Morgunblaðið - 15.05.1997, Side 69
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 15. MAÍ1997 69
I DAG
SB
r/\ÁRA afmæli. í dag,
v/fimmtudaginn 15.
maí, er fimmtugur Björn
Finnbjörnsson. Hann og
eiginkona hans Sigríður
Aradóttir eru búsett í Lúx-
emborg, 33 City Joseph
Bech, 6168 Gonderange.
Sími: 00-352-789132. Bréf-
sími á sama númeri.
BRIDS
bm.sjón Guómundur l’áll
Arnarson
EFTIR tvö pöss, opnar suður
á fjórum hjörtum. Lesandinn
ætti að líta sem snöggvast
á spil vesturs og íhuga hvort
hann myndi segja fjóra
spaða. AV eru á hættu, en
NS utan. Keppnisformið er
sveitakeppni með tvímenn-
ingsútreikningi, en þá eru
tvö stig til skiptanna í hveiju
spili: sama útkoma á báðum
borðum gefur eitt stig, vinn-
ingur tvö stig og tap ekkert.
Norður
♦ K10652
V 93
♦ 5432
♦ ÁG
Vestur
♦ ÁDG984
:s ii
+ D72
Spilið er frá Reisinger-
keppninni í Bandaríkjunum
í haust, frá viðureign Zia og
Steiners. Á öðru borðinu var
sveitarforinginn, Georg
Steinar, í vestur og ákvað
að passa. Hann lagði niður
tígulás gegn fjórum hjörtum
og var ánægður með sagn-
ákvörðun sína þegar blindur
kom upp. En útspilið virtist
ekki eins vel heppnað, því
makker lét drottninguna
undir ásinn. Hveiju myndi
lesandinn spila í öðrum slag?
Hinum megin sagði Mich-
ael Rosenberg fjóra spaða í
sömu stöðu:
Norður
♦ K10652
¥ 93
♦ 5432
♦ ÁG
Vestur
♦ ÁDG984
V 62
♦ Á8
♦ D72
Austur
♦ 73
V 107
♦ DG109
♦ K9864
Suður
♦ -
V ÁKDG854
♦ K76
* 1053
Norður var fljótur að
dobla og spila út hjarta.
Suður tók þar tvo slagi og
spilaði þriðja hjartanu. Ros-
enberg henti laufi og norður
trompaði með tíu. Hann spil-
aði síðan tígli og suður gerði
þau mistök að fara upp með
kónginn!? Þar með gat Ros-
enberg hent niður tveimur
laufum í viðbót og slapp
þannig einn niður - 200.
En víkjum þá aftur að
vamarvanda vesturs gegn
fjórum hjörtum. Steiner var
of fljótur á sér þegar hann
spilaði tígli áfram í öðrum
slag, því þá gat sagnhafi
gefið slag á lauf og síðan
trompað lauf í borði. Það
voru tíu slagir og 420, og
tvö stig til Zia. Rétta vömin
er auðvitað sú að skipta yfir
í tromp, en þá fær vömin
tvo slagi á lauf og fjóra í allt.
Hlutavelta
SEX ára stúlka úr
Ólafsvík, Guðrún
Ylfa Halldórsdótt-
ir, safnaði saman
munum i götunni
sinni til að halda
tombólu til styrkt-
ar Sophiu Hansen.
Safnaði hún 980
krónum, sem hún
lagði svo inn á
reikning Sophiu.
Ljósm. Guðlaugur Wíum
ÞESSIR duglegu krakkar héldu tombólu nýlega til
styrktar Rauða krossi Islands og varð ágóðinn 1.025
krónur. Þau heita Ásta Kara Sveinsdóttir, Snorri
Sveinsson, Tómas Þór Jacobsen og Davíð Jacobsen.
Með morgunkaffinu
Ast er...
að leyfa krílinu að kúra
í morgunsáríð.
12 34
ÉG vona að þér finnist
fiskur góður.
- -1'
ÉG hélt að þú ætlaðir að
kenna mér keilu.
NÆSTI!
ÉG hef aldrei setið fyrir
lijá þessum málara.Hann
hlýtur að hafa málað þetta
eftir eigin hugarórum.
STJÖRNUSPA
c f 1 i r F r a n c c s II r a k c
NAUT
Afmælisbarn dagsins: Þú
setur upp varnarvegg
gagnvart fólki og átt það
til að vera þver. En þú ert
tryggur vinum þínum
og fjölskyldu.
Hrútur
(21. mars - 19. aprfl)
Þú átt auðvelt með að fá fólk
til að hlusta á skoðanir þínar,
því þú hefur sterka útgeislun.
Þuríir þú ráð, skaltu leita til
þeirra sem vit hafa á málum.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Þú verður fyrir lítilsháttar
vonbrigðum í einkalífi þínu
og þarft að leita aðstoðar til
að koma lagi á málin.
Tvíburar
(21. maí - 20. júnf)
Þetta er á margan hátt góð-
ur tími fyrir þig, en farðu
þér að engu óðslega ef við-
skipti eru annars vegar.
Njóttu menningar og lista.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Þú hittir í mark, varðandi
fjárfestingu og þér býðst
tækifæri sem þú ættir ekki
að hafna. Njóttu þess með
fjölskyldunni.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Þú nýtur þess að vera innan
um fólk núna. Vegna vin-
skapar gæti þér boðist ein-
stakt tækifæri, svo þú skalt
halda gleði þinni.
Meyja
(23. ágúst - 22. september)
Þó einkalíf þitt blómstri,
gætirðu lent í smárifrildi við
einhvern þér nákominn.
Hafðu ekki of miklar áhyggj-
ur og líttu á björtu hliðarnar.
(23. sept. - 22. október) £> w
Þú finnur fyrir afbrýðisemi
frá einhveijum í þinn garð.
Láttu það ekki hindra þig í
að hitta fólk og njóta lífsins.
Sþoródreki
(23. okt. - 21. nóvember) Hlfe
Þér gengur vel í starfi og
færð tækifæri til að fjár-
festa. Heimilið skiptir þig
máli núna, og leggðu þig
fram um að sýna þolinmæði,
þínum nánustu.
Bogmaóur
(22. nóv. - 21. desember) m
Gefðu þig allan að vinnu
þinni og leggðu áhyggjur af
peningamálum til hliðar.
Bjartsýni og kraftur færir
þér allt sem þú þarft.
Steingeit
(22. des. - 19. ianúar)
Fólk er tilbúið til að mæta
þér á miðri leið, og það máttu
þakka. Nú er tími verslunar
og viðskipta.
Vatnsberi
(20.janúar- 18. febrúar)
Ef þér finnst eitthvað vanta
í lífi þínu, skaltu skoða heild-
armyndina, og gera áætlun
um hvernig þú getir breytt
ástandinu.
Fiskar
(19. febrúar - 20. mars) ’St
Þú ættir að hringja í fólk, sem
þú hefur ekki heyrt í lengi.
Þú hefur gott innsæi og ættir
að hlusta vel eftir hugboðum.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
byggjast ekki á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
Auglýsing
Otrúlegu búðirnar
taka breytingum
Eigendur Ótrúlegu búðanna hafa ákveðið að auka enn frekar við vöruúrvalið
í búðum sínum við Laugaveg, í Kringlunni og Keflavík. Um 2ja ára skeið
hefur verið boðið upp á eitt verð á kr. 198, en nú breikkar vöruúrvalið því
boðið verður upp á 4 verðflokka kr. 198, 298, 398, og 498 og verður eftir
sem áður haldin sú stefna að bjóða bestu möguleg verð eins og gert hefur
verið hingað til. Breyting þessi mun eiga sér stað hinn 16. maí næstkomandi,
og í tilefni af því verða ýmis tilboð í gangi, sem vert verður að kanna vel.
Óhætt er að fullyrða að búðir þessar hafa slegið í gegn hjá þorra fólks, og
er þessi breyting gerð til að koma enn frekar á móti þörfum viðskiptavinanna.
Eftir sem áður verður Heildsöluhornið til staðar í búðunum, þar sem hægt
er að kaupa dýrari vöru á heildsöluverði.
ÚTSKPIFTARTILBOÐ
10-
afslát
af jak!
stöku
Jakkaföt með vesti 15.900
Charly's company
jakkaföt frá 14.900 ____
Methoud jakkaföt frá 9.900 'PöéuMC <fcí A miti /Un.
Stakir jakkar frá 9.900
Herradeild Laugavegi, sími 511 1718.
Herradeild Kringlunni.sími 568 9017.
NÝTT NVTT
NVTT
Gerum góðar búðir betri
Breytum
verðflokki í
16. maí.
verðflokka
Allar vorur á
kr. 198 • 298 • 398 • 498
Aukið vöruval, sctma góða verðið
Ath.: Heildsóluhomið d stnum stað
Ótrúlegu búðirnar
Laus'iivegi, Kringlunni, Keflavlk.