Morgunblaðið - 27.06.1997, Side 18
18 FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 1997
VIÐSKIPTI
MORGUNBLAÐIÐ
Vextir á langtímamarkaði héldu áfram að þokast niður á við í gær
Mörg teikn á lofti um
frekari vaxtalækkanir
Ávöxtun 3 mánaða ríkisvíxla (kaup) og vegið meðaital 3 mánaða
Liborvaxta út frá íslensku myntkörfunni
VEXTIR á langtímabréfum héldu
áfram að þokast niður á við í við-
skiptum á Verðbréfaþingi íslands í
gær í kjölfar þeirrar vaxtalækkunar
sem varð á spariskírteinum til 8 ára
útboði Lánasýslunnar á miðviku-
dag. Ávöxtun spariskírteina til átta
ára var fyrir útboðið 5,60% en hafði
í gær lækkað í 5,49% á Verðbréfa-
þinginu. Þá hafði ávöxtun húsbréfa
lækkað úr 5,58% í 5,49% eða um 9
punkta. Viðskipti á langtímamark-
aði hafa stóraukist síðustu daga og
var velta síðustu viku með spariskír-
teini og húsbréf um 3 milljarðar
króna.
Árni Oddur Þórðarson, forstöðu-
maður hjá Búnaðarbankanum
Verðbréfum, segir öll rök fyrir því
að vextir muni halda áfram að
lækka á næstunni og stóraukin við-
skipti með langtímabréf sýni þær
væntingar sem séu uppi um lækkun
vaxta. Ríkissjóður hafi þegar aflað
um 14,5 milljarða króna nú á miðju
ári með sölu á langtímaverðbréfum,
en langtímafjármögnun, það er út-
gáfa spariskírteina og ríkisbréfa,
sé áætluð um 15,2 milljarðar króna
á árinu öllu. Ekki sé þó við því að
búast að útgáfu langtímaverðbréfa
verði hætt, þar sem því hafi verið
lýst yfir að gefin verði út ríkisbréf
og spariskírteini að fjárhæð um
TÆPLEGA 40 milljóna króna tap
varð hjá verðbréfafyrirtækinu Hand-
sali hf. á síðasta ári borið saman
við 3 milljóna tap árið áður. Ástæða
tapsins á síðasta ári er uppsafnaður
vandi undanfarinna ára, þar sem
nauðsynlegt þótti að færa niður
eignir og gjaldfæra ábyrgðir í veru-
legum mæli.
Hins vegar sýnir endurskoðað
uppgjör fyrir fyrstu fjóra mánuði
þessa árs um 25 milljóna hagnað
að teknu tilliti til niðurfærslu krafna
að fjárhæð 5 milljónir, að því er fram
kom í skýrslu Þorsteins Ólafs, fram-
kvæmdastjóra Handsals á aðalfundi
félagsins í gær.
Hreinar rekstrartekjur, þ.e.
rekstrartekjur að frádregnum vaxta-
gjöldum og verðbreytingafærslu,
námu tæpum 95 milljónum og er
það svipuð fjárhæð og árið 1995.
Jukust þóknanatekjur um 13% frá
fyrra ári eða úr 75,9 milljónum í
85,7 milljónir. Rekstrargjöld hækk-
uðu hins vegar um rúm 8% eða úr
94,6 milljónum í 102,4 milijónir
meðal annars vegna íjölgunar
starfsmanna og aukins húsnæðis-
kostnaðar. í ársiok var eigið fé fé-
lagsins 75,4 milljóuir eða 9% af nið-
urstöðu efnahagsreiknings. Eigin-
fjárhlutfall sem reiknað er sam-
kvæmt iagaákvæðum um verðbréfa-
viðskipti var 8,3%, en má iægst vera
8%.
Mikil endurnýjun hefur orðið í
starfsliði félagsins og hafa meðal
annars reyndir verðbréfamiðlarar
gengið til liðs við það. Starfsmenn
eru nú 18 talsins.
Handsal markaðssetti á síðasta
ári skuldabréf fyrir franska bankann
500-550 milljónir á mánuði.
Þá segir hann að áætluð útgáfa
húsbréfa og húsnæðisbréfa sé um
8,5 milljarðar fram til áramóta. Á
móti komi að Húsnæðisstofnun
ætli að hefja viðskiptavakt á hús-
næðis- og húsbréfum og hafi í því
sambandi í hyggju að kaupa allt
að 2 milljarða til baka af markaði
af slíkum bréfum. Ráðstöfnunarfé
lífeyrissjóða er um 25 milljarðar
fram til áramóta, auk annars sparn-
aðar sem myndast í landinu. Árni
Oddur segir það vera ljóst að vegna
hallalausra fjárlaga og að fjár-
Société Généale með góðum árangri
og fyrirhuguð er sala á hlutdeildar-
skírteinum í erlendum sjóðum í sam-
vinnu við sænska verðbréfafyrirtæk-
ið Spectra. Þá er og í undirbúningi
markaðssetning á verðbréfum hér-
lendis í gegnum nýja umboðsskrif-
stofu féiagsins í Sviss.
Meðal verkefna á síðasta ári var
umsjón með hlutafjárútboði fyrir
aðila á Verðbréfaþingi og skulda-
bréfaútboðum fyrir ýmis sveitarfé-
lög. Jafnframt annaðist félagið mat
á hlutabréfum ríkissjóðs í Áburðar-
verksmiðjunni hf. og unnið er að
sölu þeirra.
Stjórn félagsins var endurkjörin á
fundinum en hana skipa þeir Ágúst
Karlsson, Jón Guðmundsson, Ragn-
ar S. Halldórsson, Sigurður M.
Magnússon og Sveinn Valfells.
Breytingar í hluthafahópi
Verulegar breytingar urðu í hlut-
hafahópi Handsals snemma á síðasta
ári þegar Sigurður Helgason, fyrr-
verandi stjórnarformaður Flugleiða,
og fjölskylda hans seldu hlutabréf
sín að nafnvirði 47 milljónir á geng-
inu 2,2 eða fyrir um 103 milljónir.
Þá gengu til liðs við fyrirtækið 20
nýir hluthafar þ. á m. Trygging
hf., Sparisjóður vélstjóra, Samvinnu-
sjóður íslands hf., Sund hf. og Eign-
arhaldsfélagið Alþýðubankinn hf.
Trygging er stærsti einstaki hlut-
hafinn með 11,6% hlut, en þar á
eftir koma Skeifan ehf., eignarhalds-
félag bræðranna Sveins og Ágústar
Valfells, með 10,76%, Lífeyrissjóður
Austurlands með 9,48%, Sparisjóður
vélstjóra 7,27% og Eignarhaldsfé-
Iagið Alþýðubankinn með 5%.
mögnun ríkissjóðs sé nær lokið á
þessu ári sé að verða hörgull á lang-
tímabréfum. „Sterkt gengi krón-
unnar vegna efnahagslegra skilyrða
og vaxtamunar á milli landa setur
einnig mikinn þrýsting á vexti,“
segir hann.
Ámi Oddur bendir ennfremur á
að gengi íslensku krónunnar hafi
verið að styrkjast síðustu misseri,
einkum vegna skuldsetningar fyrir-
tækja og sveitarfélaga í erlendum
myntum sökum hærri vaxta hér-
Iendis en í öðrum löndum. Vextir á
íslenskum skammtímamarkaði séu
VEIÐIMAÐURINN ehf. og Lands-
samband stangveiðifélaga hafa
gert með sér samning um kynn-
ingu á veiðisettum ABU Garcia á
þessu ári. Landssambandið heim-
ilar notkun á nafni sínu á veiði-
NORSKA ríkisolíufyrirtækið Statoil
hefur ákveðið að leggja út á nýjar
brautir með því að einfalda fram-
leiðsluna í Norðursjó með flóknum
eignaskiptum samkvæmt samning-
um við olíurisana British Petroleum
og Chevron.
Statoil annars vegar og Norsk
Hydro SDB, Elf Aquitaine og Total
SÁ hins vegar munu einnig skipt-
ast á leyfum til að hagnýta olíu úr
Norðursjó. Alls verður skipzt á 21
leyfi samkvæmt þessum samning-
um, sem nefnast „Rubicon,“ og
nemur verðmæti þeirra 5-6 milljörð-
um norskra króna að sögn Statoii.
Talsmaður Statoil kvað megin-
ástæðu þessara ráðstafana þá að
fyrirtækið vildi einbeita sér að
nú 2,5% hærri hér á landi, en að
meðaltali í viðskiptalöndum íslend-
inga. Þessi niðurstaða fáist með því
að bera saman vexti af ríkisvíxlum
á íslandi við meðaltal millibanka-
vaxta í þeim myntum sem íslenska
gengisvogin er samsett úr.
Hann segir vaxtamuninn þó í
raun ennþá meiri þar sem annars
vegar er miðað við vexti ríkissjóðs
hérlendis og hins vegar vexti á
milli banka sem eru jafnan hærri
en kjör ríkissjóðs. Vaxtamunur á
langtímamarkaði sé sambærilegur
eða um 3%.
settunum gegn því að fá 7,5% af
heildsöluverði þeirra. Þeir Valdór
Bóasson, formaður Landssam-
bandsins og Paul O’Keeffe, eig-
andi Veiðimannsins handsöluðu
samninginn á dögunum.
framleiðslu á tveimur aðalsvæðum
í hinum norska hluta Norðursjávar
og á tveimur völdum svæðum á
hinum brezka.
Sérfræðingar segja að samning-
arnir séu í samræmi við nýja til-
hneigingu stærri olíufélaga að selja
eldri eignir sínar litlum fyrirtækj-
um, sem séu rekin með minni til-
kostnaði, og einbeita sér að völdum
framleiðslusvæðum.
Fulltrúi Dresdner Kleinwort Ben-
son í London, sem var Statoil til
ráðuneytis, sagði að hér væri um
að ræða mestu og flóknustu eigna-
skipti, sem reynd hefðu verið á
Norðursjó. „Ég tel að margir fleiri
samningar af þessu tagi verði gerð-
ir,“ sagði hann.
Olíuverð
lægra
eftir fund
OPEC
London. Reuter.
RÁÐHERRAR Samtaka olíu-
söluríkja, OPEC, náðu sam-
komulagi um óbreytta kvóta
á fundi sínum í Vín, en tóku
ekki á vandamálum vegna of-
framleiðslu og reyndu að dylja
galla á kvótakerfi samtakanna
að sögn sérfræðinga.
Samkomulagið mun lítil
áhrif hafa á tilhneigingu til
lækkunar á olíuverði, þótt
OPEC haldi því fram að kvóta-
brot hafi verið tekin fyrir á
fundinum.
Olíuríkin framleiða um tvær
milljónir tunna á dag umfram
25,03 milljóna tunna hámark,
sem þau hafa ákveðið og sam-
þykktu að skyldi gilda áfram
til næstu áramóta.
Sérfræðingar efins
Framkvæmdastjóri OPEC,
Rilwanu Lukman, sagði í lok
ráðherrafundarins að hann
væri þess fullviss að draga
mætti úr offramleiðslu, en
sérfræðingar draga það í efa.
Þeir efast um að ríki eins og
Nígería og Venezúela muni
standa við samkomulagið.
Olía lækkaði í verði í gær
þegar kunnugt varð um sam-
komulagið og margir telja að
verðið muni halda áfram að
lækka. Viðmiðunarverð í
London hafði lækkað um 34
sent í 17,88 dollara tunnan
síðdegis. Nýlega lækkaði verð-
ið í 17,32 dollara og hafði
ekki verið lægra í 12 mánuði.
Hlutabréf
í Deutsche
Telekom
seld
Frankfurt. Reuter.
DEUTSCHE TELEKOM AG,
hinn kunni þýzki fjarskipta-
risi, hefur komizt að sam-
komulagi við stjórnina í Bonn
um að hún selji nokkur þau
hlutabréf sem hún á enn í
fyrirtækinu til að auðvelda
inngöngu Þjóðveija í evrópskt
myntbandalag.
Stjórnin mun flytja 25%
fjármagns síns í Telekom til
opinberrar viðreisnarstofnun-
ar, Kreditanstalt fúr Wiede-
raufbau (KfW), í tveimur
áföngum 1997 og 1998.
fHlutabréfin verða seld mikils-
megandi ijárfesta og ekkert
af þeim hlutabréfum sem
verður eftir verður seldur á
fjármagnsmörkuðum fyrir
árið 2000.
Kaupir 2
banka
á 2 vikum
New York. Reuter.
WACHOVIA Corp. í Norður-
Karólínu hefur samþykkt að
kaupa Central Fidelity Banks
Inc. fyrir um 2,3 milljarða
dollara og hefur þar með keypt
tvo banka á tveimur vikum.
Með samningnum um kaup-
in og fyrri samningi um að
kaupa Jefferson Bankshares
Inc. verður Wachovia stærsti
banki Virginíu og 17. stærsti
banki Bandaríkjanna, en áður
skipaði hann 20. sæti.
Handsal með um
40 milljóna
tap ífyrra
Hagnaður nam um 25 milljónum fyrstu 4
mánuðina á þessu ári
Morgunblaðið/Jim Smart
Landssamband stang-
veiðifélaga kynnir ABU
Statoil einfaldar vinnslu
með skiptum á eignum
London. Reuter.