Morgunblaðið - 12.06.1997, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 12.06.1997, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI FIMMTUDAGUR 12. JÚNÍ 1997 13 Staðsetning rúmfrekrar stóriðju í Eyjafirði kynnt á fundi héraðsnefndar Aðeins Dysnes og Árskógs- sandur koma til greina Morgunblaðið/Bjöm Gíslason SIGURÐUR J. Sigurðsson, bæjarfulltrúi á Akureyri, Pétur Þór Jónasson, sveitarstjóri Eyjafjarðarsveit- ar, og Björk Guðmundsdóttir, framkvæmdasljóri héraðsnefndar, rýna í pappíra á fundinum á Hótel KEA. ÁFANGASKÝRSLA I um framhald staðarvalsathugana í Eyjafirði vegna staðsetningar iðnaðarsvæða, var lögð fram til kynningar á fundi héraðsnefndar Eyjafjarðar í gær. í niðurstöðum skýrslunnar er bent á að aðeins tvö svæði við Eyjafjörð komi til álita fyrir rúmfreka stóriðju, Dysnes í Arnarneshreppi og svæði ofan við Litla-Árskógssand í Ár- skógshreppi. Umræða um stóriðju í Eyjafirði hefur að mestu snúist um álver og hafa erlendir Ijárfestar m.a. skoðað landsvæði í firðinum undir slíka starfsemi. Verkefnisstjórn sem skipuð er þremur mönnum, frá héraðsnefnd, Byggðastofnun á Akureyri og mark- aðsskrifstofu iðnaðarráðuneytisins og Landsvirkjunar vann að gerð skýrslunnar. Verkefnisstjórnin safn- aði gögnum og átti m.a. viðtöl við sveitarstjórnarmenn í þremur hrepp- um þar sem svæði fyrir verksmiðju- lóðir eru merkt á uppdrætti með svæðisskipulagi Eyjafjarðar 1989- 2009. Ágreiningfur í hreppsnefnd I skýrslunni kemur fram að unnið er að gerð aðalskipulags í Arnarnes- hreppi og er ágreiningur meðal hreppsnefndarmanna um það hvort land við Dysnes skuli áfram skipu- lagt sem iðnaðarsvæði fyrir orku- frekan iðnað. Á meðan sá ágreining- ur er óleystur er ekki talið skynsam- legt að leggja í frekari kostnað við framhald staðarvalsathugana á þeim stað. Dysnes er þó talið hafa ýmsa kosti umfram Árskógssand með til- liti til staðsetningar stóriðju en Ár- skógssandur kemur vel til álita sem valkostur, a.m.k. fyrir ákveðna teg- und stóriðju. Verkefnisstjórnin mat stöðu forathugana fyrir þessi svæði og áætlaði kostnað við frekari stað- arvalsathuganir. Við Dysnes er gert ráð fyrir kostnaði upp á 5,5 milljón- ir króna en áætlun um staðarvalsat- huganir á Árskógsströnd sem þarf til að lyfta þeim stað á sambærilegt þekkingarstig og Dysnes er gert ráð fyrir kostnaði upp á 16 milljónir króna. Nýir útreikningar á loftmengun Nýir útreikningar voru gerðir á loftmengun fyrir 200.000 tonna álver á Dysnesi og sýna niðurstöðurnar mun minni mengun nú frá stóru ál- veri við Dysnes en fyrri útreikning- ar, m.a. vegna strangari krafna heil- brigðisyfírvalda um leyfilegt útblást- ursmagn. Þá taldi verkefnisstjómin æskilegt að gerð yrði viðhorfskönnun meðal íbúa Eyjafjarðarsvæðisins til að kanna hug þeirra til stóriðju við Dysnes eða á Árskógsströnd. Rann- sóknarstofnun HA gerði könnunina en niðurstöður liggja ekki fyrir. Andrés Svanbjömsson, yfirverk- fræðingur markaðsskrifstofu iðnað- arráðuneytisins og Landsvirkjunar er formaður verkefnisstjómarinnar en með honum í stjóm eru Björk Guð- mundsdóttir, framkvæmdastjóri hér- aðsnefndar, og Valtýr Sigurbjamar- son, framkvæmdastjóri Byggðastofn- unar á Akureyri. Töluverðar umræð- ur urðu í héraðsnefnd um skýrsluna og framhald málsins. Matvælavinnsla - stóriðja í þeirri umræðu kom m.a. fram hvort hægt væri að ræða um fjárfest- ingaverkefni í matvælavinnslu sam- hliða umræðu um stóriðju. Andrés sagði það sína skoðun að stóriðja á Dysnesi eða Árskógssandi þyrfti ekki að skaða matvælaframleiðslu á Akur- eyri. Víða erlendis væru þessar at- vinnugreinar reknar saman og nefndi hann Sviss sem dæmi. Hins vegar væri hægt að hafa áhrif á þá ímynd í báðar áttir. Kristján Snorrason, oddviti Ár- skógshrepps, og Jóhannes Her- mannsson, oddviti Arnameshrepps, sögðust ekki hafa áhuga á að keppa um staðsetninguna. Uppbygging stóriðju kæmi öllu svæðinu vel. Jó- hannes sagði þó ljóst að meirihluta- samþykkt íbúa þyrfti fyrir staðsetn- ingu stóriðju í hreppnum. „En það er ekki góður kostur að 200 manna byggðarlag geta stoppað stóriðju- framkvæmdir á svæði þar sem búa 24.000 íbúar." Varðandi framhald málsins, sam- þykkti héraðsnefnd samhljóða að verkefnisstjóm héldi áfram störfum og að héraðsráð ynni einnig að mál- inu milli funda héraðsnefndar. Kristín Aðal- steinsdóttir heiðruð AKUREYRARDEILD Delta Kappa Gamma hefur kjörið Kristínu Aðal- steinsdóttur fyrstu konuna sem félag- ið heiðrar og var athöfn haldin á Fiðl- aranum af því tilefni. Delta Kappa Gamma eru alþjóðleg samtök kvenna í fræðslustörfum og voru þau stofnuð í Bandaríkjunum árið 1929. Deildir þess starfa víða um lönd, á íslandi hófst starfsemin í Reylqavík árið 1975 og 2. júní 1977 var stofnuð deild á Akureyri. Félagar hennar héldu upp á tuttugu ára af- mæli hennar með því að heiðra Krist- ínu. Ákveðið var í tilefni tímamótanna að heiðra á fímm ára fresti eina konu sem skarað hefur fram út á sviði mennta- og menningarmála á félags- svæðinu enda samræmist það stefnu þess að meta vel unnin störf. Kristín hefur mikla reynslu af skólastarfi, hún hefur kennt á öllum skólastigum og stundað víðtæk rann- sóknarstörf, einkum á sviði lestrar- kennslu og sérkennslu. Árangur þeirra rannsókna hefur hún birt í fræðiritum og fyrirlestrum. Árin 1989-1993 hafði Kristín umsjón með framhaldsnámi í sérkennslufræðum á vegum Kennaraháskóla íslands og frá árinu 1994 hefur hún starfað við kennaradeild Háskólans á Akureyri. Hún stundar nú doktorsnám við há- skólann í Briston á Englandi. Morgunblaðið/Kristján Gallerí Svartfugl í Listagilinu SVEINBJÖRG Hallgrímsdóttir, myndlistarkona opnar um helgina nýja vinnustofu og sýningaraðstöðu sem fengið hefur nafnið Gallerí Svartfugl í Listagilinu, Kaupvangs- stræti 24 á Akureyri. Vonast er til að þessi sýningarað- staða verði góð viðbót við annars fjölbreytt lista- og menningarlíf í Listagilinu. Guðbjörg Ringsted, myndlistarkona er fyrsti listamað- urinn sem setur þar upp sýningu en sýning hennar opnar laugardag- inn 14. júní. Gallerí Svartfugl er opið þriðju- daga til laugardaga frá kl. 14.00- 18.00. Á myndinni er Sveinbjörg Hallgrímsdóttir í galleríi sínu. Rannsóknarstofnun Háskólans á Akureyri Trausti ráð- inn fram- kvæmda- stjóri GUNNLAUGUR Sighvatsson, sjávarútvegsfræðingur, sem verið hefur framkvæmdastjóri Rann- sóknarstofnunar Háskólans á Ak- ureyri hefur látið af því starfi og hefur Trausti Þorsteinsson, fyrr- verandi fræðslustjóri Norðurlands- umdæmis eystra, verið ráðinn í hans stað. Trausti hefur langa reynslu sem skólastjórnandi og hefur setið á vegum stjórnvalda í ýmsum nefnd- um sem fjalla um menntamál. Þá var Trausti forseti bæjarstjórnar Dalvíkur á síðasta kjörtímabili. Hann mun taka við starfi fram- kvæmdastjóra fljótlega. Gunnlaugur Sighvatsson hefur tekið við starfi framkvæmdastjóra Hólmadrangs hf. á Hólmavík. Messur LAUFÁSPRESTAKALL: Guðs- þjónusta í Laufáskirkju sunnudag- inn 15. júní kl. 14.00. Messukaffi á prestssetrinu á eftir. Morgunblaðið/Kristján RÓSA Kristín Júlíusdóttir, formaður Beta-deildar, og Kristín Aðalsteinsdóttir, fyrsta konan sem félagið heiðrar. Skólanefnd Akureyrar Rætt við alla um- sækjendur SKÓLANEFND fór á fundi sínum í gær yfir þær umsóknir sem bárust um starf skólafulltrúa Akureyrar- bæjar og um stöður skólastjóra og aðstoðarskólastjóra við Síðuskóla. Á fundinum var samþykkt að boða alla umsækjendur til viðtals og afgreiða málið frá nefndinni á fundi næsta mánudag. Þaðan fer málið fyrir bæjarráð nk. fimmtudag og að öllum líkindum til afgreiðslu í bæjar- stjórn þriðjudaginn 24. júní. Tvær umsóknir bárust um allar stöðurnar þijár og sótti Sturla Krist- jánsson um þær allar. Guðmundur Þór Árnason sótti einnig um stöðu skólafulltrúa og Ólafur B. Thorodd- sen um stöðu skólastjóra Síðuskóla. Þá sótti Sigríður Ása Harðardóttir um stöðu aðstoðarskólastjóra við Síðuskóla. ------»■ ♦ 4--- Umsóknir um skólavist í VMA Svipaður fjöldi og í fyrra ALLS bárust rúmar 1130 umsóknir um skólavisst í Verkmenntaskólan- um á Akureyri næsta skólaár en umsóknarfrestur rann út þann 6. júnl sl. Þetta er svipaður fjöldi og sótti um skólasvisst I fyrra. Flestir sækja um nám á uppeldis- sviði eða 308, um nám á tæknisviði sækja 284, á hússtjórnarsviði 224, á heilbrigðissviði 185 og á viðskipta- sviði 131. Garðar Lárusson, áfangastjóri VMA gerir ráð fyrir að umsóknum eigi eftir að fjölga eitthvað en að nemendafjöldinn í dagskóla verði svipaður milli ára. -----»-■♦■■♦-- Ekkert fékkst upp í almenn- ar kröfur SKIPTUM í þrotabúi Hallar ehf., sem m.a. rak veitingastaðinn Sjall- ann á Akureyri, er lokið en félagið var tekið til gjaldþrotaskipta í októ- ber á síðasta ári. Skiptum lauk með úthlutunargerð úr þrotabúinu en samkvæmt henni greiddust 7,5 milljónir króna upp í samþykktar veðkröfur að fjárhæð tæplega 11,3 milljónir króna, eða um 66%. Ekkert fékkst greitt upp 1 almennar kröfur er námu um 6,5 milljónum króna. Hótel Havpa Akureyri Gisting við allra hæfi. Þú velmr: Fjörið í miðbænum. Friðsældina í Kjarnaskógi eða lága verðið á gistiheimilinu Gulu villunni gegnt sundlauginni. Sírni 461 1400.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.