Morgunblaðið - 22.05.1997, Síða 50

Morgunblaðið - 22.05.1997, Síða 50
50 FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR r i r ; r ÞORA ANNA KARLS- DÓTTIR KANTOLA Þóra Anna Karls- dóttir Kantola fæddist í Reykja- vík 18. febrúar 1942. Hún lést í Reykjavík 22. febr- úar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sólveig Sveinsdóttir og Karl Þórarinn Guðmundsson. Systkini Þóru voru Jóhanna Sigríður, búsett í Svíþjóð, Bjarney Halldóra, býr í Kaliforníu, Steinunn, búsett í Reykjavík, Sveinn, býr í Reykjavík, Jón Þór, búsettur í Svíþjóð, Viðar, lést 1981, og Hilmar, býr í Svíþjóð. Eiginmaður Þóru Onnu var Wesley John Kantola og áttu þau þiýú börn, Brynju, John og Sóleyju. Utför Þóru Onnu fór fram í Bakersfield 26. febrúar. Þegar ég sest niður og skrifa þessi síðbúnu minningarorð um hana systurdóttir mína finnst mér andlát hennar alls ekki raunveru- leiki. Hún sem var svo hraust og dugleg, glaðlynd og jákvæð og full af góðum eiginleikum, sem hún gaf svo ríkulega af öllum sínum nánustu, frændfólki og vinum og reyndar öllum sem urðu á leið hennar og þurftu á aðstoð að halda. Okkur sem hún ólst upp með frá fyrstu árum ævi sinnar fannst hún alveg yndislegt barn og það fannst reyndar öllum öðrum. Hún frænka mín fæddist föður- laus, faðir hennar Karl Þórarinn Guðmundsson lést af völdum stríðsins sjö mánuðum áður en hún fæddist. En Sólborg systir mín var svo lánsöm að eiga góða foreldra sem voru þau Sveinn Pálsson og Anna Guðmundsdóttir Kjerulf, sem tóku þessari litlu stúlku opnum örmum og var systir mín þeim mikil og góð hjálparhella, þar sem bæði var símstöð og verslun á heimilinu og alltaf nóg að gera, reyndar var enn þá búskapur líka. Svo ekki vantaði fjölbreytnina í mannlífið. Oft var margt fólk á heimilinu og mikið um gesti og þá var Þóra þó lítil væri upptekin við að hafa ofan af fyrir gestum þegar amma var að koma veitingum á borð. Þóra kunni á plötuspilara og bauð fólki að spila fyrir það og var þannig þátttakandi í heimilislífinu og nokkurskonar skemmtikraftur og þessvegna mjög vinsæl af öllum. Þóra dafnaði vel að visku og vexti og var fijálsleg og glöð, og alsæl Erfidrykkjur HÓTEL REYKJAVÍK Sigtúni 38 Upplýsingar í síma 568 9000 með sín einföldu leik- föng. Þóra átti margt frændfólk sem kom í heimsókn, þar á meðal Hörð og Eddu sem eru börn systur okkar Þuríðar, þau eru fjór- um og tveim árum eldri, einnig Stína sem var yngst þeirra systkina og urðu þau hennar vinir ásamt öllum þeim sem á eftir komu. Einar pabbi þessara frændsystk- ina hennar var svo góður við Þóru og hafði gaman af að tala við hana, því ýmislegt skemmtilegt hafði hún að segja. En hún Þóra mín var ekki lengi föðurlaus, ungur maður norðan úr Fljótum, Viðar Þorláksson að nafni, kom heim með bróður okk- ar frá námi í Reykholtsskóla og ekki leið langur tími þar til hann og systir mín urðu ástfangin og þar með var Þóra búin að eignast þann besta pabba sem hægt var að hugsa sér, vináttan og hlýjan þeirra á milli var alveg einstök. Þóra var ekki lengi eina barnið, hún eignaðist sjö systkin, þtjár systur og fjóra bræður. Tvær syst- ur hennar fæddust í Vogunum en eftir það fluttu foreldrar hennar til Ytri-Njarðvíkur og bjuggu þar um tíma og fluttu síðan til Kefla- víkur. Viðar pabbi Þóru fór í nám í rafvirkjun sem hefur verið hans starf síðan. Lífið var ekki alltaf auðvelt hjá foreldrum Þóru, mikill erill og vinna að sinna öllum hópn- um. Viðar mágur minn var og er enginn meðalmaður til vinnu, reg- lusamur, hraustur og duglegur og ákveðinn að standa sig vel sem heimilisfaðir. Systir mín til allrar hamingju hraust og dugleg, góð móðir og húsmóðir. Viðar byggði hús yfir fjölskyldu sína í Keflavík. Ekki var nú ríkidæminu fyrir að fara, en allt blessaðist þetta með mikilli vinnu og góðri aðstoð bræðra og annarra góðra manna. Þóra gekk í barnaskóla, fyrst í Njarðvík og svo í Keflavík og lauk síðan landsprófi frá Gagnfræða- skóla Keflavíkur. Fór síðan í Sam- vinnuskólann og lauk þaðan prófi. Þaðan átti hún góðar endurminn- ingar. Hún vann á símstöðinni í Keflavík um tíma og seinna skrif- stofustörf á Keflavíkurflugvelli. Þóra kynntist amerískum hjónum sem fluttu síðan til baka til heim- kynna sinna í Michigan og fór Þóra til þessara vina sinna um stundarsakir til að vinna. En tíminn lengdist og þarna kynntist hún tilvonandi eiginmanni sínum, Wesley John Kantola af finnskum ættum. En hugur Þóru stefndi heim til íslands og gengu þau í hjónaband í mars 1966 og var brúðkaupsveislan haldin hér í húsi Rafmagnsveitu Reykjavíkur í Fossvogsdal. Þau voru hamingju- söm ung hjón, lífsglöð og bjartsýn. Skömmu eftir giftinguna fóru þau aftur til Ameríku, enda ekki ætlun- in þá að setjast hér að, því miður. Við sáum öll svo mikið eftir Þóru. Til allrar hamingju komu þau aftur árið 1968 staðráðin í að setjast hér að. í ágústmánuði 1968 eign- uðust þau dóttur sem nefnd var Brynja Jennifer og son eignuðust GUÆSILEG KAFFIHLAÐBofcÐ FALLÉGIR SALIfi OG MJÖG GÓÐ ÞJONÚSTA „ UPPLÝSINGAR í SÍMUM 562 7575 & 5050 925 HOTEL LOF n LIQIR þau árið 1971, John Steinar. Mað- ur Þóru vann sem bifvélavirki en bæði var vinnutími langur og laun- in lág og svo fór að þau fluttu til baka árið 1972 og settust að í fyrri heimkynnum Wesleys í borg- inni Marquette í Michigan. Þau byggðu sér hús fyrir utan borgina á friðsælum stað í skógarijóðri. Á næsta bæ, eins og við köllum það, bjuggu bróðir og mágkona Wesleys með dætrum sínum og urðu þær góðar vinkonur Judy og Þóra, svo mörg spor lágu á milli Þórukots og Sjónarhóls. Þóra gaf húsunum þessi íslensku nöfn. Þarna fæddist yngri dóttir Þóru, Sóley Ann. Mað- ur Þóru vann sem smiður og hafði góð laun og ekki veitti af því hús- ið kostaði sitt þó að hann ynni mikið að því sjálfur. En lán þurfti að greiða og það kostar allstaðar að lifa og gekk það allvel þangað til Wesley fékk hjartaáfall og var óvinnufær í marga mánuði, en sem betur fór batnaði heilsa hans og var hann orðinn vinnufær í ágúst- mánuði 1978. Systir Þóru, Bjarney og fjölskylda, var þá búsett í borg- inni Moseslake í Washington-fylki og fluttu þá Þóra og Wesley þang- að og settust að í nágrenni þeirra. Þarna leið þeim vel, undu hag sín- um enda þær systur eins góðar vinkonur og hugsast gat og studdu hvor aðra alla tíð. Foreldrar Þóru voru eitt ár þarna hjá þeim ásamt tveim sonum sínum svo þarna varð stór fjöld- skylda og mannlífið gott. Þarna I Moseslake og nágrenni er mjög fallegt og eignuðust þau þarna vini og kunningja. En allt er í heiminum hverfult, eldfjallið St. Helens, sem var ekki fjarri, fór að gjósa og varð heilmikið öskufall sem leiddi til atvinnuleysis hjá mörgum. En um þessar mundir dundi það reið- arslag yfir fjölskylduna að næst- yngsti bróðir Þóru, Viðar, veiktist af hastarlegu hvítblæði og lést skömmu síðar aðeins tuttugu og þriggja ára gamall. Þetta var mik- ið áfall en þetta var sami sjúkdóm- ur sem leiddi til dauða Þóru systur hans. Bjarney systir Þóru og fjölskylda fluttu til Kaliforníu og skömmu síðar Þóra og Wesley og bjuggu báðar fjölskyldur eftir það í borg- inni Bakersfield. Eg átti þess kost að heimsækja Þóru í ágústmánuði 1978 ásamt foreldrum Þóru og bróður á meðan þau bjuggu enn í Michigan. Þetta var yndislegur tími með þeim og ferðuðumst við meðal annars til Kanada og fleiri staða. Tíminn leið allt of fljótt en margar góðar og skemmtilegar minningar eru frá þessari ferð, það segir dag- bókin sem ég hélt. Þóra var ein- staklega trygglynd og góð öllu sínu fólki og hafði eins mikið samband og mögulegt var og kærkomin voru bréfin hennar til ömmu og afa í Hábæ því hún lá ekki á væntumþykju sinni í þeirra garð og launaði þeim ríkulega þeirra umhyggju sem þau höfðu veitt henni þegar hún var barn og alltaf eftir það svo lengi sem þau lifðu. Þegar Þóra var bam og oft eftir það var farið norður í Fljót til afa og ömmu á Gautlandi og tóku þau henni með mikilli ást og umhyggju eins og öllum börnum Sollu og Viðars. Bræður og systur Viðars áttu heima í Fljótum og á Siglu- firði og öll voru þau vinir Þóru svo og nágrannar þeirra á Syðsta-Mói og þau sem enn em á lífi sakna Þóru. Sumarið 1992 komu Þóra og Badda systir hennar í heimsókn, Þóra með yngri dóttur sína Sóley Ann og Badda með yngri son sinn Róbert Allen (Bobby). Þá var farin hópferð í Þórsmörk með rútubíl frá Ferðafélagi Islands. Við vorum tíu saman í hóp, frænkur og vinkona Þóru, Áslaug. Þetta var einhvert skemmtilegasta ferðalag sem ég hef farið og nutu allir ferðarinnar í ríkum mæli, enda veðrið gott og allir í góðu skapi. Hver mínúta var notuð eins og hægt var enda lita- dýrð Þórsmerkur ólýsanleg og landslagið eins fjölbreytt og hægt er að hugsa sér. Margar myndir voru teknar í þessari ferð og hafa oft verið skoðaðar til að rifja upp þessa góðu ferð. Fleiri ferðir fóru þær systur og tíminn notaður vel með foreldrum og vinum. Svo héldu þau aftur til Kaliforníu og voru þau kvödd með söknuði. En sem betur fór hittumst við aftur fyrr en varði. I október þetta sama ár var ferðinni heitið til Ameríku. Tilefnið var að dóttir Þóru og Wesleys hún Brynja ætlaði að gift- ast og var foreldrum Þóru og okk- ur Stefáni á Gautlandi boðið í veisl- una. Þetta var mikil ævintýraferð, sérstaklega fyrir okkur Stefán. Hann er bróðir Viðars mágs míns. Áður en brúðkaupið fór fram var farið til Las Vegas og voru Badda systir Þóru og maður hennar Larry fararstjórar. Las Vegas er hreint ótrúleg borg en við vorum þar skamman tíma. Brúðkaup Brynju og mannsefnis hennar, sem heitir Angel Castellon, var haldið með mikilli rausn í garði við hús systurdóttur Þóru, Onnu Sigrúnar, og manns hennar. Var saman komið fjölmenni og var glatt á hjalla og skemmti fólkið sér vel. Þessi ungu hjón eignuðust son 26. desember sl., hann heitir Jakob. Þóra naut því miður ekki þeirrar ánægju að vera með honum nema örskamman tíma. Hún sagði mér, að hann væri fallegasta barn í heimi, „það er af því að ég er amma hans“. Þetta var um miðjan janúar, ég sé fyrir mér fallega brosið hennar þegar hún talaði þessi orð og þá var hún mjög bjart- sýn að hún næði fullum bata og allir hennar nánustu fylgdust með baráttu hennar við sjúkdóminn og studdu hana af öllum mætti. Síðastliðið vor komu Þóra og Wes- ley með einni dóttur sinni til ís- lands, það voru miklir fagnaðar- fundir. Einnig kom Badda systir hennar, en skrapp til Svíþjóðar í heimsókn til systur þeirra, Jó- hönnu, sem þar býr. Steinunn syst- ir Þóru og maður hennar Pétur fóru með Þóru og Wesley austur að Skaftafelli og var þar farin löng gönguferð. Þóra hitti margt af skyldfólki sínu og var hún svo heppin að vera gestur Harðar frænda og konu hans Steinunnar, dóttir þeirra Vilborg Helga var að út- skrifast sem stúdent og gladdi það Þóru, að hitta svo margt af sínu fólki. Hörður frændi Þóru, en þau eru systrabörn, og Þóra voru mjög góðir vinir þegar þau voru ung. Þau voru oft samtímis í Hábæ hjá afa og ömmu ásamt fleiri börnum og bamabörnum og var oft kátt í kotinu á þeim árum og alltaf sama hlýja vináttan á milli Þóru og Harð- ar til hinstu stundar. Móðir Harðar var veik á þessum tíma og var á sjúkrahúsi og heimsótti Þóra hana oftar á meðan þau dvöldu hér, einnig fór maður Þóru og dóttir í heimsókn til hennar, henni til mik- illar gleði, hann talar íslensku nokkuð vel og er í góðu sambandi hvað tungumálið varðar og njótum við þess vel að hitta hann. Von- andi á hann eftir að hitta okkur oftar hér á íslandi. Þóra og hennar fjölskylda dvöldu hér á landi í mánuð en góðir tímar líða hratt og víða þurftu þau að fara. Norður í Fljót var farið því sá staður var á æskuárum Þóru dvalarstaður parta úr sumrum meðan foreldrar Viðars bjuggu þar, en seinna fóru þau á dvalarheimili aldraðra á Siglufirði en eru nú látin fyrir mörgum árum. Þóra og Wesley voru nokkra daga á Gautlandi hjá Stebba í góðu yfirlæti og Mikla- vatn var mikið atriði, því veiðin í vatninu er skemmtileg og spenn- andi, enda nutu þau öll veru sinnar þar. Þóra kunni vel að meta nátt- úrufegurð í Fljótum og áttu þess- ir staðir mikið í henni. Þegar haldið var til Reykjavíkur var farin önnur leið til baka. Farið var yfir Laxárdalsheiði úr Hrúta- firðinum og komið niður í Búðar- dal. Veðrið og náttúrufegurð Breiðafjarðar hreif ferðafólkið. Síðan var haldið vestur Snæfells- nes að norðanverðu og útsýnið þaðan dásamað. Svo að þessi ferð gat ekki betri verið. íslensk nátt- úra og allt tengt íslandi var dásam- legt í huga Þóru og möðurmálið var hennar ástkæra, ylhýra, og engu orði gleymdi hún enda syst- umar iðnar að nota það mál þegar þær hittust sem var þeim alveg nauðsynlegt, slík var þeirra vin- átta; þær áttu hvor aðra. Tíminn eftir þessa norðurferð var vel notaður enda liðið á tímann sem þau höfðu. Badda, systir Þóru, var komin aftur frá Svíþjóð, svo samverustundir þeirra með okkur frændfólkinu voru góður tími og verður okkur til mikillar ánægju að minnast. Brottför þeirra Þóru, Wesleys og Sóleyjar varð ekki frestað, fríið var liðið og vinnan beið vestur í hinni stóru Ameríku. Ég gæti trú- að að næsta íslandsferð hafí þá þegar verið til umræðu hjá Þóru. Til allrar blessunar veit maður ekki hvað framtíðinni líður. En þetta var síðasta íslandsferð henn- ar frænku minnar og er það mjög dapurlegt, svo mikið sem ísland og lífið togaði í hana, hún átti mikið ógert. Foreldrar Þóru fóru til Kalifor- níu 20. desember og ætluðu að dvelja þar í tvo mánuði eins og þau höfðu gert undanfarin ár. Fréttin um sjúkdóm hennar barst okkur um miðjan janúar og að það væri þessi skelfilegi sjúkdómur var öll- um mikið áfall, eitt tilfelli í fjöl- skyldunni var meira en nóg. Jó- hanna, systir Þóru, fór eins fljótt og hún gat til að vera hjá systur sinni og ég veit að hún veitti þeim ómetanlegan stuðning. Mamma og pabbi Þóru bjuggu á heimili henn- ar og systir Þóru, Badda, tók sér frí úr vinnu til að annast systur sína í hennar erfiðu veikindum. Hún frænka mín vissi vel hvaða sjúkdómur var að ógna lífi hennar en hún lét þessa vitneskju ekki bijóta sig niður og hughreysti fólk- ið sitt því hún ætlaði að verða einn af þeim sem sigraði með hjálp Guðs og allrar þeirrar vitneskju sem menn hafa yfir að ráða henni til hjálpar. Allt var gert til að nálgast þau lyf sem gætu komið henni til hjálp- ar. Systkini Þóru hérna megin hafsins og í Svíþjóð hvöttu bar- áttuvilja Þóru og allt frændfólkið hennar bað og barðist með henni og trúi ég því að ef bænir gætu hjálpað í þessu tilfelli ásamt lækn- um, lyfjum og hjúkrunarfólki sem annaðist hana svo og öllum öðrum sem styrktu hana með sinni vin- áttu og hjálpsemi hefði þessi sjúk- dómur horfið úr líkama Þóru. En því miður, þessi skelfilegi sjúk- dómur batt enda á líf hennar en hún trúði á líf að þessu loknu í nýjum heimi þar sem Guð myndi þegar hans tími kemur, innleiða frið og hamingju hér á jörð, eins og bænin „Faðir vor“ gefur fögur heit um. Verði henni að trú sinni og detta mér þá í hug orð Jesú Krists úr fjallræðunni, „Sælir eru hjartahreinir, því að þeir munu Guð sjá.“ Höggið er þungt þegar ástvinur deyr, og það með svo stuttum fyrir- vara. Mikil sorg og mikill söknuður býr í hjörtum allra ástvina og vina Þóru systurdóttur minnar, en hún bjó sínum nánustu gott veganesti og lifði lífi sínu þannig að eigin- maður hennar og börn munu njóta þess alla sína ævi. Um leið votta ég öllum ástvinum og frændfólki Þóru innilega samúð svo og vinum hennar hérlendis, í Ameríku og í Svíþjóð. Eg vona að minningarnar um hana eigi eftir að lýsa okkur í framtíðinni og að við getum glaðst saman, það hefði hún Þóra viljað að við gerðum. Sofðu rótt, kæra frænka mín. Guðríður. Þóra var jarðsett í fallegum grafreit í Bakersfield 26. febrúar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.