Morgunblaðið - 05.06.1997, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ 1997 11
FRÉTTIR
Eigendur Gufuness ehf. óttast að lægra tilboði í Aburðarverksmiðjuna verði tekið
108 milljónum
yrði kastað á glæ
Tilboð Gufuness ehf. í Áburðarverksmiðjuna
hf. var 108 milljónum króna hærra en tilboð
kaupfélaga, Bændasamtaka Islands o.fl. Af
hálfu landbúnaðarráðuneytisins hefur komið
fram áhugi á að taka lægra tilboðinu.
Kristinn Briem ræddi við Gunnar Þór
Gíslason, framkvæmdastjóra Gufuness, um
þetta mál og áform fyrirtækisins varðandi
rekstur verksmiðjunnar,
SENN dregur til tíðinda í útboði á
hlutabréfum ríkissjóðs í Áburðar-
verksmiðjunni því frestur til að birta
niðurstöðu þess rennur út á föstu-
dag. Fram hefur komið að Gufunes
ehf., dótturfyrirtæki eignarhalds-
félagsins Sundagarða ehf. átti hæsta
tilboðið í verksmiðjuna að íjárhæð
725 milljónir. Annað og mun iægra
tilboð barst frá kaupfélögum, Slátur-
félagi Suðurlands, Bændasamtökum
íslands, Vatnsveitu Reykjavíkur,
Hitaveitu Reykjavíkur, Rafmagn-
sveitu Reykjavíkur og Eignarhalds-
félaginu Alþýðubankanum eða að
fjárhæð 617 milljónir.
Sundagarðar eru í eigu Gísla V.
Einarssonar og fjölskyldu hans, en
þau eru jafnframt eigendur innflutn-
ingsfyrirtækisins. Mata ehf. Hafa
Sundagarðar einkum fjárfest í hluta-
bréfum á verðbréfamarkaði.
„Þetta hefur gengið þokkalega
hjá okkur og við höfum stöðugt
haft augum opin fyrir nýjum fjár-
festingarkostum," segir Gunnar Þór
Gíslason sem stýrt hefur tilboðsgerð-
inni af hálfu Gufuness. „Við skoðuð-
um möguleika á að kaupa hlutabréf-
in í Skýrr, en komumst að þeirri
niðurstöðu að það hentaði okkur
ekki. Einnig litum við á útboð Áburð-
arverksmiðjunnar og lögðum tölu-
verða vinnu í að fara í gegnum út-
boðsgögnin og meta hvað hægt
væri að gera úr fyrirtækinu. í fram-
haldi af því lögðum við fram tilboð
með ákveðinni upphæð í samræmi
við útboðslýsingu. Þar eru ekki sett-
ir fram neinir fyrirvarar um að það
eigi að skila greinargerð um hvað
tilboðsgjafar hyggist fyrir með verk-
smiðjuna. Þetta er frábrugðið því
sem fram kemur i útboðslýsingu
fyrir Skýrr, en þar átti ekki einung-
is að leggja fram ákveðna tölu held-
ur áttu tilboðsgjafar einnig að greina
frá fyrirætlunum sínum um rekstur
Skýrr.“
Vistvæn
framleiðsla
Um áform Gufuness varðandi
Áburðarverksmiðjuna segir Gunnar
forráðamenn félagsins hafi mikla trú
á rekstri verksmiðjunnar. „Við telj-
um að hún sé meira virði í rekstri,
heldur en að hún sé bútuð niður til
niðurrifs. Tilboð okkar byggir á því
að rekstrinum verði haldið áfram.
Við teljum að það sé í þágu bænda
að áburður verði framleiddur hér
innanlands. Verksmiðjan er mjög
vistvæn í framleiðsluferlinu því vetni
er framleitt með rafgreiningu. Einn-
ig hefur komið fram að innihald
þungmálma er mjög lágt og miklu
lægra en er í innflutta áburðinum.
Það er því margt sem liggur að baki
því að verksmiðjan sé mikilvæg fyr-
ir bændur. Það hefur komið fram í
samtölum við Bændasamtök íslands
eftir að tilboðin voru opnuð að bænd-
ur telja sig hafa mikilla hagsmuna
að gæta í þessu máli.
Við erum því ekki einir um það
að trúa á framtíð rekstrarins í verk-
smiðjunni því tilboðsgjafarnir sem
buðu á móti okkur hafa mikinn
áhuga á að hún haldi áfram rekstri.“
Tapið stefnir
í 100 milljónir
Áburðarverksmiðjan hefur verið
rekin með umtalsverðu tapi síðastlið-
in tvö ár og tapið stefnir í 100 millj-
ónir á þessu ári vegna aukins inn-
flutnings og verðlækkunar. Hvernig
skyldu forráðamenn Gufuness hafa
hugsað sér að snúa þeim rekstri við?
„Auðvitað er þetta áhyggjuefni
og ekki létt verk að snúa rekstrinum
við,“ segir Gunnar Þór. „Hins vegar
er ekkert sjálfgefið að innflutning-
urinn haldi áfram. Okkur hefur skil-
ist að innflytjendum hafi ekki geng-
ið of vel að selja áburðinn. Einnig
sjáum við að Kaupfélag Árnesinga
er meðal tilboðsgjafa, en það félag
er einn helsti aðili í sölu innflutts
áburðar. Okkur sýnist að KÁ hafí
metið stöðuna þannig að það þjóni
hagsmunum félagsins betur að
styðja við bakið á innlendu verk-
smiðjunni.
Við komum til með að líta fyrst
á kostnaðinn í rekstri Áburðarverk-
smiðjunnar, en það er þó ekki sjálf-
gefið að hægt sé að skera niður
kostnað í verksmiðjunni. Sérstak-
lega munum við kanna hvort hægt
sé að samnýta aðstöðuna með öðrum
rekstri. Ef verksmiðjan kemst úr
eigu ríkisins losnar hún undan
ákveðnum hömlum. Ríkisverksmiðja
getur ekki farið út í annan atvinnu-
rekstur í samkeppni við einkaaðila.
Sviðið mun því víkka fyrir fyrirtæk-
ið. Ég tel að hægt sé að virkja betur
þekkingu og reynslu starfsmann-
anna ásamt því að nýta betur þá
aðstöðu sem þarna er fyrir hendi."
Gunnar bætir því við að ekki
megi eingöngu líta á verðið við kaup
á áburði heldur hreinleika vörunnar.
„Við teljum að íslenski áburðurinn
komi betur út en sá útlendi og þess
vegna er ekki óeðlilegt að hann sé
dýrari. Einnig skiptir máli að verk-
smiðjan sé nálægt markaðnum. Að-
stæður á íslandi eru þannig að það
þarf miklu fleiri tegundir af áburði
en eru almennt notaðar erlendis.
Verksmiðjan hefur sérhæft sig í
framleiðslu fyrir íslenskan markað,
en erlendar verksmiðjur eru að vinna
fyrir allt öðruvísi markað."
En nú hefur komið fram að er-
lendir aðilar á borð við Norsk Hydro
hafa sýnt áhuga á íslenska áburðar-
markaðnum.
„Norsk Hydro fékk útboðslýsingu
samkvæmt okkar heimildum, en
sendu ekki inn tilboð. Fyrirtækið
hefur ekki sýnt áhuga á markaðnum
hingað til og við eigum ekki von á
því að bændur vilji frekar kaupa
norskan áburð en hollenskan."
Landbúnaðarráðuneytið
vill taka lægra tilboðinu
Þeir Gufunes-menn hafa orðið
varir við umræðu um það eftir opnun
tilboðanna á föstudag að þeirra til-
boði yrði e.t.v. hafnað og lægra til-
boðinu tekið. „Það kom fram fyr-
irspurn við opnun tilboðanna hvort
ekki væri öruggt að sala verksmiðj-
unnar gengi fljótt og vel fyrir sig.
Þá svaraði fulltrúi landbúnaðarráðu-
neytisins því til að það væri ekki
sjálfgefið hvoru tilboðinu yrði tekið
og það þyrfti að líta sérstaklega til
hagsmuna bænda í því sambandi.
Þetta var sagt þrátt fyrir að það
munaði 108 milljónum átilboðunum.
Síðan var haft eftir Birni Sigur-
björnssyni í landbúnaðarráðuneytinu
að ráðuneytinu lítist betur á lægra
tilboðið, þrátt fyrir að hann efaðist
ekkert um getu Gufuness til að reka
verksmiðjuna. Ef það hefur verið
ætlunin að selja hana til hagsmuna-
samtaka bænda þá hefði átt að láta
slíkt skilyrði kom fram í útboðslýs-
ingu. “
En hvaða úrræði eru fyrir hendi
hjá ykkur ef lægra tilboðinu verður
tekið?
„Við trúum því ekki að menn
ætli sér að reyna komast upp með
það. Auðvitað munum við skoða
okkar réttarstöðu ef af því verður.
Það hlýtur að þurfa mjög sterk rök
fyrir því ef ríkissjóður hafnar 108
milljóna króna tekjum. Ef ríkissjóður
hefur efni á að kasta 108 milljónum
á glæ er verið að sniðganga hags-
muni skattborgaranna.
Ef báðum tilboðunum verður
hafnað eru einungis tveir kostir eft-
ir í stöðunni, þ.e. annað hvort að
hafa verksmiðjuna áfram í eigu rík-
isins eða leggja hana niður. Það er
búið að fullkanna það bæði inn-
anlands og utan hveijir séu reiðu-
búnir að kaupa verksmiðjuna og
aðeins tveir tilboðsgjafar gáfu sig
fram þegar á reyndi.“
Gufunes hefur tryggt fjármögnun
á því kaupverði sem fram kemur í
tilboðinu. Þar er bæði um að ræða
lánsfé og eigið fé. „Við þurfum að
taka heilmikið að láni og þær fjár-
málastofnanir sem eru reiðubúnar
að lána okkur peninga fóru yfir
áætlanir okkar áður en við lögðum
fram tilboðið. Þær hafa trú á þessu
verkefni."
Landbúnaðarráðherra um einkavæðingu Áburðarverksmiðjunnar í Gufunesi
Farið verður
að leikreglum
í DAG leggur einkavæðingarnefnd til við
landbúnaðarráðherra hvernig farið verður
með tilboðin tvö sem borist hafa í Áburðar-
verksmiðjuna. Tekur ráðherra ákvörðun í
framhaldi af því. Formaður nefndarinnar
segir að kalt fjárhagslegt mat eigi að ráða
ferðinni og landbúnaðarráðherra segir
grundvallarspurninguna þá, hvers virði
verksmiðjan sé og hvort tilboðin séu nálægt
því mati.
Tilboðin sem bárust í Áburðarverksmiðj-
una voru annars vegar frá Gufunesi ehf. sem
bauð rúmlega 725 milljónir króna og frá
hópi sem samanstendur af nokkrum afurða-
sölum bænda, veitustofnunum Reykjavíkur-
borgar, Bændasamtökum íslands og eignar-
haldsfélagi Alþýðubankans sem hljóðaði uppá
617 milljónir króna. Samkvæmt útboðsskil-
málum ber að upplýsa tilboðsgjafa um af-
stöðu ríkisins eigi síðar en á morgun.
Guðmundur Bjarnason landbúnaðarráð-
herra kvaðst í gær ekki tilbúinn að meta
hvoru tilboðinu yrði tekið eða hvort báðum
verði hafnað fyrr en eftir að hafa fengið álit
einkavæðingarnefndar. Hann sagðist að-
spurður ekki vilja svara á þessari stundu
hvort fjárhagslegt mat réði afstöðu til tilboð-
anna.
Verður að taka afstöðu
samkvæmt leikreglum
„í fjárhagslegu mati felst kannski fyrst
spurningin hvers virði við teljum verksmiðj-
una vera og hvort þessi tilboð séu viðunandi
Guðmundur Hreinn
Bjarnason Loftsson
út frá því mati - það er grundvallarspurn-
ingin og það sem ég þarf að gera upp við
mig. Síðan er sjálfsagt að leikreglur gildi
en ég vil ekki segja meira á þessu stigi.“
Fram hefur komið að fulltrúi ráðuneytisins
hafi látið þau orð falla að þar væri fremur
áhugi á lægra tilboðinu, því sem kom m.a.
frá ýmsum hagsmunaaðilum í landbúnaði.
„Fulltrúi okkar lét orð falla í þá veru við
opnun tilboðanna, að það væri vissulega
áhugi hjá ráðuneytinu að þarna yrði áfram
starfrækt áburðarverksmiðja sem þjónaði
landbúnaðinum en í raun er ekkert annað
bak við þau orð. Það verður að skoða þessi
tilboð eins og þau eru og taka afstöðu til
málanna samkvæmt leikreglum. Það liggur
fyrir frá báðum að áhugi er áfram á rekstri
þó með þeim fyrirvara að það sé gerlegt að
snúa vörn í sókn og hætta taprekstri," sagði
landbúnaðarráðherra. „Það er sama viðhorf
og hagsmunir ríkisins, við getum ekki haldið
endalaust áfram að reka verksmiðju sem er
halli á.“
Hreinn Loftsson, fortnaður einkavæðingar-
nefndar, sagði að nefndin og fulltrúi landbún-
aðarráðuneytisins myndu taka ákvörðun á
fundi í dag um hvort öðru hvoru tilboðinu
yrði tekið eða báðum hafnað, þeir þrír kostir
væru í stöðunni. Bjóst hann við að tilboðsgjöf-
um yrði svarað í dag. Hann minnti á að tilboð-
in væru talsvert undir því virði sem Handsal
hefði metið verksmiðjuna á í október sl. sem
var um milljarður.
Vegaþarf og
meta alla kosti
Hreinn var spurður um áðurgreint álit sem
fram hefði komið hjá fulltrúa landbúnaðar-
ráðuneytisins að þar á bæ litist mönnum
betur á tilboðið frá hagsmunaaðilum í land-
búnaði. „Það álit á ekki að hafa nein áhrif
hér. Báðir tilboðsgjafar hafa lýst því yfir að
þeir muni halda áfram framleiðslu í verk-
smiðjunni og það er ógjörningur að taka orð
annars trúanlegri en hins. Að yfirlýsingum
þeirra gefnum er hér bara um að ræða kalt
mat á fjárhagslegri stöðu, hvort taka eigi
hærra tilboðinu eða hafna eigi þeim báðum
á þeim grundvelli að þau væru undir því
verði sem telja má viðunandi."
Aðspurður hvort tilboðin endurspegluðu
ekki markaðsverð verksmiðjunnar sagði
Hreinn það kannski stafa af óvissunni um
framtíð fyrirtæksins. „Þá þarf að velta fyrir
sér hvað ríkið vill gera, treystir það sér til
að reka verksmiðjuna betur áfram eða vill
það leggja hana niður og fá meira út úr því
þannig en sem næmi sölunni. Allt þetta þarf
að vega og meta,“ sagði Hreinn.