Morgunblaðið - 22.05.1997, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 22.05.1997, Qupperneq 26
26 FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 1997 KOSNINGARNARI FRAKKLANDI MORGUNBLAÐIÐ Reuter LIONEL Jospin, leiðtogi franskra sósíalista, heilsar kjósendum við komuna til Montpellier í suðurhluta Frakklands. Óljós skil milli hægri og vinstri Aðeins fjórðungur kjósenda telur kosningarnar mikilvægar Báðar megínfylkingar franskra stjóm- ÞINGKOSNINGARNAR mála syngja nú hástöfum um sæta langa sumardaga, en almenningur greinir illa skilin milli hægrí og vinstri. Þórunn Þórs- dóttir skrifar að innri erfíðleikar flokkanna flæki málin enn, þegar örfáir dagar eru í fyrri umferð þingkosninga, þar sem óákveðn- ir geta ráðið úrslitum. URSLIT frönsku kosning- anna ráðast að áliti fjöl- miðla af sannfæringar- krafti annars hvors armsins, hægri eða vinstri og af atkvæðum 40% landsmanna, sem ekki höfðu ákveðið sig í upphafi vikunnar. Frönskum fjölmiðlum er bannað að segja frá könnunum um fylgi flokkanna lokaviku kosninga- baráttunnar, en síðustu tölur bentu til þess að núverandi stjómarflokk- ar, Lýðveldisflokkurinn (RPR) og Lýðræðissambandið (UDF), hefðu 38 til 41% fylgi, sósíalistar 26 til 30% og kommúnistar níu til 11%. Samkvæmt þessum skoðanakönn- unum myndu stjórnarflokkamir vinna 39 til 50 sæta meirihluta á þingi. Chirac blandar sér í baráttuna Evrópumála og undirbúnings Efna- hags- og myntbandalags Evrópu (EMU), nema Chirac tæki upp „öfgastefnu gagnvart Maastricht". Auk þess sagði Jospin í sjónvarps- viðtali á þriðjudagskvöld augljóst að Frakkar mundu tala einni röddu eins og á árunum 1986 til 1988 þegar Chirac var forsætisráðherra og Francois Mitterrand forseti og 1993 til 1995 þegar Edouard Ballad- ur var forsætisráðherra og Mitterr- and forseti. Um leið sagði Juppé í öðm sjónvarpsviðtali að ekki yrði komist hjá kreppu með vinstri menn í stjórn. Aðrir talsmenn stjórnar- flokkanna hamra nú mjög á því atr- iði. Sósíalistar undirstrika hins vegar að samvinna hægrisinnaðs forseta og vinstri stjórnar sé af hinu góða. í FRAKKLANDI ■ Fyrsta umferð Hver kjósandi kýs einn frambjóðanda í sínu kjördæmi ■ Úrslit % Frambjóðendur: Frambjóðandi, sem fær meira en 50% alkvæða, hefur unnið sæti á þjóðþinginu A B C D Fái enginn frambjóðandi hreinan meirihluta eru frambjóðendur, sem fá minna en 12,5% atkvæða, útilokaðir og önnur umferð haldin milli hinna ■ Önnur umferð Frambjóðandinn með flest atkvæði er kjörinn á þjóðþingið til fimm ára Konur í sókn Undanfarið hefur saxast á forskot stjórnarflokkanna og Jacques Chirac forseti, sem átti viðræður við Helmut Kohl, kanslara Þýskalands, í fyrradag varaði kjósendur við því að kjósa sósíalistastjórn til að deila völdum með forseta af hægri vængnum með lítt dulbúnum orðum um að Frakkar gætu aðeins varið hagsmuni sína í Evrópu ef þeir „töluðu einni röddu, styrkri röddu“. Dagblaðið Liberation gagnrýndi í gær forsetann fyrir þessi ummæli og sagði að þetta væri einkennileg sýn á lýðræðið. Chirac hefði sjálfur tekið þessa áhættu þegar hann rauf þing. Jospin sagði í Le Monde í gær að hann sæi ekki fyrir nokkur vand- ræði í samstarfi við forsetann vegna París. Morgnnblaðið. NÍU af hverjum tiu Frökkum vilja gjarna sjá konu í embætti forsætisráðherra og næstum jafnmargir vildu að kona yrði forseti. Langflestir segja um leið að engu skipti í komandi kosn- ingum hvort þeir velja konu eða karl til þingsetu. Baráttuþrek, heiðarleiki og nánd við fólk er talið ríkara í fari stjórnmála- kvenna en -karla ef marka má könnun tímaritsins Nouvel Obs- ervateur. Á síðasta þingi sátu 35 konur (6%) og 542 karlar. í bæjarsljórn- um er hlutfall kvenna tæp 22% en rúm 12% í svæðisstjórnum. Nú eru 354 konur í framboði á höfuðborgarsvæðinu, sem hefur 99 þingsæti, það er minna en 1 af hveijum fjórum frambjóðend- um. Flestar bjóðaþarna fram undir merkjum kommúnista (35), þá koma sósíalistar (31 kona), svo Front National (20 konur) og lestina reka stjómarflokkarnir tveir með 12 kvenframbjóðend- ur. Jacques Lang, fyrrverandi menning- armálaráðherra sósíalista, segir slíka samsteypustjórn munu styrkja „rödd“ Frakka út á við því „allar pólitísku fjölskyldurnar munu þá sameinast í einni rödd“. Enn gengur fólki illa að greina skýran mun á stefnuskrám hægri- manna úr fráfarandi stjórn Alains Juppés og vinstriflokka undir for- ystu Lionels Jospins. Umfjöllun blaða er enda margvísandi og áherslur frambjóðenda breytingum háðar. Það bætir ekki úr skák að núverandi forsætisráðherra hefur hingað til neitað að hita Jospin aug- liti til auglitis í kappræðum. Juppé segist hvorki ætla að breyta né halda í horfmu, hann seg- ist helst vilja lækka skatta, einfalda kerfíð og bæta hag fjölskyldufólks. Svo bætir hann stundum við að þama séu göt í áformum andstæð- inganna, markmið þeirra stangist eitt á annað. Jospin hefur verið hóg- værari í yfirlýsingum og líka talað um það sem illa fór í stjórnartíð vinstri manna. Hann hefur ekki lát- ið hafa sig út í persónulegt skítk- ast, en segir andstæðinginn ótaminn kapítalista. Hægrablaðið Le Figaro segir gamla meirihlutann aðallega vilja endurlífga efnahagslífið og auka hagvöxt með áherslu á einstaklings- framtak og einkavæðingu fyrir- tækja, en vinstrimenn vilji dreifa fjármagni með nýjum en óljósum hætti og tryggja miðstýringu ríkis- ins. Ný ríkisstjórn verði að taka á ríkisskuldum, sem eru meiri en nokkru sinni, og koma um leið þess- um brýnu málum í betri höfn: At- vinnu, kaupmætti og Evrópumálum hvað varðar skilyrði EMU. Blöðin Le Monde og Liberation benda einnig á þessi þrjú atriði, en þar með lýkur samleið við Le Fígaro. Barist um völd Almennt segir fólk að hægrimenn séu einfaldlega að beijast við vinstri- menn um völd. Stefnan skipti minna máli. Einungis 4% fólks undir þrí- tugu telja kosningamar snúast um þær pólitísku leiðir sem flokkarnir boða. Þessum aldurshópi finnst Evrópu- mál, atvinnuleysi og stytt vinnuvika brýnustu verkefni nýrrar stjómar. Könnun meðal kjósenda á öllum aldri sýnir að 67% þykir lausn at- vinnuvandans mest áríðandi og fleiri treysta hægrimönnum til þessa heldur en vinstri (33% á móti 28%). Þó kveðast 46% vilja nota atkvæði sitt gegn forsetanum Jacques Chirac. Aðeins fjórðungur Frakka telur kosningarnar mikilvægar framtíð landsins. Að minnsta kosti gætu úrslitin ráðið örlögum evrósins, því þar er talsvert hik á vinstri mönnum, sér- staklega minnihlutaflokki kommún- ista. Þeir eru strangt til tekið and- vígir samrunanum, vilja þjóðarat- kvæði um málið, og Michel Rocard, fyrrverandi forsætisráðherra úr röð- um sósíalista, segir að sigri vinstri blokkin verði kommúnistar að velja um það hvort þeir setjist í ríkis- stjóm, sem undirbýr þátttöku í Efnahags- og myntbandalaginu. „Kæmist vinstristjórn til valda hlyti hún umboð sitt fyrir okkar tilstyrk," hefur Robert Hue, formaður komm- únistaflokksins, sagt í viðtölum og gefur sér þannig að kommúnistar verði í stjórn vinstri manna. Sósíalistar segjast hliðhollir EMU sé varlega farið í sakir og völd ekki hrifsuð af stjórnmálamönnum til tækniþursa. Andmælt er skilyrði um að fjárlagahalli megi ekki vera meiri en 3% af þjóðarframleiðslu. Vart þarf að tíunda að báðir stjórn- arflokkarnir gömlu eru fylgjandi Evrópusamruna, fyrir utan nokkra síð-Gaullista eins og Phillippe Ség- uin, forseta þingsins, sem taka Frakkland fram yfir. Hann er einn af þeim, sem nefndur er sem arf- taki Juppés, sigri hægriflokkarnir naumlega. Francois Leotard, for- maður UDF, sagði í sjónvarpsviðtali í vikunni að Juppé hlyti að sitja áfram, yrði sigur hægri manna af- gerandi og gaf þar með í skyn að yrði mjótt á mununum þyrfti að skipta um mann í Matignon. Frjáls- hyggjumaðurinn Alain Madelin og René Monory, forseti öldungadeild- arinnar, segja báðir vert að skipa nýjan forsætisráðherra. Samtökin Front National, sem eru lengst til hægri, virtust áður fremur vera hliðholl meirihluta Juppés. Hins vegar er ljóst að flokkurinn mun fá nægt fylgi til að halda áfram í aðra umferð kosninganna og það án sam- vinnu við önnur hægriöfl. Formaður- inn Le Pen sagði hins_ vegar í út- varpi í síðustu viku: „Ég vil heldur að vinstraliðið vinni, því það lamar fyrirætlun forsetans um að leysa Frakkland upp í Evrópu Maastricht- sáttmálans. Við höfum tapað sex árum þegar Balladur-tíminn er tal- inn með og við höfum séð að gömlu stjórnarflokkarnir, með atvinnu-— stefnu frá sósíalistum, svíkja eigin hugmyndir og ljúga hikstalaust." Flokksbræður hans, Bruno Mégret og Bruno Gollnisch, nota síðan hvert færi til að leiðrétta siíkar yfirlýsing- ar Le Pens. Jospin dansar á línu Vinstri flokkarnir reyna eftir mætti að ná og halda innri ró. Sam- band sósíalista og kommúnista er lausara en stjórnarflokkanna (RPR og UDF) og bjóða þeir einungis sameiginlega fram í fimm kjördæm- um þar sem sérstök hætta þykir stafa af hægriöfgum. Flokkarnir gefa þó út sameiginlega yfírlýsingu um efnahags- og félagsmál og full- vissa kjósendur um samstarf í seinni umferð kosninganna. Jean Francois Mancel, aðalritari RPR, hefur sagt það móðgun við kjósendur að sósíal- istar geri ekki út um ágreiningsmál við kommúnista og umhverfissinna fyrir kosningarnar. Kommúnistar vilja hækka lág- markslaun úr 6.000 í 7.100 franka á mánuði en sósíalistar þurfa að ræða það betur. Flokkamir vilja hækka hátekjuskatt og skatt á fjár- magnstekjur, en lækka virðisauka- skatt. Þeir lofa 700.000 nýjum störf- um fyrir ungt fólk næstu tvö árin og vilja stytta vinnuvikuna úr 39 í 35 stundir án tekjuskerðingar. Þá er boðað afnám eða breyting um- deildra innflytjendalaga. Og sósíal- istar vilja hætta einkavæðingu, hafa símann áfram hjá ríkinu, en halda því sem þegar er orðið. Flokkur Jospins leitar til tveggja átta, að miðju eftir fylgi sem tapað- ist 1993 og út til vinstri eftir sam- bandi við minni flokka; kommúnist- ana og umhverfissinna. Þeir síðast- nefndu eru ansi klofnir og fela ekki sérstaklega ástæðuna fyrir þátttöku í kosningabaráttunni. Þeir fá kjörna aðstöðu til að reka áróður sinn og fá til þess styrk úr ríkissjóði. Chirac fékk sér fax Hægrimenn búa sig undir eitt- hvert fylgistap og segjast gera sig ánægða með nauman meirihluta. Maskína Chiracs og Juppés, Lýð- veldisflokkurinn, gengur betur en Lýðræðissambandið þótt flokks- menn séu sundurleitur hópur. Þetta er að minnsta kosti einn flokkur, þótt Gaullistar skeri sig úr hvað utanríkismál varðar. Það gildir ekki um UDF, sem er í raun samband fjogurra flokka Evrópusinna. Hægriflokkarnir vilja „báknið burt“ og þeir hyggjast stuðla að sjálfstæði fyrirtækja, til dæmis með bótatékk- um vegna veikinda starfsmanna. Þeir vilja frekar lækka tekjuskatt en virðisaukaskatt og Ieggja meg- ináherslu á Evrópusamrunann. Þeir vilja stytta vinnuviku smám saman og lofa að gefa svæðum í Frakk- landi fijálsari hendur, ekki síst í menntamálum. Þar sem Alain Juppé tókst illa að byija leiftursókn sína, sá Jacques Chirac sig knúinn til að hefja upp raust til stuðnings sínum mönnum, á slqön við áform um glæsta og síð- búna innreið í baráttuna. Hann brá sér þó til Kina í fjóra daga og er það von hjartagóðra Frakka að hann hafi tekið með sér faxtæki sem hann fékk, að sögn Nouvel Observateur, á skrifstofuna sína í Elysée-höll fyr- ir nokkrum dögum. Tilgangurinn var að ráðgast með skjótari og skil- virkari hætti við vini og samstarfs- menn um undirbúning kosninganna - allt til þess að geta gefið fráfar- andi og ef til vill verðandi forsætis- ráðherra góð ráð og stuðning, sem svo sannarlega er þörf á.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.