Morgunblaðið - 22.05.1997, Side 52
52 FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 1997
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
ÞÓRÐUR
EINARSSON
■+■ Þórður Einars-
* son var fæddur
í Reykjavík 19. júní
1923. Hann lést á
heimili sinu að
kvöldi 12. maí og
fór útför hans fram
frá Neskirkju 21.
maí.
Nú er tíminn skyndi-
lega uppurinn. Þessi
tími sem hann Þórður
virtist eiga nóg af. Og
ekki var hann nískur.
Hann átti tíma til að
spjalla um alla heima
og geima. Tíma til að skoða, hlusta
og velta hlutunum fyrir sér. Tíma
til að ferðast. Tíma til að lesa, skrifa
og sinna öðrum hugðarefnum. Tíma
til að njóta góðra stunda.
Hann var einstakur fyrir það
hvað hann veitti okkur yngra fólk-
inu einnig mikið af sínum tíma og
athygli. Hann fylgdist vel með okk-
ur börnum vina sinna og okkar
börnum, jafnt sem sínum eigin.
Hann vissi nokk hvað við vorum
að bralla. Var þó aldrei úrtölumaður
en hvatti óspart.
Á unglingsárunum var því ómet-
anlegt að eignast slíkan stuðnings-
mann sem Þórður var. Að dvelja
sumarlangt á góðu heimili hans og
Nítíar í Strasbourg. Að skoða með
þeim nánasta umhverfi
í Frakklandi og Þýska-
landi og ferðast síðan
með fjölskyldunni til
Ítalíu. Að skoða fjöll,
dali og strendur, en
vera líka skellt inn á
flest markverð söfn og
inn í ógrynni fallegra
kirkna er á leið okkar
lágu. Ef aðgangur var
bannaður í mínipilsum
þá í síðbuxunum hans
Þórðar með höfuðfat
af Nítí.
Hann prílaði með
okkur upp í skakka
turninn í Pisa og sjaldan hef ég
notið listasögufyrirlestra eins og þá,
því Þórður kunni skil á flestu. Hann
var fróður um byggingarlist og
sögu, mikill málamaður og hafði
ánægju af að segja frá.
Þeir voru þá og síðar ófáir vinir
mínir og kunningjar sem mér þótti
jafn sjálfsagt að taka með í mat
eða gistingu til Þórðar og Nítíar
eins og til minna eigin foreldra.
Alltaf stóðu þeirra dyr opnar, hvort
sem var í Strasbourg, London,
Stokkhólmi eða Reykjavík. Alls
staðar sömu hlýlegu móttökurnar
og kynslóðabilið margfræga bara
til að hafa gaman af.
Það var ætíð ánægjulegt að sitja
og spjalla við hann Þórð og láta
+
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
MARGRÉT BETTÝ JÓNSDÓTTIR,
Melási 6,
verður jarðsungin frá Garðakirkju föstudaginn
23. maí kl. 13.30.
Sturla Bragason, Hrafnhildur Guðnadóttir,
Þór Bragason, Hafdís Guðjónsdóttir,
Jón Bragason,
Einar Bragi Bragason, Ása Árnadóttir,
börn og barnabörn.
+
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma,
MÁLFRÍÐUR BENEDIKTSDÓTTIR,
Stóru-Sandvfk,
Sandvíkurhreppl,
sem andaðist á Sjúkrahúsi Suðurlands mánu-
daginn 12. maí sl., verður jarðsungin frá Sel-
fosskirkju laugardaginn 24. maí kl. 13.00.
Jarðsett verður í Stokkseyrarkirkjugarði.
Benedikt Jóhannsson, Lára Hjördfs Halldórsdóttir,
Hannes Jóhannsson, (rls Sigrid Guðmundsdóttir,
Sigríður Kristfn Jóhannsdóttir, Samúel Smári Hreggviðsson,
Magnús Jóhannsson, Margrét Ófeigsdóttir
og barnabörn.
+
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi, langafi og bróðir,
ÁRNIÞORVALDSSON,
Sólvangsvegi 1,
áður Kelduhvammi 9,
Hafnarfirði,
verður jarðsungin frá Víðistaðakirkju föstu-
daginn 23. maí nk. kl. 13.30.
Hulda Ágústsdóttir,
Þorvaldur Öm Árnason, Ragnheiður Elfsabet Jónsdóttir,
Þorvaldur Árnason, Eva Ákerman,
Hjördfs Árnadóttir, Sigurður Kristófersson,
Margrét Árnadóttir, Arnar Jónsson,
Ingibjörg Hildur Árnadóttir,
Gerður Árnadóttir,
Friðrik Ágúst Helgason, Margrét Guðmundsdóttir,
barnabörn, barnabarnabörn og systkini.
hugann reika, en ekki síður
skemmtilegt að þrasa við hann
Þórð, þegar við vorum ekki á sama
máli. Hann hafði nefnilega þann
sjaldgæfa hæfileika að geta hlegið
hjartanlega að öllu saman þegar
hæst lét.
Við sem vorum svo lánsöm að
eiga hlut í tímanum hans Þórðar,
söknum hans.
Þórunn Sigr. Þorgríms-
dóttir og fjölskylda.
Kveðja frá skólafélögum
„Dáinn, horfinn, harma-
fregn ... “
Þannig andvarpaði Jónas Hall-
grímsson á sínum tíma, er hann
spurði lát síns góða vinar og fé-
laga, Tómasar Sæmundssonar.
1. maí sl. komum við enn einu
sinni saman og drukkum síðdegis-
kaffi í Perlunni, kandídatarnir, sem
útskrifuðumst frá Samvinnuskólan-
um í Reykjavík 1. maí 1941 á af-
mælisdegi skólastjórans, Jónasar
Jónssonar. Meðal okkar nú var hinn
góði og dáði drengur, Þórður Ein-
arsson, fv. sendiherra. Hann var
glaður og reifur að vanda, er hann
blandaði geði við gamla hópinn
sinn. Við nutum samverunnar í rík-
um mæli og eftir kaffidrykkjuna
fórum við saman út á hinar rúm-
góðu útisvalir, þar sem hópurinn
var Ijósmyndaður í góðviðrinu með
hina tignarlegu, hvítflekkóttu Esju
og Skarðsheiði í baksýn. Við rædd-
um þarna hugmyndir um næstu
samveru okkar og ákváðum að hitt-
ast aftur í okt. nk. og gera þá góða
kvöldhátíð á vel völdum stað. Þórð-
ur tók fúslega að sér að hóa okkur
þá saman. Við horfðum bjart til
framtíðar og dauðinn var ekki í
myndinni daginn þann. En það
reyndist enn rétt, að enginn veit
sína ævina fyrr en öll er. Fregnin
um andlát Þórðar, þessa góða skóla-
félaga, kom okkur því flestum á
óvart og við söknum hans vissulega
eins og hinna úr hópnum okkar sem
gengnir eru. Á þessum samveru-
stundum okkar í 5-6 áratugi höfum
við haft hjá okkur ljósmynd af hópn-
um okkar og minnst þeirra sem
iátnir eru og merkt við þá á hóp-
myndinni. Það gerðum við einnig
að þessu sinni. Stöðugt fjölgar þeim
brottgengnu, en við sem uppi stönd-
um enn minnumst þeirra allra með
þökk fyrir samfylgdina mislanga,
einnig kennara og skólastjórans. Já,
Jónasar minntumst við sérstaklega
á þessum afmælisdegi hans. Vakin
var athygli á því að Sigurbjörn bisk-
up umtalaði hann sem mikilmenni
í grein hér í blaðinu 7.10. sl. er
hann ritaði um einn af nemendum
Jónasar. Þau réttmætu ummæli
þess virta og vitra kennimanns
glöddu okkur öil.
Hugurinn leitar nú til haustsins
1939, er hópurinn okkar hóf nám
í Samvinnuskólanum eftir fagurt
og gott sumar. En skjótt skip-
ast... Hitler hafði svikið alla sátt-
mála við Breta og Frakka og hinn
1. sept. ráðist inn í Pólland með
óvígan her. Styrjöld var hafin í
Evrópu sem breyttist skjótt í heims-
styijöld, hina aðra á þessari öld.
Kennslu í skólanum okkar i Sam-
bandshúsinu við Sölvhólsgötu varð
að fresta um einn mánuð til að
spara kol til upphitunar í skólastof-
unum á efstu hæð hússins, en
skömmtun á þeim og mörgum öðr-
um innfluttum nauðsynjavörum var
tekin upp er stríðið skall á. Svo
virtist sem þjóðir Evrópu mundu
reynast Hitler og liði hans auðveld
bráð og svo varð þar til Bretar stóðu
ÍWIDMM
JIÓTÍL £0K
MsuiyyNi • (jíí
Upplýsingar í s: 551 1247
einir ósigraðir, en þá urðu þátta-
skil - sem betur fór.
Sú hugsun hvarflaði a.m.k. að
sumum okkar skólanema, hvort
það þjónaði tilgangi að búa sig
undir framtíð í þessum brjálaða
heimi. Hvaða framtíð? En við nut-
um góðra kennara, ekki síst skóla-
stjórans, hins frábæra fræðara,
sem vakti í okkur lífsþorsta og dug
til dáða, sem entist okkur vel og
lengi.
Þetta og ótal margt annað sækir
nú á huga okkar, er við minnumst
og kveðjum - um sinn - hinn
mæta dreng Þórð Einarsson. Farðu
vel, bróðir, vinur. Ástvinum hans
biðjum við blessunar hins lifandi
Guðs okkar og Föður á himnum.
Fyrir hönd skólafélaganna
1939—’41,
Hermann Þorsteinsson.
Þórður Einarsson bjó með Karól-
ínu, konu sinni, sem vanalegast er
kölluð Nítí, og börnum þeirra þrem-
ur á Fornhaga 20, sem í daglegu
tali hét Hlíðdalshús eftir eigandan-
um og frumbyggjanum, Guðmundi
Hlíðdal, póst- og símamálastjóra,
föður Nítíar. Þetta var næsta hús
við Kvisthaga 1. Aðeins ein girðing
og bílskúr skildu lóðirnar tvær að.
Við krakkarnir fórum líka fljótt að
heimsækja hvert annað, og urðum
brátt tíðir gestir á heimilum hvert
annars. Við það bundust foreldrar
okkar þeim órofa tryggu vináttu-
böndum, sem héldust alla ævi og
fengu okkur til að deila saman gleði
og sorgum eins og góðra vina er
háttur.
Betri og greiðasamari eða hjálp-
samari nágranna gátum við heldur
ekki óskað okkur. Þar nefni ég
Þórð sérstaklega. Ég minnist þess,
þegar það henti föður minn að festa
bílinn í snjósköflum við útkeyrsluna
úr stæðinu, sem stóð við hlið bíla-
plansins á Fornhaga 20. Þá var
Þórður óðara kominn þar til þess
að hjálpa honum að komast út, ef
hann var nærstaddur. Þórður vann
hjá bandaríska sendiráðinu um þær
mundir og vann auk þess að skjala-
þýðingum og dómtúlkunum, og það
voru ófá bréfín til og frá íslandi,
Bretlandi og Bandaríkjunum til
verkalýðshreyfingarinnar, sem
hann kom nálægt þýðingunni á, og
það sama mátti segja um 1. maí-
ávörpin. Allt var það hin vandað-
asta vinna og málfarið vandað eftir
því, eins og Þórðar var von og vísa.
Það þótti líka sjálfsagt að leita til
hans, þegar útlenda gesti bar að
garði á vegum verkalýðshreyfmgar-
innar og ekkert mátti fara milli
mála, og þótti sjálfsagt að bjóða
þeim Nítí í veizlur, sem haldnar
voru fyrir sendiráðsfólk og aðra
erlenda gesti á bernskuheimili
mínu. Það var engum blöðum um
það að fletta, að það var hægt að
treysta Þórði Einarssyni, ef svo bar
undir, og það sama mátti segja um
Nítí.
Þórður var einstaklega góður eig-
inmaður og heimilisfaðir, svo eftir-
tekt vakti. Ég hygg, að það hafí
ekki verið margir heimilisfeður á
sjötta og sjöunda áratugnum, sem
unnu við heimilisstörfin með konum
sínum, eins og var iðulegt að sjá
Þórð gera, svo að athygli nábúanna
vakti. Ég held ég geti fullyrt, að
hann hafi verið fyrirmynd annarra,
hvað það snerti, enda var oftar en
ekki um það talað meðal nágrann-
anna, hversu heppin Nítí var að
hafa eignast svona góðan eigin-
mann, sem var ekki ofmælt. Þórður
var líka einstaklega barngóður
maður, og virtist alltaf njóta þess
að hafa ungt fólk i kringum sig.
Sömuleiðis var hann ætíð glaðbeitt-
ur og yfirlætislaus í viðmóti við alla,
og virti alla jafnt, háa sem lága.
Enginn virtist öðrum fremri í hans
huga. Garðurinn á Fornhaga 20 var
verk þeirra beggja, Nítíar og hans,
og mátti ekki milli sjá, hvort þeirra
átti meira í honum og uppbyggingu
hans. Þar var unnið kappsamléga,
hvenær sem færi gafst og veður
leyfði, og við krakkarnir vorum
látnir hjálpa til undir leiðsögn Þórð-
ar. Aðalsmerki garðsins var mat-
jurtagarðurinn, sem bar áhuga
þeirra sérstakan vott, enda var líka
unnið mikið í honum. Svo samhent
og- samrýnd voru þau alla tíð, að
það var erfitt að hugsa sér þau
hvort án annars. Heimilið bar þess
líka vott og hversu smekkvísir hús-
bændurnir voru. Einnig voru þau
gestrisin með eindæmum.. Góðra
nágranna og vina var sárt saknað,
þegar þau fluttu af Fornhaganum
suður í Skildinganesið, og síðan á
fjarlægari slóðir erlendis, þar sem
Þórður varð sendiráðsfulltrúi og síð-
ar sendiherra, þótt vináttan brygð-
ist aldrei, og bæði jólakveðjur og
kveðjur af öðrum tilefnum bærust
okkur alltaf eins og vanalega. Eng-
ar vegalengdir virtust vera svo
miklar, að það gæti slitið sundur
þau vinabönd, sem mynduðust milli
heimilanna.
Og nú er þessi öðlingur farinn í
sína hinztu för.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin strið.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þðkk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Já, á þessari kveðjustund er efst
í huga mér ómælanlegt þakklæti
fyrir þá miklu og góðu vináttu,
tryggð og hjálpsemi, sem Þórður
sýndi mér og mínum ævinlega. Nítí
og fjölskyldunni sendi ég mínar
innilegustu samúðarkveðjur. Megi
minningin um góðan heimilisföður
verða þeim huggun harmi gegn.
Ég bið Guð að varðveita Þórð á
þeim vegum, sem hann er staddur
nú, og blessa hann fyrir allt það
góða og gjöfula, sem hann lét af
sér leiða í lífinu.
Guðbjörg Snót Jónsdóttir.
Kynni okkar Þórðar hófust árið
1971 er hann var starfsmaður hjá
Evrópuráðinu í Strasbourg og ég
átti þangað erindi reglulega sem
upplýsinga- og menningarfulltrúi
utanríkisráðuneytisins og ritari
þingmannanefndar íslands hjá Evr-
ópuráðinu. Ég hreifst af Þórði fyrir
mannkosti hans og þekkingu í víð-
tækum skilningi og varð óvænt ör-
lagavaldur í h'fi hans þegar ég var
fluttur til starfa með stuttum fyrir-
vara í sendiráðið í London haustið
1973. Pétur Thorsteinsson ráðu-
neytisstjóri var vandlátur í manna-
vali í utanríkisþjónustuna og það
gladdi mig mjög að Þórður varð
fyrir valinu í starf mitt í ráðuneyt-
inu þar eð ég hafði hvatt Þórð til
að sækja um starfið enda í engum
vafa um ágæti hans sem fulltrúa
íslands á erlendum vettvangi. Fer-
ill Þórðar varð farsæll í utanríkis-
þjónustunni. Hann starfaði fyrst í
ráðuneytinu, síðan í sendiráðinu i
London, var varafastafulltrúi hjá
NATO í Brussel, varafastafulltrúi
hjá Sameinuðu þjóðunum, prótó-
kollstjóri ráðuneytisins og fastafull-
trúi hjá Evrópuráðinu og sendiherra
í Svíþjóð og víðar 1987-1991. í
þessum störfum nýttist vel reynsla
hans og menntun samfara prúð-
mannlegri framkomu og hlýju yfir-
bragði. Hann var hreinskiptinn í
skoðunum og góður málafylgju-
maður enda skaphöfn hans sterk
og ábyrgðartilfinning hans rík.
Starf sendierindreka er að mínu
mati aldrei eins manns starf ef vel
á að vera og var Þórður þeirrar
gæfu aðnjótandi að eiga sér við
hlið Karólínu Hlíðdal sem ætíð tók
virkan þátt í starfi og áhugamálum
manns síns. Hlýhugur og gestrisni
einkenndi heimili þeirra og viðmót.
Við hjónin þökkum áralanga vin-
áttu.
Fyrir hönd starfsfólks utanrikis-
þjónustunnar vil ég þakka Þórði
samstarfið og votta Karólínu og
börnunum innilega samúð okkar.
Guð styrki þau í sorgjæirra.
Helgi Ágústsson,
ráðuneytisstjóri.