Morgunblaðið - 05.06.1997, Blaðsíða 1
80 SIÐUR B/C
124. TBL. 85. ÁRG.
FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ 1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Kohl segir
ekki hvikað
frá EMU
Bonn. Reuter.
Reuter.
THEO WAIGEL, Qármálaráðherra Þýskalands, greiðir atkvæði um
vantrauststillögu, sem stjórnarandstaðan bar fram á hann í gær. Til-
lagan var felld með 328 atkvæðum gegn 811.
HELMUT Kohl, kanslari Þýska-
lands, sagði á þýska þinginu í gær
að þrátt fyrir að stjórn hans hefði
gefíð eftir í deilu sinni við seðla-
bankann um endurmat gullbirgða
yrði hvergi hvikað frá áformum um
gildistöku Efnahags- og mynt-
bandalags Evrópu (EMU) í árs-
byrjun 1999. Kohl ítrekaði að
Þýskaland yrði eitt af stofnríkjun-
um og sagðist „algerlega viss“ um
að stjórn sín myndi ná tökum á rík-
isfjármálunum.
Kohl lýsti stuðningi við Theo
Waigel fjármálaráðheiTa, en
stjórnarandstaðan hafði krafíst af-
sagnar hans. Kanslarinn útilokaði
jafnframt að boðað yrði til kosn-
inga fyrir lok kjörtímabilsins. Þær
yrðu ekki haldnar fyrr en 27. sept-
ember á næsta ári, eftir að ákvörð-
un verður tekin um hvaða ríki
verða stofnríki EMU.
Ágreiningur innan SPD
Greinilegur ágreiningur um
EMU er kominn í ljós innan
stærsta stjómarandstöðuflokksins,
Jafnaðarmannaflokksins (SPD), en
samkvæmt nýlegri skoðanakönnun
eru mjög skiptar skoðanir meðal
almennra flokksmanna um ágæti
EMU. Gerhard Schröder, sem að
mati margra er líklegt kanslaraefni
SPD á næsta ári, segir í viðtali við
Die Zeit í gær að betra sé að fresta
EMU-áformunum en að slaka á
skilyrðunum.
Leiðtogi SPD, Oskar Lafontaine,
var hins vegar á andstæðri skoðun
í viðtali við Bild. „Þrátt fyrir öll
þau vandamál, sem eru til staðar,
tel ég æskilegt að taka upp sameig-
inlega mynt árið 1999,“ sagði
Lafontaine. „Ríkisstjórnin hefur
gert allt sem í hennar valdi stendur
til að búa til óþarfa þröskulda. Hin
stranga túlkun Maastricht hefur
skaðað hið peningalega samruna-
ferli.“
Smá-
pláneta á
sporbraut
London. Reuter.
STJÖRNUFRÆÐINGAR í
Bandaríkjunum greindu í gær
frá því að þeir hefðu uppgötvað
nýja smáplánetu, svonefnda
geimögn, á sporbraut við útjað-
ar sólkerfisins. Sögðu þeii', að
ögnin, sem enn hefur ekki hlot-
ið nafn, gæti reynst vera alveg
ný tegund hluta á sporbraut.
Jane Luu, sem starfar við
Harvard-Smithsonian stjarn-
eðlisfræðimiðstöðina í Cam-
bridge, Massachusetts, í
Bandaríkjunum, segir frá
þessu í skýrslu sem hún ritar,
ásamt samstarfsfólki sínu, í
tímaritið Nature. Segir Luu að
ögnin sé um 490 km í þvermál.
Braut hennar er sporöskjulaga
og þegar hún kemur næst sólu
er fjarlægðin um 35-föld fjar-
lægð jarðar frá sólu, en mest
verður hún 130-fóld fjarlægð
jarðar.
Segir Luu að allar líkur séu á
að þai-na sé að fínna mun fleiri
hluti af svipaðri gerð.
Atökin í Sierra Leone
Nígería
sendir
liðsauka
Freetown. Reuter.
NÍGERÍUMENN hafa flutt liðs-
auka til Sierra Leone eftir að þeir
mættu harðri andspyrnu í höfuð-
borginni á mánudag.
Þeir fluttu a.m.k. fjórar þyriur,
hlaðnar herbúnaði, til landsins frá
Líberíu og talsmaður hersins varaði
uppreisnarmenn við að brjóta ný-
gert vopnahlé. Sagði hann að til
greina kæmi að beita sprengjuflug-
vélum komi til frekari átaka.
Nígeríumenn fara með umboð ná-
grannaríkjanna til hemaðaríhlutun-
ar í Sierra Leone og er velgengni
talin mikilvæg bæði fyrir orðstír
Nígeríu, sem valdamesta ríkisins á
svæðinu, og fyrir Sani Abacha, yfir-
mann herforingjastjórnarinnar,
sem hingað til hefur virst ósigrandi.
A.m.k. eitt Vestur-Afríkuríki, Burk-
ina Faso, hefur lýst efasemdum um
hernaðaraðgerðimar.
Leitað friðsamlegrar lausnar
Ghanastjórn sendi í gær samn-
inganefnd til Sierra Leone og til að
liðka fyrir samningaviðræðum létu
uppreisnarmenn lausa 300 Nígeríu-
menn sem þeir höfðu haft í haldi.
Kofí Annan, aðalritari Sameinuðu
þjóðanna, og Robin Cook, utanríkis-
ráðherra Breta, sögðu að haldið
yrði áfram að vinna að friðsamlegri
lausn og að koma Ahmad Tejan
Kabbah forseta aftur til valda.
Hvorugur útilokaði þó víðtækari
vopnaíhlutun.
Vesturveldin héldu í gær áfram að
flytja fólk af svæðinu en auk þess
hafa flestir íbúar Sierra Leone auk
flóttamanna frá Líberíu flúið hafn-
arsvæðið.
Reuter
Lýðræðisins vegna
MAÐUR í hjólastól kveikir á
kerti framan við málverk af
gyðju lýðræðisins í Viktoríu-
garðinum í Hong Kong. Þús-
undir söfnuðust þar saman í
gær, til að minnast blóðbaðsins
á Torgi hins himneska friðar í
Peking 4. júní 1989, er kín-
verska stjórnin beitti hervaldi
gegn mótmælum lýðræðis-
sinna. Nú eru 26 dagar þangað
til Hong Kong verður að kín-
versku landi, er Bretar afsala
sér nýlendunni.
Jospin birtir ráðherralista sinn
Aubry tekur
að sér stór-
ráðuneyti
París. Reuter.
NÝMYNDUÐ ríkisstjórn vinstri-
manna í Frakklandi, undir forsæti
sósíalistans Lionels Jospins, kemur
saman til síns fyrsta fundar
snemma í dag. Síðdegis í gær til-
kynnti Jospin ráð-
herralista stjómarinn-
ar, og sitja konur í
fímm af fjórtán helstu
ráðherraembættum.
Vinstriflokkarnir
unnu stórsigur í síðari
umferð þingkosning-
anna, sem fram fóru á
sunnudag. Fengu sósí-
alistar 273 þingsæti af
577, kommúnistar 38
og græningjar átta.
Meðal ráðherra er
Martine Aubry, flokks-
systir Jospins og dóttir
Jacques Delors, fyrr-
um forseta fram- Aubry
kvæmdastjórnar Evr-
ópusambandsins. Hún tekur að sér
stórráðuneyti atvinnumála og sam-
félagslegrar einingar.
Tillit tekið til Chiracs
í tilkynningu frá skrifstofu
Jacques Chiracs forseta segir að
Dominique Strauss-Kahn, höfundur
efnahagsáætlananna sem Sósíalista-
flokkurinn lagði áherslu á í barátt-
unni íyrir þingkosningarnar, verði
ráðherra fjármála, viðskipta og iðn-
aðar.
Hubert Vedrine. sem var starfs-
mannastjóri Francois Mitterrands,
fyrrum forseta, tekur við embætti
utanríkisráðherra, og annar sósí-
alisti, Alain Richard, verður varnar-
málaráðherra. Segja fréttaskýrend-
ur að með skipan
þeirra hafi Jospin tekið
tillit til Chiracs forseta,
sem er hægrimaður.
Flokkur kommúnista
fær tvö ráðuneyti og
græningjar fá um-
hverflsmálaráðuneytið.
Talin eiga frama
Fréttaskýrendur
segja að Aubry njóti
vinsælda, eigi drjúgan
þátt í stefnumótun
stjórnar Jospins og eigi
vísan skjótan frama í
flokknum. Hún hafí
gegnt lykilhlutverki í
því að reka af sósíalistum slyðru- og
spillingarorð frá því hann tapaði
völdum 1993, er hægrimenn unnu
stórsigur.
Líkt og faðir hennar er Aubry oft
nefnd meðal þeirra fimm stjórn-
málamanna sem njóta mestra vin-
sælda hjá frönsku þjóðinni, og þyk-
ir líkleg til að verða forsætisráð-
herraefni sósíalista í framtíðinni.
Jafnvel hefur verið látið að því
liggja að hún kunni að verða fyrsta
konan til að gegna embætti forseta
Frakklands.