Morgunblaðið - 27.06.1997, Side 21

Morgunblaðið - 27.06.1997, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 1997 21 ERLENT Mannskæð sprenging í Alsír AÐ minnsta kosti þrír létu líf- ið og tuttugu særðust í spreng- ingu í lítilli rútu í Alsír í gær. Rútan var í áætlunarferð á milli E1 Harrach og Oued Smar. Þetta er önnur spreng- ingin á jafnmörgum dögum á svæðinu. Norðmenn borga brúsann NORSK stjórnvöld hafa fallist á beiðni Sameinuðu þjóðanna um að greiða kostnað við frið- arviðræður leiðtoga Grikkja og Tyrkja á Kýpur, sem haldn- ar verða á vegum SÞ. Búist er við að kostnaðurinn nemi 30-40.000 dölum, 2,1-2,8 milljónum ísl. kr. Viðræðurnar fara fram í Bandaríkjunum 9.-13. júlí nk. íranir brátt kjarnorku- veldi? ÍRANIR eru nálægt því að geta framleitt kjarnorkuvopn og munu líklega búa yfir slík- um vopnum innan fáeinna ára, að mati yfirmanns bandaríska herliðsins í og við Persaflóa. Páfi hvetur til friðarvið- ræðna JÓHANNES Páll II páfi hvetur Benjamin Netanyahu, forsæt- isráðherra ísraels, og Yasser Arafat, forseta sjálfsstjórnar- svæða Palestínumanna, til að hefja að nýju viðræður um frið í Mið-Austurlöndum. Sagði páfi í bréfum sem hann sendi hvorum um sig að hann væri afar áhyggjufullur vegna stöðu mála, en friðarviðræð- urnar hafa verið í hnút um nokkurra mánaða skeið. Jarðskjálfti í íran JARÐSKJÁLFTI sem mældist 6,2 stig á Richter, reið í gær yfir norð-austurhluta Irans. Ekkert manntjón varð, þar sem flestir íbúanna búa enn í tjöldum eftir siðasta stóra skjálftann, sem reið yfir svæð- ið fyrir rúmum mánuði og lagði stærstan hluta bygginga þar í rúst. Útborgunar- dagur í Kongó HUNDRUÐ opinberra starfs- manna í Kongó, áður Zaire, fengu útborguð laun í gær, í fyrsta sinn um mánaða skeið. Lýstu starfsmennirnir lítilli ánægju með kaupið, þótt það væri hátt í dölum talið, væri það vart nokkurs virði á mark- aðnum og líktu því við ölmusu. Stjórn Kabilas hefur lýst því yfir að landið sé í raun gjald- þrota. Málsverður á kafi MENN taka upp á ýmsu til að vekja athygli á sér og fyrirtækj- um sínum. Austurrískur fram- leiðandi borðbúnaðar úr postul- íni bauð í gær kafara til að setj- ast að snæðingi ofan í sundlaug og þjónuðu tvær framreiðslu- stúlkur til borðs. Voru kafaran- um bornir ávextir sem hann skol- aði niður með glasi af kampa- víni. Ekki fylgdi hins vegar sög- unni hvernig honum gekk að inn- byrða kræsingarnar. Ástæða þessarar uppákomu er keppni í borðskreytingum sem áður- nefndur framleiðandi stendur að í Velden í Austurríki. Komdu meb gömiu pönnuoa í Hagkaup Skeifunni eba Akureyri og skiptu henni fyrir nýja. Tilbobib giidir 27., 28. og 29 júlí. HAGKAUP fjfrirfjölahflduna LOOK I

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.