Morgunblaðið - 22.05.1997, Side 36

Morgunblaðið - 22.05.1997, Side 36
36 FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 1997 37 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. AFREKSMENN GANGA ÍSLENDINGANNA þriggja á tind Everestfjalls í gærmorgun var afrek, sem lengi verður í minnum haft, enda ótrúlegt þrekvirki þar sem tekist var á við náttúruöflin, veður og vinda, kulda og þunnt andrúmsloft. Nöfn þremenning- anna, Björns Ólafssonar, Hallgríms Magnússonar og Einars K. Stefánssonar, verða skráð um alla framtíð í afrekssögu íslenzku þjóðarinnar. Þeir hafa með framgöngu sinni varpað ljóma á land og þjóð. Tindur Everestfjalls, sem er 8.848 metra hár og sá hæsti í heimi, hefur lengi freistað fjallgöngumanna og margir þeirra hafa farizt í tilraun til að sigrast á honum. Fjallið er í Nepal í Himalayafjallgarðinum, sem kallaður hefur verið þak heimsins. Þeir fyrstu, sem tókst að klífa tindinn, voru Nýsjálendingurinn Edmund Hillary og sherpinn Tenzing Norgay, en það afrek unnu þeir 29. maí árið 1953 í brezkum leiðangri undir stjórn Hunts, ofursta. Aðstæður við uppgöngu íslendinganna á tindinn nú voru mjög erfiðar, stormur og allt að 40 gráðu frost. Óveður hefur komið í veg fyrir klif á Everest síðustu vikurnar og þremenning- arnir urðu m.a. að snúa við vegna hríðarveðurs sl. mánudags- kvöld í tilraun sinni til uppgöngu. Það hefur vafalaust ráðið úrslitum um velgengni hinna ungu íslendinga í baráttunni við Everest, að þeir eru þrautþjálfaðir fjallgöngumenn og undirbún- ingur hefur staðið í allnokkur ár. Þeir hafa áður klifið erfiða fjallstinda, m.a. klifu þeir fyrir tveimur árum fjallið Cho Oyu í Tíbet, en það er 8.201 metri á hæð, og auk þess hafa þeir klif- ið önnur erfið fjöll eins og McKinley í Alaska (6.500 m), Lenin- tindinn (7.134 m) og Korchenevskaja (7.168 m). Af þessu má sjá, að þeir félagar hafa ekki flanað að neinu heldur lagt áherzlu á vandaðan undirbúning að því verkefni að sigrast á Everesttindi. Þótt sagan sýni, að ganga á Everest er hættuspil er Ijóst, að ungu mennirnir voru viðbúnir þeim breytilegu aðstæðum sem þarna geta komið upp og þeir ætluðu sér ekki að taka óþarfa áhættu. Með því hugarfari, þjálfun, skipulagningu og góðum búnaði var grunnurinn lagður að afreksverkinu. Það var sérstök tilfinning að hlusta á frásögn þeirra þar sem þeir stóðu á tindi Everest í gærmorgun, en fjarskiptatækni nútímans gerði Ríkisútvarpinu kleift að útvarpa henni beint. Fregnin um afrek þeirra Hillarys og Tenzings barst hins vegar ekki til umheimsins fyrr en hraðboði leiðangurs þeirra náði til Katmandu, höfuðborgar Nepals, aðfaranótt 2. júní og barst Elísabetu II. Bretadrottningu skeytið að morgni krýningardags hennar. Fréttinni af afreki þeirra Björns, Hallgríms og Einars var fagnað af öllum íslendingum, þ.á m. aðstoðarmanni þeirra, Herði Magnússyni, og fylgdarmanni þeirra frá RÚV, Jóni Þór Víglundssyni sem biðu í svonefndum grunnbúðum neðar í fjall- inu. En ekki sízt af fjölskyldum þeirra, eiginkonum, börnum, systkinum, foreldrum og vinum. Morgunblaðið óskar þremenn- ingunum til hamingju með hraustlega framgöngu, þrautseigju og áræði í sigurför þeirra á tind Everestfjalis. ÍÞRÓTTIR OG AUGLÝSINGAR Iallmörg undanfarin ár hefur íþróttahreyfingin gert samninga við einstök fyrirtæki um að þau greiði ákveðna upphæð til einstakra félaga eða sambanda íþróttafélaga. Þessir fjármunir hafa verið notaðir til þess að standa undir kostnaði við starf- semi félaganna. Til endurgjalds hafa íþróttafélögin gefið einstök- um íþróttamótum nafn þess fyrirtækis, sem hverju sinni hefur gert slíkan samning. Með þessari aðferð hefur íþróttahreyfingin leitast við að fá nöfn fyrirtækjanna nefnd í fréttum útvarps- og sjónvarpsstöðva og birt á prenti í fréttum dagblaðanna. í raun og veru hefur íþróttahreyfingin selt eins konar auglýsingar í ritstjórnardálkum dagblaða eða fréttatímum útvarps- og sjón- varpsstöðva án þess, að hafa nokkurn tíma samið um það við viðkomandi fjölmiðla að félögunum væri það heimilt. Afstaða Morgunblaðsins hefur verið sú á undanförnum árum, að blaðið væri ekki tilbúið til að birta slíkar auglýsingar, sem samið hefur verið um milli tveggja óskyldra aðila, í ritstjórnar- dálkum blaðsins. Þessi afstaða hefur valdið óánægju hjá íþrótta- hreyfingunni. Nú hefur hins vegar sú breyting orðið á, að á síðasta árs- þingi Knattspyrnusambands Islands var samþykkt að breyta heiti deilda í Islandsmóti meistaraflokks. Sú deild, sem í ára- tugi hefur heitið 1. deild var nú formlega nefnd Sjóvá- Almennra deildin. Önnur deild verður nú að fyrstu deild og svo koll af kolli. Morgunblaðið getur haft sínar skoðanir á því, hvort þetta er rétt ákvörðun eða röng hjá ársþingi KSÍ. Hins vegar er ljóst, að nú hefur deildaskipan í íslandsmóti meistaraflokks verið breytt með formlegum hætti af þar til bærum aðilum. í fréttum og frásögnum Morgunblaðsins verður þessi ákvörðun ársþings KSÍ virt og blaðið mun líta svo á, að hún sé stefnumarkandi fyrir íþróttahreyfinguna í heild og haga fréttaskrifum sínum af íþróttaviðburðum í samræmi við það. If ÍSLENDINGARNIR Á TINDI EVEREST Himalyafjöll bera höfuð og herðar yfír aðra fjallgarða Með ólíkindum hvað frum- heijarnir komust langt FYRSTIR komust á tind Everest þeir Edmund Hillary frá Nýja Sjálandi og Sherpinn Tenzing Norgay, hinn 29. maí 1953. Þeir voru þátttakendur í breskum leiðangri. AÐ VAR ekki fyrr en langt var liðið á nítjándu öld að Everest varð fýrst þekkt í hinum vestræna heimi. Á þeim tíma hafði vart nokkrum manni hugkvæmst að klífa „risana" í Him- alaya. Á 19. öld réð breska heimsveld- ið ríkjum á Indlandi og réðust Bretar þá í viðamiklar landmælingar á öllum Indlandsskaga. Árið 1849 hófst þríhyrningamæl- ingin mikla undir stjórn landfræð- ingsins Sir Georges Everest. Nepal var á þessum tíma lokað ríki og engum hleypt þar inn. Með gríðar- lega öflugum hornamælum tókst landmælingamönnum Breta þó að mæla hæð allra hæstu fjada Nepal, allt norður að landamærum Tíbet, úr mikilli fjarlægð frá nyrstu hæðum Indlands. Meðal þeirra fjalla var Everest sem þá var nefnt tindur XV. Sagan segir að einn góðan veðurdag árið 1852 hafi reiknimeistarinn Rathamata Shirdar, sem reiknaði út úr mælingunum, stokkið upp frá reiknistokki sínum og hrópað: „Ég hef fundið hæsta fjall heims.“ Hæðin var reiknuð 29.002 fet, eða 8.840 m. Ekki leið á löngu þar til fjalla- menn fóru að veita fyrir sér þeirri spurningu hvort unnt væri að klífa hæsta fjall jarðar. Árið 1903 komust foringjar í hersveit Breta, sem fór í herleiðangur inn í Tíbet, í 40-50 km fjarlægð frá norðurhlið fjallsins og mátu þeir það kleift. Mallory og fyrstu Everestleiðangrarnir Það var svo árið 1921 að fyrsti leiðangurinn komst af stað. Hann var fyrst og fremst könnunarleiðang- ur og ætlað að finna færa leið að fjallsrótunum og meta möguleika til uppgöngu. Lykilmaður í þeim leið- angri var Leigh Mallory og tókst honum eftir mikla leit að finna leið að norðausturhlið fjallsins en helstu erfiðleikar voru súrefnisleysi, kuldi og fádæma hvass vindur. Búnaður þessa tíma var frum- stæður í meira lagi og í augum fjalla- manna nútímans kann að virðast með ólíkindum hvað þessir frum- kvöðlar komust þó langt. Reipi voru þung og óþjál, mannbroddar og ann- ar klifurbúnaður óburðugur, fatnað- ur ófullkominn o.s.frv. En Mallory átti eftir að tengja nafn sitt sögu Everest og baráttu manna við það. Eftir annan leiðangur 1922 sem komst hæst í 8.320 m hæð, lögðu Bretar aftur til atlögu við fjallið með stórum leiðangri árið 1924. Nú skyldi fjallið klifið hvað sem það kostaði. Éftir margra vikna erfiði hafði leið- angursmönnum tekist að koma upp sex búðum á fjallinu. Einum leiðang- ursmanna, Edward Norton, tókst að komast í 8.520 m hæð og setja nýtt hæðarmet á fjallinu, áður en hann varð frá að hverfa. Þá var komið að Mallory og valdi hann ungan vél- virkja, Andrew Irvine að nafni, sem aðeins var rétt liðlega tvítugur, sér til aðstoðar. Voru Mallory og Irvine fyrstir á tind Everest? Fjórir Sherpar báru birgðir með þeim Mallory og Irvine upp í fimmtu og næstefstu búðir. Daginn eftir fikr- uðu þeir sig án aðstoðar Sherpanna áfram upp í sjöttu búðir í 8.170 m hæð. Daginn sem þeir lögðu á tind- inn, hinn 8. júní, sá Odell, einn leið- angursmannanna, til þeirra félaga með kíki rétt neðan við topp fjallsins í 8.400 m hæð, þar sem þeir voru enn á uppleið. Félaga þeirra og vini neðar í fjallinu setti hljóða. Langt var liðið á dag og ljóst að þeim myndi aldrei takast að ná toppnum og aftur niður í efstu búðir fyrir myrkur. Greinilegt var að Mallory ætlaði sér á toppinn hvað sem það kostaði, því enginn vissi betur en hann að útilokað væri fyrir þá félaga að lifa nóttina af án skjóls af tjaldi og prím- uss til að bræða vatn. Irvine, blind- aður af aðdáun á hinum mikla ijalla- manni, fylgdi foringja sínum eftir, enda eflaust illfær um að snúa við einn síns liðs, jafnvel þó hann vildi. Áfram mjökuðust þeir félagar og innan skamms hurfu þeir sjónum félaga sinna. Síðar um daginn skall á bylur... í hugum hinna eftirlifandi mun alltaf lifa efinn um hvort Mallory og Irvine urðu fyrstir á Everest eða hvort þeir létust áður en toppnum var náð. Svarið fæst aldrei, en aftur á móti má velta upp þeirri heimspeki- legu spurningu hvort ekki verði að klifra bæði upp og niður til þess að fjall teljist sigrað að fullu. Hvað sem því líður lögðu Bretar ekki árar í bát, þrátt fyrir sorgleg endalok þeirra félaga, heldur tvíefldust. Þeir Himalayafjöllin bera höfuð og herðar yfír aðra fjallgarða verald- arinnar og hafa því réttilega verið nefnd þak heimsins. Á jörðinni eru aðeins 14 fjöll sem rjúfa 8.000 metra múr- inn og eru þau öll hluti af Himalaya. Eftir ára- tugalaga baráttu var Everest sigrað árið 1953. Margir hafa bar- ist við tindinn og orðið að láta undan síga. voru sannfærðir um að sigur myndi hafast að lokum, þrátt fyrir að ekki tækist að slá hæðarmet Nortons í leiðöngrum 1933, 1935, 1936 og 1938. Kapphlaupið hefst Fljótlega eftir lok seinni heims- styrjaldarinnar lokaðist Tíbet að nýju vegna hemáms Kínveija og sjálfstæð- isbarátta Indveija og borgarastríð urðu til að Bretar höfðu hægt um sig í nokkur ár. Um 1950 breyttist hins vegar afstaða Nepals til umheimsins. Þeir voru skyndilega sem milli steins og sleggju tveggja stórvelda, Kína og Indlands, og sáu þann kost vænst- an að opna nánast óþekkt land sitt fýrir erlendum fjallgönguleiðöngrum. Opnaðist þá aðgangur að öllum hæstu fjöllum Himalaya og fór þá loks að draga til tíðinda í sögu háfjalla- mennskunnar. Frakkar, Bretar, Svisslendingar og Þjóðveijar kepptu hatrammlega um að stinga fánum sínum fyrstir þjóða á tind hæstu fjalla heimsins. Kapp- hlaupið snerist um tvö aðalmarkmið: Fyrsta 8.000 m fjallið og Everest. Á þessum tíma vom flest þessara fjalla lítt þekkt og mörg talin ókleif, t.d. K2, Dhaulagiri og fleiri. Vorið 1950 settu Frakkar nafn sitt á spjöld sögunnar þegar Maurice Herzog leiðangursstjóri og Louis Lachenal urðu fyrstir til að stíga fæti á 8.000 m hátt fjall, þegar þeim tókst að komast á topp Ánnapurna, 8.091 m að hæð. Það sem gerði af- rek þeirra enn merkilegra var að upprunalega hafði ætlun þeirra verið að klífa Dhaulagiri, en þegar á hólm- inn kom mátu þeir fjallið ókleift. Frekar en að gefast upp ákvað Herzog að klífa annað fjall sem hann vissi af í nágrenninu en enginn hafði komið áður að þeim megin sem þeir voru og var leiðin að fjallinu því óþekkt. Það eina sem Herzog hafði til viðmiðunar var afar ófullkominn uppdráttur og hófst nú mikil leit. Eftir tveggja vikna leit um dali og íjallaskörð fannst fjallið að lokum hulið sjónum bak við háa framverði sem byrgðu að því sýn. í fyrstu virtist Herzog fjallið afar óárennilegt, en eftir nánari skoðun taldi hann sig sjá færa leið. Fór það svo að Herzog og Lachenal tókst að klífa fjallið, en hætt er við að mörg- um þætti það dýru verði keypt. Mannraunirnar sem lagðar voru á þá félaga voru miklar og nánast ólýs- anlegar. Eftir að hafa lent í snjóflóð- um, blindast af brennandi jöklasól- inni, hrapað í jökulsprungur, sofið úti án tjalds eða svefnpoka og kalið illa, tókst félögum þeirra að komast upp til þeirra og bjarga þeim niður. Enn sótt að Everest En kapphlaupið hélt áfram. Könn- unarleiðangur Breta undir stjórn hins kunna Shiptons árið 1951 komst alla leið að rótum Everest. Erfiðleik- arnir reyndust byija mun neðar í fjallinu en norðan megin, því upp mjög brattan Khumbu-skriðjökulinn var að fara áður en hægt var að leggja á sjálft fjallið. Leiðangrinum tókst þó að bijótast upp jökulinn, opna þar með leiðina og sanna að fjallið væri kleift að sunnan. Með í þessum leiðangri var slánalegur Nýsjálendingur að nafni Edmund Hillary, sem síðar átti eftir að tengja nafn sitt Everest enn nán- ari böndum en Mallory. En nú vökn- uðu breskir fjallamenn upp við vond- an draum. Stórveldistíminn var á enda og þar með einokunin sem Bretar höfðu haft á Everest fram að þessu. Nepalstjórn veitti Sviss- lendingum leyfi til að reyna við fjall- ið árið 1952, Bretum 1953, Frakkar máttu reyna 1954 og Svisslendingar aftur 1955. Svisslendingar gerðu tvær hetju- legar tilraunir árið 1952 til að sigr- ast á hæsta fjalli heims. Þeir leystu öll vandamál tengd klifri á fjallinu og komust hærra en nokkur hafði komist áður, það var bara gamla varnarlínan sem hélt, þunna loftið, kuldinn og vindurinn. Hæst komst Svisslendingurinn Lambert með margreyndum Sherpa, þeim fyrsta sem steig upp úr hlutverki aðstoðar- manns og tók þátt í klifrinu á jafn- réttisgrundvelli, Tenzing Norgay. Hillary og Tenzing — síðasta von Breta Nú var síðasti möguleiki Breta til að sigra Everest, fjallið sem þeir höfðu barist svo hetjulega við og fórnað svo miklu á. Sigurinn var innan seilingar. Varnirnar voru að bresta. Leiðangursstjóri var valinn reyndur íjallamaður og foringi í hernum, John Hunt. Allur búnaður og mannskapur var það besta sem breska heimsveldið gat boðið upp á. Einnig var úrval Sherpa og fór þar ~ fremstur í flokki Tenzing. Búðir voru byggðar og brotist upp fjallið með hernaðarlegri nákvæmni. Efstu búðir, eitt tjald á hallandi klettasyllu sem var minni en tjaldið, voru reistar 28. maí í um 8.500 m hæð. Aðstoðarmennirnir stauluðust niður í næstu búðir en tveir menn urðu eftir til að freista þess daginn eftir að ljúka verkefni sem tekið hafði nær 100 ár. Þeir voru bestu og sterkustu menn leiðangursins, Tenzing Norgay og Edmund Hillary. Það er kaldhæðni örlaganna að þeir voru Sherpi og Nýsjálendingur, en ekki Bretar eftir allt saman. Klifrið daginn eftir gekk að óskum. Hægt en örugglega mjökuðust þeir hærra. Aðeins á einum stað lentu þeir í verulegum erfiðleikum. Rétt undir tindinum var mjög erfiður kafli en Hillary tókst að sigrast á torfær- unni, þeirri hæstu í heimi. Hún er síðan kölluð eftir honum, „Hillary step“. Þeir félagar höfðu áhyggjur af því að efsti tindurinn væri ef til vill ókleif hengja, en ofan torfærunn- ar blasti aðeins við brattur snævi þakinn hryggurinn. „Nokkur þreytu- leg högg með ísöxinni, nokkur þreytu- leg skref“, og kl. 11.30 hinn 29. maí 1953 stigu þeir Hillary og Tenzing, fyrstir manna á hátind Everest. Leið- angursstjórinn Hunt ritaði í dagbók sína daginn eftir uppgönguna: „Þann- ig endar sagan um Everest". Meiri öfugmæli hefur hann væntanlega aldrei látið frá sér fara. Sherparnir lykilmenn þegar gengið er á Everestfjall Harðgerðir atvinnufjallamenn SHERPI ber tunnur með vistum upp hlíðar Everest. Afrek Islendinganna vekur mikla athygli Allir stefna nú á tindinn SHERPARNIR í Nepal hafa leikið stórt hlutverk í leiðangri íslensku fjallagarpanna. Þeir eru á heimaslóð- um, búa margir í 2.000-4.000 metra hæð, stunda landbúnað og verslun og hafa alla þessa öld aðstoðað fjall- göngumenn. Sherpar eru einn af ótal mörgum þjóðflokkum í Nepal. Þeir eru af tí- betskum uppruna og er talið að þeir hafí flutt suður yfir fjallaskörðin frá þurrum hásléttum í Tíbet í fijósama fjalladali Nepal fyrir um 300 árum. Þeir eiga sitt tungumál þó þeir telji aðeins nokkra tugi þúsunda, eru Búddatrúar og líkist trú þeirra mjög þeirri Búddatrú sem iðkuð er í Tíbet, eru trúaðir, ganga margir í klaustur eða Ijúka trúamámi og kallast þá Lama. Trúin er stór hluti af lífi þeirra, þeir fara ekki í langferð án þess að fá blessun og í hættuferð sem þessa hefur hver hópur með sér Lama, sem sér um að halda guðunum góðum. Sherparnir búa flestir í Solo Kumbu héraðinu, eða rétt neðan þess, í litlum þorpum sem eru í 2.000 m til 4.000 m hæð. Neðstu þorpin eru í gróðursæl- um dölum en þau efstu eru í raun aðeins þyrping sela þar sem aðeins er búið á sumrin. Sherparnir hafa í gegn- um aldimar stundað landbúnað, rækt- að harðgerðar komtegundir og kartöfl- ur og fengið mjólkurafurðir af jakux- um, auk þess að vera milliliðir I versl- un frá Tíbet til Nepal og Indlands. Þeir hafa alltaf verið þekktir fyrir að vera harðgerð þjóð og þola hæð vel. Kemur það að öllum líkindum af því að þeir búa mjög hátt, í bröttum hlíðum og öll aðföng þarf að sækja mislanga leið. Börnin eru farin að sækja vatn 5-6 ára gömul og venjast því fljótt þungum byrðum í þunnu lofti. Það er engu líkara en þessi eigin- leiki sé orðinn arfgengur því styrkur og dugur þessa fólks í mikilli hæð er einstakur. Þessi eiginleiki varð til þess að evrópskir fjallgöngumenn réðu sér Sherpa sem burðar- og síðar aðstoðar- menn strax fyrir aldamótin. Metnaðarfullir og hæfir Um 1920 voru einstakir eiginleikar Sherpanna orðnir heimsþekktir og síð- an hafa flestir leiðangrar í Himalaja- fjöllum nýtt sér krafta þeirra. Það eru því áratugir síðan hópar Sherpa fóru að stunda fjaHaferðir að atvinnu og fljótlega spruttu úr þeim hópi, metn- aðarfullir og hæfir fjallamenn sem settu mark sitt á leiðangra og höfðu getu og metnað til að ná tindinum sjálfum. Tenzing Norgay kom þeim endan- lega á kortið sem atvinnufjallamönn- um þegar hann, ásamt Edmund Hill- ary kleif fyrstur Mount Everest árið 1953. Það er í raun ótrúlegt og stór- kostlegt að Sherpi skyldi ná þessu takmarki fyrstur og má fullyrða að það hefur verið öðrum hvatning og fyrirmynd. Með síauknum fjölda leið- angra á hæstu fjöll heims hefur hópur svokallaðra háfjallasherpa farið stækkandi. Þeir fara gjarnan í 2-3 leiðangra á ári og nota afraksturinn til að byggja upp starfsemi heima í þorpinu sínu, lítið gistiheimili eða fyr- irtæki sem skipuleggur gönguferðir vestrænna ferðalanga. Tólf háfjallasherpar í hópi með íslendingunum eru 17 sherpar, 12 þeirra eru háfjallasherpar en fimm eru kokkar og almennir starfsmenn. Hlutverk háfjallasherp- anna er að bera birgðir eins hátt upp í fjallið og þörf er á og fylgja leiðang- ursmönnum áleiðis á tindinn þegar að því kemur. Auk þess ganga þeir í allt annað sem gera þarf eins og aðr- ir leiðangursmenn. „Reynsla okkar af þessum einstaka þjóðflokki miðast við hópinn okkar. Æðsti maðurinn í hópi Sherpanna nefnist Shirdar og í okkar tilfelli er það Ang Babu. Við gætum ekki verið heppnari með mann því í honum sam- einast stjórnunar- og skipulagshæfi- leikar og óhemju reynsla, bæði af Everest og öðrum 8000 m fjöllum. í höndum hans er öll skipulagning á sherpahópnum og öll birgðastýring, bæði í grunnbúðum, sem og uppi í fjalli," hafa íslensku leiðangursmenn- irnir sagt. Babu hefur farið á Everest sjö sinn- um með þessari síðustu ferð og einu sinni fór hann tvisvar á toppinn í sömu vikunni sem er afrek. „Hann er samt alls ekki eins og menn ímynda sér slíkt ofurmenni, lítill og frekar feitlaginn, glaðvær, úrræðagóður og þægilegur." HÖRÐUR Magnússon, aðstoðar- maður Everestfaranna, segir að afrek íslensku fjallgöngugarp- anna hafi vakið mikla athygli ann- arra fjallgöngumanna sem bíða í hlíðum Everest. Margir ætli sér á tindinn og séu lagðir af stað upp fjallið. „Þetta vakti geysilega mikla athygli. Hingað hafa komið fjall- göngumenn úr öðrum leiðöngrum og óskað okkur til hamingju með afrekið. Það samgleðjast okkur allir því allir óska þess að þeim sem reyna við Everest gangi vel,“ sagði Hörður. „Islendingarnir hafa núna rutt brautina upp toppinn. Aðrir fjall- göngumenn sjá að þetta er hægt. Það er búið að ijúfa vissan sál- fræðilegan múr og ég heyri að menn hafa hug á að fara í fótspor okkar manna. Ég vona bara að menn fari varlega og fari ekki að fara af stað út í einhverja vit- leysu. Strákarnir hittu á góðan dag. Þó að vindurinn hefði verið talsverður var hægt að ráða við hann. Það skiptir auðvitað miklu máli að Björn, Einar og Hallgrím- ur eru vanir rokinu heima. Þegar þeir eru við klifur heima blæs yfir- leitt á þá. Það eru ekki allir sem búa yfir sömu reynslu af fja.ll- göngu í misjöfnu veðri og þeir.“ John Tinker leiðangursstjóri fór upp í búðir fjögur í gær og stefnir að því að fara upp í Suður- skarð í dag. Hörður sagði að veð- urspáin væri hins vegar slæm, líkt og hún hefði verið allt frá 5. maí. Hörður sagði að biðin í grunn- búðum hefði verið erfið. „Maður þekkir allar þessar hættur sem þeir geta lenti í. Ég beið eftir því alla nóttina að eitthvað kæmi upp á. Þegar þeir töfðust við Suðurtind í rúmlega tvo klukkutíma og mað- ur vissi að veðrið var að versna jókst stressið um allan helming. Ég heyrði ekkert í þeim í þó nokkra stund, en hins vegar heyrðum við frá öðrum leiðangri, sem er upp í Vesturdal, að þeir sæju menn við toppinn sem færu hratt yfir. Þeir fylgdust með þeim úr kíki. Þá fórum við að brosa breitt. Hér varð eins og á þjóðhá- tíð þegar þeir kölluðu í okkur af tindinum," sagði Hörður. Víðir Reynisson hefur verið talsmaður Everestfaranna hér heima. Hann sagði að afrek íslend- inganna væri mikið og hefði vakið verðskuldaða athygli. Hann sagði að Einar, Björn og Hallgrímur væru mjög sterkir menn, andlega og líkamlega og þeir hefðu staðið vel og skynsamlega að göngunni í gær. „Björn sagði við mig í gær að Hallgrímur hefði verið illa fyrir kallaður þegar þeir lögðu af stað í gær. Hann fór samt á tindinn og því má spyija hvað Hallgrímur gerir þegar hann er í góðu formi úr því hann gengur á hæsta fja.ll í heimi illa fyrir kallaður," sagði Víðir. Kerfið nær sprungið STÖÐUGUR straumur hefur ver- ið af fólki inn á Everest-vef Morgunblaðsins, sem er á slóðinni http://www.mbl.is/everest, mismikið eftir því hvað er á seyði. Eftir því sem nær dró því að þeir spreyttu sig við sjálfan toppinn fjölgaði heimsóknum og í gær- morgun var svo inikið álag á vef- þjón Morgunblaðsins að grípa þurfti til tæknilegra ráðstafana til að auðvelda aðgengi, enda fór álag á vefþjóninn yfir 96%, sem er gríðarlegt álag. Heimsóknir voru víða að, flest- ar frá íslandi sem vonlegt er, en einnig komu fjölmargir frá hinum Norðurlöndunum, flestir frá Dan- mörku, en einnig fjölmargir frá Svíþjóð, Noregi og Finnlandi. Mikið var um heimsóknir frá Bandaríkjunum, en einnig komu gestir frá Kanada, Ástralíu og Indónesíu, svo dæmi séu tekin. Þegar mest var, um það leyti sem þeir Hallgrímur, Björn og Einar voru að klífa lokaáfangann, komu um 700 gestir inn á vefinn til að sjá hveiju fram fór.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.