Morgunblaðið - 25.06.1997, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 25.06.1997, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ 1997 7 FRÉTTIR Morgunblaðið/Jim Smart RAGNHEIÐUR Þorláksdóttir hjá Sögufélaginu segir krökkum úr Vinnuskólanum frá Gijótaþorp- inu og sýnir þeim gamla mynd af húsi Sögufélagsins í Fischersundi. Við hlið hennar stendur Sig- rún Sigurðardóttir, umsjónarmaður fræðsludagskrárinnar „Söguferð um miðbæinn“. í fótspor unglinga á fyrri tíð UNGLINGARNIR í Vinnuskóla Reykjavíkur gera fleira en að reyta arfa og raka. Fyrir utan þá hefð- bundnu þjóðþrifavinnu er þeim boðið upp á ýmsa fræðslu, eins og t.d. söguferð um miðbæinn. Krakkarnir sem hér sjást fyrir utan hús Sögufélagsins í Fischer- sundi voru einmitt í slíkri ferð í gær. Miðbæjarröltið hefst við Ráð- húsið og þaðan er gengið um gömlu Reykjavík og fjallað um líf og aðstæður unglinga í Reykjavík fyrr á tímum. Röltinu lýkur síðan í húsi Sögufélagsins hjá Ragnheiði Þorláksdóttur. Hún segir heimsóknir ungling- anna afar ánægjulegar og þá mjög áhugasama. Þeim þyki sérstak- lega fróðlegt að koma í hús sem stóð til að rífa á sínum tíma, eins og raunin var með hús Sögufé- lagsins. Auk miðbæjarröltsins er fjórtán ára unglingum í Vinnuskólanum boðið upp á þrennskonar aðra fræðsludagskrá, þ.e. ferð í Ás- mundarsafn og þvottalaugarnar í Laugardal, Jafningjafræðslu og kynningu á fijálsum íþróttum. Gönguskór ÚTIVISTARBÚÐIIU viö Umferöarmiöstööina Sími; 551 9800 og 551 3072 Bæjarstjórn Selfoss Lagt tíl að byggður verði héraðsháskóli BÆJARSTJÓRN Selfoss hefur sam- þykkt samhljóða að leita eftir því við Háskóla Islands og menntamála- ráðuneytið að byggður verði upp héraðsháskóli á Selfossi. Haft verði samráð við verkefnisstjórn verkefn- isins Suðurland 2000, Samtök sunn- lenskra sveitarfélaga og Fjölbrauta- skóla Suðurlands, sem skipi fulltrúa í starfshóp vegna þessa verkefnis. Sigurður Jónsson, forseti bæjar- stjórnar Selfoss, segir að samþykkt bæjarstjórnar sé fyrsta skrefið í þá átt að koma þessu verkefni í gang. Hann segir mikinn áhuga á þróun þessara mála. Bendir hann m.a. á að í Fjölbrautaskóla Suðurlands séu rúmlega 600 nemendur og fjöldi kennara við skólann hafi háskóla- menntun. Áhersla á hagnýta starfsmenntun í greinargerð tillögunnar er vísað til þess að Sveinbjörn Bjömsson, rekt- or HÍ, hafi sett fram hugmyndir um uppbyggingu héraðsháskóla og sótt þær hugmyndir til annarra þjóða. „í héraðsháskólum er boðin skemmri starfsmenntun á háskóla- stigi, endurmenntun, ýmis viðbótar- menntun fyrir þá sem lokið hafa framhaldsskóla og byijun á lengi-a háskólanámi. Þessir skólar bjóða nám með starfi og íjarkennslu. Þeir leggja mesta áherslu á hagnýta starfs- menntun og starfa náið með helstu atvinnutækjum hvers héraðs. Þeir þurfa einfaldari aðstöðu og búnað en fagháskólar og rannsóknarháskólar en gætu verið eðlileg viðbót við fram- haldsskóla í öllum byggðum lands- ins,“ segir í greinargerðinni. Ekki er vitað til þess að fleiri sveitarfélög hafi samþykkt sambæri- legar tillögur um stofnun héraðshá- skóla skv. upplýsingum sem fengust í menntamálaráðuneytinu en þó hef- ur komið fram vaxandi áhugi á Austurlandi á að tengjast háskóla- stiginu. Fluttu þrír þingmenn kjör- dæmisins tillögu til þingsályktunar á Alþingi í vetur um að komið verði á fót upplýsinga- og fræðslumiðstöð háskólastigsins í landsfjórðungnum. Miðstöðin hafi m.a. það verkefni með höndum að þróa víðtæk tengsl við skóla og nám á háskólastigi, miðli þeim til nemenda, almennings og atvinnulífs á Austurlandi og stuðli ennfremur að fræðslu og námi á þessu skólastigi í fjórðungnum. Töldu flutningsmenn tillögunnar lík- legt að fljótlega væri hægt að byggja upp stuttar háskólabrautir í tengsl- um við framhaldsskóla á Austur- landi. Tillagan kom ekki til endan- legrar afgreiðslu á síðasta þingi Olíustöðin í Hvalfirði Framkvæmt fyrir 215 milljónirkr. Vogum. Morgunblaðid. ÍSLENSKIR aðalverktakar hófu í vor framkvæmdir á vegum varnar- liðsins við endurnýjun eldsneytis- kerfis olíustöðvar Atlantshafsbanda- lagsins í Hvalfirði. Að sögn Friðþórs Eydals, blaða- fulltrúa varnarliðsins, hafa íslenskir aðalverktakar unnið við slík verkefni undanfarin ár, en áætlaður kostnað- ur við yfirstandandi framkvæmd er 215 milljónir króna og verklok eru áætluð í febrúar á næsta ári. 6t»0ííf6$S0* >ótoim womsoK { AUí Oý UÖtíiUHi *»#»{»« Fiskar í ám 0,2 vötnum er eóð bók fyrir þá sem hafa áhuga á veiðiskap Bókin Fiskar í ám og vötnum er óvenjuleg bók þar sem fj er um íslenska ferskvatnsfiska. atferli þeirra og umhx erfi Fjöldi Ijósmynda. teíkninga og korta prýðir þetta fræðirit. Nii gefst veiðimönnum *■■*- .mwíih kostur a að skoða kunnuglegan heim frá nýju sjónarhorni. J.. I '&rÆ sem ætti að vera tiltæk í hverri veiðiferð. LANDVERND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.