Morgunblaðið - 22.05.1997, Síða 22

Morgunblaðið - 22.05.1997, Síða 22
22 FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ ÚRVERINU ERLENT Mjög góð grásleppuveiði við Nýfundnaland Morgunblaðið/Jenný Jensdóttir LANDAÐ úr Gumma ST 31 við Drangsnesbryggju. Guðmundur Guðmundsson er á bryggjunni en Bjarni Guðmundsson í bátnum. Gæti leitt til verðiækkana hér á landi MJÖG góð veiði grásleppusjómanna við Nýfundnaland gæti haft áhrif á markaðsverð grásleppuhrogna frá íslandi, að sögn formanns Lands- sambands smábátaeigenda. Grá- sleppuvertíðin hér á landi hefur víða gengið nokkuð vel, en á öðrum svæð- um hefur veiði brugðist. Á Nýfundnaiandi hefur verið mjög góð grásleppuveiði á vertíðinni. Á síðustu árum hefur verið gripið til ýmissa aðgerða til að draga úr grá- sleppuveiðum, af ótta við lélega stofnstærð. Þannig var gripið til mjög harkalegra aðgerða á þessu ári, vertíðin var stytt á flestum svæð- um niður í fjórar til sex vikur og netafjöldi var takmarkaður. Hins vegar hefur veiði verið einstaklega góð frá upphafi vertíðarinnar, eink- um við suðurströnd Nýfundnalands. í kjölfarið hefur verð á kanadískum grásleppuhrognum hríðlækkað í þessum mánuði. Slást um sama markaðinn Arthúr Bogason, formaður Lands- sambands smábátaeigenda, segir að enn sem komið er hafi ekki orðið vart við áhrif verðlækkananna á ís- Síldin til vandræða TOGARAR á aiaskaufsaveið- um í Okhotsk-hafi kvarta sáran undan mikilli síld í veiðarfærum sínum. Leyfilegur aukaafli á veiðunum er 8%, en dæmi eru um að hlutfall síldar í afla hafi farið í allt að 50%. Sjómenn hafa því þurft að skipta um veiðisvæði og breyta veiðiaðferðum til að forðast síldina og sleppa þannig við sektir eða veiðileyfíssviftingar. Mjög hart er tekið á brotum af þessu tagi í Rússlandi og getur sekt numið allt að einum milljarði rúblna. lensk hrogn. Hins vegar þurfi að fylgjast vel með þróun mála á Ný- fundnalandi. „Þessi markaður er mjög viðkvæmur og auðvelt að skemma hann þannig að það tekur nokkur ár fyrir hann að jafna sig. Það er ljóst að verð til kanadískra sjómanna fer verulega niður þar sem þeir byggja alfarið á frjálsum mark- aði. Við erum að slást um sama kavíarmarkaðinn og því þurfum við að fylgjast vel með því sem er að gerast þarna niðurfrá," segir Arthúr. Fyrir um sex árum fór Landssam- band smábátaeigenda þess á leit við grásieppusjómenn að stöðva veiðar vegna verðlækkana á markaðnum. Arthúr segir almennt hafi sjómenn orðið við þeirri beiðni enda hafi það komið á daginn að sú ákvörðun reyndist rétt. „Við vitum hins vegar ekki hvaða staða kann að koma upp á þessari vertíð. Vertíðin er nokkuð langt komin á stórum svæðum, en engu að síður má alveg búast við góðri veiði á þeim tíma sem eftir er,“ segir Arthúr. Grásleppuveiði góð á Ströndum Grásleppuveiði undan Austurlandi hefur skánað nokkuð frá upphafi vertíðarinnar og hafa sjómenn á Bakkafirði og Vopnafirði fengið þokkalegan afla og betri en undan- farin ár. Veiði fyrir Norðurlandi hef- ur hins vegar verið afspyrnuléleg, en á norðvestursvæðinu hefur veiði gengið betur en hefur verið að fjara út síðustu daga. Þá hefur ennfremur verið þokkaleg veiði á Ströndum, á Véstfjörðum og í Breiðafirði. Grá- sleppuvertíðin á Drangsnesi hófst þann 1. apríl sl. og brást sú gamla ekki í þetta sinn en mjög góð veiði hefur verið það sem af er vertíðinni og dæmi um báta, sem komnir eru með þrisvar til fjórum sinnum meiri afla en alla vertíðina í fyrra. Tvær síðustu vertíðir voru með eindæmum lélegar og bundu menn því ekki eins miklar vonir við vertíð- ina núna eins og oft áður. Kanadamenn auka rækjuveiðar um 57% SJÁVARÚTVEGSRÁÐHERRA Kanada hefur tilkynnt að Kanada- menn muni auka rækjukvóta sinn upp í 59.050 tonn á þessu ári, sem er um 57% aukning. Sé tekið mið af meðalverði á rækju þýðir aukning- in um 3,7 milljarða króna aukatekjur fyrir Kanadamenn. Ráðherrann seg- ir aukninguna mögulega vegna þess að rækjustofninn stækki ört á svæð- um við Nýfundnaland og Labrador. Rækjuveiði Kanadamanna hefur aukist úr 5.000 tonnum árið 1985 í 30.000 tonn á síðasta ári. Rannsókn mælir gegn lífi á Mars London. Reuter. VISINDAMENN við Hawaii-háskóla hafa sett fram nýjar efasemdir um að líf hafi nokkru sinni þróast á Mars. Rannsóknir þeirra á loftsteininum AHL84001, sem fannst við Suður- heimskautið, benda til að kolefnis- sambönd í steininum hafi orðið til við háþrýsting en ekki við langtíma lífvænt ferli. Áður höfðu vísindamenn leitt get- um að því að steinninn, sem er 16 milljón ára og féll til jarðar fyrir 13.000 árum, hefði legið í steinefna- MEIRA en tvær og hálf milljón manna missti heimili sitt í hvirfilbyl sem gekk yfir Bangladesh í byijun vikunnar og kostaði hundruð íbúa við strönd Bengalflóa lífið. Emb- ættismenn og neyðarhjálpar- starfsmenn höfðu í gær stað- fest dauða 119 manna en sögðu þessa tölu geta hækkað umtals- vert þar sem um 1.500 fiski- manna væri enn saknað. Nærri 400.000 hús eru sögð hafa eyðilagzt í óveðrinu, og 15.000 kýr drepizt. Endanlegt ríku vatni á Mars. Vatnið hefði síast í gegn um litlar sprungur í steininum og þannig skapast hagstætt um- hverfi fyrir bakteríur. Kolefnissamböndin eru þó ekki einu efnasamböndin í steininum sem gætu bent til lífs, því í honum hafa einnig fundist efni sem m.a. geta orðið til við bruna lífvera. NASA, geimferðastofnun Banda- ríkjanna, er að undirbúa ferð til Mars þar sem m.a. verða teknir steinar til rannsóknar. mat á tjóninu mun ekki Iiggja fyrir fyrr en í næstu viku. Mjög láglent er í Bangladesh og þéttbýli þar gríðarlegt. Hvirfil- og fellibyljir eru tíðir á þessu svæði við Bengalflóa. Tjón verður því oft mikið af völdum óveðurs og flóðbylgna í Bangladesh. Árið 1991 létu að minnsta kosti 138.000 manns lífið í óveðri þar og milljónir urðu húsnæðislausar. Á myndinni aðstoða her- menn mann, sem slasaðist í hvirfilbylnum. Breska öryg’gis- þjónustan Aug’lýst eftír njósn- urum London. Reuter. BRESKA öryggisþjónustan, MI5, auglýsti í gær í fyrsta skipti opinberlega eftir nýjum starfsmönnum. Auglýsingin, sem birtist innan um hefð- bundnari atvinnuauglýsingar í breska dagblaðinu Guardian, var liður í þeirri stefnu að létta á þeirri leynd sem hvílt hefur yfir öryggisþjón- ustunni. Fram til þessa hafa háskólakennarar með tengsl innan þjónustunnar haft aug- un opin fyrir efnilegum nýlið- um og þeim síðan verið boðn- ar stöður yfir glasi af sherry. Gott vald á samræðulist Frá því að kalda stríðinu lauk hefur MI5, sem í auglýs- ingunni var nefnd sérstakur þáttur í þjónustu ríkisstjórnar hennar hátignar, að mestu fengist við írska lýðveldis- sinna, en ieyniþjónustan, MI6, fengist við verkefni utan Bretlandseyja. I auglýsingunni er tekið fram að þó laun séu góð séu þau innan hóflegra marka. Einnig er tekið fram að um- sækjendur þurfi að hafa gott vald á samræðulistinni, geta hafið og leitt umræður í því skyni að safna gagnlegum upplýsingum, og hafa látlaus- ansmekk. í auglýsingunni var hins vegar ekkert sagt um hugsan- leg verkefni umsækjenda. „Getið þið ímyndað ykkur starfslýsingu þar sem segir að fólki verði kennt að ljúga og svíkja, hlera síma og sam- ræður auk þess að notfæra sér veikleika fólks til að stjóma því,“ sagði Philip Knig- htley sérfræðingur í málefnum leyniþjónustunnar í viðtali við BBC sjónvarpstöðina. Mikið tjón í óveðrinu í Bangladesh Reuter Tvær og hálf milljón manna húsnæðislaus Dhaka. Reuter. A*****. EVROPA^ Nýr aðalritari hjá ESB Brussel. Reuter. FRAMKVÆMDASTJÓRN Evr- ópusambandsins (ESB) hefur ráðið nýjan aðalritara, sem er jafnframt æðsti embættismaður ESB. Við starfinu tekur Hol- lendingurinn Carlo Trojan en núverandi aðalritari, Bretinn David Williamson, fer á eftir- laun. Trojan verður þriðji maður- inn sem gegnir embætti aðalrit- ara í 40 ára sögu sambandsins, en fyrsti aðalritarinn, Frakkinn Emile Noel, gegndi embættinu frá 1958 til 1987. Dini vill meiri- hlutaákvarðanir innan ESB Brussel. Reuter. LAMBERTO Dini, utanríkisráð- herra Ítalíu, hvatti í gær til þess að breytingar yrðu gerðar á fyrir- komulagi atkvæðagreiðslu innan Evrópusambandsins (ESB) í þá vem að meirihlutaákvarðanir yrðu teknar upp í auknum mæli, í stað samhljóða atkvæðis. Kvaðst Dini telja þetta nauðsynlegt áður en gengið yrði til aðildarviðræðna við ríki í Mið- og Áustur-Evrópu, þar sem algert öngþveiti myndi skapast er aðildarríkjunum fjölgaði. Dini lét þessi orð falla á fundi þingnefndar Evrópuþingsins í gær en Þjóðveijar hafa áður viðrað þessa skoðun, sérstaklega í tengsl- um við utanríkismál. Hins vegar eru t.d. Bretar algerlega mótfallnir því að horfið verði frá samhljóða at- kvæði, sem er í raun neitunarvald aðildarþjóða ESB. Viðurkenndi Dini fyrir nefndinni að ítalir væm enn sem komið væri í minnihluta hvað varðaði þetta mál en það er á með- al atriða sem rædd hafa verið í tengslum við umbætur á Maastrichtsamningnum. Utanríkisráðherrar ESB, sem funduðu í Haag á þriðjudag, voru nokkuð bjartsýnir eftir fundinn um að samkomulag myndi nást um nokkur lykilatriði. Á morgun, föstu- dag, munu leiðtogar ESB-ríkjanna eiga óformlegan fund í Noordwijk í Holiandi þar sem ríkjaráðstefna ESB og endurskoðun Maastricht verður rædd en henni á að ljúka fyrir leiðtogafund sambandsins sem haldinn verður í Amsterdam 16-17 júní. Dini lét þó í það skína fyrir þingnefndinni að nokkur aðildarríki ESB legðu mikla áherslu á að ná samkomulagi fyrir miðjan júní, og tækist það ekki, væru þau ekki reiðubúin að undirrita nokkuð. f Í M : í. . t c i I v ú I <

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.