Morgunblaðið - 22.05.1997, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 1997 19
ÍSLENDINGARNIR Á TIIMDI EVEREST
1 1
LEIÐIN ÁTIND EVEREST
EVEREST, 23. mars 25. apríl
8.848 m Lagt af stað frá íslandi. Björn fer til Dingboche til að hvílast.
25. mars 27. aprfl
Komið til Katmandu, höfuðborgar Nepals. Hallgrímur dvelur eina nótt í fjófðu búðum.
1 X • ofse 16 111 30. mars 28. apríl
Komið tii Dingboche, sem er Iítið þorp i hlíð- Hallgrímur fer í þriðju búðir og Einar kem-
um Everest. ur hress í grunnbúðir frá Dingboche.
líiii ^ j 3. apríl 29. apríl
Komið í grunnbúðir í 5.300 metra hæð. Hallgrímur kemur í gmnnbúðir.
Fjallgöngu- ' 5. apríl 30. apríl
garparnir p Gengið upp að Khumbu-skriðjöklinum til að Einar heldur upp í þriðju búðir.
halda nibur | skoða aðstæður. 1. mai
i 3. buoir 7. apríl Einar fer upp í íjórðu búðir. Hallgrímur fer
9 7j- Farið yfír Khumbu og upp í aðrar búðir í til Dingboche og mætir Birni sem er á leið
Á 6.100 metra hæð. í grunnbúðir.
vikíMiííSv ' 9. apríl 2. maí
É*' Allur búnaður skilar sér loksins í grunnbúðir. Einar kemur í þriðju búðir.
É 10. aprfl 3. maí
Æ Bænastund með Sherpunum. Einar fer niður i grunnbúðir.
lio IMíitilf 11. apríl 5. maí
— dJMm/ Leiðin upp Khumbu-skriðjökul lokast. íslendingarnir hittast allir á ný í fyrsta skipti
13. aprfl frá 17. apríl.
m. Farið upp í aðrar búðir. Gaskútur springur 6. mal
' v- „ ’’ v't>X %s inni í tjaldinu og þremenningamir neyðast Tinker leiðangursstjóri leggur af stað upp í
.:■ r.,-> Sp'. j/ til að gista í hálfbrunnu tjaldi. þriðju búðir, en íslendingunum er gert að
/ 14. aprfl bíða í tvo daga.
$ ■ ’ c z Gengið upp í þriðju búðir í 6.400 metra hæð 7. maí
^dyWeoo og gist þar eina nótt. Sherpi hrapar í hlíðum Lhotse og lætur lífið.
% W^7':ír' ’’ - 15. aprfl 8. mai
iPr^l-iáí!n Snúið við niður í grunnbúðir. Tinker snýr við niður í grunnbúðir og fjall-
v %•.•;.•■ ■?:->•;■“ V." j 16. aprfl göngu frestað vegna óveðurs.
Harðfiskur að heiman kemur í grunnbúðir 13. mai
X ’JE -Ma 1 * :/£k mMW 1 sem hverfur hratt ofan í leiðangursmenn. íslendingamir leggja af stað í þriðju búðir.
j (( 20. aprfl 14. maí
■ y Bjöm og Einar fara í þriðju búðir, en Hall- Ekki hægt að halda áfram vegna óveðurs.
ÍMháiPf " m$íd~ (r^ • *■ grímur treysti sér ekki með vegna veikinda. 16. maí
21. aprfl Fárviðri skellur á þriðju búðum og tugir
Einar veikist um nóttina og verður að snúa tjalda fjúka.
í : V. *' við. 18. mai
■ ”y" • )) \ ’ 22. apríl Haldið af stað upp í fjórðu búðir þrátt fýrir
c Björn heldur upp í fjórðu búðir í 7.400 metra slæma veðurspá.
■' . í hæð ásamt Tinker leiðangursstjóra og fleiri 19. maí
) I breskum leiðangursmönnum. Komið í fímmtu búðir í Suðurskarði í 8.000
23. aprfl metra hæð og haldið af stað á tindinn um
(C Skoskur fjallgöngumaður deyr í grunnbúð- kvöldið. Fjallgöngumennimir sneru fljótlega
um. Einar fer til Dingboche til að safna við vegna veðurs.
íf -ícÍvXk kröftum. 20. mai
24. aprfl Haldið aftur af stað á tindinn.
<7/ Hallgrímur fer upp i þriðju búðir og hittir 21. mai
a>a>a> Aðalbúbir (r-bú%^ Wmmm. Björn sem er á leið niður. Bjöm, Einar og Hallgrímur eru á tindinum.
Fóru sömu leið
og Hillary
LEIÐIN sem íslendingarnir fóru á
fjallið er sú sama og Hillary og
Tenzing fóru þegar þeir klifu það
fyrstir manna í maí 1953. Þetta
er einnig sú leið sem oftast hefur
verið farin. Fjallið hefur þó verið
klifið frá öllum hliðum og eftir
ótal leiðum. En önnur algengasta
leiðin er Tíbetmegin frá, sú sem
Bretar reyndu sem oftast við á
millistríðsárunum.
Leiðin liggur upp hinn stór-
brotna Khumbu skriðjökul sem
væri reyndar réttara að nefna fall-
jökul eða ísfall því hann er yfir
1.000 metra hár og skríður fram
um einn metra á sólarhring og
breytist því stöðugt. Yfir miklar
sprungur þarf að fara á leiðinni
og eru þær brúaðar með löngum
álstigum, sem glatast öðru hveiju
þegar þær opnast meira eða falla
saman.
Ofan ísfallsins er komið í Vest-
urdal. Fremst i honum eru aðrar
búðir, í um 6.300 m hæð. Vestur-
dalur er rúmlega tveggja kílómetra
langur og rís um 600 m inn í botn.
Þarna er einhver stórkostlegasti
ijallasalur á jörðinni. Þegar horft
er inn dalinn er Nuptse á hægri
hönd, 7.861 m á hæð og 1.500 m
yfir dalbotninum. Innst í dalnum
gnæfir Lhotse, þriðja hæsta fjall í
heimi, 8.501 m. En Gyðjan, móðir
heimsins, sjálft Everest, lokar svo
hringnum vinstra megin. Þetta er
ægifögur ísveröld þar sem aldrei
rignir, öll úrkoma er í föstu formi.
Sífellt rok og kuldi
Leiðin liggur upp dalinn og síðan
upp snarbrattar Lhotsehlíðar,
huldar ís og snjó. Þriðju búðir eru
efst í dalnum í um 6.900 m hæð
og fjórðu búðir í miðjum Lhotse-
hlíðum í um 7.600 m hæð. Að lok-
um er komið upp í skarðið á milli
Lhotse og Everest, það er eyðilegt
veðravíti og hvergi skjól. Sífellt rok
og nístandi kuldi. í Suðurskarði,
eins og staðurinn er kallaður, eru
fimmtu og efstu búðir í nær 8.000
m hæð.
Úr Suðurskarði og upp á tindinn
er aðeins um 800 metra hækkun.
Ein Esja eða svo. En hæðin, kuld-
inn, rokið og súrefnisskorturinn
gera klifrið þennan spöl að nær
sólarhrings ferðalagi sem var
endapunkturinn á rúmlega 8 vikna
vinnu og aðlögun. Leiðin liggur
eftir Suðausturhrygg, hvössum og
bröttum. Rétt undir tindinum er
hæsta torfæra í heimi, Hillary
Step, erfiður kafli sem heitir eftir
þeim sem sigraði hann fyrstur.
Tindurinn sjálfur rúmar allmarga
þó sjaldan hafi þar verið þröng á
þingi.
Skeyti frá
forseta
íslands
FORSETI íslands hefur sent
Everestförunum Birni Ólafs-
syni, Hallgrími Magnússyni og
Einari K. Stefánssyni eftirfar-
andi heillaóskir. Heillaóskirnar
voru sendar á netfang leiðang-
ursins:
„íslendingar fylgjast stoltir
með afreksför ykkar. Hún mun
lengi í minnum höfð. Ég sendi
ykkur bestu hamingjuóskir.
Þjóðin mun fagna heimkomu
ykkar.“
Morgunblaðið/Hallgrímur Magnússon
FJÓRÐU búðir í hlíðum Everest. Tindur fjallsins
blasir við fyrir ofan.