Morgunblaðið - 22.05.1997, Side 18
r
18 FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
ISLENDINGARNIR A TIIMDI EVEREST
Ferðin á tind Everest tók 19 klukkutíma
„Leiðin niður
mjög erfið“
Suburtindur Lhotse,
V 8'748m 8.501 m
EINAR K. Stefánsson, sem gekk á
tind Everest ásamt Hallgrími
Magnússyni og Birni Ólafssyni í
gær, sagði að ferðin niður af tindin-
um í Suðurskarð hefði verið erfið-
asti hluti ferðarinnar. Það var tals-
vert hvasst á bakaleiðinni og fjall-
göngumennimir áttu í erfiðleikum
með_ súrefnistækin.
„Ég tel að ferðin niður hafi verið
erfiðasti hluti leiðarinnar. Eins og
margir Qallamenn þekkja er oft erf-
iðara að fara niður en kljfra upp.
Hættumar leynast víða. Á leiðinni
upp hefur maður skapið með sér.
Einbeitingin er fyrir hendi og löng-
unin og þráin til að sigrast á verkefn-
inu. Þegar kemur á toppinn verður
ákveðið spennufall og m.a. þess
vegna verður ferðin niður erfið.“
Fjallgöngumennimir lögðu af
stað úr Suðurskarði um kl. 18:15
að íslenskum tíma. Þeir fóru nokkuð
hratt yfir til að byija með þrátt
fyrir að strax á fyrstu metmnum
væri yfir erfiða farartálma að fara.
hætta og mikilvægt að fara var-
lega. Þegar upp á Suðurtind kom
þurftu fjallgöngumennirnir að bíða
i tvo tíma eftir að sherparnir kæmu
öllum súrefniskútunum á tindinn.
Babu, leiðtogi sherpanna, þurfti að
snúa til baka til að aðstoða félaga
sinn við að koma súrefniskútunum
á réttan stað.
Bjöm Ólafsson sagði í samtali
við Ríkisútvarpið í gær, þegar hann
talaði í beinni útsendingu af tindin-
um, að þessi bið hefði reynt á taug-
arnar. Sú hugsun hefði leitað á þá
að þeir væru að missa af tækifær-
inu til að stíga á tindinn. Þegar
loksins var hægt að halda aftur af
stað hefði gangan síðustu metrana
á tindinn gengið vel. Þeim gekk
ágætlega að komast upp Hillary
Step, sem er ísveggur um 40 metr-
um neðan við tindinn.
vert miklum látum. Við vorum að
beijast við þetta veður síðustu metr-
ana á toppinn og alla leiðina niður.“
Eitt af því sem tafði för þremenn-
inganna af tindinum var að þeir
lentu í erfiðleikum með súrefnis-
tækin á leiðinni. Hallgrímur var
súrefnislaus hluta leiðarinnar og
Björn kláraði sitt súrefni áður en
hann komst að tjaldbúðunum. Síð-
ustu skrefin vora því erfið.
Þreyttir en ánægðir
Erfið bið eftir betra veðri
Töfðust við Suðurtind
„Við byijuðum að fara upp
500-600 metra langa brekku sem
var frekar erfið yfirferðar. Síðan
þurftum við að krækja inn í kletta-
belti og það kostaði talsvert mikið
brölt að komast yfír það. Þar tók
við langur hryggur með erfiðum
brotsnjó sem var erfítt að ganga í.
Snjórinn brotnaði undan okkur þeg-
ar við stigum á hann. En það er
kannski ekki rétt að kvarta mikið
yfir færinu. Það hefði verið ennþá
verra að fá púðursnjó og þurfa að
vaða hann,“ sagði Einar.
Ferðin upp að Suðurtindi gekk
frekar hægt, en þar er oft snjóflóða-
Upphafleg ferðaáætlun íslend-
inganna gerði ráð fyrir að þeir
myndu ganga á tind fjallsins 5.-10.
maí. Frá 5. maí hefur hins vegar
verið mjög slæmt veður á tindinum
Og þess vegna neyddust þeir ítrekað
til að fresta göngu á tindinn. Einar
sagði að þeir hefðu gert sér grein
fýrir að þeir væru að taka talsverða
áhættu með því að fara af stað i
gær.
„Við tókum þá ákvörðun að láta
slag standa og fara upp í efstu
búðir og sæta færis þótt veðurspáin
væri slæm. Við fórum af stað frá
Suðurskarði í slæmu veðri, en það
skánaði þegar leið á daginn og við
fengum mjög gott veður þegar við
voru að klára að komast á toppinn.
Þá skall á skafrenningur með tals-
íslendingarnir neyddust til að
snúa til baka eftir að hafa reynt
við tindinn á annan í hvítasunnu.
Þeir gistu því eina nótt í Suður-
skarði, en venjulega forðast Ever-
estfarar að dvelja þar lengi. „Það
er ekkert grín að dvelja uppi í Suð-
urskarði í 8.000 metra hæð. Það
reynir gríðarlega mikið á líkamann.
Við ákváðum að bíða hér í einn
sólarhring og sjá til hvort okkur
tækist ekki að komast upp í ann-
arri tilraun frekar en að fara niður.
Það er óvíst að við hefðum komist
aftur upp í Suðurskarð ef við hefð-
um farið niður. Við vorum satt að
segja orðnir hálfvondaufir um að
okkur tækist að komast á tindinn.
Veðurspáin gaf okkur ekki ástæðu
til að ætla að þetta myndi ganga
upp eins og það gerði," sagði Einar.
Einar sagðist vera mjög þreyttur
eftir 19 tíma ferðalag. „Eg verð að
viðurkenna að maður er nánast ör-
magna. Við erum núna að reyna
að hita okkur vatn og fá okkur eitt-
hvað að borða. Við förum síðan að
sofa, en á morgun munum við
leggja áherslu á að koma okkur
eins hratt niður og við getum í
betra andrúmsloft."
m.y.s.
10.500
i 0.000
33.000 fet, algeng flug-
hæð i millilandaflugi
9.500
9.000
Everest, 8.848 m
16.000 fet, Isfossinn í
algeng flughæð * j* “ mbu'
i innanlandsflugi > —
lalbúðir,
-...™1m
5 000 Gorakshep, 5.17
Lobuche
4.930rr
4.500
Dingboche, „
4.600 m
4.000
■ d ncheBazar,
3.500 v 30 m
- Namcheer
höfubstabur Skerpas
3.000 í Himalayafjöllum
2.500
Lukla,
2.866 m
Hvannadalshnúkur,
2.119 m
„„„ Möðrudalur,
0UU un. \ æs .
44U m--------x-----------rt'Tf
Hallgrimskirkja^
Reyndustu
fjallamenn
landsíns
BJÖRN Ólafsson, Einar K. Stefáns-
son og Hallgrímur Magnússon eru
fyrstu íslendingamir sem ganga á
Everest. Þeir eru meðal reyndustu
fjalla- og björgunarmanna landsins
og hafa gengið á mörg fjöll heima
og erlendis. Árið 1995 klifu þeir
Cho Oyu, sem er hæsta fjall sem
fslendingar hafa klifíð, 8.201 metra
hátt. Everest er 8.848 metrar.
Bjöm Ólafsson er Reykvíkingur,
fæddur 24. nóvember 1966 og fé-
lagi í Hjálparsveit skáta í Reykjavík
(HSSR). Foreldrar hans eru Ólafur
Sigurðsson og Kristín Bjömsdóttir.
Hann hefur verið_ í tölvunarfræði-
námi í Háskóla íslands en hefur
starfað að æskulýðsmálum, m.a.
hjá íþrótta- og tómstundaráði
Reykjavíkur og er ókvæntur.
Björn hefur verið félagi í HSSR
í 12 ár og setið í stjóm sveitarinn-
ar, einnig verið í forystu í svonefnd-
um undanfararflokki sveitarinnar
síðustu árin, hópnum sem sendur
er fyrstur af stað til leitar. Undan-
farin ár hefur hann kennt á fjöl-
mörgum námskeiðum fyrir ýmsar
björgunarsveitir á landinu og leið-
beint á fjallamennsku- og fjalla-
björgunarnámskeiðum á vegum
Björgunarskóla Landsbjargar og
Slysavarnafélags íslands.
Björn hefur sótt námskeið og
ráðstefnur um ljallamennsku og
fjallabjörgun víða um heim og hefur
fyrir milligöngu Landsbjargar
starfað á neyðarsjúkrabílum í New
York.
Hetja i augum krakkanna
Morgunblaðið/RAX
ÞEIR sem fóru á tindinn í gær eru Hallgrímur Magnússon,
Einar Stefánsson og Björn Ólafsson. Aftan við þá standa aðstoð-
armennirnir Hörður Magnússon (t.v.) og Jón Þór Víglundsson.
„Björn er bráðgóður og flinkur
náungi. Hann hefur haft umsjón
með ævintýranámskeiðum á vegum
ÍTR fyrir 10 til 12 ára böm og
þannig unnið við áhugamálið hjá
okkur,“ sagði Gísli Árni Eggerts-
son, einn samstarfsmanna Björns
hjá ITR. „Hann kemur einmitt heim
til að vinna við þessi námskeið og
við sendum honum skeyti í dag og
sögðumst fyrirgefa honum þótt
hann kæmi kannski tveimur dögum
of seint í vinnuna. En hann er mik-
il hetja í augum krakkanna og verð-
ur það enn frekar eftir þetta afrek.“
Einar K. Stefánsson er Reykvík-
ingur, fæddur 29. júlí 1965 og fé-
lagi í Hjálparsveit skáta í Kópavogi
S. Foreldrar hans era Stefán
n og Kristín Árnadóttir.
Hann er umhverfisverkfræðingur
og starfar hjá VSÓ ráðgjöf. Sam-
býliskona hans er Sigurlaug Þórðar-
dóttir og eiga þau 14 mánaða gamla
dóttur, Arndísi.
Hangir utan
á mannvirkjum
Einar hefur verið virkur félagi í
HSSK í 14 ár og setið þar í stjórn
í eitt ár auk þess að gegna fjölmörg-
um öðram störfum fyrir sveitina.
Hann tók þátt í að byggja upp und-
Blóðið
þykknar og
háræðum
fjölgar
EVEREST-FARARNIR gáfu sér
góðan tíma til að venjast aðstæð-
um í hlíðum fjallsins áður en lagt
var í síðasta áfangann. Umfram
allt þurftu þeir að aðlagast súrefn-
isþrýstingnum, sem lækkar eftir
því sem ofar dregur, en á tindin-
um er hann ekki nema þriðjungur
af því sem hann er við sjávarmál.
Líkamsstarfsemi þeirra hefur tek-
ið nokkrum breytingum á undan-
förnum vikum í þessum tilgangi,
meðal annars er blóð þeirra orðið
mun þykkara en áður og líklega
hefur háræðum fjölgað.
„Það er ákveðið samband milli
hæðar frá sjávarborði og loft-
þrýstings,“ segir Jóhann Axels-
son, prófessor í lífeðlisfræði.
„Fimmtán milljónir manna búa í
3.000 metra hæð eða hærra. í
Andesfjöllum í Perú er talsvert
af fólki sem býr í 4.600 metra
hæð. Það hefur tekið ákveðnum
breytingum til að lifa af við þess-
ar aðstæður, og það sama hefur
verið að gerast með Everest-far-
ana.
Þeir þurfa að auka fjölda
rauðra blóðkorna og koma sér
upp efni sem auðveldar blóðkorn-
unum í bláæðablóðinu að gefa frá
sér súrefni til vefjanna. Trúlega
þarf háræðunum að fjölga til að
ná betra sambandi við vinnandi
vöðvafrumur. Einnig þurfa að
eiga sér stað breytingar í oxunar-
hvötum inni í vöðvafrumunum.“
Jóhann segir langa aðlögun
þurfa til að þessar breytingar
verði. Ef farið er í flugvél án
þrýstiklefa eða súrefniskúts upp
í þá hæð sem Everest-fararnir
hafa farið missa menn meðvitund
áður en komið er í fimm þúsund
metra hæð. Þegar komið er jafn-
hátt tindi Everest, 8.848 metra,
hefur lífið fjarað út.
horfa en Einar vippar sér bara út
fyrir handriðið á kaðli og skoðar
almennilega og sama gildir um 12
hæða byggingar ef því er að skipta!"
Hallgrímur Magnússon er Reyk-
víkingur, fæddur 24. maí 1966 og
félagi í Hjálparsveit skáta í Reykja-
vík. Foreldrar hans eru Magnús
Hallgrímsson og Hlíf Ólafsdóttir.
Hann hefur stundað fjallamennsku
í íslenska alpaklúbbnum frá 15 ára
aldri. Hallgrímur er bygginga-
tæknifræðingur og starfar hjá verk-
takafyrirtækinu Klæðningu hf.
Sambýliskona hans er Elín Sigur-
veig Sigurðardóttir.
Hallgrímur hefur síðustu fimm
árin verið í undanfararflokki hjá
HSSR auk þess að vera leiðbein-
andi á riámskeiðum um fjalla-
mennsku.
Kemur ekki á óvart
anfararhóp sveitarinnar og hefur
lengst af verið stjómandi hans.
„Einar er í ráðgjöf hjá okkur í
umhverfisstjórnun og hreinni fram-
leiðslutækni og hefur mikinn áhuga
á öllu sem viðkemur umhverfísmál-
um,“ segir Halldóra Hreggviðsdótt-
ir verkfræðingur og samstarfsmað-
ur Einars hjá VSO ráðgjöf. „Hann
er einnig mikið í mælingum og eftir-
liti með framkvæmdum og þar hef-
ur hann m.a. hangið utan á brúar-
stólpum eða 12 hæða byggingum
og lætur sér ekki allt fyrir bijósti
brenna. Sumir hafa látið sér nægja
að kíkja út fyrir brúarhandriðið og
I
!
„Við erum allir kátir með þetta
afrek, samstarfsmennirnir hjá
Klæðningu, og erum allir stoltir af
Hallgrími og félögum hans,“ segir
Gunnar Birgisson framkvæmda-
stjóri, en hann þekkir til þeirra allra
og segir þessa frækilegu för þeirra
ekki koma sér á óvart. „Vonandi
komast þeir heilu og höldnu niður,
því Hallgrímur hefur sagt að það
sé hættulegasti hluti leiðarinnar,
en ég veit að þeir kunna sitt fag.
Ég sagði að kæmust þessir kappar
ekki þarna upp kæmist það enginn
og það virðist raunin. Þeir eru allir
gijótharðir og það stenst þeim eng-
inn snúning," segir Gunnar og er
að lokum spurður hvort fjalla-
mennska Hallgríms komi að notum
í verkefnum hans hjá fyrirtækinu.
„Það væri þá helst ef ég þyrfti að
senda hann til Flateyrar til að hlaupa
upp um hlíðarnar eða í verk sem
era unnin við erfiðar aðstæður!"