Morgunblaðið - 22.05.1997, Page 42

Morgunblaðið - 22.05.1997, Page 42
42 FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 1997 AÐSENDAR GREIIMAR MORGUNBLAÐIÐ Frá Bellmann til Björlinganna - með viðkomu hjá Wennerberg1 og Abba SÆNSKIR söngv- ar, ljóð og lög, hafa lengi notið vinsælda á íslandi. Hljómfögur tunga, seiður söngv- anna í gleði og sorg og hafa hrifið hug og hjarta og skipað veg- legan sess í sönglífi þjóðarinnar. Allt frá dögum C.M. Bellmanns hafa lög tónskáldsins og ljóð ómað í eyrum. Náms- menn, sem dvöldust á Norðurlöndum lærðu lögin og fluttu með sér fjör og gáska, dillandi danslög og gaman- söngva, en sungu einnig um hver- fulleik lífsins og harma. Að vísu segja spakvitringar tón- listarsögu að Bellmann hafi fengið lögin lánuð hjá Frökkum og sjálfur samið textana. Kann að vera satt, en nú er of seint að rexa um það hjá Stefi. Enda höfundarrétturinn löngu fyrndur. Við hvílumst um skeið við dúkað borð Bellmanns. Jón Jakobsson síðar landsbókavörður og Hannes Hafstein skáld og ráðherra syngja Bellmannssöngva í herbergi í Suð- urgötu á námsárum í Lærða skól- anum. Jón Thoroddsen skáld og sýslu- maður þeytir rokk sinn við lag Bellmanns og spinnur þráð úr þeli. Bellmannssöngvana hefir hann trúlega lært þegar hann var að stríða. Emil tónskáld, sonarsonur hans raddsetur syrpur Bellmanns og leikur í Útvarp. MA-kvartettinn, söngflokkur skólapilta, sem kennir sig við menntasetur Sigurðar skólameist- ara á Akureyri, fyllir samkomusali kvöld eftir kvöld með Bellmanns- söngvunum. Djúpir bassatónar •Jóns frá Ljárskógum seiða áheyr- endur og sýslumannssonurinn frá Húsavík biður um stundargrið en Hælisbræður þræða af smekkvísi einstigi efri radda. Séra Bjarni Þorsteinsson tónskáld og heiðursk- lerkur klingir glösum við gamla félaga og heilsar nýj- um í heimslystar- söngvum Bellmanns. í nærfellt tvær aldir óma söngvar Carls Michaels norður við heimskaut. Segja má að þeir hverfi um sinn, eða hljómur þeirra dvíni um skeið þegar rokk og ról og popp- bylgjan skellur með hvað mestum þunga og ætlar allt að færa í kaf. En þá birtist bjargvættur á sjónar- sviði. Sigurður Þórar- insson jarðfræðingur, frægur vísindamaður og fjallagarpur, kunnur úr ijölda ferða um fjöll og firnindi, Þórs- merkurfarinn nafnkunni, sá sem söng Maríu sinn dýrasta óð við tjaldskörina í Húsadal lagði frá sér gítarinn um sinn, en greip ritfæri og setti saman bók um Bellmann. Varð hún söngelskum mönnum hvatning til dáða. Efldist nú fiokk- ur ijölmennur og strengdi þess heit að hvika hvergi uns lúta Bel- manns næði eyrum og helgaði sér áheyrendahóp þrátt fyrir ærandi hávaða ásláttarhljóðfæra. Gunnar Wennerberg, höfundur Glúntasöngvanna vinsælu var fæddur 2. október árið 1817. Hann lést 24. ágúst árið 1901. Hann var kirkjumálaráðherra Svía 1870-75 og landshöfðingi 1875-88. Glúnta- söngvarnir eru óhikað frægasta verk Wennerbergs. Þeir nutu fá- dæma vinsælda hér á landi um áratuga skeið. Tvísöngvar þessir, saga Glúntans og magisterins seg- ir frá ævintýrum stúdenta í Upp- sölum í Svíþjóð. Wennerbeg samdi söngva þessa árin 1847-50. Það má segja að það sé rétt í þann mund sem Alþingi íslendinga er endurreist. Glúntasöngvarnir nutu lengi vel svo einstæðra vinsælda að naum- ast verður jafnað við annað en Bítlasöngva þeirra Lennons & McCartneys. Dúettar þessir eða tvísöngvar Samskipti íslendinga og Svía hafa verið ýmiss konar í gengum tíðina. Pétur Pétursson rifjar hér upp ýmislegt athyglisvert í tilefni opinberrar heimsóknar forsætisráðherra til Svíþjóðar. voru sungnir um gjörvallt land. Hvarvetna þar seni hljóðfæri fannst, orgelharmóníum eða píanó, var sest við það og samsöngur hafinn. Islensk tónskáld, Bjarni Þorsteinsson og Jón Laxdal sömdu söngva í anda Glúntasöngva Wennerbergs. Má þar nefna Sól- setursljóð séra Bjarna Þorsteins- sonar og lagaflokkinn Gunnar og Njál eftir Jón Laxdal. Nafnkunnir íslenskir söngvarar sungu Glúntana, Símon Þórðarson á Hól, Árni Jónsson frá Múla, Pét- ur Á. Jónsson, Óskar Norðmann, Ásgeir Hallsson og Magnús Guð- mundsson. Ágúst Bjarnason og Jakob Hafstein, Bjarni Bjarnason frá Geitabergi og Magnús Ágústs- son frá Birtingaholti. Jón Kjartans- son og Egill Bjarnason og svo mætti lengi telja. Gunnar Wennerberg fylgdist vel með íslensku tónlistarlífi. Það er gott að minnast þess nú, einmitt þegar íslensk tónskáld fyrri tíðar geta átt von á því að í þau sé hnjátað af oflátungum, sem setja sig á háan hest, að eiga skráð lof- samleg ummæli merkra manna. Séra Friðrik Friðriksson æskulýðs- leiðtoginn kunni sagði frá því í bók sinni „Starfsárin" er hann heim- sótti Gunnar Wennerberg: „Við áttum langt samtal um ísland. Wennerberg spurði mig mikið eftir séra Bjarna Þorsteinssyni á Siglu- firði og kvaðst dást að Hátíða- söngvum hans og lögum yfirleitt. Hann sagði, að sig undraði á því, að slíkur maður væri látinn sitja í fásinni úti á landskjálka, í staðinn fyrir að veita honum fé til að búa í Reykjavík og til þess að geta farið utan, er hann vildi.“ Ekki má gleymast að geta þess að Siglfirðingum er sómi að því hvernig þeir heiðruðu séra Bjarna lífs og liðinn og hafa jafnan kostað kapps um að varðveita verk hans og hlúa að minningu hans. Kórsöngur hefir löngum notið vinsælda á íslandi. íslenskir karla- kórar héldu utan í hljómleikaferðir og hingað komu sænskir, norskir og danskir kórar. Svíþjóð hefir löngum haft á að skipa frábærum kórum. Stjórnendur þeirra hafa margir hverjir verið í fylkingar- bijósti hljómlistarmanna. Einar Ralf, einn hinn kunnasti í hópi sænskra kórstjóra hafði náin samskipti við Islendinga. Hann raddseti m.a. lag Sigvalda Kalda- lóns, Á Sprengisandi. Stjórnaði um 'angt skeið stúdentakór. Alice Babs, söng- og kvikmyndastjarna söng með kórnum. Einar Ralf kom hingað til lands með kór sinn árið 1937. Þegar Sigurd Björling hélt utan hafði hann með sér unga brúði, Sigrúnu Ögmundsdóttur, sem um langt skeið hafi gegnt starfi út- varpsþular og notið einstakra vin- ÓPERIJSÖNGVARARNIR Sigurd Björling og Jussi Björling í Grímudansleiknum eftir Verdi. Pétur Pétursson SIGRÚN Ögmundsdóttir og Sigurd Björling óperusöngvari „med sin söta fru“. Myndin er tekin 1937. Sigrún Ögmundsdóttir, fyrsta þula Ríkisútvarpsins, við hljóðnemann. Seinni maður Sigrúnar var Árni Tryggva- son hæstaréttardómari og síð- ar ambassador í Svíþjóð. Gunnar Wennerberg Gluntahöfundur. sælda. Helgi Hjörvar kvaddi Sig- rúnu eð fögrum saknaðarorðum og heillaóskum: yVið höfum engar prinsessur átt á Islandi, því að jafnvel í okkar eigin æfintýrum eru þær útlendar. Þess munu heldur engin dæmi í sögu landsins, að barnung stúlka hafi orðið svo þjóðkunn og svo umtöluð og blátt áfram sagt eins elskuð og Sigrún Ögmundsdóttir. Þetta er hin ótrúlega rómantík vélamenningarinnar og hins nýj- asta tíma. Þessu veldur fyrst og fremst það, að Sigrún er fyrsti þulurinn, þar að auki fyrsti kvenþulurinn. Hún varð, fyrir atburðanna rás, einskonar ímynd og persónugerf- ingur þessa nýja boðbera, útvarps- ins, sem kom eins og óvæntur gestur, eins og ný tilvera, inn á heimili þeirra, sem hungraði og þyrsti í fásinninu. í öðru lagi veldur það, sem óve- fengt er, að Sigrún hefir um leið einhvern hinn hreinasta og feg- ursta málróm, sem til er. Með ávarpi sínu einu gegn um Ijósvak- ann hefir hún komið til fólksins eins og hið góða barn, ungmeyjan, glöð og hýr og hjartahrein, ómót- stæðiieg vegna æsku sinnar og hreinskilni, öldungis eins og hún var í daglegri umgengni meðal okkar í útvarpinu. En þó er hún skapmikil kona og alvörugefin. Mönnum mun síðar verða það ljósara en nú, hvílík þraut það var, sem hún var sett í, að verða þulur 18-19 ára gömul, Reykja- víkurbarn, óhjákvæmilega geró- kunnugt um margt, sem þulur þarf að vita og hafa algerlega á valdi sínu: blæbrigði og ríkidóm tungunnar í bókmentum, um annes og afdali, og svo örugga þekkingu á helstu viðfangsefnum þjóðfélags- ins og stímabraki lífsins, utanlands sem innan. En þegar áfátt kunni að verða, þá naut hún æfinlega réttar þess, sem öllum þótti vænt um, þeirrar friðhelgi að vera yngsta og besta systir hlustenda sinna. Engum mun verða fyrirgefið á sama hátt og henni, eða réttara sagt: henni einni mun fyrirgefast. Sigrún varð prinsessa fólksins. Og nú hefir það gerst, sem á vant- aði til þess að æfintýrið væri full- komnað. Þegar hún nú leggur frá landi í dag með manni sínum og kveður okkur fyrir fult og alt, þá óskar fólkið, að æfintýrið um Sig- rúnu megi um alla framtíð enda á þennan sjálfsagða hátt, eins og öll falleg æfintýri: . . . Og hann fór með hana heim í sitt land, og þau unnust bæði vel og lengi, o.s.frv., eins og þið öll kannist við. Þannig kvaddi Helgi Hjörvar Sigrúnu Ögmundsdóttur hinn 1. júlí 1937. Það stóð ekki á Svíum að heilsa ungum brúðhjónum, Sig- urd Björling óperusöngvara og Sigrúnu brúði hans, sem blaðið „Stockhohns-Tidningen" nefnir „Islands hallákvinna“, en það er þularheiti Svía. Sagt er að unga parið hafi flutt inn í piparsveina- íbúð óperusöngvarans, en hafi eytt hveitibrauðsdögunum, sem þeir nefna „smekmánad" á Þingvöllum. I viðtali og frásögn blaðamannsins er sagt frá rafvæðingu íslands, allt séu það sænskar rafmagnsvél- ar frá ASEA. Sigrún segir að

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.