknir.
Kl. 11.25-12.00 Rannsóknirá miðtaugakerfi -
hvað getur heilarit sýnt okkur?
Sigurjón Stefánsson, læknir.
Kl. 12.00-13.15 Matarhlé.
Kl. 13.20-14.00 Flogaveiki og meðferð hennar -
sjúkdómur eða einkenni?
Sigurlaug Sveinbjörnsdóttir, læknir.
Kl. 14.00-14.40 Flogaveiki og frávik í taugaþroska -
afleiðing eða fylgifiskur?
Málfríður Lorange, sálfræðingur.
Kl. 14.40-15.10 Kaffi.
Kl. 15.10-16.00 Aðstæður langsjúkra barna -
samvinna foreldra og fagfólks.
Ragna Marinósdóttir, foreldri.
Föstudagur 23.mai
Fundarstjóri: Ásgeir Haraldsson, prófessor.
Kl. 09.00-09.40 Höfuðáverkar barna - fyrstu afleiðingar.
Kristinn Guðmundsson, læknir.
Kl. 09.40-10.20 Höfuðáverkar barna - áhrif á taugaþroska.
Jónas G. Halldórsson, sálfræðingur.
Kl. 10.20-10.50 Kaffihlé.
Kl. 10.50-11.30 Krabbamein barna - horfur og meðferð.
Ólafur Gísli Jónsson, læknir.
Kl. 11.30-12.10 Krabbamein barna - áhrif á taugaþroska.
María Jónsdóttir, sálfræðingur.
Kl. 12.10-13.15 Matarhlé.
Kl. 13.15-13.50 Að lifa með breyttu barni - aðlögun fjölskyldunnar.
Vigdís Jónsdóttir, félagsráðgjafi.
Kl. 13.50-14.25 Að lifa breytingar - aðlögun barnsins.
Margrét Halldórsdóttir, sálfræðingur.
Kl. 14.25-15.00 Að lifa með breyttu barni - aðlögun skóla og leikskóla.
Anna Karen Ásgeirsdóttir, leikskólakennari.
Kl. 15.00-15.20 Kaffi.
Kl. 15.20-16.20 Pallborðsumræður:
1) Flogaveiki. Umsjón Þórey Ólafsdóttir.
2) Krabbamein. Umsjón Þorsteinn Ólafsson.
3) Langsjúk börn. Umsjón Ragna Marinósdóttir.
Námskeiðsgjald er kr. 8.000 og er kaffi, meðketi og mimskeiðsgögn innifalin iþvi
Þátttaka tilkynnist á Greiningarstöð i sima 564 1744fyrir 17. mai.