Morgunblaðið - 05.06.1997, Side 10

Morgunblaðið - 05.06.1997, Side 10
10 FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Christina Odenberg, fyrsti kvenbiskupinn í Svíþjóð, heimsækir Island Sumir helstu andstæðinga minna eru góðir vinir mínir Borgarnesi. Morgunblaðið. AÐALFUNDUR Kirknasambands Norður- landa var haldinn í Borgarnesi um síðustu helgi. Nýr stjórnarformaður sambandsins er Christina Odenberg sem er verðandi bisk- up í Svíþjóð, fyrsti kvenbiskupinn þar í landi. í viðtali við Morgunblaðið kvaðst Christ- ina Odenberg vera hér á íslandi í fyrsta skipti. Hún kvaðst hafa séð nóg af landi og þjóð til þess að vera ákveðin í því að koma hingað sem fyrst aftur til þess að skoða sig betur um. Aðspurð kvaðst Christina biskup verða formlega ráðin biskup innan fárra daga en sjálf vígslan færi fram í október. Hún yrði þá einn af 14 biskupum í Svíþjóð og fyrsta konan sem gegndi því embætti. í Svíþjóð væri einn biskup í hveiju stifti og svo hefði erkibiskupinn einn aðstoðarbiskup. Hún kvaðst verða biskup yfir Lundarstifti. Þar væru um 450 prestar og um 120 þeirra væru konur. Í sumum stiftunum væri skipt- ingin nokkuð jöfn en kvenprestar eru um 25% af heildarfjölda presta í Svíþjóð. Andstaða karlpresta Sagði Christina Odenberg að töluvert hefði borðið á gagnrýni varðandi skipun hennar í biskupsembættið. Þarna væri um háværan minnihlutahóp að ræða sem nýtti sér athygli fjölmiðlanna óspart. Sjálf kvaðst hún langmest verða vör við almenna ánægju og gieði fólks yfír þessum tímamótum. Hún hefði fengið mjög mikið af hamingjuóskum víðs vegar að frá alls konar fólki og söfnuð- um um allan heim. Hún vissi hins vegar mjög vel að nokkuð margir karlprestar væru andvígir því að kona yrði biskup. Þessir prestar væru nokk- uð dreifðir um Svíþjóð en flestir væru í Gautaborgarstifti. Fræðilegur ágreiningur „Það verður að gæta að því að þessi ágreiningur beinist ekki að mér sem per- sónu eða starfshæfni minni. Sumir af helstu andstæðingum mínum eru góðir vinir mínir en við deilum oft um þessi mál og ég reyni að sjálfsögðu að snúa þeim til betri vegar,“ sagði Christina Odenberg kímin. „Ágrein- ingurinn er einungis fræðilegur og snertir túlkun á grundvallarkenningum kristinnar kirkju. Það var stjórnmálaleg ákvörðun árið 1958 þegar tekin var ákvörðun um að kon- ur gætu orðið prestar i Svíþjóð en ég tel að allir prestar séu sammála um að í dag er ágreiningurinn fræðilegur. Þessi andstaða gegn konum innan kirkj- unnar er ekkert ný í Sviþjóð hún var alveg jafn mikil um 1960 þegar fyrstu kvenprest- arnir voru skipaðir til starfa. Rök þeirra sem eru á móti konum í embættum innan kirkjunnar hafa hins vegar breyst á liðnum árum. Þeir leita ekki lengur að tilvitnunum úr biblíunni máli sínu til stuðnings því þar hafa þeir ekki fundið nein dæmi sem halda.“ Sagði Christina Odenberg að hún teldi Morgunblaðið/Theodór CHRISTINA Odenberg, verðandi fyrsti kvenbiskup í Svíþjóð, fyrir utan Hótel Borgarnes þar sem hún sótti aðalfund Kirkjusambands Norður- landanna. að sú staðreynd að Kristur hefði einungis valið karla sem postula sína lýsti meira þjóðfélagsástandinu sem ríkti á þeim tíma heldur en því að Kristur hefði ekki viljað konur sem postula. Ennfremur bæri að líta á þá staðreynd að í upphafi kristni hefðu ekki verið til eiginlegir prestar. Sú skipan innan kirkjunnar sem ríkti í dag hefði þró- ast á löngum tima og nú væri kominn tími til að skipa kvenbiskup. Markmið Sagði Christina biskup að áhugi á trúmál- um færi vaxandi í Svíþjóð. Hún vildi að markmið kirkjunnar yrðu gerð skýrari og starf hennar sýnilegra. Það þyrfti að kynna kirkjuna betur fyrir almenningi og gera fólki grein fyrir því fyrir hvað kirkjan stæði í samfélaginu. Einnig þyrfti að gera hveij- um og einum meðlimi safnaðanna grein fyrir því að hann hefði ábyrgð gagnvart kirkjunni og að hann hefði einnig sitt að segja innan kirkjunnar. Oft hefði viljað bera við að kirkjan væri einungis talin vera prestarnir og það fólk sem ynni hjá kirkjunni. Og söfnuðurinn kæmi í kirkjuna til þess að vera viðstaddur það sem þar gerðist en hver og einn kæmi ekki sem þátttakandi. Söfnuðurinn þyrfti að skynja það að hann væri kirkjan og þyrfti að taka þátt í trúarlegri umræðu sem slíkur og sýna af sér kristilegt líferni. Fyr- ir þessum hiutum kvaðst Christina Oden- berg ætla að beita sér sem fýrsti kvenbisk- upinn í Svíþjóð. Fulltrúi íslensku kirkjunnar í stjórn Kirknasambar.ds Norðurlanda er Þorbjörn Hlynur Árnason, prestur á Borg á Mýrum. Sagði Þorbjörn Hlynur að á aðalfundum sambandsins væri rætt um samstarf kirkju- deilda og kirkna á Norðurlöndunum, bæði , er varðaði fræðileg málefni og hagnýtt sam- starf. Væri aðalfundurinn haldinn fimmta hvert ár á íslandi. Morgunblaðið/Amaldur HLUTI af þeim barnafötum sem Sigríður Klemensdóttir hefur sjálf búið til eða safnað saman til að gefa bágstöddum börnum. Samkomulag um Sjávarútvegsháskóla SÞ Starfsemi hefj- isthaustið 1988 Búa til föt fyrir bág- stödd börn í ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ aldr- aðra í Hraunbæ er starfandi hóp- ur kvenna sem hefur á þriðja ár búið til og safnað saman barna- fötum sem send eru á vegum Rauða krossins til bágstaddra í útlöndum. Fötin fara til landa eins og Júgóslavíu, Gambíu og Kazakstan. Fyrir skömmu barst hópnum liðsauki frá Akranesi þegar Sig- ríður Klemensdóttir sendi þeim föt sem hún hafði annað hvort búið til sjálf eða fengið að gjöf frá barnabörnum sínum. Átak Rauða krossins „Föt sem framlag" hefur staðið yfir í mörg ár og konurnar í þjónustumið- stöð Hraunbæjar eru meðal þeirra sem hafa lagt átakinu lið. Konurnar búa sjálfar til barnaföt en einnig safna þær notuðum barnafötum sem þær þvo og pakka saman og senda með Rauða krossinum. Búin voru til einföld snið og prjónauppskriftir sem farið er eftir en efnið Ieggja þær til sjálfar eða fá gefins. „Þörfin fyrir barnaföt er mikil og það er synd að henda fatnaði sem hætt er að nota,“ segir Anna Þrúður Þorkelsdóttir, for- maður Rauða krossins. Hún hef- ur sjálf farið með föt til nauð- staddra, þ.á m. til Júgóslavíu, og hefur hún fært konunum í þjón- ustumiðstöðinni myndir og myndbönd af börnum sem hafa fengið fötin þeirra frá Islandi. Sigríður Klemensdóttir hefur saumað í mörg ár en eftir að hafa séð frétt í Morgunblaðinu um fatagjafir Hraunbæjarhóps- ins setti hún sig í samband við hannog er nú virkur meðlimur. Hún segist sitja við saumavélina klukkustundum saman og sauma barnaföt auk þess sem dætur hennar hafa gefið föt af barna- börnunum. Fyrir fyrstu sending- una segist Sigríður hafa verið í tvær vikur að þvo föt og pakka saman en gaf sér þó tíma til að sauma með. Hólmfríður Gísladóttir, starfs- maður Rauða krossins, segir að allir gamlir afgangar séu nýttir, til dæmis verði gamlar bómull- argardínur og handklæði að barnagöllum og þvottastykkjum sem alltaf koma að góðum not- um. Allir geta tekið þátt í söfnun Rauða krossins og dæmi eru um að atvinnulaust eða veikt fólk heima fyrir hafi lagt hönd á plóg- inn. Hópurinn í Hraunbæ er sam- mála um að hjálparstarfið sé mjög gefandi og ánægjulegt að sjá fötin komast í góðar hendur. SAMKOMULAG um stofnun Sjáv- arútvegsháskóla Sameinuðu þjóð- anna á íslandi var undirritað í vik- unni af Heitor Gurgulino de Souza, rektor Háskóla SÞ, Halldóri Ás- grímssyni, utanríkisráðherra og Jak- obi Jakobsyni, forstjóra Hafrann- sóknastofnunar. Áætlað er að Sjáv- arútvegsháskólinn taki til starfa haustið 1998 en fyrsta deild Há- skóla SÞ hér á landi, Jarðhitaskól- inn, var stofnuð árið 1979. Áætlað er að nemendur Sjávarút- vegsháskólans verði í fyrstu 8 talsins en fjöigi í 16 strax ári síðar. Undirbúningur að stofnun Sjáv- arútvegsháskólans hefur staðið á annað ár. Stofnun Sjávarútvegshá- skólans er viðleitni íslenskra stjórn- valda við að aðstoða þróunarlöndin við nýtingu fiskistofna sinna og upp- byggingu fískiðnaðar. I stjórn háskólans verða auk stjórnvalda; Hafrannsóknastofnunin, Háskóli íslands, Háskólinn á Akur- eyri og Rannsóknastofnun fískiðnað- arins. Forstjóri Hafrannsóknastofn- unar er samkvæmt samkomulaginu formaður stjórnar skólans. Markmið Sjávarútvegsháskólans er að hann sæki ekki eingöngu vísindamenn heldur allir þeir sem tengjast sjávar- útvegi. Nemendur munu m.a. fá þjálf- un á sviði rannsókna, veiða, vinnslu og markaðssetningar. Kennsla skól- ans mun fara fram víða en verður þó aðallega í kringum starfsemi Haf- rannsóknastofnunar í Reykjavík. Lögð verður áhersla á að fyrirtæki og einkaframtak sjávarútvegsins verði kynnt fyrir nemendum. Háskóli SÞ hefur aðsetur í Tókýó en starfrækir deildir í hinum ýmsu aðildarlöndum. Heimsókn de Souza til íslands í tilefni af undirritun sam- komulagsins verður hans síðasta heimsókn sem rektor skólans en hann lætur af störfum í september. Lögver ehf. Háagerði 14, 108 Reykjavík, fax: 5886105, netfang: jon.sigfusis sími 588 6100 Hófgerði - Kópavogi Til sölu lítið einbýlishús á einni hæð ásamt bílskúr, samtals um 115 m2. Húsið skiptist í forstofu, hol, stofu með suður- gluggum, tvö herbergi, eldhús og baðherbergi. Parket. Húsið er klætt að utan með Steni-klæðningu. Stór lóð um 900 m2. Mjög gott umhverfi fyrir börn. Stutt í skóla. Laust 1. júlí nk. Ekkert áhvílandi. Verð 8,9 millj. Vantar allar tegundir eigna á skrá. Reynsla og persónuleg þjónusta. Jón Sigfússon hdl., löggiltur fasteigna- og skipasali. HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðherra og Heitor Gurgulino de Souza, rektor Háskóla SÞ, eftir undirritun samnings um Sjávar- útvegsháskólann á Islandi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.