Morgunblaðið - 05.06.1997, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 05.06.1997, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ 1997 27 Grensásuegi 3 -108 Reykjauík m rður diskur a geisiadrif windows '9 5 islenskir i 110 tíma rafhlaða 250 gr að þyngd Sendlr stutt skllaboð Mðttekur stutt skllaboð Númerabirting NOKIA 1611 VINNUÞJ Simí. 5885900 Fax: 5885905 Opið virka daga Irá Nýlistasafniö sctustofa AKVARELLUR HAFSTEINN AUSTMANN Opið alla daga frá kl. 14-18. Lokað mánudaga. Til 8. janúar. Aðgangur ókeypis. ÞAÐ teljast nokkur tíðindi er Nýlistasafnið hefur kynningu á hinum fyrrum hötuðu FÍM-urum í húsakynnum sínum, nánar tiltekið í nýrri setustofu á Pallinum svo- nefnda. Setustofan er annars inn- réttuð sem óhefðbundinn sýningar- salur, þar sem frammi liggja einn- ig listtímarit víða að, auk þess sem kaffi er á könnunni. Húsgögn Franks Reitenspiess eru þó frekar fyrir augað en þægindin. Rétt að geta þessara tímamóta sérstaklega, en fyrsti gesturinn er Hafsteinn Austmann, sem hefur valið að draga fram nokkrar fornar „akvarellur", sem hann hefur legið á fram til þessa. Voru myndirnar upprunalega á sýningu listamanns- ins í Bogasal Þjóðminjasafnsins 1960, en þær eru allar gerðar á árunum 1959-60. Vafalítið gert með hliðsjón af, að þetta taldist drjúg nýlist á þeim árum og svo mun þetta hafa verið fyrsta sýn- ingin á akvarellum eingöngu á ís- landi. Áður höfðu menn að vísu sýnt vatnslitamyndir ásamt með málverkum og öðru frá fyrstu ára- tugum aldarinnar, en listgeirinn taldist enn sem komið var vinnu- kona málaralistarinnar, eða „anc- illa pic.turae" eins og það nefnist og svo var einnig með pastel, krít- armyndir og allar tegundir af svartlist. það er þannig ekki lengra síðan olíumálverk á dúk drottnaði yfir öðrum tegundum myndlistar í norðrinu, sem þó var á umdeilan- legum forsendum litið til listasög- unnar. Var um frekar grunnrist tízkufyrirbæri að ræða tökum við mið af því, að best varðveittu málverk sögunnar voru unnin á hellisveggi (Altamira), stein (Pom- pei), og á seinni tímum tré sbr. byzantíska íkona. Hins vegar held- ur olíumálverkið enn stöðu sinni og reisn hvort heldur undirlagið sé dúkur eða tré, helst grunnað masonit. Akvarellur Hafsteins eru „kolabstrakt" eins og það nefndist hér fyrrum, en í raun er um að ræða ljóðræn tónastef, hryn og innri gerjun, með sterkri skírskot- un til lit- og ljósbrigða náttúrunn- ar. Tónlist hefur verið álitin ab- EIN af akvarellunum á sýningunni. strakt, en þó eru í henni sterkar vísanir til náttúrunnar svo sem allir vita. Hér var líkt farið að, svo trauðla er hægt að halda því fram að um hreinn tilbúning og tilviljan- ir sé að ræða, heldur lúta vinnu- brögðin engu síður ströngum lög- málum en vinna við tónsmíðar. Vinnumátinn var svo mjög í anda þess sem efst var á baugi í óhlut- bundinni list í París, að viðbættum persónuleika listamannsins, stað- bundnu hugsæi. Sýningin í Bogasal vakti mikla athygli og man ég eftir að Valtýr Pétursson fór um hana mjög lof- samlegum orðum hér í blaðinu. Á seinni árum hefur Hafsteinn af endurnýjuðum krafti snúið sér að akvarellunni og er ferskur og fijór sem aldrei fyrr eins og vegur hans á alþjóðlegum sýningum mið- ilsins staðfestir. Þetta er falleg sýning, hugmynd- in góð og vonandi verður framtakið til að auka áhuga listunnenda á staðnum. Dijúgur akkur er að myndbandi um feril listamannsins, sem þó er ekki nægilega í fókus á stundum, hvað sem veldur. Maður saknar þó að fá engar upplýsingar upp í hendurnar utan fréttabréfs- ins, ekki einu sinni á einblöðungi og myndir ónúmeraðar. Loks mega sýningar safnsins að ósekju standa í viku lengur með hliðsjón af fjölda þeirra, vægi og séreðli. Bragi Ásgeirsson fólksflutningabíll grindarbíll sendibíll pallbíll „Tvö hundruð orð“ MVNDIISI Álftanes- kórinn í Borgarnesi ÁLFTANESKÓRINN heldur tónleika í Borgarneskirkju föstudaginn 6. júní kl. 20.30. Daginn eftir, laugardaginn 7. júní, syngur kórinn í Víðihlíð í Húnavatnssýslu ásamt kirkjukór Víðdalstungu. Hefj- ast tónleikarnir í Víðihlíð kl. 21. Á söngskrá kórsins verða m.a. negrasálmar, lög eftir Bach, Jón Ásgeirsson, Gade, Hjálmar H. Ragnarsson og Björgvin Guðmundsson. Auk þess syngur kórinn tilbrigði við lag Schuberts „Die For- elle“ í ýmsum stíltegundum. í Álftaneskórnum eru um 30 félagar og hefur kórinn sung- ið við margvísleg tækifæri í Bessastaðasókn s.s. við kirkjuathafnir o.fl. Stjórnandi Álftaneskórsins ei Þóra Fríða Sæmundsdóttir. - kjarni málsins! HEKLA VOLKSWAGEN LT er sá stærsti í stórri fjölskyldu atvinnutækja frá Volkswagen. Hann fæst í órtúlega mörgum útfærslum. Burðargeta er allt aö 2700 kg. Verð frá kr. 1 i m ö r g u m útf ærsl u m ! án vsk. Volkswagen Oruggur á alla vegu!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.