Morgunblaðið - 23.05.1997, Síða 14
14 FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
Sumarlistaskóli fyrir börn og unglinga starfar í sjöunda sinn
Markmiðið að ýta
undir sköpunargleði
SUMARLISTASKÓLINN á Akur-
eyri verður með starfsemi í sjöunda
sinn nú í sumar, dagana 29. júní
til 13. júlí. Hann er ætlaður börn-
um og unglingum á aldrinum 10
til 16 ára. Aðalkennarar verða Örn
Ingi Gíslason fjöllistamaður og
Auður Bjarnadóttir listdansari og
leikstjóri.
Markmið Sumarlistaskólans er
að ýta undir hvers konar sköpunar-
gleði og leiðbeina nemendum á sem
fjölbreyttastan hátt. Leiðbeint er
með margs konar listgreinar,
myndlist, leiklist og dans svo eitt-
hvað sé nefnt. í sumar verður lögð
töluverð áhersla á myndlistina,
m.a. munu nemdendur skólans
vinna að alvöru málverki sem þau
geta hengt upp fyrir ofan leður-
sófasettið í stofunni heima.
Örn Ingi sagði að gaumgæfilega
yrði fylgst með starfseminni á
hveijum degi og ýmis atvik fest á
fílmu en nemendumir fá spóluna
senda heim fyrir jólin.
Nemendur skólans hafa síðustu
sumur unnið að veggmynd á físk-
verkunarhús KEA í Hrísey, taka
einn reit fyrir hvert sumar en þeir
eru alls 18 þannig að verklok eru
áætluð árið 2010.
Bömin munu dvelja í Síðuskóla,
en nemendur skólans koma víða
að. Gjaldið er það sama og var á
síðasta ári, 35 þúsund krónur og
er innifalið í því gisting, fæði og
allt efni.
Námskeið fyrir fullorðna
Síðasta sumar var á vegum Sum-
arlistaskólans boðið upp á nám-
skeið í myndlist fyrir fullorðna og
verður það einnig í boði í sumar,
dagana 31. júlí til 10. ágúst. Nem-
endum á námskeiðinu býðst gisting
og fæði í Oddeyrarskóla meðan á
því stendur. Á þessu námskeiði er
farin jeppaferð utan alfaraleiða, í
fyrra var farið á Heljardalsheiði og
leituðu nemendur fanga í stór-
brotnu landslagi. Gert er ráð fyrir
að nemendur á þessu námskeið
vinni að einhvers konar listaverki
fyrir Skinnaiðnað en fyrirtækið
styrkti starfsemi skólans í ár.
Landsmót í dansi
Landsmót í dansi með um 160
þátttakendum, einkum af höfuð-
borgarsvæðinu, verður haldið í
íþróttahöllinni á Akureyri dagana
6. til 8. júní næstkomandi en að
sögn Arnar Inga er um óbeina
starfsemi á vegum Sumarlistaskól-
ans að ræða.
Morgunblaðið/Margrét Þóra
NEMARNIR Björn Ágúst, Hjalti Steinn, Gísli, Hjálmar og Sigurð-
ur, Þórarinn B. Jónsson, Sjóvá-Almennum, Bernharð Haraldsson
skólameistari og Svavar Guðni Gunnarsson deildarstjóri.
Sj 6 vá-Almennar
VMA fær bíl
ÞÓRARINN B. Jónsson umboðs-
maður Sjóvár-Almennra á Akur-
eyri færði Rafdeild Verkmennta-
skólans á Akureyri bifreið að
gjöf, en hún verður notuð við
kennslu í deildinni. „Ég vona að
billinn muni koma í góðar þarfir
við kennslu hér í skólanum,“
sagði Þórarinn.
Svavar Guðni Gunnarsson
deildarstjóri rafdeildar sagði að
þetta væri fyrsti bíllinn sem
deildin eignaðist, áður hefði ver-
ið notast við hluta úr bílum við
kennsluna. „Það munar miklu að
hafa allan bílinn, þetta er heill
og nýlegur bíll með nýtísku vél
sem er nauðsynlegt fyrir alla
skóla sem kenna bifvélavirkjun,"
sagði Svavar Guðni.
)
I
)
í
I
>
I
i
I
í
i
Undirbúningur Frissa fríska leikanna á lokastigi
Kosningar til búnaðarþings
Leikgleðin
ífyrirrúmi
UNDIRBÚNINGUR fyrir Frissa
fríska leikana, sem fram fara á
Akureyri dagana 6.-8. júní nk.
er langt kominn. Það er Hesta-
mannafélagið Léttir sem stendur
fyrir leikunum fyrir alla hesta-
krakka. Búist er við að á þriðja
hundrað þátttakendur víðs vegar
af landinu á aldrinum 6-16 ára
mæti til leiks.
Frissa fríska leikamir eru ekki
settir upp sem keppni heldur er
þar leikgleðin í fyrirrúmi. For-
svarsmenn leikanna hafa fundið
fyrir miklum áhuga um allt land
en skráning þátttakenda er hafin
hjá öllum hestamannafélögun-
um. Dregið verður úr öllum þátt-
tökunúmerum og fær einn hepp-
inn þátttakandi hest í vinning,
ÞENNAN glæsilega hest hlýtur einn heppinn þátttakandi í
vinning á Frissa fríska leikunum á Akureyri í byijun júní.
sem gefinn er af Sigrúnu Brynj-
arsdóttur og fjölskyldu.
Hjá Hestamannafélaginu Létti
hefur verið rekið öflugt barna-
og unglingastarf í gegnum tíð-
ina. í byijun árs hlaut félagið
m.a. viðurkenningu frá Hesta-
iþróttasambandi íslands fyrir
gott starf í þágu unga fólksins.
I kvöld, föstudag, er stefnt að
því að halda með unglingana í
fjöruna við Brávelli norðan Ak-
ureyrar og kenna þeim undir-
stöðuatriði sundreiðar.
Hátíðin Halló Akureyri á að vera til sóma
Hafa á eftirlit
með unglingum
MÖGULEIKAR verða kannaðir á
meira samstarfi við ýmsa aðila í
Reykjavík og öðrum sveitarfélög-
um til að koma í veg fyrir að ungl-
ingar undir lögaldri séu eftirlits-
lausir á Akureyri meðan hátíðar-
höldin Halló Akureyri standa yfír
um næstu verslunarmannahelgi.
Þeir sem að málinu koma, ferða-
þjónustufólk og Upplýsingamið-
stöðin á Akureyri höfðu frumkvæði
að fundi vegna hátíðarhalda um
komandi verslunarmannahelgi, en
á hann mættu m.a. bæjarstjóri,
sýslumaður, fulltrúar úr bæjar-
stjóm og bæjarráði, fulltrúar á fé-
lagsmála-, tækni-, og umhverfís-
sviði Akureyrarbæjar ásamt full-
trúum slökkviliðs, íþróttafélaga,
skáta og björgunarsveita sem og
fulltrúar úr veitinga- og ferðaþjón-
ustugeira.
Áfram Halló Akureyri
Voru fundarmenn sammála um
að sameinast í framkvæmdum og
skipulagi um verslunarmannahelg-
ina til að hún yrði til vegsemdar
og sóma fyrir þá sem að henni
koma, en nokkur gagnrýni kom
fram á hátíðina Halló Akureyri sem
haldin var um síðustu verslunar-
mannahelgi. Samstaða er ríkjandi
um að hátíðin gangi áfram undir
nafninu Halló Akureyri, en fram
höfðu komið hugmyndir um að
skipta um nafn á hátíðinni.
Á fundinum var farið yfir skipu-
lag, sameiginlega stjórnun, for-
vamamál og ferlimál innanbæjar
ásamt umræðum um skipulagningu
tjaldsvæða, skemmtanahald, af-
þreyingu, hreinlætis- og umhverfís-
mál. Þeir sem að hátíðinni standa
eru sammála um að efla almenna
gæslu og löggæslu og auka barna-
og unglingastarf. Þá verða athug-
aðir möguleikar á að efna til frek-
ara samstarfs við aðila í Reykjavík
og öðrum sveitarfélögum til að
koma í veg fyrir að unglingar und-
ir lögaldri séu eftirlitslausir á Akur-
eyri meðan á hátíðarhöldunum
stendur.
Morgunblaðið/Hólmfríður
Lundinn lét
sér fátt
um finnast
FJÖLMENNI var á bjargi í
Grímsey í gær en þar var hið
besta veður, stillt og bjart. Eyjan
skartaði sínu fegursta miðað við
árstíma. Fuglinn söng hástöfum
í bjarginu og auðfundið að nú
er vorið komið. Lundinn er að
byija að verpa. Að undanförnu
hafa bæði heimamenn og að-
komumenn verið að siga í bjarg-
ið og búið að tína þúsundir eggja.
Lét lundinn sér fátt um finnast
þó verið væri að síga í nágrenni
við hann.
Tveir listar eru í
1 ••• • * • P* 5*
kjon í Eyjafiroi \
Eyjafjarðarsveit. Morgomblaðið.
TVEIR listar verða í kjöri til búnað-
arþings hér í Eyjafirði, K-listi og
M-listi. Kosið verður 13. júní næst-
komandi.
K-listi er skipaður þeim Pétri Ó.
Helgasyni, Hranastöðum, Hauki
Halldórssyni, Þórsmörk, Svönu
Halldórsdóttur, Melum, og Stefáni
Magnússyni, Fagraskógi.
Á M-lista er Þórður R. Þórðar-
son, Hvammi, Benedikt Hjaltason,
Hrafnagili, Birgir Arason, Áuðnum,
og Rósant Grétarssyni, Kálfagerði.
Pétur Ó. Helgason, efsti maður
K-lista, sagði að þau atriði sem list-
inn stæði fyrir væru að gæta hags-
muna íslensks landbúnaðar sem
atvinnugreinar í sem víðustum
skilningi, en þar stendur vitaskuld
hæst að bæta afkomu þess fólks
sem þennan atvinnuveg stundar en
hún er nú engan veginn viðunandi.
„Við viljum efla starfsemi búnað-
arsambanda en þau gegna mikil-
vægu hlutverki fyrir bændur. Þá
viljum við einnig að kannað verði
til hlítar náin samvinna eða samr-
uni leiðbeininga, rannsókna og
kennslu, en það er liður í því að
kanna hvort hægt er að fá enn
betri nýtingu á því fjármagni, sem
ríkið leggur til landbúnaðar, en nú
er. Að lokum viljum við leggja öllum
málum lið sem gætu orðið til þess
að landbúnaður á íslandi hljóti þann
virðingarsess sem honum ber í okk-
ar þjóðfélagi.“
Styrkja samstöðu bænda
Þórður R. Þórðarson sagði M-list-
ann nýjan valkost en aðstandendur
hans væru nokkrir bændur í Eyja-
firði sem vildu bjóða fram krafta
sína til að ná fram bættum kjörum
bænda. Meðal annars þyrfti að
styrkja samstöðu bænda til að for-
ystan geti komið fram sem sterkari
heild. Gera þurfí kröfu til stjórn-
valda um að mörkuð verði skýr
stefna til lengri tíma varðandi það
starfsumhverfi sem íslenskum
bændum er ætlað að starfa við. Það
umhverfí yrði að vera bæði neytend-
um og bændum vinsamlegt.
-----» ♦ ♦--
Lands-
banka-
hlaupið
LANDSBANKAHLAUPIÐ fer
fram á Akureyri á morgun, laugar-
daginn 24. maí, og hefst það kl. 13.
Skráning fer fram í Landsbank-
anum við Strandgötu 1 á Akur-
eyri, Brekkuafgreiðslu, Kaupangi
við Mýrarveg og afgreiðslunni á
Svalbarðseyri. Hlaupið hefst við
afgreiðslu bankans við Strandgötu
og eru þátttakendur beðnir að
mæta hálftíma fyrir hlaupið, kl.
12.30.
Öll börn sem fædd eru árin
1984, 1985, 1986 og 1987 geta
tekið þátt í hlaupinu, óháð búsetu.
Forstöðumannaskipti
í Hvítasunnukirkjunni
FORSTÖÐUMANNASKIPTI
verða í Hvítasunnukirkjunni á
Akureyri á sunnudag, 25. maí
kl. 15.30.
Hjónin Ester K. Jakobsen og
Vörður Leví Traustason sem ver-
ið hafa forstöðuhjón safnaðarins
í nærfellt 17 ár eru á förum en
þau taka við forstöðu Hvíta-
sunnukirkjunnar Fíladelfíu í
Reykjavík. Kveðjusamkoma
verður haldin af þessu tilefni og
ný forstöðuhjón, Katrín Þor-
steinsdóttir og G. Theodór Birg-
isson boðin velkomin og sett inn
í starfið, en þau hafa verið for-
stöðuhjón Hvítasunnukirkjunnar
á ísafirði síðustu fjögur ár. Sam-
komunni verður einnig útvarpað
á FM-89,7.
I
\
\