Morgunblaðið - 22.05.1997, Qupperneq 54

Morgunblaðið - 22.05.1997, Qupperneq 54
54 FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ MINNING FRÉTTIR SIGURVEIG ÞÓRA KRISTMANNSDÓTTIR DAVÍÐ Á. Gunnarsson, ráðuneytisstjóri, í ræðustól á þingi WHO í Genf. 50. þing WHO haldið í Genf Baríst gegn lang- vinnum sjúkdómum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hélt 50. þing sitt í Genf í Sviss 4.-14. maí. Meginefni fundar- ins voru baráttan gegn langvinnum sjúkdómum, endurskoðun á áætlun WHO um Heilbrigði allra, umbætur í starfsemi stofnunarinnar, endur- skoðun á stofnskrá WHO og um- fjöllun um íjárlög 1998-1999. í frétt frá heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytinu segir að í upphafi þingsins hafi framkvæmda- stjóri WHO, dr. Hiroshi Nakajima, lýst því yfir að hann yrði ekki í framboði á næsta ári, þegar kjör- tímabil hans rennur út. Hann hefur verið framkvæmdastjóri frá 1988. Þá kom fram, að Gro Harlem Brundtland, fyrrum forsætisráð- herra Noregs, mun gefa kost á sér sem næsti framkvæmdastjóri og að Norðurlöndin muni vinna ötullega að því að tryggja kjör hennar. Þeg- ar sé ljóst að framboð hennar njóti mikils stuðnings. Davíð Á. Gunnarsson, ráðuneyt- isstjóri og formaður íslensku sendi- nefndarinnar, ávarpaði þingið og gerði m.a. grein fyrir aðgerðum Islendinga til þess að draga úr lang- vinnum sjúkdómum og áformum um rannsóknir á sviði erfðagrein- ingar í því skyni að varpa ljósi á orsakir sjúkdóma. Davíð tilnefndur í stjórnarnefnd Þing WHO stendur í tvær vikur. Fyrri vikuna sátu þingið Davíð Á. Gunnarsson og Ingimar Einarsson, skrifstofustjróri í heilbrigðisráðu- neytinu, en þá síðari Einar Magnús- son, skrifstofustjóri og Vilborg Ing- ólfsdóttir, yfirhjúkrunarfræðingur. Auk þess sátu þingið fulltrúar fastanefndar íslands í Genf og Ólaf- ur Ólafsson landlæknir. í tengslum við þingið voru til- nefndir nýir fulltrúar í stjórnar- nefnd Evrópuskrifstofu WHO, en endanlegt kjör þeirra fer fram í haust. Davíð Á. Gunnarsson er einn þeirra fulltrúa sem tilnefndir hafa verið til setu í stjórnarnefndinni. Úrskurður siðanefndar blaðamanna Amælisvert brot DY í frétt um launamál + Sigurveig Þóra Kristmanns- dóttir fæddist í Vestmanna- eyjum 7. janúar 1921. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Eir 13. apríl síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Bústaðakirkju 21. apríl. Elsku amma. Mig langar að minnast þín í nokkrum orðum. Minningin um þig yljar enn, nú ert þú komin á leiðar- enda, og áreiðanlega tekið vel á móti þér. Þú tókst okkur alltaf með opnum örmum þegar í Háagerðið var komið. Þér þótti gott að hafa börn, barnabörn og barnabarnabörn hjá þér. Þú bakaðir heimsins bestu vöfflur í Háagerðinu. Einnig minnist ég allra gönguferðanna sem við fór- um í, á heitavatnsstokknum. Svo þegar inn var komið nuddaðir þú hendur og fætur svo okkur yrði heitt aftur. Á jólunum komu allir í kaffi til þín og fengu frægu vanilluhringina. Þú varst mikil pijónakona og voru þeir ófáir sokkarnir og vettlingarnir sem þú pijónaðir á okkur. Þegar í bæinn var farið, komu allir við í vinn- unni hjá þér og við fengum tebollur og mjólkurkex og hjálpuðum þér + Guðmundur B. Þorsteinsson fæddist í Reykjavík 8. nóv- ember 1934. Hann lést á Sjúkra- húsi Reykjavíkur 5. apríl síðast- liðinn og fór útför hans fram frá Breiðholtskirkju 14. apríl. Hinn 14. apríl síðastliðinn var bróðir minn og mágur, Guðmundur Bergmann Þorsteinsson, borinn til grafar. Á föstudaginn langa var hringt í okkur og fengum við þær slæmu fréttir að Guðmundur hefði fengið slag og verið fluttur á Borg- arspítalann. Dag hvern fórum við til hans til að biðja fyrir honum og halda í hönd hans til þess að hann fyndi nærveru okkar en á fjórða degi voru læknarnir svartsýnir því að Guðmundur sýndi engin viðbrögð og rankaði ekkert við sér. Guðmund- + Lilja Sverrisdóttir fæddist á Norðfirði 25. desember 1915. Hún lést á Landspítalan- um 5. maí síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Eski- fjarðarkirkju 12. maí. Mig langar að minnast í fáum orðum Lilju Sverrisdóttur, sem er látin. Ekki hafði ég hugmynd um að Lilja lægi sjúk á Landspítalanum. Varð mér því mikið um þegar ég var útskrifuð af spítalanum hinn 14. maí og sé í Morgunblaðinu minning- argrein um hana blessaða. Höfðum við þá legið hvor á sinni hæðinni án þess að vita hvor af annarri. Mig langar að minnast Lilju með með kaffið um allt hús og inn til Nínu frænku. Ég sakna þess að finna ekki af þér góðan ilminn, elsku amma. Þú veittir mér mikinn stuðning í gegn- um lífið við að hefja búskap og fleira. Þakka þér fyrir alla hjálpina og stundirnar sem við áttum saman, elsku amma mín. Sofðu rótt hjá Guði. Katrín Björk. Elsku amma mín, alltaf hef ég tekið það sem sjálfsagðan hlut að geta faðmað þig og kysst. En nú hef ég gert það í síðasta sinn og ætlaði ég aldrei að geta sleppt. Ég gat ekki sætt mig við það að þetta væri í raun síðasta faðmlag okkar. En nú ætla ég að bera höfuðið hátt og vera sterk því ég veit að það hefði verið þinn vilji. Eins og hjá öllum sem þekktu þig minnist ég þín með hlýju og minning- amar standa svo ljóslifandi í huga mér að mér finnst ég geta teygt mig fram og snert þær. Ég vildi óska þess að við sætum nú saman og rifj- uðum upp þær ófáu stundir sem við áttum saman tvær og einnig þær sem við áttum í faðmi fjölskyldunnar sem ur var okkur mikill vinur, öllum okkar gleði og sorgum gátum við deilt með honum. Við söknum hans sárt en við vitum að hann er með okkur ennþá og að hann heldur verndarvæng yfir okkur. Elsku Elsa okkar, Guð veri með þér og þínum systkinum. Margs er að minnast, margt er hér^að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tið. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Guðbjartur Þorsteinsson, Ásrún Heiðarsdóttir, Guðbjartur Arnar Guðbjartsson. mikilli virðingu. Hún var mjög hæg og góð kona. Þegar ég var stelpa vann hún í frystihúsinu eins og margar konur gera í sjávarplássum úti á landi. Hún var dugleg, alveg hörku kona og vildi öllum vel, átti ég ekki von á öðru en að sjá hana aftur þegar ég kæmi heim eftir mina sjúkralegu sem vart sér fyrir endann á. Elsku Lilja mín, ef ég hefði bara vitað af þér á spítalanum, hefði ég komið til þín. Mér fannst alltaf gam- an að hitta þig úti í búð, spjalla við þig um daginn og veginn og stundum keyra þig heim. Þá fengum við okk- ur alltaf rúnt út að Hlíðarenda áður en ég fór með þig heim. þú hélst saman með góðmennsku þinni og hlýju. Enda var fátt skemmt- legra en þegar öll fjölskyldan kom saman og grillaði og fór í leiki í garð- inum þínum. Enn þann dag í dag hef ég hvergi smakkað eins góðar kóti- lettur með bernaissósu og bökuðum kartöflum og ég fékk hjá þér. Aldrei skammaðir þú mig, ekki einu sinni þegar ég sprengdi óvart tómatsósubréfíð yfir allt nýþvegið eldhúsið þitt. Það var einhvem veginn allt langbest hjá þér, elsku amma mín. Alltaf varstu tilbúin með út- breiddan faðminn ef mann vantaði knús. Ekki má heldur gleyma vísun- um þínum sem mér á mínum verstu gelgjuáram fannst nú hálf lummó, en nú gæfi ég aleiguna fyrir, ef þú myndir bara einu sinni enn hlýja mér á höndunum með vísunni „Fagur fiskur í sjó“. Æ, elsku amma ég vissi að miss- irinn yrði mikill en hann er enn sár- ari en ég gerði mér grein fyrir. En ég finn návist þína og ég veit að þú munt ávallt vaka yfir mér. Ég vona að þú sért hamingjusöm og kát þar sem þú ert nú og ég efa það ekki að einmitt núna ert þú í einum af þínum göngutúram, en í þetta sinn er það afi sem heldur í hönd þína. Vertu sæl, amma mín, ég elska þig og sakna þín sárt en þó að þú sért ekki hjá mér í persónu þá mun- um við alltaf vera saman í hjörtum okkar. Ég kveð þig með bæninni okkar: Vertu, Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. (Hallgr. Pét.) Takk fyrir að elska mig, þú ert hetjan mín. Eva Dögg Guðmundsdóttir. Nú þegar ég hef kvatt hana ömmu mína í hinsta sinn leitar hugurinn til baka og margar góðar minningar birtast mér. En efst í huga mér er þegar þú komst í öll afmælin með þínar heimsins bestu pönnukökur, því án þeirra var ekkert afmæli. Elsku amma mín, einnig man ég er ég fékk að gista hjá þér í Háó í hlýja, góða rúminu þínu og kúra mig upp að þér. Þú varst alltaf svo hlý og mjúk. Aldrei brást það er ég vaknaði að þá beið mín heitt te og ristað brauð. En nú ert þú búin að ljúka erindi þínu hér og þakka ég fyrir þær stundir er átti ég með þér. Elsku amma, ég mun ávallt elska þig og muna. Bryndís Skaftadóttir. Það er æði margt gott hægt að segja um hana Lilju, hún var mér ætíð góð. Hún sat oft við stofu- gluggann sinn og veifaði mér þegar ég ók framhjá húsinu hennar. Ég á eftir að sakna þess að fá ekki að sjá þig aftur, Lilja mín. Ég kveð þig með söknuði og þakka þér fyrir allar ánægjustundirnar sem við áttum saman. Elsku Anna, Ásta og Sjöfn og fjöl- skyldur ykkar. Ég og fjöldskylda mín vottum ykkur hina dýpstu sam- úð og vonum að Guð varðveiti þessa glæsilegu konu sem Lilja var. Guð blessi minningu hennar sem ég geymi í hjarta mínu. Jóna Björg Kristjánsdóttir. Elsku langamma. Mig langar að skrifa nokkur orð um hana iangömmu mína Lilju Sverrisdóttur. Langamma var búin að vera mikið veik, mér brá mikið þegar afí sagði mér að hún væri dáin. Þó að ég hefði vitað að hún væri að deyja hefði ég samt aldrei verið viðbúin svona fréttum. Ég veit að langamma var hvíldinni fegin. Nú er langamma komin til lang- afa og henni líður vel. Ég var fyrsta langömmubarnið hennar. Ég fór oft til hennar með ömmu og afa. Það var alltaf gott að vera hjá henni. Elsku langamma, ég þakka þér fyrir allar góðu stundirnar okkar. Guð geymi þig. Það veitir okkur huggun að vita að þér líður svo vel núna, elsku langamma. Takk. Auður María Agnarsdóttir. SIÐANEFND Blaðamannafélags- ins gerir athugasemd við frétt DV um ráðningar- og launamál fyrrver- andi ráðuneytisstjóra í landbúnað- arráðuneytinu. Telur nefndin að DV hafi gerst brotlegt við 3. grein siða- reglna og að brotið sé ámælisvert. Frétt blaðsins birtist 28. janúar 1997 undir yfirfyrirsögninni „Fyrr- verandi ráðuneytisstjóri landbúnað- arráðuneytisins áfram á fullum launum" og aðalfyrirsögnin var „Jarðasjóður borgar honum 5,5 milljónir á ári“. Sveinbjörn Dag- finnsson, fyrrverandi ráðuneytis- stjóri i landbúnaðarráðuneytinu, kærði þessa frétt til siðanefndar og sagði að ekki hefði verið rétt farið með staðreyndir málsins og fréttin hefði verið birt til að ófrægja sig. Eðlilegra hefði verið af blaðinu að beina gagnrýni sinni að þeim ráð- herra sem gerði samning um starfs- lok við sig, þ.e. fyrrverandi land- búnaðarráðherra. DV birti mynd af Sveinbirni á forsíðu með frétt sinni. Framsetningin álitamál I umfjöllun siðanefndar er bent á að DV hafi ekki farið rétt með allar staðreyndir málsins. Laun Sveinbjamar séu greidd af Jarð- eignum ríkisins en ekki Jarðasjóði. Ekki sé heldur rétt að fjárlagaliður- inn Jarðasjóður og Jarðeignir ríkis- ins fari allur í að greiða Sveinbimi laun eins og ráða hafi mátt af umfjöllun blaðsins. Laun Svein- bjarnar hafi fylgt launum ráðuneyt- isstjóra. Siðanefndin taldi því að öllu sam- anlögðu ekkert athugavert við að DV skyldi telja þetta mál frétta- efni. „Álitamál er það hins vegar hvort framsetning fréttarinnar hafi verið með þeim hætti sem við átti þegar tekið er tillit til hins persónu- lega þáttar sem að kæranda snýr. Einkum vekur forsíða blaðsins spurningar í því efni,“ segir i úr- skurði siðanefndar. Gagnrýnt er að sá þáttur málsins sem DV hafði hæpnastar heimildir um, þ.e. að Jarðasjóður borgaði Sveinbirni 5,5 milljónir í laun á ári, hefði verið settur í fyrirsögn, en sú staðhæfing væri röng. ♦ ♦ ♦------ Argangur ’67 úr Lindargötu- skóla hittist ÞRJÁTÍU ára útskriftarfagnaður árgangs 1967 úr Lindargötuskóla verður haldinn laugardaginn 24. maí í Óperukjallaranum kl. 19. Boðið verður upp á kokteil, mat o.fl. í fréttatilkynningu kemur fram að ef einhveijir hafi ekki fengið boð um fagnaðinn eigi þeir að snúa sér til Dísu á Tíu dropum. Eftir kl. 23 eru allir velkomnir. + Faðir okkar, sonur og bróðir EYJÓLFUR QUNNLAUGSSON, sem lést fimmtudaginn 15. þessa mánaðar, verður jarðsunginn föstudaginn 23. maf nk. kl. 10.30 frá Fossvogskirkju. Birna og Erna Eyjólfsdætur, Gunnlaugur Sigurbjörnsson, og systkini hins látna. GUÐMUNDUR BERGMANN ÞORSTEINSSON LILJA SVERRISDÓTTIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.