Morgunblaðið - 05.06.1997, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 05.06.1997, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ1997 MORGUNBLAÐIÐ fKtqpiiiWaWfe STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. ARFUR MARSHALL- ÁÆTLUN ARINN AR ÞESS HEFUR VÍÐA verið minnzt í Evrópu, að um þessar mundir eru fimmtíu ár liðin frá því, að Bandaríkjamenn hófu víðtæka efnahagsaðstoð við ríki Vestur-Evrópu, sem voru í sárum eftir átökin í heimsstyrjöldinni síðari. Mannfall og eigna- tjón var gífurlegt og efnahagslíf flestra landa meira og minna lamað. Aðstoð Bandaríkjamanna, sem kennd er við utanríkisráð- herrann, George C. Marshall, hafði þann megintilgang að reisa úr rústum efnahagslíf Evrópulanda, skapa nýja markaði fyrir bandarískar vörur og síðast en ekki sízt að hamla gegn út- þenslu kommúnismans, sem gleypti hvert landið á fætur öðru í austanverðri álfunni. Segja má, að sú nána samvinna, sem skapaðist milli Vestur-Evrópulanda og Bandaríkjanna fyrir til- stilli Marshall-aðstoðarinnar, hafi verið undanfari stofnunar Atlantshafsbandalagsins, sem tryggði frelsi aðildarríkjanna og hefti útbreiðslu kommúnismans í Evrópu. Stórhugur og örlæti Bandaríkjamanna, sem lýsti sér svo vel í Marshall-áætluninni, verður seint fullþakkað af þeim sextán þjóðum sem nutu hennar. Mikilvægur tilgangur Marshall-áætlunarinnar var að vinna gegn höftum í verzlun og viðskiptum, sem svo mjög höfðu ein- kennt efnahagslíf flestra landa fyrir styrjöldina, en efla efna- hagssamstarf og alþjóðaviðskipti í staðinn. Efnahagssamvinnu- stofnun Evrópu, sem sett var á laggirnar til að skipuleggja aðstoð Bandaríkjamanna, er talin fyrirrennari Efnahags- og þróunarstofnunarinnar (OECD). Einn mikilvægasti ávinningur Marshall-aðstoðarinnar er vafalaust sá að opna augu manna fyrir nauðsyn alþjóðlegs viðskiptafrelsis til efnahagssóknar og bættra lífskjara. Það var ákvæðið um viðskiptafrelsi, sem gerði það að verk- um, að Rússar og leppríki þeirra urðu ekki aðilar að Marshall- áætluninni, eins og þeim stóð upphaflega til boða. Kommúnist- ar um allan heim börðust því hatrammlega gegn henni, meðal annars hér á landi. Marshall-áætlunin veitti 38,6 milljónum dollara til íslands, þar af voru 29,8 milljónir óafturkræf fram- lög. Efnahagur landsins var mjög bágborinn á þessum árum og án aðstoðarinnar hefði þurft að grípa til þungbærra efnahags- ráðstafana. Bezt sést hver hvati Marshall-áætlunin var í efnahagslegri uppbyggingu Vestur-Evrópu á sínum tíma, að þau lönd, sem utan stóðu, njóta nú stórfelldrar vestrænnar aðstoðar, svo sem Rússland. SALA ABURÐARVERK- SMIÐJUNNAR Idag og á morgun taka stjórnvöld ákvörðun um, hvaða til- boði verður tekið í Áburðarverksmiðjuna eða hvort báðum verður hafnað. Sala Áburðarverksmiðjunnar er þáttur í þeirri einkavæðingu, sem núverandi ríkisstjórn hefur beitt sér fyrir og Davíð Oddsson, forsætisráðherra, lagði aukna áherzlu á fyr- ir nokkrum mánuðum. Sú stefna ríkisstjórnarinnar er tvímæla- laust rétt og jafnframt fullt tilefni til að hraða þeirri þróun enda hægt að fá gott verð fyrir eignir ríkisins eins og nú árar. Tveir aðilar hafa gert tilboð í Áburðarverksmiðjuna, annars vegar fyrirtæki í einkaeign, sem nefnist Gufunes ehf., og hins vegar hópur fjárfesta, þar sem saman koma Bændasamtökin, afurðasölur bænda, borgarfyrirtæki o.fl. aðilar. Gufunes ehf. hefur boðið töluvert hærra verð eða um 725 milljónir króna en umræddur hópur um 617 milljónir króna. Munar því 108 milljón- um króna á tilboðunum tveimur. Miklu máli skiptir að sala ríkiseigna fari eftir réttum leikregl- um. Ef ríkið vill setja sérstaka skilmála varðandi sölu einstakra eigna verður að skýra frá þeim með eðlilegum hætti fyrir fram en ekki eftir að tilboð hafa verið gerð og opnuð. Ástæða er til að leggja áherzlu á þetta atriði vegna þess, að talsmaður land- búnaðarráðuneytisins hefur gefið til kynna, að ráðuneytinu lít- ist betur á lægra tilboðið út frá hagsmunum landbúnaðarins séð. í útboðslýsingu var þess ekki getið, að slík sjónarmið mundu blandast inn í mat á tilboðum. Gufunes ehf. hefur gert mun hærra tilboð og fyrir liggur að fyrirtækið getur staðið við að staðgreiða verksmiðjuna. Það eru hagsmunir skattgreiðenda, eigenda verksmiðjunnar, að sem mest fé fáist fyrir hana. Þess vegna væri fráleitt að ganga fram hjá hæstbjóðendum og taka lægra tilboðinu. Þar með væri ekki gætt þeirra hagsmuna, sem mestu skipta, hagsmuna fólksins í landinu, sem á verksmiðjuna. Ef önnur sjónarmið yrðu látin ráða ferðinni er ljóst, að einka- væðingaráform ríkisstjórnarinnar mundu bíða alvarlegan hnekki. Þá mundu þeir, sem áhuga hefðu á að kaupa aðrar rík- iseignir, sem væntanlega verða boðnar til sölu, spyija sjálfa sig, hvort nokkur ástæða væri til að gera tilboð. Sú ákvörðun, sem stjórnvöld taka í þessu máli, skiptir því miklu máli um framtíð einkavæðingarstefnu núverandi ríkis- stjórnar. 50 ára afmælis Marshall Fjárfest- • / p • x« mg í iriði sem bar ávöxt Fimmtíu ár eru liðin í dag frá því George C. Marshall, þáverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, kynnti áætlun sína um end- urreisn Evrópu eftir eyðileggingu síðarí heimsstyijaldar. Nú, þegar álfan er að gróa saman á ný eftir meira en 40 ára skipt- ingu, minnast 16 Evrópuríki áætlunarínn- ar, sem að sögn Auðuns Arnórssonar hjálpaði þeim að komast á þá braut vel- gengni og velmegunar sem nú einkennir þau, þar á meðal ísland. EGAR George C. Marshall, þáverandi utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, skýrði útskriftarnemum Harvard-háskóla frá áætlun sinni um endurreisn Evrópu eftir eyðilegg- ingu seinni heimsstyijaldar, hinn 5. júní 1947, var iðnaður Evrópuland- anna í molum og íbúar þeirra liðu sult og seyru. Ekki bætti úr skák að veturinn 1946-1947 var sá harð- asti sem riðið hafði yfir hina stríðs- hijáðu álfu í heila öld. Þegar Bill Clinton Bandaríkjafor- seti ávarpaði leiðtoga Evrópuríkja á hátíðarfundi sem haldinn var í Hol- iandi um miðja síðustu viku til að minnast 50 ára afmælis Marshall- áætlunarinnar, hlýddu á orð hans fulltrúar nokkurra af mestu efna- hags- og viðskiptaveldum heims. Þetta rifjaði á táknrænan hátt upp hvernig Bandaríkin hjálpuðu Vest- ur-Evrópu með margvíslegri efna- hagsaðstoð að koma hjólum efna- hagslífsins til að snúast á ný fyrir hálfri öld. Verðmæti þeirra vara, sem Bandaríkin fluttu á árabilinu 1948 til 1951 til landanna 16 í Vestur- Evrópu, sem nutu góðs af Marshall- aðstoðinni, nam að meðtöldum bein- um framlögum og hagstæðum lán- um samtals hátt í 13 milljörðum dala, sem að núvirði myndi sam- svara nærri 6.000 milljörðum króna. Þetta samsvaraði um það bil einum hundraðshluta vergrar þjóðarfram- ieiðslu Bandaríkjanna á þessu ára- bili. Við lok tímabilsins var heildar- framleiðsla í þátttökulöndunum um 65% meiri en við upphaf þess og meðaltekjur á mann voru rúmlega 10% hærri en fyrir stríðið, og hag- vöxtur sló öll fyrri met. Næstu ára- tugina eftir 1948 var í Vestur-Evr- ópu mesta hagvaxtarskeið í sögu álfunnar. Fyrir austan járntjaldið, sem féll þvert í gegnum Evrópu, varð þróun- in önnur. Á árunum 1948 til andláts- árs Stalíns 1953 sugu Sovétríkin um 14 milljarða dala verðmæti út úr löndunum á áhrifasvæði sínu í Aust- ur-Evrópu. Þessar tölur eru gróf tölfræði, en samanburður þeirra seg- ir mikla sögu og verðskulda þær sinn sess í sögu eftirstríðsáranna. Bandaríkin, sem höfðu lagt svo mikið af mörkum til að ráða niður- lögum nazismans, gátu ekki tekið í mál að yfirgefa Evrópu og láta hana Rauða hernum eftir. Meðal orsaka heimsstyrjaldarinnar síðari var sund- urlyndi þjóða Vestur-Evrópu, sem ekki hafði reynzt getað staðið nógu vel saman og sú staðreynd, að Bandaríkin skiptu ser ekki af örygg- ismálum í Evrópu. Ástæðan fyrir því var að þau höfðu tekið aftur upp einangrunarstefnu, sem löng hefð var fyrir vestra. Ráðamenn Banda- ríkjanna voru staðráðnir í að læra af reynslunni og gera ekki sömu skyssurnar og eftir fyrri heimsstyij- öldina. Á þetta bendir Stephen F. Ambrose í grein í sérstöku auka- blaði International Herald Tribune. Bandaríkin snúa aftur til Evrópu Þremur mánuðum áður en Marsh- all utanríkisráðherra kynnti áætlun- ina um efnahagslega endurreisn Evrópu hafði Harry S Truman, þá- verandi Bandaríkjaforseti, lýst yfir stefnu sem miðaði að því að hemja útbreiðslu kommúnisma í heiminum með því að Bandaríkin áskildu sér rétt til að senda herlið til þeirra landssvæða, sem talið væri ógnað af útþenslu kommúnismans. Fyrstu löndin þar sem Bandaríkjamenn fylgdu þessari svokölluðu Truman- kenningu eftir voru Grikkland og Tyrkland. Sem utanríkispólitísk stefna varð Truman-kenningin mjög lífseig. Hver einasti Bandaríkjafor- seti sem á eftir Truman kom fylgdi henni næstu 42 árin. En aðgerðir af hernaðarlegum toga voru aðeins hluti þess sem að- stæður kröfðust. Hættan á pólitískri upplausn blasti við í mörgum lönd- um, sem áttu þó ekki einu sinni landamæri að hernámssvæði Rússa. Einkum á Ítalíu og í Frakklandi áttu kommúnistar miklu og vaxandi fylgi að fagna í hinni sáru kreppu sem ríkti innan um ijúkandi rústir stríðs- ins, auk þess sem kommúnistar höfðu verið atkvæðamiklir í and- spyrnuhreyfingunni. Hinn pólitíski þáttur Marshall- áætlunarinnar var ekki síður mikilvægur en hinn efna- hagslegi. Óttinn við komm- únisma - réttmætur eða ýktur - lét Bandaríkjastjórn í té þann pólitíska efnivið, sem hafði nægan slagkraft til að tryggja að áætlunin hlyti samþykki bandaríska þingsins, og hún skipti stjórnmálum í Evrópu á ein- faldan hátt í tvær fylkingar, til vinstri og hægri. „Útilokað er að hugsa sér tilboð Georges C. Marshalls og þau viðbrögð sem það fékk í Evrópu nema með því að taka með í reikninginn hættuna, sem þá þótti stafa af kommúnismanum,“ skrif- ar Diane B. Kunz sagnfræð- ingur í sérstakri úttekt For- eign Affairs á sögu og gildi Marshall-aðstoðarinnar. Þannig eru margir sagn- fræðingar þeirrar skoðunar að Marshalláætlunin hafi verið afgerandi þáttur í upp- hafi kalda stríðsins. Áætlun Bandaríkjastjórn- ar um efnahagslega endur- reisn Evrópu, sem kennd var við utanríkisráðherrann, miðaði að því að koma í veg fyrir pólitíska upp- lausn í Evrópu með því að treysta stjórnkerfi og efnahag Vestur-Evr- ópuríkjanna og Bandaríkjanna sjálfra, en langtímamarkmið áætlun- arinnar má þó segja að hafi verið fyrst og fremst að efla alþjóðavið- skipti. Clint áætli efni kenn Banc herr:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.