Morgunblaðið - 22.05.1997, Side 14
14 FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 1997
AKUREYRI
LAIMDIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
-
Nýr skóla-
sljóri
Tónlistar-
skólans
ATLI Guðlaugsson hefur verið
ráðinn skólastjóri Tónlistar-
skólans á Akureyri. Guðmund-
ur Oli Gunnarsson sem gegnt
hefur stöðunni undanfarin ár
lætur senn af störfum. Alls
sóttu sex um skólastjórastöð-
una, Atli fékk tvö atkvæði við
afgreiðslu skólanefndar Tón-
listarskólans á Akureyri og
Michael Jón Clarke eitt at-
kvæði. í leynilegri atkvæða-
greiðslu á fundi bæjarstjórnar
í vikunni fékk Atli flest at-
kvæði. Hann hefur verið skóla-
stjóri Tónlistarskóla Eyjaijarð-
ar síðustu ár.
A fundi bæjarstjórnar var
einnig samþykkt að ráða Erl-
ing Sigurðarson í starf for-
stöðumanns skáidamiðstöðv-
arinnar í Sigurhæðum og Guð-
rún Pálína Guðmundsdóttir
var ráðin í stöðu safnakennara
við Listasafnið á Akureyri.
Skólaslit Tón-
listarskólans
á Akureyri
SKÓLASLIT Tónlistarskólans
á Akureyri verða í Glerár-
kirkju næstkomandi laugar-
dag, 24. maí, kl. 14.
Kennarar afhenda nemend-
um námsmat og útskriftar-
nemendur flytja tónlist. Enn-
fremur leikur elsta strengja-
sveit skólans kafla úr svítunni
Bakkabræður sem Hróðmar
Ingi Sigurbjörnsson samdi sér-
staklega fyrir skólann í tilefni
af 50 ára afmæli hans á síð-
asta ári.
Innritun fyrir skólaárið
1997-1998 stendur til 30. maí
næstkomandi. Kennt er á nær
öll hljóðfæri klassískrar tón-
listar auk rafhljóðfæra.
Aukasýn-
ingar á
Yefaranum
AÐSÓKN að sýningum
Leikfélags Akureyri á Vefar-
anum mikla frá Kasmír und-
anfarnar helgar hefur verið
með afbrigðum góð. Tvær
aukasýningar á verkinu verða
um næstu helgi, laugardaginn
24. maí og sunnudaginn 5.
maí og eru það allra síðustu
sýningar á verkinu. í aðalhlut-
verkum eru Marta Nordal og
Þorsteinn Bachmann. Sýning-
ar verða á Renniverkstæðinu
við Strandgötu 49.
Morgunblaðið/Kristján
Fimir reiðhjólamenn
ÞEIR eru fimir reiðhjólamenn,
Hörður Þór Rafnsson og Helgi
Jóhannesson, en þeir urðu hlut-
skarpastir í eldri flokki í reið-
hjólakeppni sem Sportver og _
Vífilfell efndu til á dögunum. í
þriðja sæti í þeim flokki varð
Kristján Baldursson. Á mynd-
inni er Helgi frá vinstri, en hann
varð í öðru sæti og Hörður sem
vann í sínum flokki til hægri.
Eins og góðum reiðhjólamönn-
um sæmir bera þeir félagar
hjálma á höfði.
Umhverfisstefna Búnaðarsambands
Eyjafjarðar samþykkt
Búskapur o g
mannvist í sátt
við náttúruna
UMHVERFISSTEFNA Búnaðar-
sambands Eyjafjarðar var samþykkt
á aðalfundi sambandsins nýlega.
Markar hún nokkur þáttaskil en BSE
er fyrst búnaðarsambanda til að setja
sér slíka samþykkt þar sem skýrt
kemur fram vilji bænda á svæðinu
til þess að búskapur og mannvist
fari fram í sátt við náttúruna og það
umhverfi sem við lifum í.
í umhverfisstefnu Búnaðarsam-
bands Eyjafjarðar er lögð áhersla á
búvöruframleiðsla í héraðinu fari
fram í óspilltu umhverfi, hóflega nýt-
ingu landsins og að landgæði aukist.
Einnig er lögð áhersla á sem besta
meðferð og viðhald húsa og véla og
að tryggja þannig góða endingu og
ásýnd, að notkun lyíja og tilbúinna
efna við ræktun og framleiðslu verði
takmörkuð og að sem mest endur-
vinnsla umbúða fari fram og endur-
nýting annars sem til fellur við rekst-
ur búsins.
Náttúran njóti vafans
Sambandið leggur einnig áherslu
á í umhverfisstefnu sinni að nýting
náttúrulegra og innlendra orkugjafa
verði sem best, einnig nýting að-
fanga þannig að úrgangur og sorp
verði sem minnst. Þá á að tryggja
hámarksgæði vatns við framleiðslu
og úrvinnslu búvara og að frárennsl-
ismál á lögbýlum og við matvæla-
framleiðslu verði með viðunandi
hætti. Loks kemur fram í markmið-
um umhverfisstefnunnar að leiki
vafi á um afleiðingar tiltekinnar
starfsemi verði náttúran látin njóta
vafans.
Markmiðum umhverfisstefnunnar
ætlar sambandið m.a. að ná með
fræðslu til félagsmanna, með sam-
vinnu við sveitarfélög, úrvinnslu- og
afurðasölufyrirtæki, félög og ein-
staklinga um leiðir til úrbóta og með
áróðri og markaðssetningu eyfirskra
afurða undir merkjum vistvænnar
framleiðslu.
Einnig var samþykkt að veita
hvatningarverðlaun þeim sem sýndu
sérstakt framtak í landbúnaði eða
úrvinnslu landbúnaðarafurða. Þá
verða einnig veittar viðurkenningar
ef ástæða er til fyrir vel unnin störf,
athyglisverða nýjung eða einstakan
árangur.
Greifator færan
um helgina
„TORFÆRUHELGI" verður á Ak-
ureyri nú um helgina, dagana 23.
til 25. maí, og verður hún helguð
bílasporti, einkum torfærubílum og
fjallajeppum.
Hápunkturinn verður Greifator-
færan sem um leið er fyrsta tor-
færukeppni sumarsins, en hún hefst
kl. 13 á laugardag. Hún verður í
malargryfjunum ofan Akureyrar og
eru allir helstu torfærubílar og öku-
menn landsins skráðir til keppni.
Dagskráin hefst á morgun, föstu-
dag, með sýningu á torfærubílum
á Ráðhústorgi en þar verða allir
skráðir torfærubílar landsins saman
komnir. Gestum og gangandi verð-
ur boðið til grillveislu auk þess að
fyrirtæki verða með vörukynningar
og prufuakstur nýrra bifreiða.
Jeppasýning Eyjafjarðardeildar
4X4 klúbbsins verður á Ráðhústorgi
á sunnudag, 25. maí, og hefst hún
kl. 14. Þar verða til sýnis margir
öflugustu fjallajeppar Eyfirðinga
ásamt tilheyrandi búnaði til fjalla-
ferða.
Ymis fyrirtæki í veitingarekstri
og ferðaþjónustu hafa tekið hönd-
um saman með Bílaklúbbi Akur-
eyrar og bifreiðaþjónustufyrirtækj-
um til að skemmta bæjarbúum og
gestum, m.a. með bílasýningum,
grillveislum og vörukynningum.
V erkkennsluhús
í Neskaupstað
Neskaupstað - Nú á dögunum var
formlega tekið í notkun nýtt verk-
kennsluhús við Verkmenntaskóla
Austurlands. Fjöldi gesta var við
athöfnina, þar á meðal Björn
Bjarnason, menntamálai'áðherra,
ásamt eiginkonu sinni, Rut Ingólfs-
dóttur, þingmenn kjördæmisins auk
margra annarra gesta af Austur-
landi.
í máli Helgu M. Steinsson, skóla-
meistara Verkmenntaskólans, kom
m.a. fram að með tilkomu þessa
nýja húss gerbreytist öll aðstaða til
vet'kkennslu við skólann til hins
betra, t.d. opnast nú möguleikar á
að bjóða upp á nám í blikk- og stál-
smíði svo og vélstjóranám. Þá kom
fram hjá Helgu að á næsta vetri
er áætlað að bjóða upp á nám á
hársnyrti- og sjávarútvegsbrautum
við skólann ef næg aðsókn verður.
Kostnaður við breytingar
50 milljónir
Björn Bjarnason, menntamála-
ráðherra, þakkaði í sínu ávarpi sér-
staklega gott samstarf ráðuneytisins
og sveitarfélaganna hér fyrir austan
við uppbyggingu skólans. Þá kvaðst
hann hafa áhyggjur af að tölur
sýndu að menntun í sjávarútvegs-
og fiskvinnslufyrirtækjum væri hvað
minnst af öllum atvinnugreinum
landsmanna og það vissi ekki á gott.
Björn taldi að skólinn ætti að vera
virkari en hingað til í atvinnuupp-
byggingu sjávarútvegsins.
I máli Guðmundar Bjarnasonar,
béejarstjóra í Neskaupstað, kom
HELGA M. Steinsson ávarp-
aði gesti í verkkennsluhúsinu.
fram að áætlaður kostnaður við
breytingar gamla íþróttahússins í
verkkennsluhús væri um 50 milljón-
ir og til tækjakaupa 25 milljónir.
Þá kvað hann ríkisvaldið hafa stað-
ið vel að uppbygingu Verkmennta-
skólans.
Við athöfnina afhenti Kristinn
V. Jóhannesson, stjórnarformaður
Síldarvinnslunnar, skólanum 500
þús. kr. að gjöf frá Síldarvinnslunni
til kaupa á vélarrúmshermi. Oll
sveitarfélög í Múlasýlsu að einu
undanskildu standa að uppbygg-
ingu skólans. Verktaki við hið nýja
verkkennsluhús var Nestak í Nes-
kaupstað. Skólameistari Verk-
menntaskóla Austurlands er Helga
M. Steinsson.
Morgunblaðið/Ágúst Blöndal
FRÁ opnun verkkennsluhúss Verkmenntaskóla Austurlands.
Morgunblaðið/Sigrún Oddsdóttir
Samkeppni meðal grunn
skólanema á Vopnafirði
Vopnafirði - Búnaðarfélag
Vopnafjarðar átti 100 ára af-
mæli árið 1995. Var þá ákveðið
að efna til samkeppni um tillögu
að merki fyrir félagið. Sam-
keppnin fór fram meðal nem-
enda í 8. og 9. bekk Vopnafjarð-
arskóla.
Átján nemendur tóku þátt í
keppninni. Búnaðarfélagið
ákvað að veita peningaverðlaun
fyrir þrjár bestu tillögurnar en
nemendur fengu allir viðurkenn-
ingu fyrir þátttökuna. Sigríður
Bragadóttir, fráfarandi formað-
ur Búnaðarfélagsins, Emil Sigur-
jónsson, núverandi formaður og
Gauti Halldórsson í stjórn félags-
ins afhentu nemendum viður-
kenningarnar.
Fyrstu verðlaun hlaut Agnes
Björk Guðinunsdóttir, önnur
verðlaun Karen Hlín Halldórs-
dóttir og þriðju verðlaun Freyja
Sif Bárðardóttir, allar í níunda
bekk Vopnafjarðarskóla. Einnig
afhenti fráfarandi formaður Að-
albirni Björnssyni, skólastjóra,
Sögu Búnaðarfélags Vopnafjarð-
ar, sem kom út á afmælisárinu.
I
1
>
f
i
»
I
I
L
I
f:
í;
i
i
L
f,
1
L
i
L
i
J