Morgunblaðið - 22.05.1997, Page 28

Morgunblaðið - 22.05.1997, Page 28
28 FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 1997 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Ásdís VERK Davids Greenall fjallar meðal annars um áreitni. Uppar, konur, ást og missir íslenski dansflokkur- inn frumsýnir fjögur ný verk í Borgarleik- húsinu í kvöld kl. 20. Þröstur Helgason hitti höfundana sem lýstu verkum sínum sem eru afar ólík að gerð og inntaki. FJÖGUR ólík verk eru á efnisskrá sýningar íslenska dansflokksins í Borgarleikhúsinu í kvöld. Tvö þeirra eru íslensk; Ferli eftir Nönnu Ólafsdóttur og Hræringar eftir Láru Stefánsdóttur. Nanna er þekktur danshöfundur og hefur samið dansa fyrir íslenska dans- flokkinn frá árinu 1980. Lára hef- ur dansað í flokknum undanfarin ár en einnig fengist við að semja dansa. Hin tvö eru eftir breska höfunda; Konan á klettinum horf- ir eftir David Greenall og Nachtli- ed, eða Næturljóð, eftir Michael Popper. David hefur dansað með íslenska dansflokknum í nokkur ár og einnig starfað sem danshöf- undur. Popper er sérstakur gestur íslenska dansflokksins en hann er einn af fremstu danshöfundum Breta af yngri kynslóðinni. Hann hefur samið verk fyrir mörg af virtari leikhúsum Evrópu en þar má nefna The Royal Shakespeare Company, The Royal National Theatre, TANZ-FORUM Köln og Schauspiel-Bonn. Verkin verða dönsuð á stóra sviði Borgarleikhússins. Áhorfend- ur munu þó ekki sitja á venjulegum stað heldur uppi á sviðinu og eld- varnartjaldið verður dregið fyrir áhorfendasalinn. Hvert verkanna á sína sögu. Og hvert þeirra segir sína sögu. Hver og einn höfundanna leysti frá skjóðunni. Uppar tíunda áratugarins Tónlistin er framsækið þýskt popp. Upphaflega samdi ég verkið við mjög þunga nútímaklassík en dansararnir voru alveg að fara yfir um. Þegar ég svo keyrði yfir þann disk og kramdi hann í klessu þá þurfti ég að finna nýja tónlist og valdi þessa sem er allt annars eðlis.“ Breytt heimsmynd „Þessi dans er saminn við tón- verk eftir Hjálmar H. Ragnarsson sem heitir Romanza,“ segir Nanna. „Upphaflega átti dansinn að vera dúó fyrir karl og konu en svo fóru að renna á mig tvær grímur þegar umræður um einræktun komust í hámæli fyrir stuttu. Það er ekki laust við að slíkir hlutir veki mann til umhugsunar um breytta heims- mynd. Og ég nota einmitt stóra VERK Nönnu Ólafsdóttur fjallar um breytta heimsmynd og er samið við tónverk eftir Hjálmar H. Ragnarsson sem heitir Romanza. „Þetta verk fjallar um tíunda áratuginn," segir David. „Það f|'all- ar um skrifstofutýpurnar allar sem halda að þær séu svo mikilvægar og merkilegar að þær mega aldrei vera að því að slaka á og horfa í kringum sig, njóta umhverfisins, náttúrunnar, lífsins. Það ijallar kannski um uppana, um egóis- mann sem viðgengst, kapphlaupið sem allir eru í um nýja tækni. En verkið lýsir líka kynferðislegri áreitni, valdbeitingu, sem vissulega er hluti af þessu skrifstofuum- hverfi sem upparnir lifa í, er hluti af tíunda áratugnum. Og verkið fjallar líka um að geta ekki breytt neinu, geta ekki komist út úr því hlutverki að vera áreittur; við erum stödd á bjargbrún en þorum ekki að taka áhættuna og stökkva fram af. Það er því sögð saga í verkinu en um leið er þetta mikil danssýn- ing; ég legg mikið upp úr því að láta dansarana dansa, að þeir sýni hvað þeir geti því það eru mjög góðir dansarar í þessum dans- flokki. kúlu úr járnstöngum sem Sigurjón Jóhannsson hannaði sem getur bæði táknað heiminn, konuna og eggið; við köllum kúluna konunyt. Þegar upp var staðið fannst mér ekki annað hægt en að láta tvær konur dansa verkið. Verkið á fyrst og fremst að vera sterk tilfinninga- upplifun en einhver dramatísk framvinda. Tónverkið er mjög sterkt og dansinn spratt eiginlega út úr því en það verður flutt af Caput-hópn- um. Dreymir um elskhuga „Eg hafði lengi haft í huga að semja dans út frá ljóðabók eftir Elísabetu Jökulsdóttur sem heitir Dans \ lokuðu herbergi," segir Lára. „Ég styðst aðallega við eitt ljóð í þeirri bók sem segir frá konu sem sefur í síðu hári. Ljóðið lýsir innri baráttu þessarar konu en hana dreymir um elskhuga í fjar- lægu landi. Grunnþemun eru kannski söknuður og leit en aðal- persónan sveiflast á milli vonleysis og friðar. Dansinn er unninn í nánu sam- spili við Guðna Franzson sem frumsamdi tónlistina í verkinu, alla nema einn þátt sem er eftir ítalska tónskáldið Riccardo Noa. Guðni leikur einleik á klarinett og ástr- alska frumbyggjahljóðfærið didj- eri-du. I verkinu eru líka tveir skúlptúrar sem Ragnhildur Stef- ánsdóttir gerði, annars vegar barn sem sefur og táknar innri frið og barnið í okkur öilum og hins vegar hjartasem táknar ástina eða ástar- sorg. í raun getur hvert þessara verka staðið sjálfstætt, það er að segja dansinn, tónlistinn og skúlp- túrarnir. Þetta verk veitir mér algjöra útrás fyrir hinar ýmsu tilfinningar sem velkjast um í OKkur öllum." Missir „Ef ég á að lýsa verkinu í einu orði,“ segir Michael, „þá fjallar það um missi. Þetta verk fjallar um það að missa fólk \ dauðann og verða skilinn eftir. Ég er að fjalla um atburði sem ég upplifði sjálfur en ég finn ekki þörf hjá mér til að opinbera þá frekar en með þessu verki. Það er ekki línuleg frásögn í verkinu. Það ' samanstendur af þremur þáttum sem við getum bæði sagt að sé rökleg framvinda í og röklaus. Annars er sennilega réttast að segja að engin saga sé í þessu verki. Dansarnir hafa allir haft mjög ólíkar hugmyndir um það, túlkað það á mismunandi vegu og mér þykir það gott. Það er best að hver og einn, bæði dansarar og áhorfendur, fái að lesa það í verk- ið sem hann vill.“ Sagnaþing í héraði STOFNUN Sigurðar Nordal og heimamenn á Sauðárkróki gangast fyrir ráðstefnu um Grettis sögu í Fjölbrautaskó- ianum á Sauðárkróki dagana 23. og 24. ágúst nk. Erindi flytja Guðvarður Már Gunnlaugsson, Helga Kress, Júrg Glauser, Kristján Eiríks- son, Viðar Hreinsson, Ög- mundur Helgason og Örnólfur Thorsson. Gunnar Stefánsson og Ingibjörg Haraldsdóttir lesa upp. Þátttakendum gefst kost- ur á að fara á söguslóðir í Skagafirði og út í Drangey, ef verður leyfir, síðari dag ráð- stefnunnar. Frekari upplýsingar og skráning á Stofnun Sigurðar Nordal og hjá Unnari Ingvars- syni, Safnhúsinu, Sauðár- króki. Tatu Kan- tomaa heldur tvenna tón- leika FINNSKI harmoníkuleikarinn Tatu Kantomaa heldur tvenna tónleika nú um helgina. Fyrri tónleikarnir verða í Ytri-Njarð- víkurkirkju á morgun, föstu- dag, kl. 20.30 og síðari tón- leikarnir í Bæjarleikhúsinu í Vestmannaeyjum og hefjast kl. 16. Tatu Kantomaa flytur bæði íslensk og erlend lög á tónleik- unum. Tilefni tónleikanna er útgáfa geislaplötunnar, List- en, sem hefur að geyma þá tónlist sem Tatu hefur verið að fást við undanförnu. Þar er m.a. að finna Raddir vorsins eftir Johann Strauss, segir í kynningu. Tatu Kantomaa hyggur á tónleikaferð um landið í tilefni útgáfunnar. Nina Kerola opnar sýn- ingu í Galleríi Listakoti FINNSKA grafíklistakonan Nina Kerola opnar sýningu á verkum sínum í Gallerí Lista- koti, Laugavegi 70, á morgun, laugardag kl. 14. Nina Kerola hefur haldið nokkrar einkasýningar í Finn- landi og Svíþjóð, nú síðast í Grafiska sállskapet í Stokk- hólmi í febrúar á þessu ári. Hún hefur einnig tekið þátt í fjölda samsýninga. „Áskorun- in og forvitnin er drifkraftur- inn í sköpun minni. Vinna mín með myndir gefur mér aðra sýn á tímann og tilveruna," segir Nina Kerola. Sýningin í Listakoti stendur til laugardagsins 14. júní og er opið virka daga frá kl. 10-18 og laugardaga kl. 10-16. Myndlistar- sýning hjá Að- alskoðun hf. í AFGREIÐSLU SAL Aðal- skoðunar hf. í Gerpluhúsinu í Kópavogi hefur verið sett upp myndlistarsýningin Hljóðlátur óður, sem er röð mynda eftir Evu Jóhannsdóttur. Sýningin er opin á af- greiðslutíma skoðunarstöðvar- innar í Gerpluhúsinu, kl. 8-17 alla dag, og stendur til loka júnímánaðar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.