Morgunblaðið - 05.06.1997, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ 1997 15
LANDIÐ
Morgunblaðið/Gunnlaugur Ámason
NÝJASTA hvalaskoðunarskipið Moby Dick tilbúið að flytja ferða-
menn á hvalaslóðir á Skjálfanda eftir endurbætur í Stykkishólmi.
Ljúfur
blús með
sumarkomu
Flateyri - Á rölti um Brimnesveginn
á dögunum bárust til eyrna ljúfir
blústónar í mildu sjávarlofti angandi
af sumaryl. Þegar nánar var að gáð
sátu þarna félagar tveir að raula
blústóna. Eiður vinnur hjá Kambi
og Hermann er myndlistarkennari
við Grunnskólann á Flateyri. Þeir
höfðu tekið fram gítarinn og sungu
ljúfa blústóna fyrir gesti og gang-
andi um i sólskininu. Þeir sögðu að
ekki hefði verið hægt að sitja inni
í svona góðu veðri þegar sólin lokk-
aði menn út með geislum sínum.
Morgunblaðið/Egill
Moby Dick
á leið til
Húsavíkur
Stykkishólmi - Á næstu dögum
kemur Moby Dick til Húsavíkur.
Moby Dick er bátur sem Amar Sig-
urðsson á Húsavík hefur keypt og
ætlar að nota til hvalaskoðunar frá
Húsavík.
Skipið er byggt árið 1963 og hét
áður Fagranes og sigldi um ísafjarð-
ardjúpið. Skipið kom til Stykkishólms
fyrir 2 mánuðum síðan og hafa verið
gerðar gagngerar endurbætur á skip-
inu í Skipasmíðastöðinni Skipavík í
Stykkishólmi. Skipt var um vél, bát-
urinn var vatnsblásinn og málaður
ásamt öðrum lagfæringum. Skipið
hefur breytt mjög um svip og mun
vonandi þjóna vel þeim íjölmörgu
ferðamönnum sem leggja leið sína
til Húsavíkur í þeim tilgangi að sjá
lifandi hvai syndandi um Skjálfanda.
Að sögn Ólafs Sigurðssonar, fram-
kvæmdastjóra Skipavíkur, gekk öll
vinna vel við Moby Dick og var verk-
inu lokið á umsömdum tíma. Ólafur
er Húsvíkingur og er því ánægður
með að geta þjónustað sína gömlu
heimamenn.
■---------------■
SLIM-LINE
dömubuxur
frá gardeur
ÖÓuntv
tískuverslun
m V/Nesveg, Seltj.. s. 561 1680 H
Kerfin eru
stækkanleg.
Láttu oKKur annast
öryggismálin
Meöal vl&skiptamanna okkar eru:
Þjóöarbókhlaðan, sjúkrahús,
heilsugæslustöövar, bílageymslur,
frystihús, skip og bátar, kirkjur,
yerslanir o. fl.
m
Einar
Farestveit & Co. hf.
Borgartúni 28 - Sími 5622901 og 5622900
Gallaskyrtur
ver& frá
Ba rnaga H abuxu r
ver& frá
Gailabuxur
verð frá
Ba rnagal lasky rtu r
verb frá
verb frá
UMMKHHU
HAGKAUP
Wrangler