Morgunblaðið - 22.05.1997, Side 44
44 FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 199'
MORGUNBLAÐIÐ
FEGURÐARSAMKEPPNI
Morgunblaðið/Halldór
EVA Dögg Jónsdóttir er fædd
og uppalin á Akureyri. Hún er
17 ára, fædd 11. september
1979. Hún er 177 _cm á hæð.
Foreldrar Evu eru Ásta Pálma-
dóttir og Jón Gestsson.
DÚNA Rut Karlsdóttir er frá
Flúðum. Hún er 18 ára, fædd
11. september 1979. Hún er 171
cm á hæð. Foreldrar hennar
eru Auðbjörg Lilja Lindberg og
Karl H. Cooper.
SIGRÍÐUR Einarsdóttir er frá
Selfossi. Hún er tvítug, fædd
14. maí 1977 og er 172 cm á
hæð. Foreldrar hennar eru Vil-
borg Þórarinsdóttir og Einar
Axelsson.
20 stúlkur
keppa
um titilinn
FEGURÐARSAMKEPPNI
íslands 1997 verður haldin
föstudaginn 23. maí á Hótel
Islandi. Að þessu sinni keppa 20
stúlkur um titilinn og verður
umgjörð keppninnar í anda
Hollywood-kvikmynda á 4.
áratug aldarinnar.
Astrós Gunnarsdóttir
dansari hannar útlitið á
keppninni. Þar verður allt í
anda gömlu kvikmyndanna
nieð glæsileika á borð við þann
sem fólk þekkir úr myndum
Fred Astaire og Ginger Rogers.
Þannig verður allt svart og
hvítt, hvort sem það eru kjólar
stúlknanna eða baðfötin,
sviðsmyndin og annað.
Tónlistin er líka í anda þessa
tíma.
Auk stúlknanna sjálfra
sem koma fram þrisvar
úrslitakvöldið, þ.e. á
tískusýningu, á baðfötum og í
siðkjólum, mun Björgvin
Halldórsson syngja, sjö
dansarar frá Dansskóla Jóns
Péturs og Köru munu sýna,
Sveinbjörg Þórhallsdóttir og
Elín Helga Sveinbjörnsdóttir
dansa að hætti Monroe og
Model ‘79 verða með
tískusýningu. Kynnir kvöidsins
er Bjarni Olafur Guðmundsson.
Sjö stúlkur eru úr
Reykjavík, þijár frá
Suðurnesjum, þrjár frá
Norðurlandi, þijár frá
Suðurlandi, tvær frá
Vesturlandi og tvær frá
Austurlandi.
Vegleg verðlaun eru í boði.
Þannig mun
fegurðardrottningin hljóta ferð
fyrir tvo tii Costa del Sol með
Heimsferðum, auk annarra
vinninga.
I dómnefnd eru Þórarinn
Jón Magnússon útgefandi,
formaður, Björn Leifsson,
eigandi World Ciass, Guðrún
Möller, fegurðardrottning
íslands 1982, Þorgrímur
Þráinsson framkvæmdastjóri
Tóbaksvarnaráðs, Olöf Rún
Skúiadóttir ritstjóri, Esther
Finnbogadóttir, fyrrum
framkvæmdastjóri
Fegurðarsamkeppni íslands, og
Hrafn Friðbjörnsson, eigandi
Stúdíós Ágústu og Hrafns.
Elín Gestsdóttir er
framkvæmdasljóri keppninnar
ásamt Jóhannesi Bachmann.
Hafdís Jónsdóttir í World Class
hefur annast líkamsþjálfun
stúlknanna. Starfsfólk
hárgreiðslustofunnar Scala í
Ármúla 5 annast hárgreiðslu og
förðun annast starfsfólk Face í
Kringlunni og snyrtistofunnar
Ágústu. Þetta fagfólk annaðist
útlit stúlknanna fyrir þessa
myndatöku. Þær voru í ljósum
hjá Sólbaðsstofu Grafarvogs.
Ljósmyndirnar tók Kristinn
Ingvarsson.
DAGMAR íris Gylfadóttir er
fegurðardrottning Reykjavík-
ur. Hún er 21 árs, fædd 21. apr-
fl 1976 og er 170 cm á hæð.
Foreldrar hennar eru Sigrún
Hrafnsdóttir og Gylfi Már
Jónsson. .
JÓHANNA Björk Daðadóttir er
frá Selfossi. Hún er 19 ára,
fædd 3. maí 1978 og er 170 cm á
hæð. Foreldrar hennar eru
Olga Birna Jóhannsdóttir og
Daði Viktor Ingimundarson.
BERGLIND Lóa Sigurðardóttir
er 19 ára Reykvíkingur, fædd
27. desember 1977. Ilún er 179
cm á hæð. Foreldrar hennar
eru Svala Lárusdóttir og Sig-
urður Orn Gíslason.
LILJA Björk Ketilsdóttir er 19
ára, fædd 24. ágúst 1978 og er
170 cm á hæð og er frá
Kópavogi. Foreldrar liennar
eru Ingibjörg Erna Helgadóttir
og Ketill Vilbergsson.
SIGRÍÐUR Kjartansdóttir er
frá Grindavík. Hún er 19 ára,
fædd 19. janúar 1978 og er 172
cm á hæð. Foreldrar hennar
eru Sigríður Ágústsdóttir og
Sigurður Ólafsson.