Morgunblaðið - 23.05.1997, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 23.05.1997, Qupperneq 20
20 FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VERIIMU Morgunblaðið/Ármann BEITIR NK frá Neskaupstað fékk um 600 tonna kast í færeysku lögsögunni á dögunum og eru skipverjar að vonum ánægðir. Dræm síldveiði síðustu daga VEIÐI er ennþá dræm á síldarmið- unum en þó fréttist af þokkalegum köstum hjá nokkrum skipum í fyrri- nótt. Skipin eru nú að veiðum í Síldarsmugunni, nokkru norðar en þau hafa áður verið. Samtals hafa íslensku skipin nú borið um 106.000 tonn af síld á land frá upphafi ver- tíðar. Veiði hefur verið sérlega dræm síðustu daga og skipin hafa komið í land með slatta eftir allt að fimm daga á miðunum. Lítil áta er ennþá í síldinni, hún liggur djúpt en sjó- menn segja að hún lyfti sér ekki fyrr en hún fer að éta. Rannsóknar- skipið Ámi Friðriksson er nú statt á síldarmiðum nokkru austan við íslenska skipaflotann og hefur orðið vart við mikið af átu á svæðinu. Eins og stendur gefur síldin helst færi á sér í örfáa klukkutíma undir lágnættið. Þá segja sjómenn það ekki bæta úr skák að nú em fjöl- mörg trollskip af ýmsu þjóðemi að veiðum i Síldarsmugunni. Segja þeir trollin tvístra torfunum og gera þær enn erfiðari viðureignar. Kvótinn að verða hálfnaður í gær hafði verið landað um 111.000 tonnum af síld hér á landi frá upphafi vertíðarinnar, þar af um 106.000 tonnum úr íslenskum skipum, samkvæmt upplýsingum frá Samtökum fiskvinnslustöðva. Heildarkvóti íslendinga úr norsk- íslenska síldarstofninum á þessu ári er 233.000 tonn og kvótinn því að verða hálfnaður. Fá skip voru á landleið í gær að sögn Tilkynninga- skyldunnar. Langmestu hefur verið landað hjá loðnuverksmiðju SR-mjöls á Seyðisfírði, alls um 24.000 tonnum. Tæpum 14.000 þúsund tonnum hefur verið landað hjá bæði Hrað- frystihúsi Eskifjarðar hf. og Loðnu- vinnslunni hf. á Fáskrúðsfirði og um 12.500 tonnum hefur nú verið landað hjá Síldarvinnslunni hf. í Neskaupstað. Ráðherra stefnt vegna kvótaúthlutunar Siglufírði. Morgunblaðið. SIGLFIRÐINGUR hf, útgerðarfé- lag Siglis SI, hefur stefnt sjávarút- vegsráðherra vegna kvótaúthlutun- ar til skipsins á úthafskarfa á Reykjaneshrygg. Voru forráða- menn útgerðarinnar ósáttir við að ekki skyldi tekið tillit til allra af- urða, sem að landi höfðu borist, heldur miðaðist kvótaúthlutunin eingöngu við frosinn físk. Á Sigli SI er verksmiðja um borð sem nýtir haus, bein, innyfli og ónýtan karfa í mjöl og lýsi, en engum kvóta var úthlutað út á þær afurðir. Að sögn Runólfs Birgisson- ar, framkvæmdastjóra Siglfirðings hf, hefur það verið stefnan að nýta allt það hráefni, sem kemur inn fyrir borðstokkinn, „en þessi kvótaúthlutun nú sýnir að það er ekki metið, er til kastanna kemur, að við höfum unnið úr því hráefni, sem aðrir henda því enginn kvóti fékkst út á bræðsluna." Siglir fékk úthlutað 1.850 tonna úthafskarfakvóta á Reykjanes- hrygg, en sjálfir höfðu forráða- menn fyrirtækisins reiknað með 2.500 tonna kvóta. Málflutningur í þessu máli fór fram í gær og mun dómur að öllum líkindum verða kveðinn upp innan mánaðar þar sem málið mun fá flýtimeðferð. Siglir er nú á karfaveiðum á Reykjaneshrygg. Runólfur kvað veiðarnar hafa verið óvenju rólegar miðað við árstíma, en skipið er komið með um 240 tonn af frosnum fiski og um 100 tonn af lýsi og mjöli frá síðastliðnum mánaðamót- um er það hóf veiðar á Hryggnum. Siglfirðingur SI, sem einnig er í eigu sama fyrirtækis, er sem stendur á lýsingsveiðum við strend- ur Namibíu og hefur aflast þokka- lega, en reyndar mun verð á afurð- um vera fremur lágt. Mannskapn- um líkar vel í suðurhöfum, en að sjálfsögðu eru fjarverurnar erfíðar íjölskyldumönnum um borð. Félag rækju- og hörpudiskframleiðenda Aðalfundur haldinn í dag AÐALFUNDUR Félags rækju- og hörpudiskframleiðenda verður hald- inn í dag, föstudaginn 23. maí, og hefst kl. 14.00 á Hótel Sögu, B-sal. Dagskrá fundarins hefst með ræðu formanns, Lárusar Ægis Guðmunds- sonar. Að því búnu ávarpar Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegsráðherra, fund- inn og síðan flytur Pétur Bjarnason, framkvæmdastjóri, ræðu. Að afloknu kaffíhléi, verður geng- ið til hefðbundinna aðalfundarstarfa og að þeim loknum munu tveir ge- stafyrirlestrar flytja erindi. Guðrún Ásta Sigurðardóttir frá Ríkistoll- stjóra ræðir um nýjar upprunareglur og aukið eftirlit og Snorri Rúnar Pálmason frá sjávarútvegsráðuneyt- inu talar um umhverfisverndarsam- tök og aðgerðir stjórnvalda. í _____________ERLEIUT___________ Borís Jeltsín þykir endurskipulagning hersins ganga hægt J Y fírmönnum varn- armála skípt út i Igor Viktor Igor Rodionov Samsonov Sergejev Spilling í hern- um enn mikið vandamál Moskvu. Reuter. ÍGOR Rodionov, sem Borís Jeltsín Rússlandsforseti rak úr embætti varnarmálaráðherra í gær, fékk með brottrekstrinum að súpa seyð- ið af því að hafa ekki tekizt að ná tilætluðum árangri í því erfiða verkefni að uppræta spillingu í rússneska hernum og hrinda rót- tækum skipulagsendurbótum á heraflanum í framkvæmd. Rodionov hlaut frægð á sínum tíma sem hershöfðingi rússneska innrásarliðsins í Afganistan, en honum fól Jeltsín hið vandasama hlutverk varnarmálaráðherra fyrir 10 mánuðum. Hann var hæst setti maðurinn, sem Jeltsín svipti emb- ætti í gær, en ásamt honum fauk Viktor Samsonov, forseti herráðs- ins. í embætti Prímakovs var skip- aður Igor Sergejev, sem um langt skeið hafði þjónað sem yfirmaður kjarnorkuheraflans. Í stað Sam- sonovs kom Viktor Tsjetsjevatov hershöfðingi. Hershöfðingi handtekinn í fyrradag var Konstantín Kob- ets, einn hæst setti hershöfðing- inn og aðstoðarvarnarmálaráð- herra, handtekinn vegna spilling- arákæra. Hann naut áður hylli sem hetja fyrir þá einörðu vörn sem hann veitti Jeltsín þegar kommúnistar reyndu að ræna völdum árið 1991. í síðasta mánuði var yfirmaður landhersins, Vladimir Semjonov hershöfðingi, rekinn vegna ásak- ana um spillingu, sem hann eins og Kobets vísar staðfastlega á bug. Að sögn saksóknara hersins liggja nú 20 hershöfðingjar og 100 ofurstar undir grun um spill- ingu sem verið er að rannsaka. Sögur ganga fjöllunum hærra af viðskiptum með eignir hersins, frá matarskömmtum til eldflauga, sem þeir sem í aðstöðu til þess séu noti til að maka krókinn. Verktakar, sem framleiða her- gögn og byggja glæsisumarhús handa helztu yfirmönnum hersins í skiptum fyrir gróðavænlega verkefnissamninga fyrir herinn, eru annað dæmi um slíkar spill- ingarsögur. Enn stefnt á atvinnumanna- her árið 2000 Erfiðasta verkefnið, sem Rodi- onov hafði verið fengið og að mati Jeltsíns gekk of hægt að leysa, var að fækka í liði hins áður stolta hers og breyta honum í samræmi við þá ákvörðun að breyta honum úr herskyldu- í at- vinnumannaher. Takmarkið er að þessi umbylting á uppbyggingu heraflans verði komin til fram- kvæmda árið 2.000, en hún krefst þess að hundruð þúsunda áður herskyldra hermanna yfirgefi raðir hersins, þar með taldir margir yfirmenn, sem ekki verður þörf fyrir í hinum nýja strang- skipulagða atvinnumannaher, sem ætlað er að vera mun sveigj- anlegri og hæfari til að takast á við verkefni 21. aldarinnar. Rodionov hafði varað við því að þessi áform myndu reynast dýr, ekki sízt vegna þess að atvinnu- hermenn yrðu að fá laun sem fag- menn. Hann hefur lýst sig vantrú- aðan á að takmarkið náist árið 2.000. Þegar Jeltsín gerði síðast alls- herjaruppstokkun á ríkisstjórn- inni í marz síðastliðnum hélt Rodi- onov sæti sínu. Jeltsín hafði hælt | hreinskilni Rodionovs, er hann * gagnrýndi ráðamenn og yfirmenn í hernum fyrir hættulega bágt ástand heraflans. Þegar Rodionov tók upp á því að gagnrýna líka einn af trúnaðarráðgjöfum Jelts- íns fyrir að gera lítið úr vandamál- um hersins, og að Iíta á nýtt samkomulag Rússa um samstarf við NATO allt öðrum augum en forsetinn mun Jeltsín hafa þótt « vera fokið í flest skjól fyrir varn- armálaráðherranum, og tíma- bært að skipta um mann í emb- ættinu. Umbótasinnar í öryggisráðið Jeltsín lét ekki sitja við út- skipti æðstu yfirmanna rúss- ' neskra varnarmála í gær. Hann gaf út tilskipun um að þrír frjáls- |j lyndir samherjar sínir - varafor- sætisráðherrarnir Anatolí * Tsjúbajs og Boris Nemtsov, auk starfsmannastjórans í Kreml, Valentíns Júmashevs - skyldu hljóta sæti í öryggisráðinu, sem formlega er til ráðgjafar forsetan- um en er vettvangur þar sem stefnumótun í mikilvægustu mál- um ríkisins fer fram. Þetta skref Jeltsíns þykir merki um aukin áhrif fijálslyndra um- t bótasinna í rússneskum stjórnmál- um. Stoltenberg for- maður umhverf- ismálanefndar THORVALD Stoltenberg, sendi- herra Noregs í Danmörku og fyrr- verandi utanríkisráðherra, hefur verið útnefndur formaður nýrr- ar 32 manna nefndar, sem á að vera fram- kvæmdastjórn Evrópusam- bandsins til ráðuneytis í umhverfismál- um. Meirihluti fulltrúa í nefndinni er frá ríkjum ESB, en einnig eiga EFTA-ríkin og Austur-Evrópuríki, sem sótt hafa um aðild að ESB, fulltrúa í nefndinni. Stoltenberg er eini fulltrúi EFTA-ríkjanna í nefndinni. Henni er ætlað að verða umræðuvett- vangur um umhverfismál og sjálf- bæra þróun og uppspretta nýrra hugmynda, sem framkvæmda- stjórnin kann að geta nýtt sér. í nefndinni sitja m.a. einstakl- ingar úr röðum kaupsýslumanna, verkalýðsleiðtoga, fræðimanna og stjórnmálamanna. Þriðjungur baðstaða i mengaður « ÞRIÐJUNGUR oplnberra bað- staða í ám og stöðuvötnum í ríkj- um Evrópusambandsins stenzt ekki lágmarkskröfur um hrein- læti og eftirlit. Þetta er niður- staða skýrslu, sem Ritt Bjerrega- ard, umhveríísmálasljóri ESB, hefur látið vinna. I skýrslunni kemur fram að af 6.000 baðstöðum í ferskvatni er þriðjungur mengaður. Hins veg- % ar standast 90% baðstranda við sjó, sem eru alls 13.000, kröfur ESB. Bjerregaard gaf út fréttatil- kynningu, þar sem hún skoraði á helztu sökudólgana — Þýzkaland, Frakkland, Holland, Spán og Portúgal — að sýna að þeir gætu tekið á vandanum strax í sumar. í Þessi ríki hefðu sýnt að þau gætu , hreinsað baðstrendur við sjó og ættu eins að geta lagfært fersk- 1 vatnsbaðstaðina. Stoltenberg
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.