Morgunblaðið - 12.06.1997, Síða 13

Morgunblaðið - 12.06.1997, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI FIMMTUDAGUR 12. JÚNÍ 1997 13 Staðsetning rúmfrekrar stóriðju í Eyjafirði kynnt á fundi héraðsnefndar Aðeins Dysnes og Árskógs- sandur koma til greina Morgunblaðið/Bjöm Gíslason SIGURÐUR J. Sigurðsson, bæjarfulltrúi á Akureyri, Pétur Þór Jónasson, sveitarstjóri Eyjafjarðarsveit- ar, og Björk Guðmundsdóttir, framkvæmdasljóri héraðsnefndar, rýna í pappíra á fundinum á Hótel KEA. ÁFANGASKÝRSLA I um framhald staðarvalsathugana í Eyjafirði vegna staðsetningar iðnaðarsvæða, var lögð fram til kynningar á fundi héraðsnefndar Eyjafjarðar í gær. í niðurstöðum skýrslunnar er bent á að aðeins tvö svæði við Eyjafjörð komi til álita fyrir rúmfreka stóriðju, Dysnes í Arnarneshreppi og svæði ofan við Litla-Árskógssand í Ár- skógshreppi. Umræða um stóriðju í Eyjafirði hefur að mestu snúist um álver og hafa erlendir Ijárfestar m.a. skoðað landsvæði í firðinum undir slíka starfsemi. Verkefnisstjórn sem skipuð er þremur mönnum, frá héraðsnefnd, Byggðastofnun á Akureyri og mark- aðsskrifstofu iðnaðarráðuneytisins og Landsvirkjunar vann að gerð skýrslunnar. Verkefnisstjórnin safn- aði gögnum og átti m.a. viðtöl við sveitarstjórnarmenn í þremur hrepp- um þar sem svæði fyrir verksmiðju- lóðir eru merkt á uppdrætti með svæðisskipulagi Eyjafjarðar 1989- 2009. Ágreiningfur í hreppsnefnd I skýrslunni kemur fram að unnið er að gerð aðalskipulags í Arnarnes- hreppi og er ágreiningur meðal hreppsnefndarmanna um það hvort land við Dysnes skuli áfram skipu- lagt sem iðnaðarsvæði fyrir orku- frekan iðnað. Á meðan sá ágreining- ur er óleystur er ekki talið skynsam- legt að leggja í frekari kostnað við framhald staðarvalsathugana á þeim stað. Dysnes er þó talið hafa ýmsa kosti umfram Árskógssand með til- liti til staðsetningar stóriðju en Ár- skógssandur kemur vel til álita sem valkostur, a.m.k. fyrir ákveðna teg- und stóriðju. Verkefnisstjórnin mat stöðu forathugana fyrir þessi svæði og áætlaði kostnað við frekari stað- arvalsathuganir. Við Dysnes er gert ráð fyrir kostnaði upp á 5,5 milljón- ir króna en áætlun um staðarvalsat- huganir á Árskógsströnd sem þarf til að lyfta þeim stað á sambærilegt þekkingarstig og Dysnes er gert ráð fyrir kostnaði upp á 16 milljónir króna. Nýir útreikningar á loftmengun Nýir útreikningar voru gerðir á loftmengun fyrir 200.000 tonna álver á Dysnesi og sýna niðurstöðurnar mun minni mengun nú frá stóru ál- veri við Dysnes en fyrri útreikning- ar, m.a. vegna strangari krafna heil- brigðisyfírvalda um leyfilegt útblást- ursmagn. Þá taldi verkefnisstjómin æskilegt að gerð yrði viðhorfskönnun meðal íbúa Eyjafjarðarsvæðisins til að kanna hug þeirra til stóriðju við Dysnes eða á Árskógsströnd. Rann- sóknarstofnun HA gerði könnunina en niðurstöður liggja ekki fyrir. Andrés Svanbjömsson, yfirverk- fræðingur markaðsskrifstofu iðnað- arráðuneytisins og Landsvirkjunar er formaður verkefnisstjómarinnar en með honum í stjóm eru Björk Guð- mundsdóttir, framkvæmdastjóri hér- aðsnefndar, og Valtýr Sigurbjamar- son, framkvæmdastjóri Byggðastofn- unar á Akureyri. Töluverðar umræð- ur urðu í héraðsnefnd um skýrsluna og framhald málsins. Matvælavinnsla - stóriðja í þeirri umræðu kom m.a. fram hvort hægt væri að ræða um fjárfest- ingaverkefni í matvælavinnslu sam- hliða umræðu um stóriðju. Andrés sagði það sína skoðun að stóriðja á Dysnesi eða Árskógssandi þyrfti ekki að skaða matvælaframleiðslu á Akur- eyri. Víða erlendis væru þessar at- vinnugreinar reknar saman og nefndi hann Sviss sem dæmi. Hins vegar væri hægt að hafa áhrif á þá ímynd í báðar áttir. Kristján Snorrason, oddviti Ár- skógshrepps, og Jóhannes Her- mannsson, oddviti Arnameshrepps, sögðust ekki hafa áhuga á að keppa um staðsetninguna. Uppbygging stóriðju kæmi öllu svæðinu vel. Jó- hannes sagði þó ljóst að meirihluta- samþykkt íbúa þyrfti fyrir staðsetn- ingu stóriðju í hreppnum. „En það er ekki góður kostur að 200 manna byggðarlag geta stoppað stóriðju- framkvæmdir á svæði þar sem búa 24.000 íbúar." Varðandi framhald málsins, sam- þykkti héraðsnefnd samhljóða að verkefnisstjóm héldi áfram störfum og að héraðsráð ynni einnig að mál- inu milli funda héraðsnefndar. Kristín Aðal- steinsdóttir heiðruð AKUREYRARDEILD Delta Kappa Gamma hefur kjörið Kristínu Aðal- steinsdóttur fyrstu konuna sem félag- ið heiðrar og var athöfn haldin á Fiðl- aranum af því tilefni. Delta Kappa Gamma eru alþjóðleg samtök kvenna í fræðslustörfum og voru þau stofnuð í Bandaríkjunum árið 1929. Deildir þess starfa víða um lönd, á íslandi hófst starfsemin í Reylqavík árið 1975 og 2. júní 1977 var stofnuð deild á Akureyri. Félagar hennar héldu upp á tuttugu ára af- mæli hennar með því að heiðra Krist- ínu. Ákveðið var í tilefni tímamótanna að heiðra á fímm ára fresti eina konu sem skarað hefur fram út á sviði mennta- og menningarmála á félags- svæðinu enda samræmist það stefnu þess að meta vel unnin störf. Kristín hefur mikla reynslu af skólastarfi, hún hefur kennt á öllum skólastigum og stundað víðtæk rann- sóknarstörf, einkum á sviði lestrar- kennslu og sérkennslu. Árangur þeirra rannsókna hefur hún birt í fræðiritum og fyrirlestrum. Árin 1989-1993 hafði Kristín umsjón með framhaldsnámi í sérkennslufræðum á vegum Kennaraháskóla íslands og frá árinu 1994 hefur hún starfað við kennaradeild Háskólans á Akureyri. Hún stundar nú doktorsnám við há- skólann í Briston á Englandi. Morgunblaðið/Kristján Gallerí Svartfugl í Listagilinu SVEINBJÖRG Hallgrímsdóttir, myndlistarkona opnar um helgina nýja vinnustofu og sýningaraðstöðu sem fengið hefur nafnið Gallerí Svartfugl í Listagilinu, Kaupvangs- stræti 24 á Akureyri. Vonast er til að þessi sýningarað- staða verði góð viðbót við annars fjölbreytt lista- og menningarlíf í Listagilinu. Guðbjörg Ringsted, myndlistarkona er fyrsti listamað- urinn sem setur þar upp sýningu en sýning hennar opnar laugardag- inn 14. júní. Gallerí Svartfugl er opið þriðju- daga til laugardaga frá kl. 14.00- 18.00. Á myndinni er Sveinbjörg Hallgrímsdóttir í galleríi sínu. Rannsóknarstofnun Háskólans á Akureyri Trausti ráð- inn fram- kvæmda- stjóri GUNNLAUGUR Sighvatsson, sjávarútvegsfræðingur, sem verið hefur framkvæmdastjóri Rann- sóknarstofnunar Háskólans á Ak- ureyri hefur látið af því starfi og hefur Trausti Þorsteinsson, fyrr- verandi fræðslustjóri Norðurlands- umdæmis eystra, verið ráðinn í hans stað. Trausti hefur langa reynslu sem skólastjórnandi og hefur setið á vegum stjórnvalda í ýmsum nefnd- um sem fjalla um menntamál. Þá var Trausti forseti bæjarstjórnar Dalvíkur á síðasta kjörtímabili. Hann mun taka við starfi fram- kvæmdastjóra fljótlega. Gunnlaugur Sighvatsson hefur tekið við starfi framkvæmdastjóra Hólmadrangs hf. á Hólmavík. Messur LAUFÁSPRESTAKALL: Guðs- þjónusta í Laufáskirkju sunnudag- inn 15. júní kl. 14.00. Messukaffi á prestssetrinu á eftir. Morgunblaðið/Kristján RÓSA Kristín Júlíusdóttir, formaður Beta-deildar, og Kristín Aðalsteinsdóttir, fyrsta konan sem félagið heiðrar. Skólanefnd Akureyrar Rætt við alla um- sækjendur SKÓLANEFND fór á fundi sínum í gær yfir þær umsóknir sem bárust um starf skólafulltrúa Akureyrar- bæjar og um stöður skólastjóra og aðstoðarskólastjóra við Síðuskóla. Á fundinum var samþykkt að boða alla umsækjendur til viðtals og afgreiða málið frá nefndinni á fundi næsta mánudag. Þaðan fer málið fyrir bæjarráð nk. fimmtudag og að öllum líkindum til afgreiðslu í bæjar- stjórn þriðjudaginn 24. júní. Tvær umsóknir bárust um allar stöðurnar þijár og sótti Sturla Krist- jánsson um þær allar. Guðmundur Þór Árnason sótti einnig um stöðu skólafulltrúa og Ólafur B. Thorodd- sen um stöðu skólastjóra Síðuskóla. Þá sótti Sigríður Ása Harðardóttir um stöðu aðstoðarskólastjóra við Síðuskóla. ------»■ ♦ 4--- Umsóknir um skólavist í VMA Svipaður fjöldi og í fyrra ALLS bárust rúmar 1130 umsóknir um skólavisst í Verkmenntaskólan- um á Akureyri næsta skólaár en umsóknarfrestur rann út þann 6. júnl sl. Þetta er svipaður fjöldi og sótti um skólasvisst I fyrra. Flestir sækja um nám á uppeldis- sviði eða 308, um nám á tæknisviði sækja 284, á hússtjórnarsviði 224, á heilbrigðissviði 185 og á viðskipta- sviði 131. Garðar Lárusson, áfangastjóri VMA gerir ráð fyrir að umsóknum eigi eftir að fjölga eitthvað en að nemendafjöldinn í dagskóla verði svipaður milli ára. -----»-■♦■■♦-- Ekkert fékkst upp í almenn- ar kröfur SKIPTUM í þrotabúi Hallar ehf., sem m.a. rak veitingastaðinn Sjall- ann á Akureyri, er lokið en félagið var tekið til gjaldþrotaskipta í októ- ber á síðasta ári. Skiptum lauk með úthlutunargerð úr þrotabúinu en samkvæmt henni greiddust 7,5 milljónir króna upp í samþykktar veðkröfur að fjárhæð tæplega 11,3 milljónir króna, eða um 66%. Ekkert fékkst greitt upp 1 almennar kröfur er námu um 6,5 milljónum króna. Hótel Havpa Akureyri Gisting við allra hæfi. Þú velmr: Fjörið í miðbænum. Friðsældina í Kjarnaskógi eða lága verðið á gistiheimilinu Gulu villunni gegnt sundlauginni. Sírni 461 1400.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.