Morgunblaðið - 22.05.1997, Síða 49
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 1997 49
MINNINGAR
ARNIPETUR
LUND
+ Ámi Pétur
Lund fæddist í
Reylgavík 2. ágúst
1971. Hann lést í
Alaborg í Dan-
mörku 8. maí síð-
astliðinn og fór út-
for hans fram frá
Fossvogskirkju 21.
mai.
Ef, er það orð sem
hefur komið aftur og
aftur upp í huga minn
síðustu daga. Það er
erfitt að tnía því að
við eigum ekki eftir að
njóta samverustunda aftur, kæri
vinur. Minningar um samskipti
okkar í gegnum árin hafa fyllt hug
minn síðan ég frétti um andlát þitt.
Ég minnist þeirra stunda sem við
áttum saman, bæði í og utan skóla.
Ég minnist þeirra ferða sem við
fórum í saman, gítarleiks þíns í
góðra vina hópi, og samtala okkar.
Já, þær eru ófáar stundinar sem
við höfum eytt í að rökræða um
allt milli himins og jarðar, deilt
draumum, áhyggjum, áformum og
skoðunum. Þú varst einn af þeim
sjaldfundnu vinum sem maður gat
trúað og treyst fyrir öllu. Enda
þótt langt væri á milli okkar héld-
um við ávallt sambandi. Skemmti-
leg blanda af kæruleysi, dugnaði,
áræði og þijósku einkenndi per-
sónuleika þinn og ekki var heldur
langt í stríðnina hjá þér. Oft dáðist
ég að atorku þinni. Þú varst sann-
ur vinur vina þinna. Ég kveð þig
nú, kæri vinur, og þrátt fyrir að
þú sért farinn mun minning þín lifa
hjá okkur sem þig þekktum. Ætt-
ingjum og vinum votta ég mína
dýpstu samúð.
Þorvaldur.
Elsku Ámi Pétur, það er ótrúlegt
til þess að hugsa, að eiga ekki eft-
ir að rekast á þig með gítarinn
þetta sumarið. Takk fyrir stutt en
góð kynni.
Og því varð allt svo hljótt við helfregn þína
sem hefði klökkur gígjustrengur brostið.
Og enn ég veit margt hjarta harmi lostið,
sem hugsar til þín alla daga sína.
Meðan árin þreyta hjörtu hinna
sem horfðu eftir þér í sárum trega,
þá blómgast enn og blómgast ævinlega
þitt bjarta vor í hugum vina þinna.
(Tómas Guðm.)
Aðstandendum öllum sendi ég
mínar innilegustu samúðarkveðjur.
Guð gefi ykkur styrk í þessari miklu
sorg.
Ásta Kristín.
Þriðjudaginn 13. maí sl. barst
mér hörmuleg fregn. Pabbi hringdi
í mig frá íslandi og sagði mér að
Árni Pétur frændi væri dáinn. Ég
gat varla trúað því í
fyrstu því það er svo
óréttlátt. Arni Pétur
sem var ekki nema 25
ára, með allt lífið fram-
undan, er dáinn.
Ég man fyrst eftir
Árna þegar ég fór í
heimsókn til Maríusar
og Ásdísar með
mömmu og pabba. Þá
voru þeir bræður tveir
Árni og Bergþór sem
er jafngamall mér. Þá
átti fjölskyldan heima
á efstu hæð í blokk á
Kleppsveginum. Það
var alltaf spennandi að fara í heim-
sókn tii þeirra og leika með dótið
sem þeir áttu heilmikið af og ég
tala nú ekki um öll dýrin. Árni
átti fiska, páfagauka, hamstra,
kött og að sjálfsögðu seinna tíkina
Snotru en hana kom Ámi með heim
einn góðan veðurdag við misgóðar
undirtektir. En hún varð samt sem
áður ein af fjölskyldunni. Misvinsæl
var hún hjá þeim fullorðnu en átti
tryggan aðdáendahóp hjá yngri
kynslóðinni og oft var hávaði og
fjör í leikjum með henni.
Það var alltaf mikið líf og fjör
heima hjá Árna Pétri því þeir
bræður voru nokkuð fjörugir. Þeir
áttu það til að stríða pabba sínum
svo að mörgum fannst nóg um
en þrátt fyrir það voru þeir góðir
drengir.
Ég mun alltaf minnast þess þeg-
ar ég var eitt vorið í sveitinni hjá
ömmu og afa í Miðtúni. Afi var
byijaður að kenna mér á traktor
og einnig að vakta húsin á sauð-
burðinum. Árni Pétur var eins og
vanalega kominn í Miðtún í sauð-
burðinn og Hróðný frænka var þar
líka. Svo var það einn morguninn
að við krakkarnir vorum búnir að
gefa í húsunum að afi kemur til
okkar. Hann var eitthvað undarleg-
ur og talaði mjög óskýrt. Árni sá
strax að eitthvað var að afa og
sagði okkur að hjálpa sér við að
koma honum inn í bílinn. Hann
keyrði svo afa heim í einum hvelli,
próflaus, enda var hann aðeins
unglingur, og hjálpaði ömmu að
bera afa inn í rúm. En hann sagði
okkur Hróðnýju að bíða niðri í fjár-
húsum og koma ekki heim strax
því hann grunaði að eitthvað alvar-
legt væri að afa og vildi ekki láta
okkur horfa á því að við tvö vorum
aðeins börn.
En sem betur fer var nú oftast
meira fjör í sveitinni heldur en þeg-
ar þetta gerðist. Eitt vorið kom
Árni Pétur, sem þá var kominn
með bílpróf, í sveitina á Willys-
jeppa. Húddið á honum var allt
laust og bundið niður með spottum
- það hafði nefnilega fokið upp og
út í móa á Tjörnesinu. Bíllinn var
líka ískaldur þar sem hann var með
einhverri blæju. Þessum bíl ók hann
alla leið úr Reykjavík og norður á
Melrakkasléttu. Árni tók mig í bíl-
túr út í sandbörð og þótti mér held-
ur en ekki gaman að því.
Ég leit mikið upp til Árna Pét-
urs og með honum byijaði ég að
meta tónlist þeirra Bubba og Meg-
asar. Alltaf þegar ég hlusta á
Bubba og Ego kemur Árni upp í
huga minn inni í herberginu sínu
með græjurnar á góðum styrk.
Árni var alltaf mjög ákveðinn
og ef hann ákvað eitthvað þá gerði
hann það. Hann fór í Iðnskólann
og Tækniskólann þar á eftir ogyar
nú við nám við Háskólann í Ála-
borg. Ekki hafði Ámi alltaf fengið
góðar einkunnir í grunnskóla en
hann sýndi það og sannaði að slík-
ar einkunnir segja ekki allt og þeg-
ar hann á annað borð ákvað að
fara að læra gekk það upp eins og
í sögu.
Eins var þegar hann byijaði að
læra á gítar. Við eignuðumst báðir
gítar á svipuðum tíma. Ég gafst
fljótlega upp en Ámi varð hinsveg-
ar ágætur gítarleikari og spilaði
oft á gítarinn í góðra vina hópi því
hann kunni öll bestu lögin. Hann
var vinsæll, góður vinur og góður
drengur. Hann var alls ekki óreglu-
samur en aftur á móti ákveðinn í
skoðunum.
Ein af síðustu stundunum þegar
fundum okkar Árna bar saman var
um síðustu verslunarmannahelgi á
Akureyri. Þar hittumst við með
unnustum okkar ásamt fleiri vinum
og áttum góða helgi.
Kæri Beggi minn. Ég veit að þú
ert mjög særður að missa svo góð-
an vin og bróður, en vertu sterkur,
það er það sem Árni hefði viljað.
Þú varst líka svo lánsamur að eiga
með honum góðar stundir fyrir
ekki löngu.
Elsku Maríus, Ásdís, Bergþór,
Kalli, Steingerður, Bergþóra og
amma og afí í Miðtúni. Fallinn er
frá góður drengur sem við munum
öll minnast með söknuði um
ókomna tíð.
Við Lilja sendum öllum vinum
og ættingjum samúðarkveðjur.
Okkur þykir sárt að geta ekki ver-
ið hjá ykkur. Það er erfitt að vera
tvö ein í fjarlægu landi þegar svona
hörmulegur atburður gerist en það
er styrkur í því að vita hvað allir
heima standa saman og eru sterkir
í sorginni.
Elsku Árni minn. Mér fmnst
sárt að komast ekki heim til að
kveðja þig hinstu kveðju við jarðar-
förina þína. Þegar ég kem heim
mun ég heimsækja leiðið þitt og
tala eitthvað við þig. Ég þakka
Guði fyrir að hafa fengið að kynn-
ast þér og hvað við náðum vel sam-
an og kveð þig með sálmaversinu
sem við lærðum ungir.
Vertu, Guð faðir, faðir minn
í frelsarans Jesú nafni,
hönd þín leiði mig út og inn,
svo allri synd ég hafni.
(Hallgr. Pét.)
Þinn vinur og frændi,
Elvar Árni Lund.
SIGURÐUR
SIGURÐSSON
+ Sigurður Sig-
urðsson, fv.
fréttamaður, fædd-
ist í Hafnarfirði 27.
janúar 1920. Hann
lést á heimili sínu í
Reykjavik 3. apríl
síðastliðinn og fór
útför hans fram frá
Dómkirkjunni 11.
apríl.
Það kom mér ekki á
óvart, þegar ég frétti
andlát Sigurðar Sig-
urðssonar, þar sem ég
var staddur í vetrarfríi á Kanaríeyj-
um. Heilsa hans var ekki sem best
síðustu misseri og þegar ég heim-
sótti hann á sjúkrahús
skömmu fyrir brottför
mína var augljóst að
hveiju stefndi.
Sigurður Sigurðs-
son var brautryðjandi
í íslenskri íþróttaf-
réttamennsku og á
þeim vettvangi kynnt-
umst við. Útvarpslýs-
ingar hans frá íþrótta-
viðburðum voru sér-
stakar og lifandi, sum-
ir sögðu jafnvel, að það
væri miklu meira gam-
an að hlusta á Sigurð,
en fara á völlinn.
Það var mannbætandi að eiga
samskipti við Sigurð. Fyrir utan
góða greind var hann ákaflega
skemmtilegur maður og jákvæður.
Ekki sakaði að hann átti svo auð-
velt með að greina aðalatriðin frá
aukaatriðunum. Við störfuðum
saman í stjórn Samtaka íþrótta-
fréttamanna um sjö ára skeið og
það var ánægjulegt tímabil. A
þessum árum var haldið norrænt
íþróttafréttamannaþing hér á landi
í fyrsta sinn. Það tókst með ágæt-
um og þar komu stjórnunarhæfi-
leikar Sigurðar vel í ljós. Við sótt-
um Finna heim á hliðstætt þing
árið eftir. Á síðasta degi þingsins
var Sigurður fundarstjóri og það
þarf vart að taka það fram, að
hann stóð sig afburðavel og fór á
kostum.
Góður vinur og íþróttafélagi er
fallinn frá. Hans er saknað af öll-
um, sem kynntust honum. Sárastur
er þó söknuður hans elskulegu eig-
inkonu, Sissu, barna og annarra
náinna ættingja. Þeim eru sendar
innilegar samúðarkveðjur.
Örn Eiðsson.
Við erum harmi slegin fjölskyld-
an og hugur okkar allur hefur ver-
ið hjá fjölskyldu Árna. Er til meiri
harmur en að missa barnið sitt
ungt? Er nokkuð í lífinu sem við
elskum meira en börnin okkar? Er
til meiri hamingja en að sjá þau
vaxa úr grasi og verða heilsteyptar
og heilbrigðar manneskjur? For-
eldrar Áma urðu þess aðnjótandi.
Fjölskylda mín kynntist Árna fyrir
þremur áram er Steingerður dóttir
okkar og hann fóru að vera saman.
Fljótt urðum við þess áskynja að
þar fór góður drengur, reglusamur,
prúður, hæfíleikaríkur og duglegur.
Hann var mjög handlaginn enda
lærður blikksmiður. Hann gerði
sjálfur við bílinn sinn, gafst ekki
upp þótt verkið væri bæði erfítt
og torsótt.
Árni var vel gefinn og lágu raun-
greinar vel fyrir honum enda valdi
hann að nema tölvuverkfræði og
sóttist námið vel. Árni var glað-
lyndur og átti marga góða vini en
umfram allt hafði hann góða nær-
vera.
Það var ávallt ánægjulegt að fá
þau Steingerði og Árna ásamt Sno-
tru í heimsókn. Snotra var hundur-
inn hans Árna sem þeim þótti mjög
vænt um. Áhugamál þeirra vora
mjög heilbrigð. Þau stunduðu úti-
vist, unnu tónlist og vora miklir
dýravinir. Bæði sungu þau í kór og
Ámi lék í hljómsveit. Ég veit að
þótt Steingerður og Ámi hafi slitið
samvistum sem fjölskyldur þeirra
tóku mjög nærri sér þá náðu þau
að eiga mjög góðar stundir saman.
Ámi átti stóra og góða fjölskyldu
sem bersýnilega stendur saman.
Hann átti góða foreldra og tvo
yngri bræður, ömmu í Reykjavík
og ömmu og afa á Melrakkasléttu.
Allt öndvegisfólk sem dóttir mín
hreifst mjög af og hefur veitt henni
stuðning í þessari miklu sorg síð-
ustu daga.
Sem hjúkrunarfræðingur hef ég
oft kynnst fólki sem staðið hefur
í návígi við dauðann og veit að
hann ber ekki að óttast. Einhver
staðar stendur skrifað: „Hafír þú
nokkurn tíma séð mann deyja, þá
minnstu þess, að þú átt einnig eft-
ir að halda sömu leiðina.“ Þannig
vitum við að dauðinn er hluti af
lifinu. Jafnframt vitum við eins og
Kristur kenndi okkur að þeir sem
hafa lifað, munu áfram lifa. Hinir
látnu munu ávallt eiga hlutdeild í
okkur sem lifum og við vitum að
þeir hafa öðlast frið. Við grátum
þá og syrgjum því missirinn er svo
mikill og söknuður ástvina óbæri-
legur. Einungis timinn vinnur með
sorginni. Við vitum að vel verður
tekið á móti Árna hinum megin.
Við biðjum góðan Guð að styrkja
alla ástvini Áma.
Hvíl í friði.
Ingibjörg Þóra Hallgrímsson
og fjölskylda.
Árni Pétur vinur minn er dáinn.
Þetta er eins og vondur draumur
og maður getur ekki vaknað.
Þegar ég lít til baka sé ég að
ég hef fengið að kynnast Árna
Pétri á margan hátt, sem bekkjar-
félaga, vinnufélaga, sambýlisfé-
laga og umfram allt góðum og
traustum vini. Hann var vinur sem
alltaf var hægt að koma til og
spjalla við í trúnaði og oft hafði
hann svör sem mann vantaði.
í skóla og vinnu var Árni Pétur
alltaf miðpunktur glens og gríns.
Hvort sem hann var að grínast í
öðrum eða grín gert að honum
voru aldrei nein illindi i kringum
Áma Pétur. Við þennan missi hefur
myndast stórt skarð í vinahópinn.
Enda þótt maður sætti sig ekki við
þennan missi, verður maður að
reyna að læra að lifa með honum,
þar sem lífið heldur áfram.
Ég sendi innilegar samúðar-
kveðjur mínar til foreldra hans,
bræðra hans, Steingerðar og allra
í fjölskyldunni.
Ég get stoltur sagt að Árni Pét-
ur hafí verið góður vinur minn og
ég mun alltaf sakna þeirra stunda
sem við höfum átt saman.
Börkur.
í dag kveðjum yið vin okkar
Árna Pétur Lund. Á svona stundu
rifjast upp allir þeir skemmtilegu
tímar sem við áttum saman. Þú
varst okkur alltaf kær þrátt fyrir
að við höfum lítið hist á undanförn-
um árum. Það rifjast upp ferðalag-
ið okkar upp í Borgarnes, þar sem
bíllinn fór út af veginum á miklum
hraða en við sluppum öll með
skrekkinn - að ógleymdum öllum
nóttunum sem við vöktum saman,
alltaf að bralla eitthvað og stund-
um sofnuðum við öll, þú, Eiríkur
Pétur (Pési) og við á sama stað
og vöknuðum hress morguninn eft-
ir, tilbúin að takast á við nýjan og
skemmtilegan dag. Okkur leiddist
aldrei þegar við vorum öll saman
komin.
Þessar og ótal aðrar minningar
lifa í hjarta okkar að eilífu.Við biðj-
um góðan Guð að styrkja foreldra
þína og bræður. Elsku Árni, Guð
geymi þig.
Helga Fanney, Lilli Kíiren,
Nína og Sigríður.
Þegar íslendingar eru erlendis
og fjarri heimahögunum, myndast
oft öðravísi tengsl þeirra á milli en
verður annars heima á íslandi.
Ástæðan er trúlega fjarlægð frá
fjölskyldu og æskuvinum.
Hérna í Álaborg eru margir
námsmenn og þeirra á milli er afar
náið samband. Flestir virðast skilja
nauðsyn þess að við höldum góðu
sambandi okkar á milli, sérstaklega
nú, þegar sorgin kveður dyra.
Hann Árni Pétur Lund, vinur
okkar og skólabróðir, kvaddi okkur
alltof snemma. Árni hefur verið hér
í tvö ár við verkfræðinám og eign-
ast marga góða vini á þeim tíma
seny allir sakna hans ákaflega mik-
ið. Árni tók mikinn þátt í félagslíf-
inu hérna, mætti með gítarinn á
góðum stundum og jók stemmning-
una með frábærum gítarleik. Hann
spilaði með hinu sigursæla knatt-
spyrnuliði okkar, og hann var alltaf
boðinn og búinn að rétta hjálpar-
hönd ef einhver þufti aðstoðar við.
En nú er Árni farinn og við hin
sitjum eftir með stóra spuminguna:
„Guð, af hverju?“ Henni fæst trú-
íega ekki annað svar við strax, en
þetta sígilda að Guð elski þá sem
deyja ungir. Og það verðum við að
sætta okkur við í bili. En við styðj-
um hvert annað, eins og okkur
framast er kostur, og hugsum öll
til ykkar foreldra Árna, bræðra
hans, ömmu og afa. Megi Guð al-
máttugur styrkja ykkur og hugga
í þessari raun að sjá af ástvini ykk-
ar svo ijarri heimahögunum.
Fyrir hönd íslendingafélagsins í
Álaborg,
ívar Sigurgislason.
Hann Árni Pétur frændi minn
og vinur er fallinn frá í blóma lífs-
ins. Upp í hugann koma ótal minn-
ingar. Margar ógleymanlegar sam-
verustundimar höfum við átt. Vin-
skapur okkar var meiri en gengur
og gerist meðal frænda, þó sérstak-
lega hin seinni árin. Margt var
reynt. Til sjós var rennt fýrir físk
og skotinn svartfugl og upp til heiða
var gengið til ijúpna og legið fyrir
gæs. Ótalmörg vora uppátækin og
oft ævintýraleg. Upp úr standa þó
minningar úr ferðalögum og útileg-
um. Með gítarinn sér í hönd hélt
hann fjörinu upp, því mátti maður
treysta. Oft var farið að birta af
degi þegar síðustu hljómarnir dóu
út. Nú verða ferðirnar okkar saman
ekki fleiri.
Stórt skarð hefur verið höggvið
í vinahópinn sem hafði myndast í
kringum Árna í gegnum árin. Og
þótt Árni hafi verið í Danmörku tvo
síðastliðna vetur komum við vinirn-
ir aldrei saman nema Árni væri
með í umræðum okkar, sérstaklega
þegar rætt var um liðna daga. Mik-
ið gátum við hlegið að ýmsum uþpá-
tækjum hans og dáðst að afrekum
hans. Þessi góði drengur hefur
kvatt þennan heim en hans mun
svo sannarlega verða minnst um
ókomin ár sem trausts vinar og
félaga. Honum munum við aldrei
gleyma.
Ármann og Sigríður Lára.
&
v-
%