Morgunblaðið - 22.05.1997, Síða 8
8 FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Hart deílt um samningsveo a næturrunoi a Aipmgi;
Alþingi afsalar sameigninni
ifGA^lUA/O
SÍÐASTI naglinn í sameignarkistuna . . .
Veiðileyfi í Laxá á Ásum á uppboði Christie’s
Tveir veiðidagar fóru
á 700.000 krónur
Norður-Atlantshafslaxasjóður
Orra Vigfússonar fékk um 8 millj-
ónir króna í aðra hönd á sérstöku
uppboði hins virta breska uppboðs-
fyrirtækis Christie’s fyrir
skemmstu. Uppboðið var haldið
gagngert til styrktar sjóðnum.
Meðal þess sem boðið var upp voru
veiðiferðir víða um lönd, m.a. á
íslandi og seldust m.a. tveir veiði-
dagar í Laxá á Ásum á 700.000
krónur.
Einnig voru gefnir til uppboðsins
veiðidagar í Norðurá, Laxá í Kjós,
Ytri-Rangá, Straumfjarðará, Langá
og Laxá í Aðaldal auk sérhnýttra
veiðiflugna og listaverka, m.a. eftir
íslenska listamenn og má nefna
Ingvar Þorvaldsson, Sigurjón Ólafs-
son, Pétur Steingrímsson og Karl
Jónsson, auk Færeyinganna Jasp-
urs Kruse og Eyðuns av Reyni.
Veiðidagamir í Laxá á Ásum vom
fyrir báðar dagstangimar í ánni
umrædda tvo daga og var því dag-
stöngin seld á 175.000 krónur.
„Það er ekki komið endanlegt upp-
gjör, en þetta em um 8 milljónir
og renna óskiptar til að kaupa út-
hafskvóta. Ég er afar þakklátur
Christie’s og þeim íjölmörgu stuðn-
ingsaðilum sem hafa lagt sitt af
mörkum, sjóðnum að kostnaðar-
lausu,“ sagði Orri Vigfússon í sam-
tali við Morgunblaðið og bætti við
að auk þessa hefðu Christie’s gefið
út vandaðan bækling um uppboðið
og myndi hann verða notaður tii
alþjóðlegrar kynningar til vemdar
villtum laxastofnum í Atlantshafi.
Uppboð á íslandi
Orri sagði enn fremur, að upp-
boðið hefði vakið mikla athygli, svo
mikla að hann væri nú að skoða
nokkur boð um fleiri uppboð í ná-
inni framtíð. Þannig yrðu uppboð
í París og Dublin á næsta ári og
í Washington eða New York árið
1999. „Fyrst er þó stefnt að því
að halda mikla laxahátíð hér á
landi í október á þessu ári. Ég er
byrjaður að leita að áhugasömum
hópi fólks til að skipuleggja það
framtak með mér, en allir stuðn-
ingsaðilar gefa vinnu sína,“ sagði
Orri.
Spænskir
bankastjór-
ar á Hvítá
HÓPUR spænskra banka-
stjóra og maka þeirra var á
ferð hér á landi um hvíta-
sunnuhelgina. Meðal þess sem
þeir tóku sér fyrir hendur var
að sigla niður Hvíta í gúmbát-
um, en einnig var farið í Bláa
lónið og víðar.
Bjarni Gíslason, starfsmað-
ur fyrirtækisins Bátafólkið,
sem sigldi með hópinn, segir
að bankastjórarnir hafi verið
langt frá því að vera stífir í
framkomu. Þeir hafi sleppt
fram af sér beislinu, bæði á
siglingunni og á skemmtun
sem haldin var eftir á. Þeir
tóku vel við skipunum þeirra
sem siglingunni stjórnuðu, þó
Morgunblaðið/Halldór
TVEIR bankastjórabátar á Hvítá.
sennilega séu þeir vanari að
skipa fyrir sjálfir. Alls voru í
hópnum rúmlega 170 manns,
en ferðin var í boði trygginga-
félags sem nefnist Caser. Að
sögn Auðar Birgisdóttur,
deildarstjóra hjá Ferðaskrif-
stofu íslands, sem skipulagði
ferðina, var vel gert við
bankastjórana. Meðal annars
fengu þeir gjöf frá trygginga-
félaginu á hverju kvöldi.
Greinar Gísla Agústs Gunnlaugssonar
Saga og
samfélag
Ólöf Garðarsdóttir
VERIÐ er að vinna
að útgáfu bókar
með greinum og
ritgerðum eftir Gísla Ágúst
Gunnlaugsson sagnfræð-
ing sem lést á síðasta ári.
Það er samstarfsfólk og
aðstandendur Gísla sem
hlut eiga að þessari útgáfu.
Guðmundur Hálfdanarson,
Loftur Guttormsson og
Ólöf Garðarsdóttir sagn-
fræðingar eru ritstjórar
bókarinnar en Sögufélag
og Sagnfræðistofnun Há-
skóla Islands gefa bókina
út. Ólöf var spurð hvort
efni þessarar bókar væri
af margvíslegu tagi eða
hvort ijallað væri að mestu
um eina grein sagnfræð-
innar.
„Gísli Ágúst fékkst fyrst
og fremst við félagssögu og fjall-
aði doktorsritgerð hans um þróun
ijölskyldu og heimilis á íslandi
1801 til 1930. Annars var Gísli
mjög víðmenntaður sagnfræðing-
ur og eftir hann liggja greinar
um ýmis málefni, í bókinni hefur
verið reynt að varpa ljósi á feril
Gísla í þessum efnum.“
Gefst fólki kostur á að gerast
áskrifendur að þessari bók fyrir-
fram?
„Við birtum skrá fremst í bók-
inni yfir þá sem vilja heiðra minn-
ingu Gísla með því að kaupa bók-
ina og enn er þess kostur að skrá
sig hjá ritstjórum. Bókin er vænt-
anleg á markað í júní nk. Til
upplýsingar er rétt að geta þess
að Gísli Ágúst var uppalinn í
Hafnarfirði og hafði alltaf sterkar
taugar til heimabæjar síns. Oft
notaði Gísli Hafnarfjörð og ná-
grenni til þess að varpa ljósi á
ýmsa þætti félagssögunnar sem
hann var að fjalla um hveiju
sinni. Viðfangsefni hans voru
margvísleg enda var hann fjöl-
menntaður maður sem hafði víða
dvalið við nám, svo sem á Eng-
landi, í Þýskalandi og Svíþjóð.
Gísli var félagslyndur maður og
blandaði vel geði við fólk erlendis
ekki síður en hér heima, þetta
með öðru varð til þess að hann
átti dijúgan þátt í að koma á fót
fjölmörgum alþjóðlegum rann-
sóknarverkefnum. Þrátt fyrir að
hann félli frá aðeins 42 ára gam-
all auðnaðist honum að ljúka
mjög mörgu af því sem hann kom
nálægt í fræðistörfunum og eftir
hann birtust greinar í mörgum
af virtustu tímaritum í félagssögu
bæði austan hafs og vestan, rit-
stjórar minningarbókarinnar um
Gísla lögðu áherslu á að íslenskir
lesendur fengju að
kynnast greinum hans
um þessar rannsóknir
og því eru tíu greinar
bókarinnar þýddar úr
erlendum málum. Gísli
var kvæntur Berglindi
Ásgeirsdóttur lögfræð-
ingi og áttu þau þijú börn.“
Hvaða efnisþáttur er fyrirferð-
armestur í bókinni?
„Meðan Gísli var í kandídats-
námi við Háskóla íslands fjallaði
hann einkum- um fátækramál á
Islandi. í einum hluta bókarinnar
eru þijár greinar um þetta efni.
í doktorsnáminu í Uppsölum
lagði Gísli stund á íjölskyldusögu-
rannsóknir og þar nýttist honum
vel sú víðtæka þekking sem hann
hafði aflað sér um fátækt á ís-
landi. í bókinni eru margar grein-
ar um fjölskyldusögurannsóknir.
Meðal annars er þar grein um
ástina og hvern hlut hún átti í
stofnun hjónabanda á íslandi á
► Ólöf Garðarsdóttir er fædd
í Reykjavík árið 1959. Hún
lauk stúdentsprófi 1982 og
prófi frá Kennaraháskóla Is-
lands 1987. Hún hefur einnig
tekið BA-próf í sagnfræði frá
Háskóla Islands og er nú við
doktorsnám í Svíþjóð. Hún á
tvö börn.
seinni helmingi nítjándu aldar.
Niðurstaða Gísla var sú að róm-
antísk ást hafi varla komið til
sögunnar sem grundvöllur hjóna-
bands fyrr en undir síðustu alda-
mót. Fram að því hafði efnahagur
og fjölskyldutengsl meira að
segja. Gísli átti þátt í norrænu
samstarfsverkefni um glæpi og
refsingu. í bókinni er að finna
eina grein um niðurstöður rann-
sókna á legorðs- og hórdómsbrot-
um á Norðurlöndum. Þar er rétt-
arfarsþróun í þessum málaflokki
notuð til þess að varpa ljósi á
breytingar á viðhorfum til refs-
inga í tímans rás.“
Að hverju var Gísii að vinna
um það Ieyti sem hann féli frá?
„Á síðustu árum vann Gísli
ásamt Lofti Guttormssyni og mér
að rannsóknarverkefni sem við
nefndum Ættartengsl og sam-
hjálp í íslensku samfélagi. Þessi
áhugi hans var í samræmi við
alþjóðlegar stefnur í félagssögu.
Þannig urðu athuganir á ýmiss
konar félagstengslum, einkum á
ættar-, vina- og nágrannatengsl-
um, mjög fyrirferðarmiklar í
rannsóknum hans. Skoðað var
hver ól t.d. önn fyrir lasburða
gamalmennum og hver sá um
uppeldi barna sem misstu for-
eldra sína fyrir tíma velferðar-
kerfisins. Rannsóknir
Gísla hafa sýnt að nán-
ustu ættingjar hafi haft
þessi hlutverk með
höndum. Þannig
bjuggu aldraðar ekkjur
gjarnan hjá börnum
sínum og börn voru oft-
ast tekin í fóstur hjá ömmu og
afa eða komið fyrir hjá systkinum
foreldra ef eitthvað bjátaði á, svo
sem mikil veikindi eða fátækt."
Er þessi bók mikilvægt fram-
lag til sagnfræðirannsókna?
„Vissulega, fá rit hafa komið
út sem hafa að geyma jafn ítar-
legt yfirlit um rannsóknir í fé-
lagssögu, sem er tiltölulega nýtt
rannsóknarsvið. í bókinni er allít-
arleg atriðisorðaskrá sem á eftir
að koma að góðum notum fyrir
fræðimenn í ýmsum greinum.
Rétt er að taka fram að þessi bók
nýtist ekki aðeins sagnfræðing-
um heldur öllum þeim sem áhuga
hafa á þróun íslensks samfélags."
í bókinni eru
margar grein-
ar um fjöl-
skyldusögu-
rannsóknir