Morgunblaðið - 05.06.1997, Qupperneq 55

Morgunblaðið - 05.06.1997, Qupperneq 55
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ 1997 55 BREF TIL BLAÐSINS Reglugerðir - sljórntæki hentistefnunnar Frá Ernu Hauksdóttur: í SÍÐASTA mánuði undirritaði heilbrigðisráðherra reglugerð um breytingu á heilbrigðisreglugerð- inni. Ástæða reglugerðarbreyting- arinnar var sú að á þeim tíma var langt komið með að innrétta gististað í Reykjavík sem uppfyllti ekki kröfur heilbrigð- isreglugerðar um stærð her- bergja, en í henni er gerð sú Erna Hauksdóttir krafa að tveggja manna herbergi séu a.m.k. 12 fermetrar að stærð. Fram að þessu hefur mönnum ekki þótt ástæða til að minnka þessar kröfur og gististaðir um land allt hafa þurft að leggja í ómældan kostnað til að uppfýlla bæði þessar kröfur svo og aðrar sem í reglugerð- inni eru. I stefnumótunarvinnu samgönguráðherra, sem staðið hef- ur yfir síðan á síðasta ári, er reynd- ar lögð áhersla á aukin gæði og auknar kröfur. En nú á vordögum, í miðri stefnumótunarvinnunni, þótti ekki lengur ástæða til að halda þessum kröfum til streitu, en þó þótti heppilegra að búa til einhvers konar undanþáguákvæði og þau eru vandmeðfarin. Góð ráð voru því dýr við að bjarga þvi máli að gera ólög- legan gististað löglegan. Eftir nokkurt bras var eftirfarandi snilld- arákvæði sett í reglugerðina: „Ef um er að ræða gististað þar sem eingöngu er gert ráð fyrir næturgistingu, þ.e. að einungis sé dvalið í herbergjum yfir nótt, getur heilbrigðisnefnd veitt undanþágu frá ákvæðum greinar 64.2 um gólf- flöt tveggja manna herbergis. Und- anþága skal bundin skilyrðum um að gólfflötur verði aldrei undir 9 fermetrum og að á herbergi sé opnanlegur gluggi á útvegg." Það skal viðurkennt að ég þurfti að lesa þetta tvisvar, og svo var um fleiri. Hvenær þurfa gestirnir á tveggja manna herbergjunum að vera farnir út úr húsi á morgnana og hvenær er þeim leyfilegt að hverfa aftur til herbergja sinna að kvöldi? Gestum, sem dvelja einir á þessum herbergjum, virðist aftur á móti leyfilegt að dvelja í herbergjum sínum að degi til. Hver ætlar að fylgjast með því að eftir þessu sé farið? Ætlar heilbrigðisnefndin ef til vill að taka að sér þetta eftirlit svona eins og lögreglan fylgist með því að skemmtistaðimir séu ekki opnir lengur en reglur segja til um? Ef stjómvöld og ferðaþjónustan komast að þeirri niðurstöðu, eftir umræður og kannanir, að rétt sé að breyta reglum sem að ferðaþjón- ustunni lúta, þá er eðlilegt að ráð- herrar breyti reglugerðum. Þetta tiltekna dæmi er skólabókardæmi um hvemig hægt er að misnota reglugerðimar þegar henta þykir. Ef eðlilegt þykir að minnka kröf- ur um herbergjastærðir þá á að ganga þá götu á enda, en misbjóða ekki atvinnugreininni með slíkum aulaákvæðum. Það kann vel að vera að það sé ferðaþjónustunni á íslandi til góðs að opna gististað sem býður upp á litlar káetur inni í miðju húsi þar sem gesturinn horfir í gegnum glugga fram á gang, um það ætla ég ekki að dæma hér, en ég er að benda á hvemig ekki á að standa að stjórn- valdsaðgerðum s.s. reglugerðar- breytingum og benda á hversu langt menn geta gengið í vitleys- unni til að bjarga því sem þeir kæra sig um að bjarga. ERNA HAUKSDÓTTIR, framkvæmdastjóri Sambands veitinga- og gistihúsa. CIO o« utwoo Úrvals ryksugur á veröi sem enginn stenst! EIO ryksugurnar eru frá einum stærsta og virtasta fram- leiðanda Þýskalands. Þær eru tæknilega fullkomnar, lág- værar með stillanlegum sogkrafti og 6-földu míkrófilter- kerfi sem hreinsar burt smæstu rykagnir. EIO ryksugurnar hlutu nýlega 4 stig af 5 mögulegum í gæðaprófun neytendasamtaka erlendis. Exdusive 1400W knj 3.965 stgr. kr.j2.255 stgr. kr. 11.305 stqr. Harlekin 1200W Einnig DAEWOO 1100 W ryksugur með 5-földu míkrófilterkerfi á aðeins kn9.405 stnr. Glæsilegar ryksugur í glæsilegum litum! iMCÐiHuiip með nuddi og svuntu kr. 99.500,- stgr « ! með setu kr. 11.466,- stgr ■ * kr. 4.797,- stgr Handlaugar 57 sm. kr. 3.276,- stgr Baðker 160 x 70 sm kr. 8.092,- stgr pAíFABORGf KNARRARVOGI 4 • 8 568 6755 Línuskautar m Margar gerðir og stærðir. Mikið úrlval af varahlutum og hlífum. Opið laugardaga kl. 10-16 ORu'jmnÞ' Skeifunni 11, sími 588 9890 TILSOB - RÁmfÚF * LAUGARDAGA 9 -18 BOGIFRANZSON SKÓGARVERKFRÆÐINGUR VEITIR LEIÐBEININGAR UM RÆKTUN SUMARHÚSALÓÐA OG PLÖNTUVAL SKÓGARPLÖNTm BIRKl HNA VSAPLÓNWR TILBOÐ 20% AFSL. Birki bk. 35 stk. Stafafura bk. 35 stk. Birki hnausaplöntur hæð 1,25 -1,75 m. VERÐ ÁÐUR KR. 1.080- 1.480- NÚ AÐEINS KR. 690- PLÖNTUSALAN í FOSSVOGI Fossvogsbletti 1 (fyrir neðan Borgarspítala) Opið kl. 8-19. helgar kl. 9-18. Sími 564 1777 ^ Veffang: http://www.centrum.is/fossvogsstodin Nftt LEIÐBEININGAR - RÁÐGJÖF - ÞJÓNUSTA FYRIR ÞIG * á
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.