Morgunblaðið - 05.06.1997, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 05.06.1997, Blaðsíða 46
- 46 FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ > Móðir okkar og tengdamóðir, ERLA Þ. EGILSON, Eskihlíð 10A, varð bráðkvödd á heimili sínu þriðjudaginn 3. júní sl. Elísabet Ólafsd. Paulson, Skúli Ólafsson, Þórarinn Ólafsson, Olaf Paulson, Sigrún Ragnarsdóttir, Björg Ólafsson. + Ástkær eiginkona mín, LYDÍA AÐALHEIÐUR RÓSINKARSDÓTTIR, Faxabraut1, Keflavík, lést á Sjúkrahúsi Keflavíkur 3. júní. Fyrir hönd aðstandenda, Sigmundur Jóhannesson. t Ástkær móðir okkar, SIGURBJÖRG SÆMUNDSDÓTTIR, lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð mánudaginn 2. júní. Sævar Kristinn Jónsson, Sigurður Jónsson, Halldóra Jónsdóttir. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GRÍMEY JÓNATANSDÓTTIR, Garðvangi, Garði, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstu- daginn 6. júní kl. 15.00. Jónatan Aðalsteinsson, Anna Margrét Hákonardóttir, Ásthildur Aðalsteinsdóttir, barnaböm og barnabarnabörn. + Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN EIRÍKSSON fyrrv. yfirlæknir í Reykjavík, verður jarðsunginn frá Friðrikskapellu á Fllíðarenda föstudaginn 6. júní kl. 13.30. Ásdís V. Jónsdóttir, Þyrí Ágústa Jónsdóttir, Sigurður Þór Jónsson, Fríða Ástvaldsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. + Hjartkær konan mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, ERNA GUÐRÚN ÓLAFSDÓTTIR STELLA, Hagamel 47. sem lést á heimili sínu aðfaranótt laugardag- sins 31. maí sl. verður jarðsungin frá Neskirkju föstudaginn 6. júní kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hinnar látnu, er bent á styrktarsjóð hjúkrunarþjónustunnar Karitas, sími 551 5606 milli kl. 9.00-11.00. Hörður Þormar, Kristján Ingl Einarsson, Ásdis Lilja Emilsdóttir, Hildur Einarsdóttir, Sigmundur Hannesson, Ásdís Hrund Einarsdóttir, Erling Nesse og barnabörn. ARNIJAKOB STEFÁNSSON + Árni Jakob Stefánsson fæddist í Litladal í Saurbæjarhreppi hinn 1. mars 1912. Hann lést aðfara- nótt föstudagsins 16. maí síðastliðinn. Árni Jakob var einkasonur hjón- anna Sólveigar Ág- ústsdóttur og Stef- án Baldvins Árna- sonar bónda í Litladal og víðar í Eyjafirði, síðast á Kífsá í Kræklinga- hlíð. Hinn 14. júlí 1936 kvæntist Ami Jakob Þorgerði Róberts- dóttur. Hún fæddist á Hallgils- stöðum í Fnjóskadal hinn 19. sept. 1915, dóttir hjónanna Her- borgar Sigurðar- dóttur og Róberts Bárðdal bónda þar. Þorgerður lést 26. maí 1993. Þeim Þor- gerði og Áma Jak- obi varð fimm barna auðið. Þau em: Stef- án Baldvin, kvæntur Kristbjörgu Rún Ól- afsdóttur, Róbert, kvæntur Þorgunni Þórarinsdóttur, Sól- borg, gift Baldri Marinóssyni, Magn- ús, kvæntur Hafdisi Skúladóttur, og Bragi, kvæntur Ingibjörgu Þor- steinsdóttur. Barnaböm og bamabamaböm em orðin stór hópur. Utför Árna Jakobs fór fram í kyrrþey. Ég sá vin minn, Árna Jakob, síð- ast þegar ég sótti hann heim á Sel, en þangað var hann þá nýflutt- ur. Hann bar sig vel, en þó var af honum dregið, það fann ég. En hann var uppréttur með gamanyrði á vörum og notalega hlýju. Hann var jafn ótrauður í sínum skoðunum og áður, hann var gædd- ur ríkri réttlætiskennd og hafði raunsæja sýn til framtíðar. Hann kvaddi mig þannig að ég mátti vel skilja að óðum hallaði á ævikvöldið. Samt kom mér andlát hans á óvart, - við höfðum ætlað að hittast aftur. Árni Jakob var af þeirri kynslóð, sem átti rætur í jarðvegi fyrri aldar- hátta, upplifði umrót verklegra nýj- unga og þjóðfélagslegra umbóta og fagnaði sjálfstæði þjóðar sinnar. Það hlaut að móta skapgerð hans og marka lífsbrautina. Ungur vand- ist hann öllum sveitastörfum, var mikil hjálparhella móður sinnar og reyndi meir á hann en ella vegna vanheilsu föðurins. Ég hef það fyr- ir satt, að með honum hafi fallið í valinn síðasti beitarhúsamaðurinn frammi í Firði. Árni Jakob var gæfumaður í sínu einkalífi og voru þau Þorgerður góðir lífsförunautar, áttu barnaláni að fagna, samrýnd og samhent. Fyrstu hjúskaparárin bjuggu þau á Kífsá en fluttu brátt til Akureyrar og áttu lengi heima á Ránargötu 13. Þorgerður varð fyrir því áfalli að fá berkla en náði sér til fulls. Síðar á ævinni þjáðist hún af liða- gigt til hinstu stundar. Þorgerði var mikill styrkur að því að Sólveig tengdamóðir hennar var til heimilis á Ránargötunni því að heimilið var rausnarheimili og mörgu og mörg- um að sinna. Kristján bróðir hennar bjó þar sex vetur meðan hann var í menntaskóla, og þar átti Ólöf móðir hennar sitt ævikvöld. Síðustu árin voru Þorgerði erfið, en fjöl- skyldan stóð vel saman og Árni Jakob var óþreytandi að létta undir með konu sinni. Og þegar vel lá á þeim, lögðu þau land undir fót og höfðu af því mikla ánægju. Starfsvettvangur Árna Jakobs var Eyjaijörður og Akureyri. Eftír að hann flutti frá Kífsá vann hann hveija þá vinnu sem til féll, átti vörubíl um skeið, vann að jarðabót- um og að byggingu Laxárvirkjunar. En brátt sneri hann sér alfarið að smíðum og tók sveinspróf án þess að setjast í iðnskóla. Hann átti og rak ásamt Jóni H. Þorvaldssyni, Lýði Bogasyni og Steindóri Pálma- syni Trésmíðaverkstæðið Skjöld við Gránufélagsgötu nokkuð á annan áratug, uns Jón keypti það af félög- um sínum. Eftir það vann hann við brúargerð og síðan hjá Bygginga- vöruverslun Tómasar Björnssonar rúman áratug, en verslunin hafði þá mikið umleikis við byggingu og sölu íbúðarhúsa. Síðustu starfsárin vann Árni Jakob með sonum sínum og stofnuðu þeir saman byggingar- fyrirtækið Mána. Þar lauk Ami Jak- ob starfsdegi sínum 76 ára að aldri. Árni Jakob var vel að manni, svipmikill og sviphreinn. Hann naut ekki langrar skólagöngu, en var vel menntaður af sjálfum sér, bókelsk- ur, glöggur og athugull. Hann var hreinskiptinn og kunni því illa ef menn stóðu ekki við sitt. Hann fór ekki í launkofa með skoð- anir sínar, enda skapmaður og skýr- mæltur á fundum, þegar svo bar undir. Hann var maður einstakl- ingsfrelsis og athafna og fylgdi Sjálfstæðisflokknum fast að málum og naut þar trausts og virðingar. Árni Jakob var mikill fjölskyldu- maður. Hann átti innri hlýju og gat verið gamansamur. Hanr. var mik- ill drengskaparmaður og vinur vina sinna. Við Kristrún söknum Árna Jak- obs Stefánssonar. Guð geymi minn- ingu hans. Þessar línur bera börn- um hans og fjölskyldum þeirra sam- úðarkveðjur okkar hjóna. Megi hann í friði hvíla. Halldór Blöndal. ÓSKAR STEFÁNSSON + Óskar Stefáns- son var fæddur í Sauðagerði í vest- urbæ Reykjavíkur 16. nóvember 1911. Hann lést á Land- spítalanum 28. maí síðastliðinn. For- eldrar hans voru Ingibjörg Jónsdótt- ir frá Hömrum í Þverárhlíð og Stef- án Jónsson frá Galtarholti í Borg- arhreppi. Systkini Óskars voru Stef- anía, f. 1903, Karl, f. 1905, Jón, f. 1906, Þórunn, f. 1907, Pétur, f. 1909, Ingi- bergur, f. 1910, Elías, f. 1913, Þuríður, f. 1917, og Ragnar, f. 1918. Þau eru öll Iátin nema Þuríður. Hinn 25. ajiríl 1940 kvæntist Osk- ar Sigurbjörgu Jós- iasdóttur frá Þórs- höfn á Langanesi. Þau eignuðust fimm börn en eitt var andvana fædd stúlka. Börn Óskars eru Ingibjörg Ósk, maki Hörður Smári Hákonarson, Stef- án Agnar, maki Ása Jónsdóttir, Guðný Ósk, maki Anton Sigfússon, og Pétur Ævar, maki Unnur Sigurgísladóttir. Barnabörnin eru sjö og barnabarnabörn eru orðin sex. Útför Óskars fer fram frá Áskirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 13.30. Óskar var sendur nokkurra daga gamall í fóstur að Kalmannstungu til Sesselju Jónsdóttur, sem var föðursystir hans, og Ólafs Stefáns- sonar bónda hennar og ólst þar upp til manndómsára. Hann er tvo vet- ur við nám í Reykholtsskóla. 19 ára gamall fer hann í stutta heim- sókn til Reykjavíkur og sér þá fjöl- skyldu sína í fyrsta skipti utan eins bróður, Elíasar, sem var um tíma í Kalmannstungu. Óskar og Sigurbjörg hófu bú- skap á Þorvaldsstöðum í Hvítárs- íðu, en 1939 keyptu þau jörðina Stað í Borgarhreppi, en þá gerðist hann refaskytta Borgfirðinga og einnig vann hann við jarðrækt víða í Borgarhreppi ásamt búskapnum. Árið 1954 verður Óskar að hætta búskap vegna heymæði og flytur þá til Reykjavíkur og hefur störf við byggingavinnu, en kona hans heldur áfram búskap. Árið 1957 slíta þau samvistum, en samband þeirra var ákaflega gott eftir sem áður, eins og sést best á því að sonur hennar Þröstur sem hún átti með seinni manni sínum kallaði Óskar afa á sínum yngri árum. Fljótlega eftir komu sína til Reykjavíkur hóf Óskar störf hjá bræðrum sínum í blikksmiðjunni Gretti og vann þar til starfsloka ævi sinnar. Óskar var ákaflega félagslyndur maður, söngvinn og hagmæltur, enda virkur meðlimur í Ljóði og sögu og var gerður að heiðursfé- laga þar. Eftir að hann lauk störf- um sinnti hann meira áhugamálum sínum, sem voru ferðalög bæði hérlendis og erlendis, enda beið hann í ofvæni eftir bréfi frá verka- mannafélaginu Dagsbrún um ferð erlendis, þegar dauða hans bar að höndum. Við tengdasynir þínir viljum sýna þér þakklæti og virðingu með því að tæpa hér á lífshlaupi þínu, og þakka þér einnig fyrir þær ánægju- stundir sem þú veittir okkur þann tiltölulega stutta tíma sem við feng- um að ganga með þér á þessum lífsins vegi og megi þín ferð verða sem ánægjuríkust um þá óravegu, sem við ekki þekkjum. Vertu sæll, kæri vinur. Hörður Smári Hákonarson, Anton Sigfússon. Það var að kvöldi miðvikudagsins 28. maí síðastliðins sem okkur barst sú harmafregn að hann Óskar afi væri látinn. Langar okkur bræðurna að minn- ast hans með örfáum orðum, báðir nutum við þess á okkar yngri árum að búa hjá honum á Laugaveginum og síðar meir að starfa með honum í Blikksmiðjunni Gretti, þar sem hann vann svo lengi sem við báðir munum eftir. Já, báðir munum við eftir ferðunum á Náttúrugripasafn- ið sem og önnur söfn og staði sem hann fór með okkur á þegar við vorum smápattar og fræddi okkur um lífið og tilveruna. Ferðalög, ljóð og kveðskapur voru honum afar kær og ferðaðist hann eins mikið og hann gat bæði innanlands og utan. Það er margs að minnast og vart verður það allt sett á blað en ekki er hægt að kveðja án þess að minnast á hjálpsemi og greiðvikni hans sem var mikil og var sem nei væri ekki til í hans orðaforða. Elsku afi, við þökkum fyrir sam- fylgdina nú þegar komið er að leið- arlokum, megir þú hvíla í friði. Óskar og Haraldur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.