Morgunblaðið - 27.06.1997, Page 10

Morgunblaðið - 27.06.1997, Page 10
10 FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Prestastefna á Akureyri Samkomulag náð ist um málefni samkynhneigðra Fjölmörg mál voru afgreidd á loka- degi prestastefnu á Akureyri Prestar vandi málfar sitt og framburð UMRÆÐUR um drög að sam- þykktum um málefni samkyn- hneigðra héldu áfram á Presta- stefnu á Akureyri í gær. Nokkur andstaða var við drögin og þá aðal- lega þann lið þar sem hvatt er til að helgisiðanefnd verði falið að undirbúa bæn og blessun fyrir sam- kynhneigt fólk sem staðfest hefur samvist sína. Eftir miklar umræður og breytingar á drögunum var sam- staða um samþykkt um málefni samkynhneigðra. í gær var eitt ár liðið frá því að hjúskaparlög fyrir samkynhneigða tóku gildi hér á landi. Herra Ólafur Skúlason biskup kynnti þá samþykkt sem lögð var fyrir Prestastefnuna eftir hádegi í gær og samþykkt var samhljóða. Biskup sagði niðurstöðuna góðan áfanga í þessu viðkvæma máli. Hann þakkaði séra Ólafi Oddi Jóns- syni, sóknarpresti í Keflavík, fyrir góð störf en hann hefur setið í for- sæti þeirrar nefndar sem fjallað hefur málefni samkynhneigðra. Biskup sagði að nefndin myndi halda áfram störfum en til viðbótar kæmi helgisiðanefnd að málinu. í samþykkt Prestastefnu er helgisiðanefnd hvött til að kynna sér þá vinnu sem fram fer í systur- kirkjum okkar varðandi leiðbeining- ar um fyrirbæn og blessun á stað- festri samvist samkynhneigðra og leggi fram álitsgerð á næstu Presta- stefnu. Fræðsluátaki haldið áfram í samþykktinni er hvatt til áfram- haldandi guðfræðivinnu í málinu og að samþykktir og greinargerðir kirkjunnar um þetta viðkvæma málefni verði kynntar fyrir for- stöðumönnum annarra kristinna trúfélaga. Hvatt er til að haldið verði áfram fræðsluátaki á vegum íslensku þjóðkirkjunnar innan safn- aða hennar og leikmannahreyfinga um málefni samkynhneigðra til að eyða fordómum, ranghugmyndum og fælni og til að efla skilning á samkynhneigð í samræmi við fyrri ályktanir Prestastefnu og sam- þykktir Kirkjuþings og leikmanna- stefnu. „Prestastefna íslands 1997 álítur mikilvægt að eining kirkjunnar sé virt og varðveitt. Eining kirkjunnar er ekki einhæfni heldur samstaða í fjölbreytni. Við erum eitt sem lýð- ur Guðs á vegferð, þótt við séum ekki eins, og ber okkur að gæta jafnræðis, réttlætis og kærleika,“ segir ennfremur í samþykktinni. Gleymdi að setja niður hjólin ÓHAPP varð á flugvelli Flug- klúbbs Mosfellsbæjar á Tungubakka í gær þegar flugmaður gleymdi að setja hjólin niður þegar hann lenti vél sinni. Engin slys hlutust af og skemmdir á vélinni voru sáralitlar. Islenskir listflugsmenn æfa á flugvellinum um þessar mundir undir stjórn Kalidu Makagonovu, tvöfalds heims- meistara í listflugi og landsl- iðsþjálfara Rússa. Flugmaðurinn sem fyrir óhappinu varð flaug tékk- neskri listflugvél sinni af gerðinni Zlin, TF-ABC. Þegar hann kom inn til lendingar sáu nærstaddir að hann hafði ekki sett lendingarhjólin nið- ur. Þeir reyndu að gera hon- um viðvart með bendingum en án árangurs. Lendingar- hjól á flugvélum af þessari gerð dragast ekki alveg inn í búk vélarinnar og rann vélin því þrátt fyrir allt á hjólunum að mestu leyti. Hins vegar stakkst skrúfan í jörðina og brotnaði af. Litlar aðrar skemmdir urðu á flugvélinni. Rannsóknarnefnd flugslysa kom á staðinn eftir slysið. PRESTASTEFNAN á Akureyri fagnar því að skipuð hefur verið nefnd til að vinna að jafnréttismál- um innan kirkjunnar og til að taka fyrir mál þar sem kvartað er yfir áreitni, hvort heldur kynferðis- legri eða af öðrum toga hjá starfs- fólki kirkjunnar eða innan vé- banda hennar. Prestastefnan sam- þykkti einnig að leggja til við kirkjuþing að komið verði á um- hverfismálanefnd þjóðkirkjunnar. Fjölmargar samþykktir lágu fyrir á lokadegi prestastefnunnar í gær og fengu þær allar skjóta og jákvæða málsmeðferð. Sam- þykkt var að hvetja presta til að vanda málfar sitt og framburð í prédikunarstóli og minnt á í því sambandi sérstaklega þá reglu í íslensku máli, að áhersla skuli vera á fyrsta atkvæði hvers orðs. Þessa einföldu reglu brjóti margir prestar hörmulega, t.d. með fram- burði sínum á orðinu amen, segir í samþykktinni. Embætti sendiráðsprests í uppnámi Prestastefnan lýsir yfir áhyggj- um sínum yfir því að embætti sendiráðsprests í Lundúnum, sem reynslan hefur sýnt að er þarft og nauðsynlegt, virðist í uppnámi samkvæmt upplýsingum biskups í setningarræðu prestastefnunnar. Þeim tilmælum er beint til biskups og kirkjustjórnar að greitt verði úr þessu máli hið fyrsta og ijár- mögnun embættisins tryggð. Biskup sagði í yfirlitsræðu við upphaf prestastefnu að Trygg- ingastofnun hefði ákveðið að hætta að greiða hluta af launum og kostnaði prestsins í London um næstu áramót. Jón A. Baldvinsson sendiráðsprestur sagði á presta- stefnu í gær þá ákvörðun koma sér mjög á óvart. Hann sagði mikla þörf a þessari þjónustu í London og að mun fleiri sjúkling- ar kæmu þangað en til Gautaborg- ar og Kaupmannahafnar. „Embættið er ekki bara mikil- vægt þeim íslendingum sem í London búa, heldur líka þeim stóra hópi sem á leið þar um. London er gatnamót heimsins og starfið þar má ekki leggjast af, sama hver gegnir því,“ sagði Jón ennfremur. Prestastefnan sam- þykkti að beina þvi til kirkjuráðs, ijölskylduþjónustu kirkjunnar, hér- aðs- og sóknarnefnda að starfs- mönnum kirkjunnar verði boðin víðtækari handleiðsla og ráðgjöf fagfólks. Einnig var samþykkt að hvetja fræðsludeild kirkjunnar, héraðsnefndir og söfnuði til auk- innar umhyggju og starfs meðal syrgjenda og eflingar útgáfu á uppbyggjandi fræðsluefni. Prestastefnan tekur undir sam- þykkt aðalfundar Prestafélags Is- lands um afnám prestskosninga. Herra Ólafur Skúlason biskup sagði við það tækifæri að hann vonaðist til að Kirkjuþing tæki rækilega við sér varðandi þetta mál. Prestastefnan beinir því til Al- þingis að gerð verði gangskör að því að leiðrétta það ranglæti sem öryrkjar búa við, að tekjutrygging þeirra, sem er 25.800 krónur á mánuði, tekur að skerðast um leið og tekjur maka fara fram úr 36.831 krónu og þurrkast alveg út ef tekjur maka verða hærri en 150 þúsund krónur á mánuði. Er talið augljóst að þetta fyrirkomu- lag stofni hjónaböndum fólks í hættu og hvetur prestastefnan stjórnvöld til að leiðrétta þetta ranglæti. Hafnar verði hvalveiðar Einnig var samþykkt að beina því til Alþingis að reglum um bamabæt- ur verði beitt þannig að hjón með böm beri ekki eins skarðan hlut frá borði og nú stefnir í. Þá er því beint til Alþingis að gerð verði gangskör að því að leiðrétt verði það ranglæti sem aldraðir hafa orðið fyrir með skerðingu tekjutryggingar og heim- ilisuppbótar. Sú tillaga sem vakti hvað mesta kátínu fulltrúa á prestastefnu kom frá séra Pétri Þorsteinssyni í Óháða söfnuðinum í Reykjavík. Tillaga hans var á þá leið að prestastefnan skori á stjórnvöld að hefja hvalveiðar hið allra fyrsta og eigi síðar en sumarið 1998. Allshetjarnefnd lagði til að tillögu Péturs yrði vísað til þjóðmála- nefndar og var það samþykkt. Morgunblaðið/Ingvi Þórðarson VÉLIN skemmdlst minna en vænta mátti. Skrúfan brotnaði en flugmanninn sakaði ekki. Snorri Olsen skipaður tollstjóri Dómsmálaráðherrar Norðurlanda Ræddu sameiginlegt átak gegn skipulögðu ofbeldi FJÁRMÁLARÁÐHERRA hefur skipað Snorra Olsen yfirlögfræðing í embætti tollstjóra í Reykjavík frá 1. október nk. Björn Hermannsson tollstjóri hefur óskað lausnar frá embætti sínu frá sama tíma. Eftirtaldir umsækjendur voru um stöðuna: Barði Þórhallsson deildar- stjóri, Hermann Guðmundsson for- stöðumaður, Kristinn Ólafsson, fv. tollgæslustjóri, Kristján Torfason dómstjóri, Kristján Gunnar Valdi- marsson skrifstofustjóri, Magnús Brynjólfsson lögfræðingur, Sigurgeir A. Jónsson ríkistollstjóri, Sigvaldi Friðgeirsson skrifstofustjóri og Snorri Olsen yfirlögfræðingur. „AÐALEFNI árlegs fundar dóms- málaráðherra Norðurlandanna var sameiginlegt átak gegn skipu- lögðu ofbeldi, sérstaklega svoköll- uðum vélhjólasamtökum. Þar er verið að tala bæði um lögregluað- gerðir og lagalega samvinnu," sagði Þorsteinn Pálsson dóms- málaráðherra aðspurður um fund dómsmálaráðherranna. Dómsmálaráðherra segir ráð- herrana sannfærða um að starf- semi slíkra samtaka tengist alþjóð- legum glæpahringjum og að mönnum stafí ógn af þeim í Dan- mörku, Noregi, Svíþjóð og Finn- landi en slíks hafi sem betur fer ekki orðið vart hérlendis. „Við viljum fylgjast með þessu samstarfi og vera við því búin hér að geta gripið til sambærilegra ráðstafana," segir Þorsteinn Páls- son. „Það er hægt að herða refsi- skilyrði þeirra sem eru virkir í samtökum eins og þessum sem stunda ólögmæta starfsemi. Hægt væri til dæmis að veita sérstaka vitnavernd þeim sem vilja upplýsa brot og til að auðvelda þeim sem vilja komast út úr þessum samtök- um að gera það.“ Þorsteinn Pálsson sagði að gagnlegt gæti verið íslendingum að skoða ýmislegt í löggjöf hinna landanna í almennri baráttu gegn glæpastarfsemi. „Um er að ræða hvort tveggja að herða vinnubrögð og lagabreytingar. Danir vilja til dæmis kanna hvort leysa megi upp samtök af þessu tagi en það hefur ekki verið til umfjöllunar í hinum löndunum. Til greina kemur að skerpa lagaskilyrði til þess að refsa þeim sem eru virkir þátttak- endur." Auk þessa máls sagði dóms- málaráðherra að samþykkt hefði verið almenn samstarfsáætlun um lagasamvinnu og rætt um þróun dómstóla. Var embættismannanefnd falið að kanna hvernig auka mætti sam- vinnu þjóðanna varðandi efna- hagsbrot. Einbýli - staðgr. Kópav. - Grafarv. - Garðab. Óskum eftir rað-, einbýlis- eða parhúsi á verðbilinu 12-18 millj. fyrir trausta kaupendur. Nær staðgreiðsla í boði. Nánari upplýsingar veita sölumenn Valhallar í síma 588 4477.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.