Morgunblaðið - 22.05.1997, Side 40
40 FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
ATVINNUAUG
5IIVGA
Opin kerfi hf. er umboðsaðili Hewlett-Packard
og Cisco Systems hér á landi.
Fyrirtækinu er skipt í fjórar deildir og er
þjónustudeild þeirra stærst, með 17 starfsmenn.
Þjónustudeild kappkostar að veita viðskipta-
vinumfyrsta flokks þjónustu og þjónar hún
mörgum af stærstu fyrirtækjum og stofnunum
landsins.
I sérfræðinqi í þjónustudeild:
Viðkomandi þarf að búa yfir góðri þekkingu
og reynslu í Novell netstýrikerfinu og þarf að
eiga auðvelt með að tjá sig í rituðu og
töluðu máLi, vinna undir álagi og starfa með
öðrum.
Æskilegt er að viðkomandi hafi Novell
prófgráður.
Um er að ræða spennandi en um leið krefjandi
framtíðarstarf hjá þjónustufyrirtæki sem býður
upp á sérfræðiþjónustu í hæsta gæðafLokki.
Opin kerfi hf. býður spennandi starfsumhverfi. Starfsmenn eru nú 35 og velta fyrirtækisins á árinu 1996
var tæpar 900 m.kr. Fyrirtækið hefur sterka fjárhagsstöðu og greiðir hæstu meðaLLaun á töLvusviði hér á
Landi (skv. FijáLsri versLun, okt. 1996).
Lögð er áhersla á góða þjálfun starfsmanna og þeim eru gefin tækifæri tiL að vaxa í starfi.
Umsóknir skulu vera skrifLegar og þurfa aó hafa borist fyrir 6. júní n.k. merkt:
„NoveLL þjónusta" Opin kerfi hf., Höfðabakka 9, 112 Reykjavík.
OPIN KERFIHF
WW\
HEWLETT
PACKARD
Höfðabakka 9, Sími: 570 1000
Sölumaður óskast
til afgreiðslu í sport- og útivistarvöruverslun.
Söluáhugi og áhugi á útivist nauðsynlegur.
Tilboð sendisttil afgreiðslu Mbl., merkt:
„Framtíðarstarf — 1021".
Frá Kvennaskólanum
í Reykjavík
Laust er til umsóknar fullt starf efnafræðikenn-
ara. Laun eru samkvæmt kjarasamningi HÍK
og ríkisins. Umsóknir, ásamt upplýsingum um
menntun og fyrri störf, berist skólanum fyrir
5. júní 1997. Upplýsingarveitirskólameistari
eða aðstoðarskólameistari í síma 562 8077.
Skólameistari.
Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða hf.
auglýsir eftir
Markaðsráðgjafa
Markaðsráðgjafi aðstoðar atvinnulífið við at-
huganir á nýjum viðfangsefnum sem atvinnu-
ráðgjafi á markaðssviði.
Markaðsráðgjafi leitast við að skapa ný verk-
efni fyrir atvinnulífið á Vestfjörðum á ýmsum
framleiðslusviðum í tengslum við markaðs-
möguleika bæði innlendis og erlendis.
Litið er m.a. til þeirra möguleika sem skapast
hafa við aðild íslands að evrópsku efnahags-
svæði með bein tengsl vestfirskra fyrirtækja
við markaði erlendis.
Umsækjendur þurfa að hafa menntun og/eða
reynslu á sviði markaðsráðgjafar eða sambæri-
legra starfa.
Ráðið verður í starfið frá og með 1. júlí 1997.
Umsóknarfrestur ertil 30. maí 1997.
Nánari upplýsingarveitirElsa Guðmundsdótt-
ir, sími 456 4780, Halldór Halldórsson, sími
456 3170 og Aðalsteinn Óskarsson, sími
456 4633.
Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða hf. er nýtt framsækið og metnaðarfullt
félag sem er ætlað að stuðla að auknum fjölbreytileika atvinnulífsins
á Vestfjörðum. Lögð er áhersla á að starfsmenn séu áhugasamir,
hafi rikt frumkvæði og veiti atvinnulífinu trausta þjónustu.
Starfsmenn félagsins eru nú atvinnuráðgjafi sem jafnframt er fram-
kvæmdastjóri félagsins og ferðamálafulltrúi. Starfssvæði félagsins
er Vestfirðir allir.
Sölumaður óskast
Við óskum eftir röskum sölumanni 25—35 ára
að aldri.
Góð þekking á tölvuumhverfi, rekstrarvörum
fyrirtölvur ásamt enskukunnáttu nauðsynleg.
Vaxandi verkefni framundan. Meðmæli óskast.
Umsóknir sendist blaðinu fyrir 29. maí 1997.
Öllum umsóknum verður svarað.
Sölumaður
imuR
ÍMÚR hf. er framsækiö
fyrirtæki í steinefna-
iönaöi, sem framieiöir
og selur ÍMÚR múr-
kerfiö, ÍMÚR steypu-
viögeröarefni, gólfflot,
fiísaiím og aðrar múr-
vörur. ÍMUR múrkerfið
er utanhússklæðning
jafnt fyrir nýbyggingar
og eldri byggingar.
Kerfið er hægt að fá
slétthúöað, hraunað eða
steinað í mismunandi
litum. Kerfið hefur verið
sett á fjölmörg hús,
samtalsum 120.000 m2.
Óskum eftir að ráða sölumann til
starfa hjá ÍMÚR.
Starfssvið:
Sala og markaðssetning á vörum
fyrirtækisins. Gerð sölu- og markaðs-
áætlana. Auglýsingar og kynningar.
Heimsóknir til hönnuða og byggingar-
aðlila. Ráðgjöf um efnisval og efnis-
notkun. Samningagerð við kaupendur.
Við leitum að sölumanni sem getur
starfað sjálfstætt og skipulega og hefur
almenna tölvuþekkingu. Æskileg er
tæknimenntun og/eða góð starfsreynsla
úr byggingariðnaði, sem myndi nýtast f
þessu starfi. Laust strax.
Upplýsingar veitir Þórir Þorvarðarson
Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir
til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf.
merktar „Imúr 227"fyrir 28. maí n.k.
Hagvangur hf
Ske'ifan 19
108 Reykjavík
Sími: 581 3666
Bréfsími: 568 8618
Netfang:
hagvang@tir.skyrr.is -
Veffang:
http://www.apple.is
/hagvangur „
HAGVANGUR RADNINGARÞJÚNUSTA
Rétt þekking á réttum tíma
-fyrir rétt fyrirtæki
Hjúkrunarfræðingar
Staða deildarstjóra á hjúkrunardeild er laus
nú þegar eða eftir nánara samkomulagi.
Okkur vantar hjúkrunarfræðinga í hlutastörf
á kvöld- og næturvaktir.
Einnig vantar hjúkrunarfræðinga eða hjúkrun-
arfræðinema í sumarafleysingar.
Upplýsingar í síma 552 6222.
Hjúkrunarforstjóri.
Elli- og hjúkrunarheimilið Grund.
Frá Menntaskólanum
á Akureyri
Við skólann eru laus störf kennara í eðlisfræði,
heil staða, og í stærðfræði, tvær stöður.
Umsóknirskulu hafa borist skólameistara fyrir
15. júní nk.
Menntaskólanum á Akureyri,
20. maí 1997.
Tryggvi Gíslason,
skólameistari MA.
Skólastjóra- og
kennarastöður
Stöður skólastjóra og kennara við Barnaskóla
Staðarhrepps í Hrútafirði eru lausartil umsókn-
ar. Umsóknarfrestur er til 1. júní nk.
Skólinn okkar er fámennur skóli, staðsettur við Reykjaskóla (skólabúð-
irnar) miðja vegu milli Reykjavíkur og Akureyrar. Nemendur eru
að jafnaöi 15 — 20 á aldrinum frá 6—12 ára. Kennsluaðstaða er einkar
góð og skólinn vel í sveit settur. Byggingar (skólahús og skólastjórabú-
staður) eru nýlegar og allar lóðir frágengnar og grónar.
Við leitum eftir áhugasömu fagfólki sem vill
vinna með og fyrir íbúa sveitarinnar.
Upplýsingar veita formaður skólanefndar, Að-
alheiður Böðvarsdóttir, s. 451 0015 og oddviti
Þórarinn Þorvaldsson s. 451 0024.
Fjarmalastjori
Staða f jármálastjóra hjá Landhelgisgæslu
íslands er hér með auglýst laus til um-
sóknar.
Starfssvið: Gerð fjárlagatillagna og rekstrar-
áætlana fyrir hinar einstöku deildir og einingar
stofnunarinnar. Ábyrgð á bókhaldi, uppgjöri
og afstemmingum. Koma á og festa í sessi ár-
angursstjórnun hjá stofnuninni í samvinnu
við forstjóra og aðra yfirmenn. Umsjón með
rekstrarútgjöldum, innkaupum, útboðsmálum,
innheimtu, birgðahaldi, launa- og starfs-
mannamálum.
Starfshlutfall: Um er að ræða fullt starf.
Stjórnunarleg staða: Stjórnunarlega heyrir
fjármálastjóri beint undirforstjóra stofnunar-
innar.
Menntunar- og hæfniskröfur: Háskólapróf
í viðskiptafræði eða sambærileg menntun er
áskilin ásamtgóðri enskukunnáttu. Nauðsyn-
legt er að viðkomandi búi að reynslu á sviði
fjármálastjórnar, bókhalds, áætlanagerðar og
starfsmannahalds.
Starfskjör: Starfskjör ráðast af kjarasamningi
milli Félags viðskipta- og hagfræðinga og fjár-
málaráðherra f.h. Ríkisjóðs eða sambærilegum
samningi.
Miðað er við að ráðið verði í stöðuna sem fyrst
og að nýrfjármálastjóri hefji störf eigi síðar
en 1. júlí nk.
Umsóknum ber að skila til Landhelgisgæslu
íslands, Seljavegi 32, Reykjavík, fyrir 26. maí nk.
Nánari upplýsingar um starfið veita lögfræð-
ingurstofnunarinnar, Stefán Melsted hdl., og
núverandi fjármálastjóri, María Sólbergsdóttir,
í síma 511 2222.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörð-
un um ráðningu hefur verið tekin.