Morgunblaðið - 05.06.1997, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ 1997
AÐSENDAR GREINAR
MORGUNBLAÐIÐ
Umhverfisviður-
kenning Reykja-
víkurborgar veitt
í fyrsta sinn
Á SÍÐUSTU árum
og áratugum hafa um-
hverfismál orðið áleitið
viðfangsefni á öllum
stigum mannlegs sam-
félags. Umræða um
samband mannsins við
náttúruna hefur þann-
ig orðið eitt af einkenn-
um samtíma okkar og
ekki annað séð en um-
hverfismálin verði of-
arlega á baugi um
ókomna framtíð. Mikil-
vægi þessa víðfeðma
málaflokks helgast af
því að framleiðslu- og
lifnaðarhættir nútím-
ans geta auðveldlega
verið skeinuhættir
ýmsum þeim gæðum sem náttúran
býr yfir og mannlegt samfélag er
háð um eigin velferð. Þegar haft er
í huga að mannkynið verður um
komandi aldamót um þrefalt fjöl-
mennara en það var um síðustu
aldamót og að notkun hvers íbúa á
efnum og orku hefur margfaldast
má Ijóst vera að ekki er sama hvern-
ig við högum framleiðslu- og lifnað-
arháttum okkar. Frá vistfræðilegu
sjónarhorni má því fullyrða að
mannkynið verði að temja sér að
stíga léttar til jarðar.
Mikilvægi atvinnulífsins í um-
hverfísmálum er óumdeilt. Sé fyrir
hendi frumkvæði meðal stjórnenda
í atvinnulífinu til að bæta frammi-
stöðu einstakra fyrirtækja eða at-
vinnugreina í umhverfismálum eru
það ævinlega góðar fréttir. Vert er
að vekja athygli á slíkri viðleitni og
umbuna fyrir, sé þess nokkur kost-
ur. Neytandinn hefur kost á að
umbuna fyrir slíka viðleitni með því
að snúa viðskiptum sínum til þeirra
aðila sem sannanlega sinna um-
hverfismálum í starfsemi sinni. Yf-
irvöld eiga ýmissa kosta völ til að
hvetja atvinnulífið til dáða í um-
hverfismálum. Ein leið er að veita
opinbera viðurkenningu aðilum sem
Björn Guðbrandur
Jónsson
skarað hafa fram úr á
þessu sviði.
Þetta er í raun bak-
grunnurinn að veitingu
umhverfisviðurkenn-
ingar Reykjavíkurborg-
ar. Borgaryfirvöld hafa
í seinni tíð haft uppi
stefnumörkun sem
beinist að því að
Reykjavík öðlist ímynd
sem hrein og vistvæn
borg. í nýju aðalskipu-
lagi Reykjavíkur er
fjallað um Reykjavík
sem hina vistvænu höf-
uðborg norðursins og í
nýbirtri stefnumótun í
ferðamálum er talað
um „Reykjavík í ríki
náttúrunnar“ eða „Reykjavík, next
door to nature" Þannig hefur skap-
ast skilningur á þeim möguleikum
sem það skapar borginni að sækja
fram á sviði umhverfismála. Mögu-
í dag verður Umhverfis-
viðurkenning Reykja-
víkurborgar veitt í
fyrsta sinn. Björn Guð-
brandur Jónsson segir
að með því eigi að hvetja
atvinnulífið til dáða á
sviði umhverfismála.
leikarnir á því sviði liggja þó ekkert
síður hjá atvinnulífínu. Vistvænn
rekstur á hvaða sviði sem er á fram-
tíðina fyrir sér. Umhverfismál og
öflugt atvinnulíf eru ekki þær and-
stæður sem menn héldu einu sinni.
Líklegt er að einmitt í vistvænni
tækni og vistvænum fyrirtækja-
rekstri almennt liggi einn helsti
vaxtarbroddur atvinnulífs á nýrri
ölcL
I dag, 5. júní, á umhverfisdegi
Sameinuðu þjóðanna verður árleg
umhverfisviðurkenning Reykjavík-
urborgar veitt í fyrsta sinn. Viður-
kenningin fellur í hlut atvinnurekstr-
ar í Reykjavík, fyrirtækis eða stofn-
unar sem hefur sýnt lofsvert framtak
í umhverfismálum. Rétt er að taka
fram að þessi viðurkenning er veitt
fyrir innra starf viðkomandi aðila
og viðleitni til að bæta umhverfis-
áhrif starfseminnar. Snyrtileg um-
gengni og fegrun umhverfis skipta
þar ekki höfuðmáli þótt þeir þættir
spilli að sjálfsögðu ekki fyrir. Um-
hverfismálaráð Reykjavíkur hefur
um langt árabil veitt slík fegrunar-
verðlaun til fyrirtækja, stofnana og
einstakra gatna í borginni.
Undirritaður hefur starfað sem
formaður í nefnd um árlega um-
hverfísviðurkenningu Reykjavíkur-
borgar (NÁUR). I því starfi hafa
nefndarmenn kynnst því sem er að
gerast í umhverfismálum atvinnu-
lífsins í borginni. Þar er margt gott
unnið. Gamalgróin fyrirtæki hafa
mörg sett sér markmið og vinna
markvisst að lágmörkun umhverfís-
áhrifa og ýmis ný og smærri fyrir-
tæki gera beinlínis út á umhverfis-
væna starfsemi. Þættir eins og lág-
mörkun úrgangs, mengunarvarnir
og þróun vistvænna framleiðsluferla
og vistvænnar vöru hafa m.a. legið
til grundvallar við val á handhafa
umhverfísviðurkenningar Reykja-
víkurborgar árið 1997.
Hinir áþreifanlegu þættir viður-
kenningarinnar eru þrenns konar. I
fyrsta lagi fær viðkomandi viður-
kenningargrip til eignar, afsteypu
úr bronsi af verki eftir Huldu Hákon
myndlistarmann. Verk sem lista-
maðurinn kallar „Eldur“. I öðru lagi
viðurkenningarskjal og í þriðja lagi
hringlaga merki þar sem fram kem-
ur skjaldarmerki Reykjavíkur ásamt
texta og ártali. Merkið getur hand-
hafi viðurkenningarinnar notað að
eigin vild.
Megintilgangur þess að veita við-
urkenningu af þessu tagi er að
hvetja atvinnulífið til dáða á sviði
umhverfísmála. Það er von borgar-
yfirvalda að allir aðilar megi hafa
nokkurn sóma af og að viðurkenn-
ingin verði eftirsóknarverð og hand-
hafa hveiju sinni til framdráttar.
Höfundur er formaður nefndar
um árlega
umhverfisviðurkenningu
Reykjavíkurborgar (NÁUR).
Nýir valmögu-
leikar fyrir þjóð-
kirkjufólk?
Friðrik Ó.
Schram
I LJÓSI þróunar
mála í þjóðkirkjunni og
þjóðfélaginu almennt,
tel ég orðið vel tíma-
bært að fólk sem vill
standa vörð um biblíu-
lega kristna kenningu
og siðfræði þurfí að
íhuga alvarlega þann
möguleika að stofna
nýjan kirkjusöfnuð hér
á landi. Slík ringulreið
og fráhvarf frá þessum
grundvallarviðhorfum
ríkir nú innan þjóð-
kirkjunnar að mörgum
er nóg boðið. Þá er ég
ekki að tala um fólk
sem i engu hefur látið
sig varða kirkju og
kristni og er bara vonsvikið og reitt
vegna hneykslismála í röðum vígðra
manna, nei, ég á við kristið fólk sem
vill taka trú sína alvarlega, iðka
hana í friði og af heilindum og skila
blessun hennar óbrenglaðri til næstu
kynslóðar.
Það er eflaust margt fólk í þessu
landi sem sættir sig ekki við að inn-
an kirkjunnar sé kennd og iðkuð
siðfræði sem vikið hefur freklega frá
því sem Kristur og postular hans
kenndu og hingað til hefur talist
rétt og sómasamlegt. Og það er líka
margt fólk í þessu landi sem sættir
sig ekki við þá trúarlegu fijáls-
hyggju sem ríkir í kirkjunni - fijáls-
hyggju sem burtskýrir og útþynnir
orð Ritningarinnar - orð Krists og
postula hans. Hvernig kirkju fáum
við ef þessi fijálshyggja heidur
áfram í kenningu og breytni? Kirkju
tíðarandans. Kirkju sem hægt en
örugglega hættir að vera kristin en
verður fyrst og fremst húmanísk.
Slík kirkja er ekki kirkja Krists,
heldur kirkja manna og þar verða
kenningarnar jafn margar mönnun-
um. Það eru margir sem kvíða þess-
ari þróun og því hvert hún leiðir
kirkjuna.
En þjóðkirkjan er ekki Kirkjan
með stóru K og ákveðnum greini.
Hún er aðeins hluti hennar, lítill hluti.
Hin kristna kirkja er alþjóðleg og
Umhverfisdagiir Sameinuðu þjóðanna
5. JÚNI er alþjóðleg-
ur umhverfísdagur
Sameinuðu þjóðanna. í
dag eru 25 ár liðin síðan
haldin var fyrsta
heimsráðstefna SÞ um
uhverfismál í Stokk-
hólmi. I kjölfar hennar
var sett á stofn Um-
hverfísmálastofnun SÞ,
UNEP, með höf-
uðstöðvar í Nairobi í
Kenýa og verður UNEP
því 25 ára á þessu ári.
Þá eru 5 ár liðin frá því
að síðasta heimsráð-
stefna SÞ um um-
hverfismál var haldin í
Ríó de Janeiro. Bæði
Stokkhólms- og Ríóráð-
stefnan mörkuðu þáttaskil í þróun
umhverfismála í heiminum.
Oft er fundið að því að lítið miði
alþjóðlegri þróun í umhverfísmálum
og að hin ríku iðnríki hafi ekki stað-
ið við að ná þeim markmiðum sem
sett voru í Stokkhólmi og Ríó og
má það til sanns vegar færa. En
hafa verður í huga að aðeins eru
liðin 25 ár frá því að alvarlega var
farið að sinna þessum málum á al-
þjóðavettvangi og eigi má horfa
fram hjá því hversu verkefni á þessu
sviði eru risavaxin. Gagnrýni í þess-
um efnum er því ekki alls kostar
sanngjörn.
Það mun taka áratugi og aldir
að leysa umhverfísvanda jarðkringl-
unnar og væntanlega verður sá
vandi aldrei leystur til neinnar hlítar
Knútur
Hallsson
meðan veröld varir.
Margir vilja gera lít-
ið úr heimsráðstefnum
og leiðtogafundum SÞ
og má auðvitað gagn-
rýna slíkar samkomur
fyrir pappírsflóð og
skrafsýki ýmiss konar,
en um það verður ekki
deilt, þegar litið er yfir
farinn veg, að Stokk-
hólmsráðstefnan skóp
tímamót í alþjóðlegum
umhverfismálum og
hratt af stað eins konar
byltingu í viðhorfum til
þessara mála um heim
allan. Fram að þeim
tíma hafði reyndar
bæði náttúruverndar-
og mengunarmálum verið sinnt í
nokkrum mæli, en þó einkum af
áhuga- og hugsjónafólki, en með
Stokkhólmsráðstefnunni komust
umhverfismál fyrst fyrir alvöru í
sviðsljósið. í kjölfar hennar tóku
stjórnvöld og stjórnmálamenn
smám saman að veita þeim verulega
athygli og gera sér ljósa pólitíska
þýðingu þeirra og áróðursgildi.
Þó er því ekki að leyna að mest
fylgi hafa sjónarmið umhverfis-
verndar hlotið meðal almennings.
Áhugafólk hefur verið í fararbroddi
í umhverfismálum og fylkt liði í
ýmsum baráttusamtökum, en stjórn-
völd og stjórnmálaflokkar komið í
humátt á eftir.
Þess ber þó sérstaklega að geta
að bæjar- og sveitarstjórnir víðs
vegar um heim sinna nú umhverfis-
vernd í síauknum mæli, enda eru
margir þættir þessara mála stað-
bundnþr og skipta sveitarfélög miklu
máli. í Bretlandi hafa t.d. tveir
þriðju allra sveitarfélaga landsins
sett á laggirnar framkvæmdanefnd-
ir til að framfylgja hinni frægu
Ályktun 21 sem var ein meginniður-
staða Rfóráðstefnunnar og var eins
konar framkvæmdaáætlun hennar.
I þessum mánuði mun
efnt til Allsherjarauka-
þings SÞ í New York,
segir Knútur Hallsson
en á þinginu verða
eingöngu rædd
umhverfísmál.
Hér á landi hefur m.a. Reykjavíkur-
borg ákveðið að veita umhverfisvið-
urkenningu í tengslum við umhverf-
isdaginn 5. júní.
Segja má að hugtakið umhverfis-
mál sé svo víðtækt að ekkert mann-
legt sé því óviðkomandi. I þessari
staðreynd er fólgin viss hætta því
að nauðsynlegt er á þessu sviði sem
öðrum að takmarka áherslur við
afmörkuð atriði og einbeita kröftum
að því sem mest er aðkallandi hveiju
sinni. Opinberar umhverfisstofnanir
hafa í ýmsum löndum haft tilhneig-
ingu til að þenjast óhæfilega út og
vasast í öllu milli himins og jarðar.
Þá hefu sýnt sig að öfgahópar og
undarlegt fólk af ýmsu tagi hefur
reynt að skipa sér undir merki um-
hverfisverndar og er skemmst að
minnast eins konar sértrúarsöfnuðar
sem virðist gera sig líklegan til að
vilja banna allar fiskveiðar hveiju
nafni sem nefnast.
í þessum mánuði mun efnt til
Allsherjaraukaþings SÞ í New York
en á þinginu verða eingöngu rædd
umhverfismál. Þar mun sérstaklega
verða rætt hvaða árangur hefur
orðið af Ríóráðstefnunni á þeim
fimm árum sem liðin eru frá því
hún var haldin og markmið og leið-
ir í alþjóðlegum umhverfismálum
endurskoðuð. Mikilvægt er að hér
er um leiðtogafund að ræða þar sem
nánast allir voldugustu stjórnmála-
leiðtogar heims munu saman komn-
ir. Slíkir leiðtogafundir hafa mun
meira vægi og þunga en venjulegar
ráðstefnur. Það hefur sýnt sig að
slíkir leiðtogafundir eru allajafnan
stefnumótandi í lengd og bráð, en
þó einkum er til lengdar lætur. Að
sérstaklega sé boðað til aukafundar
Allsherjarþings SÞ um þennan eina
málaflokk sýnir betur en flest annað
hve mikla áherslu þjóðir heims
leggja á þennan gífurlega mikil-
væga málaflokk sem að margra
mati skiptii' mannkyn meira máli
en flest annað.
Höfundur er formaður Félags
Sameinuðu þjóðanna á íslandi.
ekki eign manna. Hún
er Krists. Þjóðkirkja
sem slík er hins vegar
mannleg skipulagsheild,
orðin til vegna hagnýtis-
sjónarmiða síns tíma -
og í reynd þrautarlend-
ing Marteins Lúthers og
félaga hans á 16. öld.
Hún er ekki eitthvað
sem ekki má snerta við.
Þó virðist sem sumir trúi
meira á þjóðkirkjuna en
orð Drottins. Þeir vilja
tilheyra þjóðkirkjunni af
því að þeir hafa alltaf
gert það! Þetta minnir á
afstöðu sumra til pólití-
skra flokka! Við kristið
fólk höfum ekki skyldur
við skipulagið heldur Drottin og orð
hans. Ef kirkjan eflir ekki Krist þá
er hún lítils virði. Ef skipulagið hindr-
ar hina lifandi kirkju, þá þarf nýtt
skipulag. Ef skipulagið hindrar rétta
kenningu og gott siðferði, þá tökum
við upp nýtt skipulag. Flóknara er
málið ekki. Allt sem þarf er að hafa
vilja og kjark og örugga leiðsögn
Drottins.
Ég tel að kominn sé tími til að
hugleiða þessi mál í alvöru. Ég vil
Þörf er á nýjum kirkju-
söfnuði, segir Friðrik
-----------------------
O. Schram, sem
sameinar það besta í
lútherskri guðfræði.
skora á allt það fólk innan þjóðkirkj-
unnar sem elskar orð Drottins og
telur sig bundið af því hvað varðar
trú og breytni, að hrista af sér slen-
ið og líta fram á veginn og íhuga
nýjar leiðir í safnaðarmálum. Innan
þjóðkirkjunnai' munu ávallt verða
átök um kenninguna og siðfræðina,
vegna þess m.a. að áhrifa- og for-
ystumenn hennar, vígðir sem óvígð-
ir, hafa mjög ólík viðhorf í þessum
málum. Margir þeirra telja sig ekki
lengur bundna af skýrum orðum
Heilagrar ritningar. Þeir líta til
dæmis ekki lengur á boðorðin tíu
sem bindandi fyrir kristna menn,
heldur aðeins eins konar viðmiðun
og sama má segja um mörg orð
Krists og postula hans. Er furða
þótt upplausn ríki?
í hugum flestra er nánast sama-
sem-merki milli þjóðar og kirkju hér
á landi. Þjóðin er kirkjan, álíta menn.
Þetta ástand, sem ekki var til staðar
í fornkirkjunni, hefur alvarlegar og
neikvæðar afleiðingar - kirkjan
verður veraldleg. Tökum dæmi:
Hvernig á fólk sem ekki vill fara
eftir orði Guðs, lifir ekki bænalífi
og rækir ekki kirkju, að taka ákvarð-
anir í prestskosningum og stýra
söfnuðinum? Hver heilvita maður sér
að það gengur ekki. En svona er
þetta samt. Afleiðingarnar sjáum við
t.d. í sífelldum ágreiningi og deilum
um ráðningar og kosningar presta
og síðan klofning í söfnuðinum. Við
slíkar aðstæður verður ekki friðvæn-
legt að starfa.
Niðurstaða þessara hugleiðinga
minna er, að brýn þörf sé á að stofna
nýjan kirkjusöfnuð hér á landi sem
sameinar það besta í lútherskri
guðfræði, söfnuð sem keppir eftir
krafti Heilags anda og hefur að
fyrirmynd hina öflugu kirkju fyrstu
aldar. Sá söfnuður þarf einnig að
vera samkirkjulegur í anda, laus við
þann þrönga hugsunarhátt að lút-
herska þjóðkirkjan sé „eina kirkjan"
og að allir aðrir kristnir söfnuðir
utan hennar séu sértrúarsöfnuðir.
Við þurfum nýja siðbót, nýtt skipu-
lag, nýjan eldmóð og nýja söfnuði.
Höfundur er guðfræðingur.