Morgunblaðið - 22.05.1997, Qupperneq 59

Morgunblaðið - 22.05.1997, Qupperneq 59
FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 1997 59 i 1 i < 4 < < ( < l i < i i < t MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Yandinn við Miklubraut Frá Pétri Guðvarðssyni: FYRR á tímum var gjarnan talað um gangverð á því sem helst gekk kaupum og sölum, t.d. búpeningi, og var þá átt við hefðbundið verð á miðlungsgrip. Þegar svo var farið að versla með einhveija ákveðna skepnu var hún metin af kaupanda og seljanda, kostum og ókostum jafnað saman. Yrði niðurstaðan sú að viðkomandi gripur væri íýrari að kostum en miðlungsgripurinn varð verðið undir gangverði. Væri hann hins vegar metinn ríkari að kostum en í meðallagi varð verðið yfir gangverði. Þannig voru dæmi um að t.d. góðir reiðhestar væru keyptir á allt að tvöföldu gangverði. A síðari tímum virðist orðið gangverð tákna algengasta verð, t.d. þegar verslanir selja sömu vöru á mismunandi verði, er hægt að finna hvað algengast er. Hæsta eða lægsta gangverð er ekki finnanlegt í tungunni. Sjómannasamtökin virð- ast nota orðatiltækið „hæsta gang- verð“ í merkingunni hæsta mögu- lega verð, sem er að sjálfsögðu allt annað en gangverð, samkv. fram- ansögðu. Þegar um er að ræða frjáls við- skipti og fijálst verðlag er erfitt að vita fyrirfram hver verðlagsþróunin verður. Menn geta ekki vitað hvaða samninga aðrir kunna að gera (seinna). Því verða menn að taka hagstæðasta tilboði sem fyrir liggur þegar samið ver. Þar sem verðið er alltaf háð samþykki kaupandans er ekki hægt að sækja seljendur til saka fyrir að hafa ekki náð hæsta verði, sem fréttir berast af. Það hefur enn ekki heyrst að t.d. verka- lýðsforingjar hafi verið kærðir fyrir að ná ekki betri samningum þegar þeir „selja“ vinnuaflið. Kannski kemur að því! Það gagnar lítið að framleiða vöru nema einhver vilji kaupa hana og geti keypt hana. Það er lykilat- riði t.d. fyrir útgerð að fiskvinnslan Tonn ámóti tonni Nokkrar hugleiðingar um gangverð, kvótaskipti, hag sjómanna o.fl. geti keypt aflann. Því getur það verið hagstætt bæði útgerðinni og sjómönnum að stilla kröfum sínum í hóf, svo kaupandinn geti haldið áfram að kaupa, sérstaklega þar sem fiskvinnsla í landinu er yfir- leitt rekin með tapi. Þetta heitir einfaldlega að sýna ábyrgð og til- litssemi fremur en fégræðgi og ofbeldi. Það er þannig ósannað að „sam- nýting" kvóta hafi áhrif á verð á sjávarfangi, það er svo margt sem þarf að taka tillit til. Nú er heildar afkastageta fisk- vinnslustöðvanna meiri en heildar- framboð á hráefni, sem aftur tak- markast af heildar veiðiheimildum. Kvótinn er því jafn mikilvægur fyrir vinnsluna og veiðarnar. Því er auðsjáanlega hagstætt fyrir vinnsluna að eiga sjálf kvóta og geta jafnvel aukið hann, með því að semja við veiðiskip um að leggja annað eins á móti, og tryggja sér þannig meira hráefni. Kvótinn er jafnverðmætur báðum og því óþarft að meta hann til pen- inga. Þarna virðist aðeins vera um að ræða bróðurlegt samstarf veiða og vinnslu. Markaðskerfið sýnir hve kaupandi og seljandi eru háðir hvor öðrum, annar getur ekki verið án hins. Þeir eru því ekki andstæðing- ar, þótt hagsmunir þeirra séu and- stæðir að einu leyti: Aðeins hvað verðið snertir. Að flestu öðru leyti fara hagsmunir þeirra saman! Tonn á móti tonni-fyrirkomulag- ið er greinilega hagstætt þeim sjó- mönnum sem komast í slík við- skipti, það eykur árstekjur þeirra frá því sem annars hefði orðið. Það eru að öllum líkindum þeir sem ekki komast í svona samninga sem eru óánægðir, verða að láta sér nægja sinn eigin kvóta. Þá er farið að þeim sósíalíska sið að koma i veg fyrir velgengni annarra fremur en finna sér eitthvað betra sjálfur. Það er auðséð að bæði veiðiskip- um og vinnslustöðvum þarf að fækka svo meira komi í hlut hvers og eins og flestir geti rekið sín fyrir- tæki með fullum afköstum, annað er óhagkvæmt. Afköst hafa aukist mjög vegna aukinnar tækni, og ætti því hagur fyrirtækja og þjóðar- innar að batna. Ef aukin afköst leiða hins vegar til atvinnuleysis og vannýtingar fjárfestinga og tíma er til lítils barist. Þann tíma sem vinnst og þann hagnað sem tækniframfarir hafa í för með sér verður því að nota til að ráðast í ný verkefni, sem ekki hefur verið hægt að gera fyrr, og halda þannig fullri atvinnu og vax- andi. Það er mun meira hagsmuna- mál fólksins en launahækkanir, sem gera hagnaðinn að engu, enda eykst hvorki framleiðsla né afköst manna þótt laun hækki. Að sjálfsögðu er bannað að neyða menn til viðskipta sem þeir vilja ekki sjálfir, en ef þeir hins vegar vilja, er ekki hægt að banna það. Það væri að svipta þá fjárræði og raunar meira en það, menn eiga alltaf rétt á að ráðstafa sínu aflafé sjálfir. Menn hljóta að meta það sjálfir hvað þeir telja hagstætt fyrir sig. PÉTUR GUÐVARÐSSON, Snjóholti, Egilsstöðum. Frá Hrefnu Hannesdóttur: VANDAMÁL íbúa við Miklubraut vegna loftmengunar og hávaða hafa verið til umfjöllunar undanfarið og ekki að ástæðu- lausu. Fulltrúar borgaryfirvalda, sem telja sig stefna að um- hverfísvænni og manneskjulegri höfuðborg, sáu að úrbóta var vant. Tillögur litu dags- ins ljós sem þó náðu ótrúlega skammt og urðu tilefni til nokkurra umræðna og gagnrýni. Frekari úrbóta og tillagna var beðið með nokkurri eftirvæntingu. Nánari útfærsla á tillögunum hefur nú verið kynnt í borgarráði og birtist í Morgunblaðinu í dag, 14. maí. Byggja á göng frá Hringbraut að Reykjahlíð og er vitnað í orð for- manns umferðar- og skipulagsnefnd- ar Reykjavíkur sem segir „að göngin myndu breyta miklu til batnaðar fyr- ir íbúa í Hlíðahverfí". Um hvað snýst málið? Eins og flestir vita er hlutinn frá Hringbraut að Reykjahlíð aðeins lítill hluti Miklubrautar og í raun og veru er það stórfurðulegt að ekki skuli minnst einu orði á vanda íbúa þeirra húsa sem næst standa Löngu- hlíð, hvað þá tekið á vandamálum þeirra. Þar er ástandið þannig að séu ökumenn ekki í spreng á margföldum hraða að ná yfír gatnamótin á Ijósun- um, eins og oft vill verða, þá bíða menn í röðum, bílar í lausagangi, rétt við húsveggina. Enda sýna niður- stöður rannsókna Hollustuvemdar ríkisins sem birtust í byijun apríl sl. að hávaða- og loftmengun er alvarleg á þessu svæði og styrkur köfnunar- efnisdíoxíðs langt yfír viðmiðunar- mörkum. Hollustuvernd telur að mál- um hafí verið slælega sinnt og brýnna úrbóta sé þörf þegar í stað á Miklu- braut frá Snorrabraut upp fyrir Lönguhlíð. Það er forvitnilegt að velta fyrir sér ummælum Guðrúnar Ágústsdótt- ur borgarfulltrúa í sömu Morg- unblaðsgrein sem segir: „Þessi göng myndu gjörbreyta tengslum Hlíða- hverfísbúa við Miklatúnið og bæta mjög úr loft- og hljóðmengunarvanda- málum þeirra sem mest hafa kvartað yfír þeim.“ Nú hljóta menn að spyija: Er bætt aðgengi að Miklatúni það sem málið snýst um? Er verið að kveða niður óþægilegar raddir? Það sem liggur hins vegar í augum uppi er að ekki er verið að taka á vandamál- um íbúa við Miklubraut af heilindum. Eru fulltrúar borgaryfirvalda, sem í hlut eiga, ekki að stinga höfðinu í sandinn? Þvílíkt klór í bakkann! Margir íbúa Miklubrautar eru eldri borgarar sem búið hafa allan sinn búskap hér. Á að virða að vettugi þá íbúa sem ekki hafa kvartað og kvein- að? Ungt fólk sem hefur búskap sinn hér staldrar stutt við af skiljanlegum ástæðum. Það sem löngum hefur þó verið heillandi við þetta hverfí er fjöl- breytt mannlíf, fólk á öllum aldri, úr öllum þjóðfélagshópum. Því verður vart trúað að borgaryfir- völd láti þetta klór í bakkann, sem þessi tillaga er, duga og reyni að telja sjálfum sér trú um að þar með sé vandi íbúa við Miklubraut farsællega leystur til frambúðar. HREFNA HANNESDÓTTIR, kennari og íbúi við Miklubraut. Sameining keisaradæm- anna tveggja, Dagsbrún- ar og Framsóknar! Frá Unni Pálsdóttur: HÉR á öldum áður var allt kapp lagt á að sameina minni keisara- dæmin þeim stærri til að auka völd þeirra sem valdasjúkir voru. Til þess voru notaðar mægðir eða vopnavald, með þeim árangri að þeir sem slót- tugastir voru og höfðu stærsta hirð jámanna á bak við sig réðu lögum og lofum, eiginhagsmunaseggir sem ekki hikuðu við að kúga alþýðuna til hlýðni með arðráni og yfirgangi. En hvað er að gerast í dag? Nú stendur fyrir dyrum að sam- eina tvö stærstu félög ófaglærðs verkafólks í Reykjavík í eitt félag án þess að fram hafi farið í raun nokkur vitræn kynning á því hveijir kostir þessarar sameiningar séu. T.d. var verkafólki í Dagsbrún að- eins sent bréf þar sem því var gef- inn kostur á að svara með jái eða neii hvort það vildi sameiningu fé- laganna eður ei, engar frekari skýr- ingar. Þarna var hið stærra keisara- dæmi að verki, þegnarnir áttu ekki rétt á frekari upplýsingum, heldur var það keisarinn slóttugi og hirð hans sem höfðu ákvörðunarréttinn um frekari samvinnu keisaradæ- manna og reyndist honum og hirð hans leikur einn að sannfæra keis- araynju minna keisaradæmisins og hirð hennar um ágæti samvinnunn- ar. Ekki veit undirrituð, hvort þegn- um hennar hátignar var sent sams- konar bréf og þegnum hans hátign- ar, en lítillega var þetta þó kynnt, ásamt öðrum málum sem voru ofar á baugi, á fundi þar sem örfáir tryggir þegnar hennar hátignar voru saman komnir, eins og ævinlega á fundum Framsóknar. Telur undirrit- uð að léleg fundarsókn stafi af tíma- setningu fundanna sem er full seint á kvöldin, þannig að þegar komið er að „öðrum málum" í fundarsköp- um er helmingur stjórnar og fundar- manna farinn heim að sofa því það er vinnudagur að morgni. Þá er ekki nógu vel staðið að auglýsingu funda, og viðurgjörningur í kaffi og spjallhléi þannig að fundarmenn komast í vont skap (vægast sagt óaðlaðandi). Enda sýndi það sig á aðalfundi Framsóknar 6. maí síðast- liðinn að eitthvað meiriháttar bjátar á. Af 2.700 félagsmönnum voru mættar um 40-50 hræður (tryggu þegnarnir) sem máttu hlusta á fund- argerðir beggja Bíóborgarfundanna, langa greinargerð vegna nýafstað- inna samninga og á æðsta prest beggja keisaradæmanna, Atla Gísla- son, þann ágæta lögmann, fara á ólöglegum hraða í gegnum dró'g að nýjum lögum Framsóknar, enda orð- ið áliðið þegar hann komst að. Því næst fengu þeir þegnar sem þá voru eftir að vita að keisaradæmin yrðu sameinuð í haust en áður yrði ein- hver kynning viðhöfð um ágæti þess arna og síðan yrði framhaldsaðal- fundur haldinn þegar þegnarnir hefðu melt þennan boðskap sem lagadrögin nýju kenndu oss. Sem er hvað? Meira um það seinna. En hverri vitiborinni veru er það óskiljanlegt hvernig 40-50 eintök af reikningum félagsins, sem gaman væri að skoða betur, og drög að nýjum lögum þessa ágæta keisaradæmis eiga að ná skilningi þeirra þegna sem ekki voru mættir á fundinn. Segi oss sá sem betur veit! í framhaldi af upphafsorðum þess- arar greinar hvetur undirrituð alla þegna þessara keisaradæma til að huga vel að stöðu sinni ef og þegar sameiningin verður kynnt. Hverra hagsmuna er verið að gæta!? Því að þekkingarleysi skapar áhugaleysi og sundrung meðal þegnanna og þá geta hinir slóttugu stjórnendur ráðið hinu sameinaða stóra keisaradæmi og stjórnað því að eigin geðþótta. UNNUR PÁLSDÓTTIR, Stífluseli 5, Reykjavík. Sólgleraugu með styrkleika Lausn í sólinni fyrir þá sem nota gleraugu. Verð frá 9.500 kr. uKisatm Aðalstræti 9, sími 551 5055
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.