Morgunblaðið - 27.06.1997, Page 22

Morgunblaðið - 27.06.1997, Page 22
22 FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Ferð birgða- og hjálparfars til Mír frestað Híma í tvær vikur eftir varahlutum Koroyov. Reuter. SKEMMDIRNAR í MÍR-GEIMSTÖÐINNI Áreksturinn við sólrafhlöður og kælistöð olli þrýstingstapi í geimstöðinni. Áhöfnin lokaði hurð á Spektr- hvelfingunni og gat því aukið loftþrýstinginn í öðrum einingum MÍR-stöðvarinnar. Soyuz-T Embættismenn segja áhöfnina ekki í bráðri hættu en „björgunarbátur" þeirra er tilbúinn til brottferöar. Hann er af nýjustu gerö Sojuzfara og gæti komið geimförunum til jaröar á aðeins sex klukkustundum. Heirriídir NASA, Jane's Space Dinxtory eining REUTERS Skattalækkun rædd á þýska þinginu Kohl trúir á sam- komulag í haust Bonn. Reuter. AHOFN rússnesku geimstöðvarinn- ar Mír, tveir Rússar og einn Banda- ríkjamaður, verða að bíða í myrkv- uðum dvalarstað sínum í næstum tvær vikur eftir varahlutum og bún- aði til þess að gera við stöðina, sem laskaðist í fyrrinótt í 400 kílómetra hæð yfir jörðu er ómönnuð flutn- ingaflaug, Progress, rakst á hana. Heimildir herma, að „fimmtu gráðu neyðarástand" sé um borð í Mír en þegar um er að ræða sjö- unda stigs ástand ber að yfirgefa geimstöðina tafarlaust. Júrí Koptev, forstjóri rússnesku geim- ferðastofnunarinnar, sagði í gær, að engin þörf væri þó talin á að geimfararnir þrír þurfi að forða sér úr geimstöðinni. Ef til þess kæmi myndu þeir nota geimfarið sem flutti hluta áhafnarinnar til Mír, Sojuz TM-25, en það hefur verið tengt stöðinni síðan. „Til þess að gera við bilunina, bæði á raflilöðun- um og Spektr, verða geimfararnir að fara í geimgöngu," sagði Koptev. Til stóð að senda nýtt Progress- birgðafar til Mír í dag, föstudag, en því hefur verið frestað um 10 daga til þess að safna megi saman tækjum og búnaði til viðgerðarinn- ar. „Geimfaramir eru í engri hættu núna. Það voru erfíðir tímar hjá þeim í gær, en nú eru þeir öllu ró- legri,“ sagði Koptev. Árekstur Progress, sem var full- ur af úrgangi frá Mír, og geimstöðv- arinnar átti sér stað er verið var að æfa tengingu farsins við stöð- ina. Er Vasílí Tsíblíev leiðangurs- stjóri fjarstýrði Progress, sem senn skyldi sendur til jarðar, að Mír, fór eitthvað úrskeiðis með þeim afleið- ingum að átta tonna þungt farið missti marks og rakst utan í geim- stöðina. Við áreksturinn kom gat á Spektr, sem er ein sex vísinda- og rannsóknastofa Mír og þar er um- talsverður hluti rannsóknarbúnaðar geimstöðvarinnar. Loftræstibúnað- ur laskaðist og sólarrafhlaða, sem framleiðir um 55% raforku Mír, skemmdist og varð óstarfhæf. Við það fór loftþrýstingur af Mír að hluta en áhöfnin greip til þess ráðs að loka hurðum Spektr og einangra hana frá geimstöðinni til þess að halda mætti uppi þrýstingi þar sem þess væri þörf og spara raforku. Hefur verið slökkt á öllum búnaði nema þeim sem talinn er geimför- unum lífsnauðsynlegur. Tilraunir í gærmorgun til þess að snúa Mír við svo aðrar rafhlöður sneru betur til sólar báru ekki tilætlaðan árang- ur vegna orkuskorts. Hann varð þess og valdandi að engar sjón- varpsmyndir voru sendar úr geim- farinu í gær og fjarskipti voru í lágmarki. Þá eru geimfaramir ekki úr hættu þegar hjálparfarið kemur til móts við það eftir tvær vikur, orkuskorturinn gæti gert tengingu þess og Mír „afar erfiða“, að sögn rússneskra sérfræðinga. Brynni ekki upp í gufuhvolfinu Komi upp sú staða að áhöfnin neyðist til að yfirgefa Mír vegna orkuskorts blasir ný hætta við jarð- arbúum. Ástæðan er sú að Mír-stöð- in er miklu stærri en svo að hún brenni upp er hún félli til jarðar. Vegna sporbaugs hennar gæti hún komið niður á byggðu bóli. Í Spektr er helmingur alls rann- sóknarbúnaðar bandarísku geim- ferðastofnunarinnar, sem er um borð í Mír og þar var jafnframt svefnstaður bandarísks liðsmanns áhafnarinnar, Michael Foale. Ólík- legt þykir að hann geti stundað rannsóknir meðan orkuskorturinn varir í Mír en samtals kostar út- gerð NASA í Mír 472 milljónir doll- ara á ári, jafnvirði 33 milljarða króna. Talsmaður rússnesku stjórn- stöðvarinnar, Valerí Latyshev, sagði reyndar að áhöfninni hefði verið skipað að hætta öllum rann- sóknarstörfum um borð til að spara orku. Sömuleiðis mættu þeir ekki næstu tvær vikumar framkvæma þolæfingar sem þeir gera daglega og taldar em nauðsynlegar til að vinna gegn áhrifum þyngdarleysis- ins á stoðkerfi líkamans. Nýjar efasemdir í gærmorgun var kvödd saman 72 manna sérfræðingasveit rúss- nesku geimferðastofnunarinnar, en í henni em m.a. hönnuðir Mír og fulltrúar bandarísku geimferða- stofnunarinnar (NASA). Til stóð að hún tæki ákvarðanir um til hvaða ráðstafana verði gripið. Margskonar óhöpp hafa orðið um borð í Mír-stöðinni þau 11 ár sem hún hefur verið á braut um jörðu. Nýjasta slysið þykir jafnframt hið alvarlegasta og hefur vakið nýjar efasemdir um öryggi rússnesku geimferðaáætlunarinnar. í febrúar- lok munaði minnstu að áhöfnin yrði að forða sér frá borði í björgunar- fari er eldur, sem slokknaði fljótt, kviknaði svo að Mfr fylltist af reyk. í apríl lá einnig við árekstri milli geimfars og -stöðvar við samskonar æfingu og leiddi til árekstursins á miðvikudag. FRUMVARP Theo Waigels, fjár- málaráðherra Þýskalands, um skattalækkanir var samþykkt í neðri deild þýska sambandsþingsins í gær en talið er, að róðurinn verði erfiðari í efri deildinni þar sem stjómarandstaðan er í meirihluta. Samkvæmt fmmvarpinu eiga skattar að lækka á næstu tveimur árum um rúmlega 1.200 milljarða ísl. kr. og er vonast til, að það verði til að auka fjárfestingu í landinu og draga úr miklu atvinnuleysi. Sagði Waigel, að lækkunin myndi í raun auka tekjur ríkisins vegna meiri umsvifa í efnahagslífinu og færri frádráttarliða. Fyrirhugað er að lækka lægsta tekjuskattsþrepið úr 39% í 15% 1999 en það hæsta úr 53% í 39%. Hið svokallaða samstöðuskattaá- lag, sem lagt var á vegna uppbygg- ingarinnar í Austur-Þýskalandi, á að lækka á næsta ári úr 7,5% í 5,5% og hæsti skattur á fyrirtæki á að fara úr 45% nú í 35% 1999. Talsmenn stjómarandstöðunnar gagnrýna mjög fjármögnun þessara umbóta og segja, að skattalækkun- in muni skilja eftir sig 1.800 millj- arða ísl. kr. gat á fjárlögunum. Til að loka því verði að hækka virðis- aukaskattinn eftir næstu kosning- ar. Waigel segist hins vegar vera að vinna að frekari niðurskurði á útgjöldum ríkisins en stefnt er að því að afgreiða fjárlögin fyrir næsta ár 11. júlí nk. Frumvarpið fer fyrir sambands- ráðið, þar sem fulltrúar sambands- landa sitja, 4. júlí en þar hafa jafn- aðarmenn meirihluta og ætla að hafna því. Helmut Kohl, kanslari Þýskalands, hefur tekið lítinn þátt í skattaumræðunni en hann hefur áður sagt, að hann búist við sam- komulagi við jafnaðarmenn um málið í haust fyrir milligöngu sátta- nefndar. Segir Kohl, að þannig hafi gangurinn verið sl. 35 ár og verði enn. Frumvarpið muni þó taka ein- hverjum breytingum frá því, sem nú er, en til skattalækkana muni koma. Reuter ÁHÖFN MÍR: Rússarnir Yasílí Tsíbíljev og Alexander Lazutkín og Bandaríkjamaðurinn Michael Foale lengst til hægri. Arabaríki sameinast um markað Latakia í Sýrlandi. Reuter. SÝRLAND, Egyptaland og sex önn- ur arabaríki við Persaflóa luku í gær fundum í sýrlenska bænum Latakia með því að samþykkja að opna skuli sameiginlegan markað ríkjanna átta. I fréttatilkynningu frá ráðherr- um, sem standa að svonefndri Dam- askusyfirlýsingu, segir að þeir hafí skipað nefnd sem koma muni saman á næstu tveim mánuðum í Saudi Arabíu til þess að undirbúa nauð- synlegar ráðstafanir til þessa að opna megi markaðinn. Ráðherramir lýstu einnig yfir alvarlegum áhyggjum sínum af hemaðar- og öryggissamstarfl ísra- ela og Tyrkja, sem sé „ógn við ör- yggi arabaríkja og við stöðugleika í Miðausturlöndum." Skoruðu þeir á Tyrki að endurmeta samstarflð við Israel og taka aftur upp háttu góðra granna arabaríkja. Frú Netanyahu missir sljórn á sér Jerúsalcm. Reuter. SARA Netanyahu, forsætisráð- herrarú ísraels, missti stjórn á sér við upptökur á sjónvarps- þætti í vikunni, lét niðrandi um- mæli falla um eiginkonu Shimon- ar Peresar og varð að biðjast afsökunar í kjölfarið. Ástæðan var nærgöngular spumingar þáttastjórnandans um framhjá- hald eiginmanns hennar, Benja- mins Netanyahus. Senda átti þáttinn út næstkom- andi sunnudag og krafðist for- sætisráðherrafrúin þess að upp- takan yrði stöðvuð og endurtekin frá gmnni. Engu að síður var frá- sögn af því sem gerðist í sjón- varpssal lekið í dagblaðið Yedioth Aharonot. Það sem gerði Söm Netanyahu svo reiða upphaflega var spurning þáttastjómandans um það hvort hún hefði reynt að koma í veg fyrir að kynsystir hennar, Limor Livnat, yrði skipuð ráðherra í stjóm eiginmannsins, vegna gruns um að þau ættu í ástarsam- bandi. ísraelskir fjölmiðlar hafa verið fullir af frásögnum um þetta, segja Söra m.a. hafa verið svo afbrýðisama út í Livnat að hún hafi neitað henni um að fá að tala við Net- anyahu í síma. Sara Netanyahu svaraði því til að spurningin væri óréttlát. „Það eina sem Livnat vill er að slá út konu forsætis- ráðherrans. Þú veist ekki hvað Bibi fínnst raunveru- lega um hana.“ „Allir sem halda framhjá eru skíthælar" Reiði forsætisráðherrafrúar- innar jókst enn þegar þáttastjórn- andinn spurði hana út í framhjáhald eiginmannsins, sem hann viðurkenndi áður en hann varð forsætisráðherra. „Ég er ekki reiðubúin að halda svona áfram ... Ég krefst þess að þetta verði allt þurrkað út og byijað upp á nýtt,“ sagði hún. I áðumefndu dag- blaði var haft eftir manni sem var við- staddur upptökuna að Sara Netanyahu hefði haldið áfram: „Viljir þú fá mig til að segja að allir þeir sem haldi framhjá séu skíthælar, segi ég það: Allir sém halda framhjá eru skíthælar .. . Hvað viltu eiginmanni mínum eig- inlega? Hefur þú hugmynd um hversu margir hafa reynt að koma mér á kné og hversu margir þeirra sitja á þinginu?" Þá sagði Sara að þótt Sonja Peres, eiginkona Shimonar Peres, fyrirrennara Netanyahus í embætti, hefði „vaskað upp og spilað á spil, þarf ég ekki að gera það. Ég er mennt- uð kona.“ Biðst afsökunar Israelska sjónvarpið hefur verið gagnrýnt fyrir að fallast á að klippa burt mestu reiðiköstin og dónalegustu ummælin. Vörðu for- ráðamenn þess sig með því að segja að ekki hefði verið um fréttaþátt að ræða, heldur viðtal og að taka ætti tillit til viðmæl- andans. Talsmaður forsætisráðherrans lýsti því yfir í gær að Söru Net- anyahu þætti leitt að hún skyldi láta ummælin falla og að hún bæðist afsökunar á þeim. Tals- menn Peresar sögðu þau ekki svaraverð. Sara Netanyahu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.