Morgunblaðið - 25.06.1997, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 25.06.1997, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ 1997 7 FRÉTTIR Morgunblaðið/Jim Smart RAGNHEIÐUR Þorláksdóttir hjá Sögufélaginu segir krökkum úr Vinnuskólanum frá Gijótaþorp- inu og sýnir þeim gamla mynd af húsi Sögufélagsins í Fischersundi. Við hlið hennar stendur Sig- rún Sigurðardóttir, umsjónarmaður fræðsludagskrárinnar „Söguferð um miðbæinn“. í fótspor unglinga á fyrri tíð UNGLINGARNIR í Vinnuskóla Reykjavíkur gera fleira en að reyta arfa og raka. Fyrir utan þá hefð- bundnu þjóðþrifavinnu er þeim boðið upp á ýmsa fræðslu, eins og t.d. söguferð um miðbæinn. Krakkarnir sem hér sjást fyrir utan hús Sögufélagsins í Fischer- sundi voru einmitt í slíkri ferð í gær. Miðbæjarröltið hefst við Ráð- húsið og þaðan er gengið um gömlu Reykjavík og fjallað um líf og aðstæður unglinga í Reykjavík fyrr á tímum. Röltinu lýkur síðan í húsi Sögufélagsins hjá Ragnheiði Þorláksdóttur. Hún segir heimsóknir ungling- anna afar ánægjulegar og þá mjög áhugasama. Þeim þyki sérstak- lega fróðlegt að koma í hús sem stóð til að rífa á sínum tíma, eins og raunin var með hús Sögufé- lagsins. Auk miðbæjarröltsins er fjórtán ára unglingum í Vinnuskólanum boðið upp á þrennskonar aðra fræðsludagskrá, þ.e. ferð í Ás- mundarsafn og þvottalaugarnar í Laugardal, Jafningjafræðslu og kynningu á fijálsum íþróttum. Gönguskór ÚTIVISTARBÚÐIIU viö Umferöarmiöstööina Sími; 551 9800 og 551 3072 Bæjarstjórn Selfoss Lagt tíl að byggður verði héraðsháskóli BÆJARSTJÓRN Selfoss hefur sam- þykkt samhljóða að leita eftir því við Háskóla Islands og menntamála- ráðuneytið að byggður verði upp héraðsháskóli á Selfossi. Haft verði samráð við verkefnisstjórn verkefn- isins Suðurland 2000, Samtök sunn- lenskra sveitarfélaga og Fjölbrauta- skóla Suðurlands, sem skipi fulltrúa í starfshóp vegna þessa verkefnis. Sigurður Jónsson, forseti bæjar- stjórnar Selfoss, segir að samþykkt bæjarstjórnar sé fyrsta skrefið í þá átt að koma þessu verkefni í gang. Hann segir mikinn áhuga á þróun þessara mála. Bendir hann m.a. á að í Fjölbrautaskóla Suðurlands séu rúmlega 600 nemendur og fjöldi kennara við skólann hafi háskóla- menntun. Áhersla á hagnýta starfsmenntun í greinargerð tillögunnar er vísað til þess að Sveinbjörn Bjömsson, rekt- or HÍ, hafi sett fram hugmyndir um uppbyggingu héraðsháskóla og sótt þær hugmyndir til annarra þjóða. „í héraðsháskólum er boðin skemmri starfsmenntun á háskóla- stigi, endurmenntun, ýmis viðbótar- menntun fyrir þá sem lokið hafa framhaldsskóla og byijun á lengi-a háskólanámi. Þessir skólar bjóða nám með starfi og íjarkennslu. Þeir leggja mesta áherslu á hagnýta starfs- menntun og starfa náið með helstu atvinnutækjum hvers héraðs. Þeir þurfa einfaldari aðstöðu og búnað en fagháskólar og rannsóknarháskólar en gætu verið eðlileg viðbót við fram- haldsskóla í öllum byggðum lands- ins,“ segir í greinargerðinni. Ekki er vitað til þess að fleiri sveitarfélög hafi samþykkt sambæri- legar tillögur um stofnun héraðshá- skóla skv. upplýsingum sem fengust í menntamálaráðuneytinu en þó hef- ur komið fram vaxandi áhugi á Austurlandi á að tengjast háskóla- stiginu. Fluttu þrír þingmenn kjör- dæmisins tillögu til þingsályktunar á Alþingi í vetur um að komið verði á fót upplýsinga- og fræðslumiðstöð háskólastigsins í landsfjórðungnum. Miðstöðin hafi m.a. það verkefni með höndum að þróa víðtæk tengsl við skóla og nám á háskólastigi, miðli þeim til nemenda, almennings og atvinnulífs á Austurlandi og stuðli ennfremur að fræðslu og námi á þessu skólastigi í fjórðungnum. Töldu flutningsmenn tillögunnar lík- legt að fljótlega væri hægt að byggja upp stuttar háskólabrautir í tengsl- um við framhaldsskóla á Austur- landi. Tillagan kom ekki til endan- legrar afgreiðslu á síðasta þingi Olíustöðin í Hvalfirði Framkvæmt fyrir 215 milljónirkr. Vogum. Morgunblaðid. ÍSLENSKIR aðalverktakar hófu í vor framkvæmdir á vegum varnar- liðsins við endurnýjun eldsneytis- kerfis olíustöðvar Atlantshafsbanda- lagsins í Hvalfirði. Að sögn Friðþórs Eydals, blaða- fulltrúa varnarliðsins, hafa íslenskir aðalverktakar unnið við slík verkefni undanfarin ár, en áætlaður kostnað- ur við yfirstandandi framkvæmd er 215 milljónir króna og verklok eru áætluð í febrúar á næsta ári. 6t»0ííf6$S0* >ótoim womsoK { AUí Oý UÖtíiUHi *»#»{»« Fiskar í ám 0,2 vötnum er eóð bók fyrir þá sem hafa áhuga á veiðiskap Bókin Fiskar í ám og vötnum er óvenjuleg bók þar sem fj er um íslenska ferskvatnsfiska. atferli þeirra og umhx erfi Fjöldi Ijósmynda. teíkninga og korta prýðir þetta fræðirit. Nii gefst veiðimönnum *■■*- .mwíih kostur a að skoða kunnuglegan heim frá nýju sjónarhorni. J.. I '&rÆ sem ætti að vera tiltæk í hverri veiðiferð. LANDVERND

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.