Morgunblaðið - 27.06.1997, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 1997 13
i
I
í
I
í
I
)
)
)
)
)
)
)
)
Vissir þú þetta um óbeinar reykingar?
• Þær geta valdið ertingu í augum, kláða, höfuðverk, hnerra,
þurrki í nefi, nefrennsli og nefstíflu, hósta, óþægindum í
maga, svima, særindum í hálsi, hæsi og asmaeinkennum.
• Ef báðir foreldrar reykja kann barnið að anda að sér sem
svarar reyk úr 150 sígarettum á ári.
• Ef sígaretta er reykt í návist barns er hægt að mæla
niðurbrotsefni nikótíns í þvagi barnsins næstu daga á eftir.
• Börn foreldra sem reykja fá oftar eyrnabólgu og
öndunarfærasjúkdóma en önnur börn.
• Sumir asmasjúklingar fá asmaköst þegar þeir lenda í reyk-
menguðu lofti og gildir þetta jafnt um börn sem fullorðna.
• Óbeinar reykingar barna geta dregið úr vexti og þroska
lungnanna og minnkað öndunargetu þeirra.
Það er skýlaus réttur barna okkar að fá að lifa og hrærast í
hreinu lofti. Virðum þann rétt!
TÓBAKSVARNANEFND
)
í