Morgunblaðið - 05.06.1997, Side 18

Morgunblaðið - 05.06.1997, Side 18
18 FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ 1997 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÚRVERINU Morgunblaðið/Björn Pálsson Aldraðir sjómenn heiðraðir SJÓMANNADAGSRÁÐ Reykja- víkur og Hafnarfjarðar heiðraði níu aldraða sjómenn fyrir störf sín að sjómennsku á sjómanna- daginn. Það var Guðmundur Hall- varðsson, formaður sjómanna- dagsráðs, sem afhenti sjómönnun- um viðurkenningar vegna þessa. Það voru þeir Garðar Þorsteins- son, stýrimaður, Guðmundur Ibsen, skipstjóri, Hans Ragnar Siguijónsson, skipsljóri, Ingólfur S. Ingólfsson, vélstjóri, Jóhann Magnússon, skipstjóri, Sigurbjörn Haildór Bernódusson, sjómaður, Skúli Einarsson, matsveinn, Stef- án Guðmundsson, skipstjóri, og Stefán Nikulásson, skipstjóri. Verkfall skipveija á Hvannabergi ÓF lögmætt Verkfall hefst á Flæm- ingjagrunni á morgun FÉLAGSDÓMUR hefur komist að þeirri niðurstöðu að boðað verkfall skipveija á Hvannabergi ÓF sem hefjast á þann 6. júní, sé lögmætt. Verkfallið var boðað til að knýja útgerð skipsins, Sæberg hf. á Ól- afsfirði, til leiðréttingar uppgjörs samkvæmt kjarasamningum. Sjó- mannasamband íslands hefur hafnað tilboði útgerðarinnar um greiðslu til skipveijanna. Samkvæmt dómi Félagsdóms frá því í mars sl., þar sem deilt var um fiskverð til hlutaskipta í svokölluðum tonn á móti tonni við- skiptum, var Sæberg hf. á Ólafs- firði talið hafa brotið gegn kjara- samningi Farmarina- og fiski- mannasambands íslands og Land- sambands íslenskra útgerðar- manna með því að taka ekki tillit til verðmætis móttekins aflamarks fyrir seldan afla við tilgreiningu heildarskiptaverðmætis. Stjórn Sjómannafélags Ólafs- fjarðar krafðist í framhaldi af því að Sæberg hf. leiðrétti uppgjör skipveija á Hvannabergi ÓF vegna þátttöku þeirra í kvótakaupum út- gerðarinnar á tímabilinu 31. mars 1995 til 21. mars 1996. í félaginu var ennfremur samþykkt að boða til ótímabundins verkfalls gegn fyrirtækinu sem taka átti til þeirra félagsmanna sem störfuðu á Hvannabergi ÓF. Verkfallið skyldi hefjast 6. júní nk. og standa þar til útgerðin féllist á að greiða og gera upp við starfsmenn sína í samræmi við kjarasamninga og dóm Félagsdóms. VSÍ, LIÚ og Útvegsmannafélag Norðurlands vísuðu verkfallsboð- uninni til Félagsdóms og kröfðust þess að verkfallið yrði dæmt ólög- mætt þar sem dómur Félagsdóms frá því í mars væri aðeins viður- kenningardómur um túlkun á kjarasamnings og fjallaði hvorki beint né skýlaust um greiðslu- skyldu Sæbergs hf. Þannig væri dómurinn fjarri því að vera svo ótvíræð heimild um greiðsluskyldu fyrirtækisins að heimilt væri að beita vinnustöðvun til þess að knýja útgerðina til greiðslu. I dómsniðurstöðu Félagsdóms segir hinsvegar að Sæberg hf. hafí ekki sinnt skyldu sinni til upp- gjörs og því hafi félagsmönnum Sjómannafélags Ólafsfjarðar verið heimilt að boða til verkfallsins. Stefnanda var ennfremur gert að greiða Sjómannafélagi Ólafsvíkur málskostnað, 150.000 krónur. Höfnuðu tilboði útgerðarinnar Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambands íslands, segir dóminn staðfesta enn frekar að allir dómar sem snerti brask út- gerðarmanna með veiðiheimildir fari á einn veg. Hann segir fram- hald málsins einfaldlega vera að verkfall skelli á ef ekki verði gert upp við skipveija Hvannabergs ÓF. „Dómurinn frá því í mars segir að til skipta eigi að koma verð- mæti veiðiheimilda. Okkur hefur verið gert tilboð um gera upp eftir meðaltalsverði úrskurðarnefndar á þessum tíma, en það eru um 40-45% af kröfu okkar í þessu máli. Við höfnuðum því vitaskuld. Við vitum hvert verðmæti veiði- heimildanna var á þessum tima og af því viljum við fá hlut,“ segir Sævar. Hvannaberg ÓF er nú að veiðum á Flæmingjagrunni en heldur til hafnar á Islandi á morgun ef af verkfallinu verður. 111 milljóna tap hjá Ishúsfélaginu UM 111 milljóna króna tap varð af rekstri íshúsfélags ísfirðinga á síðasta ári. Árið áður nam tap af rekstrinum 95 milljónum króna. Til að bæta stöðu fyrir- tækisins hefur mikið verið selt af eignum. Togarinn Framnes ÍS var meðal annars seldur móðurfélaginu, Gunnvöru, og seldur hefur verið eignarhlutur í ýmsum fyrirtækjum. Aðalfund- ur beggja þessara fyrirtækja var haldinn nú í vikunni. Magnús Reynir Guðmunds- son, formaður stjórnar íshús- félagsins, segir reksturinn hafa verið afar erfiðan síðustu misserin, en nú standi yfir rót- tækur uppskurður á starfsemi félagsins og séu bundnar við það vonir að hann geti rétt reksturinn við samfara aukn- ingu á kvóta í þorski og rækju. Hann segir að afkomutölur eft- ir fyrstu fjóra mánuði ársins lofi góðu þó aðgerðum til úr- bóta sé ekki lokið. „Rekstri félagsins verður hald- ið áfram, sé þess nokkur kostur. Við vonumst til að geta haldið áfram við eðlilegar aðstæður. Verkfallið hér hefur þegar höggvið stórt skarð í steinbíts- vertíðina og vonandi verða áföllin ekki meiri en orðið er,“ segir Magnús Reynir. Gunnvör er lokað félag og ekki fást upplýsingar um rekstur þess að öðru leyti en því að fyrir- tækið standi vel. - Ráðstefna Einingarsamtaka Afríku Lýsir yfir stuðn- ingi við Kabila Harare, Kinshasa. Reuters ROBERT Mugabe, forseti Zim- babwe, segir að þátttaka fulltrúa herstjórna Nígeríu og Búrúndí í þriggja daga ráðstefnu Einingar- samtaka Afríku sé ekki í mótsögn við fordæmingu fundarins á valda- ráninu í Sierra Leone og að fulltrúum þessara landa hafi verið gert ljóst að samtökin muni ekki sætta sig við annað en að sjá lýðræðisþróun í ríkj- um þeirra. Þá lýstu ráðstefnugestir yfir full- um stuðningi við Laurent Kabila, nýjan valdhafa Lýðveldisins Kongó, sem áður hét Zaire, og samþykktu að leggja sitt af mörkum til upp- byggingar landsins. Kabila, sem fagnaði stuðningsyf- irlýsingunni, samþykkti að skipa sérstakan embættismann til að vinna með flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna en liðsmenn hans hafa leg- ið undir sívaxandi ámæli fyrir að standa að fjöldamorðum og aðför að flóttamönnum frá Rúanda. Nelson Mandela, forseti Suður- Afríku, hefur m.a. notað ráðstefn- una til samningaviðræðna við aðra leiðtoga um að taka við Mobutu Sese Seko, fyrrum forseta Zaire. Mobutu, sem þjáist af krabbameini, barst mikið á í 32 ára stjórnartíð sinni og skildi landið eftir gjald- þrota. Hann á nú hvergi höfði sínu að halla. Ásakar Frakka um stuðning við Mobutu Á miðvikudag ásakaði Kabila Frakka um að styðja Mobutu og ýta undir óstöðugleika í landinu. Sagðist hann hafa heimildir fyrir því að franskar hersveitir, sem staðsettar eru í nágrannaríkinu Kongó Brazza- ville, hafi útvegað stuðningsmönnum Mobutus vopn. Frakkar hafa ekki svarað ásökunum hans en sendiherra Kongó Brazzaville, vísaði því á bug að andstæðingar Kabila ættu bæki- stöðvar í nágrannaríkinu og sagði að von væri á sendinefnd til Kins- hasa til að ræða ásakanirnar. f » » í 1 i I í I g Oklahoma-réttarhöldin Lifir Timothy _ McVeigh eða deyr? \ Denver. Reuters SÍÐARI hluti Oklahoma-réttarhald- anna hófst í Denver í Bandaríkjunum á miðvikudag. í fyrri hiuta rétt- arhaldanna fann kviðdómur Timothy McVeigh sekan um að hafa komið fyrir sprengju í Alfred P. Murrah alríkisbyggingunni í Oklahomaborg árið 1995 og orðið þannig 168 manns að bana. Það bíður nú sama kviðdóms að skera úr um það hvaða refsingu hann fær. Kviðdómurinn, sem samanstendur af sjö körlum og fímm konum, þarf nú að skera úr um það hvort McVeigh hlýtur dauða- eða lífstíð- ardóm. Hlé var gert á málflutningi á þriðjudag en þá fundaði dómari með lögfræðingum um það hvaða gögn verði lögð fyrir réttinn. Richard Matsch, alríkisdómari, sagðist vilja stuðla að því að kvið- dómurinn taki siðferðilega ákvörðun, byggða á viðeigandi upplýsingum en ekki á tilfinningaþrungnum við- brögðum. Saksóknari, sem farið hefur fram á dauðarefsingu, býst við að kalla til 45 vitni. Meðal þeirra eru 10 ára drengur sem lýsir því hvaða áhrif það hafði á hann að missa móður sína og hjálparsveitarmaður sem segir frá því hvernig kona dó í örmum hans. Einnig mun saksóknari tefla fram fólki sem slapp nær dauða en lífí, sumt varanlega skaddað, starfsmanni sjúkrahúss sem lýsir því hvernig dauða fólks bar að höndum auk myndar af bömum í leikskóla, sem var í byggingunni. Á myndinni sjást m.a. andlit nokkurra barna sem fór- ust í sprengingunni. Dómarinn stöðv- aði hins vegar allar brúðarmyndir, dagbókarbrot og jarðarfararsögur. Mikilvægt að sýna mannlegar hliðar McVeighs Einnig hafnaði dómarinn áætlun- um veijenda McVeighs um að draga fram hvernig ríkisstjórnin stóð að umsátrinu um Waco í Texas og hvernig alríkislögreglan skaut konu og barn hvíta aðskilnaðarsinnans Randy Weaver. Ólíklegt er talið að McVeigh stígi sjálfur í vitnastúkuna. Líkur benda hins vegar til að veijendur kalli til föður hans og systur og reyni, með sögum af uppvexti hans og herþjón- ustu í Persaflóastríðinu að sýna mannlegar hliðar hans. Leyniþjónusta Rússa Njósnarar hvattir til ffaffnniósna i. Reuter. ^ ^ NIKOLAJ Kovaljov, yfirmaður rúss- nesku leyniþjónustunnar, hefur skorað á Rússa, sem njósna fyrir erlend ríki, að hringja í sérstakt símanúmer og gerast gagnnjósnar- ar. Áskorunin þykir til marks um að leyniþjónustan sé að laga sig að nýja markaðshagkerfinu og tilboð Kovaljovs er einfalt: þeir sem játa á sig njósnir geta haldið áfram að þiggja fé af erlendum leyniþjón- ustum en þeir sem gera það ekki verða að lokum handteknir. „Við munum fínna þá alla hvort sem er, fyrr eða síðar,“ sagði Kovaljov í sjón- varpsviðtali í fyrrakvöld. Símanúmerið, sem Kovaljov gaf upp, var alltaf á tali í gærmorgun. „Það merkir að mjög margir hafa hringt,“ sagði talsmaður rússnesku leyniþjónustunnar. Annar talsmaður leyniþjón- « ustunnar sagði við fréttastofuna It- ar-Tass að Kovaijov hefði þannig f skýrt með dæmi hvernig hægt yrði I að framfylgja lögum, sem sett voru fyrr á árinu og heimila sakaruppgjöf fyrir þá sem bæta fyrir afbrot sín. Talsmaðurinn sagði að ekkert hefði dregið úr njósnum erlendra ríkja í Rússlandi þrátt fyrir endalok kalda stríðsins. Síðasta hálfa árið hefðu ellefu erlendir útsendarar ver- ið handsamaðir og komið hefði verið . í veg fyrir 39 tilraunir til að senda ' ríkisleyndarmál til erlendra ríkja. { Leyniþjónustan segist hafa afhjúpað | 39 rússneska njósnara og 400 er- lenda útsendara á árunum 1995-96.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.