Morgunblaðið - 22.05.1997, Side 12
12 FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Yfirlæknir barna- og unglingageðdeildar Landspítalans óskar leyfis
„Erum 1 raun að vísa
fólkí á kaldan klakann“
VALGERÐUR Baldursdóttir, yfirgeðlæknir
bama- og unglingageðdeildar Landspítalans,
hefur farið fram á ársleyfi frá störfum. Á annað
hundrað böm em á biðlista eftir meðferð og
hefur það ástand verið viðvarandi í nokkum tíma.
Auk þess neyðist deildin til þess að vísa frá sér
málum sem þola enga bið.
„í allt of stómm hluta mála emm við ekki
að vinna eins og best verður á kosið,“ segir
Valgerður. „Tilfelli sem deildin vísar frá sér lenda
í höndum aðila sem oft em síður í stakk búnir
til að taka á þeim.“ Aðstandendur bamanna
þurfí að leita þeim hjálpar á stofum úti í bæ
en Valgerður segir slíkt vera dýrt og alls ekki
á allra færi. „Við emm í raun að vísa fólki út
á kaldan klakann." Hún segir mikilvægt að
byggja upp starfsemi deildarinnar þar sem of
lítil uppbygging hafi átt sér stað undanfarið.
„Það þarf að samhæfa þjónustu deildarinnar við
félagsmálakerfið sem á að þjóna bömum og
unglingum með hegðunarvandamál. Þannig
mætti að vissu leyti nýta kraftana betur“, segir
hún.
Álagið sífellt að aukast
Starfssvið sálfræðinga sem starfa við skólana
var takmarkað með nýrri reglugerð og við það
íjölgaði enn málum sem vísað er til bama- og
unglingageðdeildar. „Það er ekki okkar hlutverk
að bregðast við öllu nýju en þetta er eitt dæmi
um aukið álag,“ segir Valgerður. „Ég myndi vilja
sjá að þjónusta við böm og fjölskyldur, hvar sem
hún á að vera, yrði styrkt. Það myndi gera okk-
ur kleift að sinna betur því sem er okkar. Eins
og málum er háttað er deildin engan veginn fær
um að sinna grundvallarstarfí sínu, því að sinna
bömum og unglingum með geðtruflanir."
Valgerður bendir á að í dag séu 5 læknar í
sémámi í faginu erlendis eða að hefla það og
útlitið því mun betra hvað uppbyggingarstarf
varðar en það hefur verið lengi. „Þörfin er svo
mikil að það er ekki hægt að láta staðar numið
núna og þó að við höfum fengið aukna fjárveit-
ingu á síðasta ári nægir hún engan veginn þar
sem mikið hefur skort á jafna uppbyggingu starf-
seminnar," segir hún. Fjárframlag Ríkisspítalans
til deildarinnar er 110 milljónir á ári og er þjón-
usta frá spítalanum ekki þar með talin. Heildar-
framlög til geðheilbrigðismála nema hátt að 3
milljörðum.
12 miiyóna aukaframlag
á þessu ári
Að sögn Þóris Haraldssonar, aðstoðarmanns
heilbrigðisráðherra, hefur ráðherra fundað með
forstjóra og lækningaforstjóra Ríkisspítalanna
um málefni bama- og unglingageðdeildarinnar.
Aukafjárframlag til deildarinnar hafí numið 15
milljónum á síðasta ári og sé orðið 12 milljónir
á þessu ári. Deildin hafi hins vegar ekki þótt
sýna nægjanleg afköst þrátt fyrir aukið fjár-
magn og því séu málefni hennar til endurskoðun-
ar hjá spítalanum.
Hækkun sjálfræðis-
aldurs í 18 ár
Útgjalda-
auki 120-
140 milljónir
króna
ÁÆTLAÐ er að aukin íjárþörf fé-
lagsmálaráðuneytisins vegna
hækkunar sjálfræðisaldurs úr 16 í
18 ár sé á bilinu 12C til 140 milljón-
ir króna, að frátöldum stofnkostn-
aði. Þetta kom fram í máli Páls
Péturssonar félagsmálaráðherra við
utandagskrárumræðu um málefni
bama og unglinga sem fram fór
að ósk Margrétar Frímannsdóttur,
formanns Alþýðubandalagsins.
Fram kom í máli félagsmálaráð-
herra að búast mætti við að í kjöl-
far hækkunar sjálfræðisaldurs yrði
hegningarlögum hugsanlega breytt
þannig að dvöl 16-18 ára afbrota-
unglinga á meðferðarheimili kæmi
í stað fangelsisvistar.
Búist er við að sett verði á laggim-
ar sérhæfð meðferðarúrræði fyrir
16-18 ára ungmenni og meðferðar-
heimilum fjölgað um eitt eða tvö.
Akureyri
Nýja sund-
laugin
ekki opn-
uð í sumar
FRAMKVÆMDIR við Sund-
laug Akureyrar em a.m.k. sjö
vikum á eftir áætlun og af
þeim sökum hefur verið ákveð-
ið áð breyta röð verkefna á
þann hátt að lokafrágangi nýs
sundlaugarkers hefur verið
frestað. í þess í stað verður
steypt upp fyrsta hæð nýs
sundlaugarhúss. Breytingamar
hafa það í för með sér að nýja
sundlaugin kemst ekki í notkun
fyrr en næsta vor, 1998, en
áætlað hafði verið að opna hana
nú í sumarbyijun.
Frosthörkur í vetur
Gísli Bragi Hjartarson for-
maður framkvæmdanefndar
sagði að verkefnið hefði farið
nokkm seinna af stað en áætl-
að var þegar stefnt var að opn-
un nýju sundlaugarinnar í sum-
ar. Mikil og stöðug frostharka
í vetur hefði sett strik í reikn-
inginn.
Þar sem mikill dráttur hefur
orðið á framkvæmdum við upp-
byggingu sundlaugarinnar
hefði verið fyrirséð að ekki yrði
unnt að opna nýja sundlaug
fyrr en að loknum mesta ferða-
mannatímanum í sumar. Því
hefði þótt farsælla að breyta
röð framkvæmda, þannig að
nú verður áhersla lögð á að
steypa upp fyrstu hæð nýs
sundlaugarhúss.
Merki
kristnihá-
tíðar valið
FYRIR skömmu voru afhent
verðlaun í samkeppni um merki
kristnihátíðar árið 2000. Fyrstu
verðlaun hlutu þeir Anton Helgi
Jónsson og Guðjón Davíð Jónsson
sem standa fyrir miðri mynd sitt
hvoru megin við verðlaunatillögu
sína.
Vinstra megin á myndinni eru
þeir Þórarinn Gylfason, sem var
í 2.-3. sæti í samkeppninni, og
Ólafur Skúlason, biskup íslands,
formaður dómnefndar. Hægra
megin eru Kristin Þóra Guð-
björnsdóttir, sem einnig var í
2.-3. sæti, og Haraldur Henrýs-
son hæstaréttardómari sem sat í
dómnefnd.
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
Reykjavíkurborg og RKÍ byggja
sameiginlega hjúkrunarheimili
Rúm fyrir um
40 vistmenn
REYKJAVIKURBORG og Reykja-
víkurdeild Rauða kross íslands hafa
undirritað viljayfirlýsingu, sem
borgarráð hefur samþykkt, um að
standa saman að byggingu hjúkrun-
arheimilis fyrir um 40 vistmenn.
Áætlaður kostnaður er 280 millj-
ónir og er gert ráð fyrir að Fram-
kvæmdasjóður aldraðra greiði 40%,
eða 112 milljónir, borgin 30%, eða
84 milljónir og Reykjavíkurdeild
Rauða krossins einnig 30% eða 84
milljónir. Gert er ráð fyrir að fram-
kvæmdum ljúki árið 1999.
Fram kemur að áður en fyrsta
útboð fari fram skuli liggja fyrir
yfirlýsing heilbrigðis- og trygginga-
ráðherra um framkvæmdaleyfi fyrir
byggingu heimilisins ásamt loforði
um rekstrarframlög og yfirlýsingu
um framlag úr Framkvæmdasjóði
aldraðra. Gert er ráð fyrir að kann-
aðar verði hugmyndir um að heimil-
ið verði rekið í samstarfi og í tengsl-
um við Skógarbæ og jafnframt
skulu borgin og Rauði krossinn
standa að stofnun sjálfseignarstofn-
unar um heimilið.
Biðlistar hafa lengst
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðis-
flokks bókuðu að við síðustu kosn-
ingar hafi Reykjavíkurlistinn lofað
að sinna sérstaklega málefnum aldr-
aðra hjúkrunarsjúklinga. Á kjör-
tímabilinu hafi fjölgun rýma hins
vegar verið mun hægari en á síð-
asta kjörtímabili með þeim afleið-
ingum að biðlistar hafa lengst. Bent
er á að á síðustu þremur árum hafi
33 rými verið tekin í notkun og að
fjölgun á öllu kjörtímabilinu sé 68
hjúkrunarrými en biðlisti aldraðra í
brýnni þörf sé yfír 180. Það verði
því að teljast afar þróttlítið mark-
mið að stefna að 40 rúma hjúkrun-
arheimili sem næsta skrefi.
Fleiri og minni
í bókun borgarstjóra í borgarráði
segir að fyrir síðustu kosningar
hafi Reykjavíkurlistinn lagt áherslu
á að flýta byggingu hjúkrunarheim-
ilis við Árskóga. Samstarf hafí náðst
við Rauða krossinn, Dagsbrún,
Framsókn og Sókn og væri árangur
að koma í Ijós með 79 rýma heimili
sem tekið yrði í notkun eftir því sem
rekstrarframlög fengjust frá heil-
brigðisráðuneytinu. Stefna Reykja-
víkurlistans sé að heimilin tengist
annarri hverfabundinni öldrunar-
þjónustu og eigi því að vera fleiri
og minni en tíðkaðist til skamms
tíma í Reykjavík. Það sé í betra
samræmi við þær óskir sem ítrekað
hafi komið fram hjá öldruðum.
Siðareglur þjóðhöfðingja á milli sagðar hindra byggingu búddamusteris
Forsetaembættið
vísar í bréf for-
sætisráðherra
„VIÐ höfum ekkert um málið að
segja umfram það sem kemur fram
í bréfi forsætisráðherra til sveitar-
stjórnar í Bessastaðahreppi," sagði
Komelíus Sigmundsson forsetarit-
ari, þegar leitað var eftir upplýsing-
um um hvaða siðareglur gilda þjóð-
höfðingja á milli.
í frétt Morgunblaðsins í gær er
vitnað til ummæla forseta Islands
um að bygging búddamusteris í
hreppnum gæti brotið í bága við
siðareglur þjóðhöfðingja í milli
vegna tengsla við tælensku kon-
ungsfjölskylduna.
Oddviti Bessastaðahrepps sagði
í samtali við Morgunblaðið i gær
að á óformlegum fundi hrepps-
nefndar með forsetanum hafi komið
fram að hann teldi bygginguna
geta verið brot á siðareglunum.
Fram kom hjá oddvita að áður hafi
hreppsnefndin í raun fallist á niður-
stöðu skipulagsnefndar sem mælti
með byggingunni en vegna tilmæla
frá forsetaembættinu og forsætis-
ráðherra hafí verið fallið frá því.
í bréfi forsætisráðherra til
sveitarstjómar hreppsins segir:
„Ráðuneytið vísar í samtal forráða-
manna sveitarstjórnar Bessastaða-
hrepps með forsætisráðherra og
ráðuneytisstjóra í dag. Varðandi
musteri búddista er tekið fram að
ekki eru gerðar neinar athugasemd-
ir við staðsetningu þess í hreppnum
af trúarlegum eða samskiptalegum
ástæðum. Forsetaembættið hefur á
hinn bóginn vakið athygli ráðuneyt-
isins á sjónarmiðum sem varða af-
stöðu til þjóðhöfðingjasetursins á
Bessastöðum og tengsl musterisins
við þjóðhöfðingaembætti í erlendu
ríki.
Fellst ráðuneytið á þær ábend-
ingar og athugasemdir forsetaemb-
ættisins, m.a. um aðdraganda og
aðkomu að máli, sem þannig er
vaxið. Er því talið meira við hæfi
að musteri þessu verði valinn staður
í öðru sveitarfélagi en því, sem for-
setasetrið er þungamiðjan í.“