Morgunblaðið - 05.06.1997, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.06.1997, Blaðsíða 1
80 SIÐUR B/C 124. TBL. 85. ÁRG. FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ 1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Kohl segir ekki hvikað frá EMU Bonn. Reuter. Reuter. THEO WAIGEL, Qármálaráðherra Þýskalands, greiðir atkvæði um vantrauststillögu, sem stjórnarandstaðan bar fram á hann í gær. Til- lagan var felld með 328 atkvæðum gegn 811. HELMUT Kohl, kanslari Þýska- lands, sagði á þýska þinginu í gær að þrátt fyrir að stjórn hans hefði gefíð eftir í deilu sinni við seðla- bankann um endurmat gullbirgða yrði hvergi hvikað frá áformum um gildistöku Efnahags- og mynt- bandalags Evrópu (EMU) í árs- byrjun 1999. Kohl ítrekaði að Þýskaland yrði eitt af stofnríkjun- um og sagðist „algerlega viss“ um að stjórn sín myndi ná tökum á rík- isfjármálunum. Kohl lýsti stuðningi við Theo Waigel fjármálaráðheiTa, en stjórnarandstaðan hafði krafíst af- sagnar hans. Kanslarinn útilokaði jafnframt að boðað yrði til kosn- inga fyrir lok kjörtímabilsins. Þær yrðu ekki haldnar fyrr en 27. sept- ember á næsta ári, eftir að ákvörð- un verður tekin um hvaða ríki verða stofnríki EMU. Ágreiningur innan SPD Greinilegur ágreiningur um EMU er kominn í ljós innan stærsta stjómarandstöðuflokksins, Jafnaðarmannaflokksins (SPD), en samkvæmt nýlegri skoðanakönnun eru mjög skiptar skoðanir meðal almennra flokksmanna um ágæti EMU. Gerhard Schröder, sem að mati margra er líklegt kanslaraefni SPD á næsta ári, segir í viðtali við Die Zeit í gær að betra sé að fresta EMU-áformunum en að slaka á skilyrðunum. Leiðtogi SPD, Oskar Lafontaine, var hins vegar á andstæðri skoðun í viðtali við Bild. „Þrátt fyrir öll þau vandamál, sem eru til staðar, tel ég æskilegt að taka upp sameig- inlega mynt árið 1999,“ sagði Lafontaine. „Ríkisstjórnin hefur gert allt sem í hennar valdi stendur til að búa til óþarfa þröskulda. Hin stranga túlkun Maastricht hefur skaðað hið peningalega samruna- ferli.“ Smá- pláneta á sporbraut London. Reuter. STJÖRNUFRÆÐINGAR í Bandaríkjunum greindu í gær frá því að þeir hefðu uppgötvað nýja smáplánetu, svonefnda geimögn, á sporbraut við útjað- ar sólkerfisins. Sögðu þeii', að ögnin, sem enn hefur ekki hlot- ið nafn, gæti reynst vera alveg ný tegund hluta á sporbraut. Jane Luu, sem starfar við Harvard-Smithsonian stjarn- eðlisfræðimiðstöðina í Cam- bridge, Massachusetts, í Bandaríkjunum, segir frá þessu í skýrslu sem hún ritar, ásamt samstarfsfólki sínu, í tímaritið Nature. Segir Luu að ögnin sé um 490 km í þvermál. Braut hennar er sporöskjulaga og þegar hún kemur næst sólu er fjarlægðin um 35-föld fjar- lægð jarðar frá sólu, en mest verður hún 130-fóld fjarlægð jarðar. Segir Luu að allar líkur séu á að þai-na sé að fínna mun fleiri hluti af svipaðri gerð. Atökin í Sierra Leone Nígería sendir liðsauka Freetown. Reuter. NÍGERÍUMENN hafa flutt liðs- auka til Sierra Leone eftir að þeir mættu harðri andspyrnu í höfuð- borginni á mánudag. Þeir fluttu a.m.k. fjórar þyriur, hlaðnar herbúnaði, til landsins frá Líberíu og talsmaður hersins varaði uppreisnarmenn við að brjóta ný- gert vopnahlé. Sagði hann að til greina kæmi að beita sprengjuflug- vélum komi til frekari átaka. Nígeríumenn fara með umboð ná- grannaríkjanna til hemaðaríhlutun- ar í Sierra Leone og er velgengni talin mikilvæg bæði fyrir orðstír Nígeríu, sem valdamesta ríkisins á svæðinu, og fyrir Sani Abacha, yfir- mann herforingjastjórnarinnar, sem hingað til hefur virst ósigrandi. A.m.k. eitt Vestur-Afríkuríki, Burk- ina Faso, hefur lýst efasemdum um hernaðaraðgerðimar. Leitað friðsamlegrar lausnar Ghanastjórn sendi í gær samn- inganefnd til Sierra Leone og til að liðka fyrir samningaviðræðum létu uppreisnarmenn lausa 300 Nígeríu- menn sem þeir höfðu haft í haldi. Kofí Annan, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, og Robin Cook, utanríkis- ráðherra Breta, sögðu að haldið yrði áfram að vinna að friðsamlegri lausn og að koma Ahmad Tejan Kabbah forseta aftur til valda. Hvorugur útilokaði þó víðtækari vopnaíhlutun. Vesturveldin héldu í gær áfram að flytja fólk af svæðinu en auk þess hafa flestir íbúar Sierra Leone auk flóttamanna frá Líberíu flúið hafn- arsvæðið. Reuter Lýðræðisins vegna MAÐUR í hjólastól kveikir á kerti framan við málverk af gyðju lýðræðisins í Viktoríu- garðinum í Hong Kong. Þús- undir söfnuðust þar saman í gær, til að minnast blóðbaðsins á Torgi hins himneska friðar í Peking 4. júní 1989, er kín- verska stjórnin beitti hervaldi gegn mótmælum lýðræðis- sinna. Nú eru 26 dagar þangað til Hong Kong verður að kín- versku landi, er Bretar afsala sér nýlendunni. Jospin birtir ráðherralista sinn Aubry tekur að sér stór- ráðuneyti París. Reuter. NÝMYNDUÐ ríkisstjórn vinstri- manna í Frakklandi, undir forsæti sósíalistans Lionels Jospins, kemur saman til síns fyrsta fundar snemma í dag. Síðdegis í gær til- kynnti Jospin ráð- herralista stjómarinn- ar, og sitja konur í fímm af fjórtán helstu ráðherraembættum. Vinstriflokkarnir unnu stórsigur í síðari umferð þingkosning- anna, sem fram fóru á sunnudag. Fengu sósí- alistar 273 þingsæti af 577, kommúnistar 38 og græningjar átta. Meðal ráðherra er Martine Aubry, flokks- systir Jospins og dóttir Jacques Delors, fyrr- um forseta fram- Aubry kvæmdastjórnar Evr- ópusambandsins. Hún tekur að sér stórráðuneyti atvinnumála og sam- félagslegrar einingar. Tillit tekið til Chiracs í tilkynningu frá skrifstofu Jacques Chiracs forseta segir að Dominique Strauss-Kahn, höfundur efnahagsáætlananna sem Sósíalista- flokkurinn lagði áherslu á í barátt- unni íyrir þingkosningarnar, verði ráðherra fjármála, viðskipta og iðn- aðar. Hubert Vedrine. sem var starfs- mannastjóri Francois Mitterrands, fyrrum forseta, tekur við embætti utanríkisráðherra, og annar sósí- alisti, Alain Richard, verður varnar- málaráðherra. Segja fréttaskýrend- ur að með skipan þeirra hafi Jospin tekið tillit til Chiracs forseta, sem er hægrimaður. Flokkur kommúnista fær tvö ráðuneyti og græningjar fá um- hverflsmálaráðuneytið. Talin eiga frama Fréttaskýrendur segja að Aubry njóti vinsælda, eigi drjúgan þátt í stefnumótun stjórnar Jospins og eigi vísan skjótan frama í flokknum. Hún hafí gegnt lykilhlutverki í því að reka af sósíalistum slyðru- og spillingarorð frá því hann tapaði völdum 1993, er hægrimenn unnu stórsigur. Líkt og faðir hennar er Aubry oft nefnd meðal þeirra fimm stjórn- málamanna sem njóta mestra vin- sælda hjá frönsku þjóðinni, og þyk- ir líkleg til að verða forsætisráð- herraefni sósíalista í framtíðinni. Jafnvel hefur verið látið að því liggja að hún kunni að verða fyrsta konan til að gegna embætti forseta Frakklands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.