Morgunblaðið - 22.05.1997, Page 2

Morgunblaðið - 22.05.1997, Page 2
2 FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Bjargaðist naumlega er vörubíll lenti á háspennulínu Fékk 11.000 volt g’egmim bílinn Blönduósi. Morgunblaðið. V ÖRUBIFREIÐ ASTJ ÓRI frá Blönduósi, Sigurgeir Þór Jónasson, slapp á ótrúlegan hátt er hann festi kranabómu á vörubifreið sinni í háspennulínu við bæinn Auðkúlu í Svínavatnshreppi í síðustu viku. Ellefu þúsund volta spenna hljóp í gegn um bifreiðina og til jarðar og mátti greina bráðið gúmmí úr hjólum bifreiðarinnar á um 20 metra vegarkafla. Háspennulínan sló út en slitnaði ekki við árekstur- inn og fór rafmagn af fjölda sveita- bæja. Sigurgeir sagði í samtali við Morgunblaðið að hann hefði verið að aka möl í heimreið á bænum Auðkúlu í Svínavatnshreppi og hefði þetta verið síðasta ferðin. Mölinni mokaði hann á bílinn með krana bifreiðarinnar og þegar því verki var lokið spjallaði hann stutta stund við mann sem þarna var, aftan við bílinn og gekk síðan að bílnum öfugumegin við kranann. Þetta leiddi til þess að hann gleymdi að setja niður bómuna á krananum og kræktist hún í há- spennuvírinn með fyrrgreindum afleiðingum. Háspennulínan, sem er dreifilína fyrir Svínavatns- og Torfalækjar- hreppa í A-Hún., liggur skáhallt yfir veginn við bæinn Auðkúlu og ók Sigurgeir um 20 metra tengdur línunni án þess að slíta hana. Sigurgeir sagðist ekki í fyrstu hafa áttað sig á því hvað var að ger- ast. Hann sá allt í einu eldglæring- ar og þindin og kviðurinn spennt- ust upp, verkur leiddi út I kjálka og hella hljóp fyrir eyrun. Sigurgeir sagði að á þessu augnabliki hefði hann gert sér grein fyrir að veruleg hætta steðj- aði að. Á sama augnabliki og hann kastaði sér út úr bílnum áttaði hann sig á því að hann væri að gera rangt en til baka varð ekki snúið. Frá þessari glímu við há- spennu Svínavatnshrepps slapp Sigurgeir Þór ómeiddur en honum var mjög brugðið. Lífshættulegar aðstæður Haukur Ásgeirsson rafveitu- stjóri á Blönduósi sagði að þær aðstæður sem Sigurgeir Þór Jónas- son lenti í hefðu verið lífshættuleg- ar og vildi leggja áherslu á mikil- vægi þess að allir þeir sem geta lent í aðstæðum sem þessum kynni sér hvernig við á að bregðast. Starfsmenn RARIK komu á vettvang og losuðu bílinn úr há- spennulínunni og ók Sigurgeir bíln- um heim um kvöldið reynslunni ríkari. Selfyssingar skrifa á mótmælalista Morgunblaðið/Þórhallur Jónsson GÍSLI Rúnar Gylfason á Fjóröungssjúkrahúsinu á Akureyri í gær. Hann féll niður úr Syðra-Drangsgili í Ólafsfjarðarmúla í fyrrakvöld, en þar sem háflóð var lenti hann í sjónum en ekki stórgrýttri fjörunni. Slapp með brotna hnéskel eftir um 20 metra fall í Olafsfjarðarmúla Lenti í sjónum og það bjargaði mér Ólafsfjörður. Morgunblaðið. SAUTJÁN ára pilti, Gísla Rúnari Gylfasyni, sem féll um 20 metra niður í sjó úr Syðra-Drangsgili í Ólafsfjarðarmúla á þriðjudags- kvöld, tókst að komast af eigin rammleik á land. Hnéskel brotn- aði við fallið en að öðru leyti slapp hann ómeiddur og þykir það mesta mildi að ekki fór verr. „Við vorum þrír saman að tína egg í bjarginu. Eg var að síga, kominn töluvert neðarlega og var að reyna að fikra mig dálítið neð- ar í bjargið til að ná í eitt egg sem ég sá þar. Ég stóð á lítilli syllu og einhvern veginn missti ég takið og steyptist fram yfir mig,“ segir Gísli Rúnar Gylfason, en með honum i för voru bróðir hans, Trausti, og Andri Viðar Víglundsson, vinur hans. Félagarnir voru með sima og gátu strax kallað eftir aðstoð. Björgunarsveitin Tindur í Ólafs- firði var kölluð út um kl. 20 á þriðjudagskvöld. Þegar sveitar- menn komu á staðinn hafði Gísla Rúnari tekist að komast á land. Hann beið í fjörunni í um klukku- tíma eftir aðstoð. Ómögulegt reyndist að ná honum nema af sjó og var hann sóttur á gúmmíbát upp í fjöru. Bjargaði að háflóð var „Það sem bjargaði mér var að ég lenti í sjónum, hann tók af mér mesta fallið. Ég væri ekki hér ef ekki hefði verið háflóð á þessum tíma,“ segir Gísli Rúnar. „Ég er mjög heppinn að þetta fór ekki verr. Eg hefði lent með höf- uðið í stórgrýtinu ef ekki hefði verið flóð og þá þarf sjálfsagt ekki að spyija að leikslokum." Gísli Rúnar var fluttur á Fjórð- ungssjúkrahúsið á Akureyri þar sem hann dvelur nú. Morgunblaðið/Sig. Fannar. ÖRYGGI fótgangandi vegfarenda um Ölfusárbrú er lítið, að mati bæjarbúa. Handrið vantar á Olfusárbrú Selfossi. Morgunblaðið. UNDIRSKRIFTALISTAR hafa legið frammi í verslunum á Sel- fossi síðustu daga. íbúar eru að mótmæla því að ekki hefur verið sett upp handrið við Ölfusárbrú, eins og til hefur staðið nokkra hríð. „Þetta er alveg óroögulegt, börnin sem búa handan árinnar og þurfa að ganga yfir brúna til þess að sækja skóla eru í stór- hættu á hveijum degi,“ segir Lauf- ey Guðmundsdóttir, einn íbúanna sem er í forsvari fyrir undirskrifta- söfnuninni. „Við viljum byrgja brunninn áður en barnið fellur í hann, það er gífurleg umferð yfir brúna á degi hveijum og bömin eru algerlega óvarin þegar þau fara fótgangandi yfir,“ segir Laufey. Það er í höndum Vegagerðar ríkisins að setja upp handrið við brúna. Fyrir nokkmm árum var brúargólfið endurbætt og þá var gert ráð fyrir handriði en það hef- ur aldrei verið sett upp. Miðað við þann fjölda barna sem á erindi yfir brúna á degi hveijum er það mikið öryggismál að fá handrið við gangstéttina. Hjá Vegagerðinni fengust þær upplýsingar að þang- að hafi borist erindi frá bæjar- stjóm Selfoss um að sett yrði upp handrið en brúin þykir of mjó til þess að það sé mögulegt og þess vegna vom framkvæmdimar ekki samþykktar. Krydd- stelpa í Austur- stræti MEL B., ein kryddstelpan í bresku hljómsveitinni Spice Girls, er nú stödd hér á landi og þessi mynd var tekin af henni og Fjölni Þorgeirssyni vini hennar á gangi í Austur- stræti í gærkvöldi. Mel B. er í nokkurra daga heimsókn hjá Fjölni, en þau hafa þekkst í nokkur ár. Spice Girls eru ein vinsælasta hljómsveit seinni ára. Á um það bil einu ári hafa stelpurnar fimm komið fjórum laga sinna í efstií sæti vinsældalista í Bret- landi, Bandaríkjunum og alls í um 30 löndum víða um heim. í síðustu viku voru Spice Girls m.a. á kvikmyndahátíð- inni í Cannes í Frakklandi og þá var greint frá áformum þeirra um að gera kvikmynd á þessu ári, en sagt er að sú mynd verði í anda Bítlamyndar- innar A Hard Day’s Night. Vin- sældir Kryddstelpnanna og fjölmiðlafárið í kringum þær hefur verið svo mikið í Bret- landi undanfarna mánuði, að helst hefur verið jafnað til Bítlaæðisins. Mel B. kom til íslands til að hvíla sig frá fjölmiðlafárinu og hefur lagt áherslu á að eiga rólega daga á íslandi. Morgunblaðið/Halldðr Miklubrautarbúar ætla að loka götunni HÓPUR íbúa við Miklubraut hyggst stöðva umferð á gatnamót- um Lönguhlíðar og Miklubrautar á morgun, föstudag, kl. 17, í því skyni að vekja athygli á heilsu- spillandi ástandi af völdum hávaða og loftmengunar við Miklubraut. í fréttatilkynningu frá Hverf- isverkefni húmanista, sem stendur að mótmælunum, er vakin athygli á því að þótt borgaryfirvöld hygg- ist leysa úr vanda hluta íbúanna með því að grafa Miklubraut í stokk frá Reykjahlíð og vestur úr sjái aðrir Miklubrautarbúar ekki fram á neina lausn. Lést í um- ferðar- slysi DRENGURINN sem lést í umferðarslysi skaromt frá Arnórsstöðum á Barðaströnd í fyrradag hét Ragnar Skarp- héðinn Jóhannsson, til heimil- is að Bijánslæk á Barða- strönd. Hann var á fjórða aldurs- ári, fæddur í október 1993.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.