Morgunblaðið - 27.06.1997, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 27.06.1997, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ1997 25 Þórhildur Þorleifsdóttir segir stefna í óefni hjá Leikfélagi Reykjavíkur Stórfelldar uppsagnir og samdráttur að öllu óbreyttu Staða Leikfélags Reykjavíkur í Borgar- leikhúsinu virðist veik eftir síðasta leikár þeg- ar aðsókn að sýningum þess minnkaði um helm- ing frá fyrra ári. í sam- tali við Þröst Helgason segir Þórhildur Þorleifs- dóttir, leikhússtjóri, að ef ekki komi til frekari styrkir til leikhússins stefni í óefni hjá því. ÞÓRHILDUR Þorleifsdóttir segir að ekki sé rekstrargrundvöllur fyrir LR í Borgarleikhúsinu eins og búið sé að því nú. „Ég þykist vita að Þjóðleikhúsið sé ekkert ofsælt af þeim peningum sem það hefur en það sem við höfum nægir engan veginn til að reka leikhús heilt ieikár." ÓRHILDUR Þorleifsdótt- ir, leikhússtjóri Borgar- leikhússins, segir að ef ekki komi til frekari styrkir til leikhússins þurfi að grípa til stórfelldra uppsagna hjá Leikfé- lagi Reykjavíkur eða draga saman starfsemina því að það sé ekki hægt að halda úti leikhúsi í tíu mánuði fyrir þann pening sem stjórnendur Borgarleikhússins hafa haft á milli handanna undanf- arin ár. Reykjavíkurborg lagði fram 140 milljónir til LR á síðasta leikári en við það bætast eigin tekj- ur félagsins. Þórhildur segir að fyrrverandi og núverandi meirihluti í Borgar- stjórn hafi aukið framlög til Borg- arleikhússins en það nægi ekki. „Það hefur verið sagt að það sé hægt að reka þetta hús fyrir miklu minni pening en hefur verið gert. Menn hafa þá bent á töfralausnir eins og þá að leyfa hinum og þess- um leikhópum að nota húsið en menn gleyma því að það þarf að greiða því fólki laun líka. Það er auðvitað hægt að lækka rekstrar- kostnað með því að greiða fólki engin laun en það gengur ekki til lengdar þótt einstakir hópar geti sett upp eina og eina sýningu í slíku sjálfboðaliðastarfi. Við viljum ekki hverfa aftur til áhugamenns- kunnar í íslensku leiklistarlífi. Það er pólitísk stefna yfirvalda að styðja við bakið á menningar- starfsemi. Og það er gert vegna þess að menning ber sig ekki í efnahagsleg- um skilningi. Þó að illa ári hjá Leikfélagi Reykjavíkur um ein- hvern tíma þá væri það hrapalleg skamm- sýni að draga þá ályktun af því að það sé hægt að gera þessa hluti á ódýrari máta.“ Ekki rekstrargrund- völlur fyrir LR Grein sem birtist í nýjasta tölublaði Frjálsrar verslunar dregur upp dökka mynd af stöðu Leikfélags Reykja- víkur og Borgarleikhússins. Segir þar að aðsókn að sýningum LR hafi dregist mjög saman á síðasta ári frá því sem var leikárið 1995 til 1996. Samkvæmt tölum Fijálsr- ar verslunarvax aðsóknin á sýning- ar LR um mánaðamótin apríl-maí síðastliðin orðin 21.441 en sam- kvæmt upplýsingum frá félaginu má búast við að aðsóknin hafi far- ið upp í 26.000 til 27.000 manns á leikárinu í heild. Á leikárinu 1995 til 1996 var aðsókn að sýn- ingum LR hins vegar 48.000 og er því ljóst að hún hefur minnkað mikið á milli ára. „Það væri hrein heimska að reikna með öðru eftir öll lætin sem hér urðu og þá neikvæðu umfjöllun sem var um félagið. Fyrir utan það að við þurftum að fella niður þijár uppsetningar á síðasta leikári vegna fjárskorts. Á bak við þessar aðsóknartölur eru því mun færri upp- setningar en undanf- arin ár. Sýningar á stóra sviðinu voru þijár fyrir utan barna- sýningu í stað fimm eins og við hefðum helst kosið og sýning- ar á litla sviðinu voru tvær. Lágmarksnýting á þessu húsi eru fimm til sex sýningar á stóra sviðinu og þijár til ijórar á litla sviðinu. Við hefðum auðvitað getað haldið áfram að auka við skuldirn- ar en við tókum einfaldlega þá ákvörðun að hætta áður en stefndi í tap. Á síðustu sex árum hafa safnast upp 60 milljóna króna skuldir hjá félaginu." Þórhildur segir að það sé ekki rekstrargrundvöllur fyrir LR í Borgarleikhúsinu eins og búið sé að því nú. „Það er talað um að Þjóðleikhúsið og Borgarleikhúsið eigi að keppa á jafnréttisgrund- velli á markaðnum en við erum ekki samkeppnisfær. Þjóðleikhúsið hefur forskot á okkur sem við get- um hreinlega ekki unnið upp eins og aðstöðumunur þessara tveggja leikhúsa er í dag. Og þetta hefur auðvitað áhrif á almenningsálitið; fólki finnst eins og það sé aldrei neitt að gerast í Borgarleikhúsinu, það gerir sér auðvitað ekki grein fyrir því hvað við höfum úr litlum peningum að moða. Ég þykist vita að Þjóðleikhúsið sé ekkert ofsælt af þeim peningum sem það hefur en það sem við höfum nægir engan veginn til að reka leikhús heilt leik- ár. í tilefni af þessari umræðu.um Borgarleikhúsið núna þá vil ég minna á að það eru ekki mörg ár síðan uppi voru hugmyndir um að loka Þjóðleikhúsinu og það munaði litlu að svo færi. Þá hafði verið skorin niður fjárveiting og allt stefndi í óefni. Sama umræða kom upp þá og nú; það var farið að tala um að það væri allt ómögu- legt sem Þjóðleikhúsið gerði og tími væri kominn til að hleypa öðrum leikhópum inn í húsið.“ Samstarfsverkefni út, dansflokkurinn inn Þórhildur segir að það sé ekki góður kostur að aðrir leikhópar fái aðstöðu inni í Borgarleikhúsi og að hún eigi ekki von á því að Leik- félag Reykjavíkur muni fara út í fleiri samstarfsverkefni á sama grunni og hingað til hefur verið gert. „Þau verk sem þannig hafa komið hingað inn hafa verið unnin á allt öðrum forsendum en Leikfé- lag Reykjavíkur vinnur. Þau byggj- ast mjög mikið á ókeypis vinnu- Þórhildur Þorleifsdóttir framlagi, fólk er oft að vinna á þeim forsendum að það fái ekkert í sinn hlut ef sýningin fellur. Vegna þessa er hér í húsinu að vinna hlið við hlið fólk sem er annars vegar á föstum launum og hins vegar á engum launum. Þetta skapar tog- streitu hér innan húss. Að mínu mati á þessi grasrótar- starfsemi að vera utan stofnana, hún á ekki að vera undir verndar- væng. Leikfélag Reykjavíkur hefur bor- ið kostnað af þessum samstarfs- verkefnum í gegnum tíðina. Ef við getum ekki nýtt Borgarleikhúsið að fullu má hins vegar vel vera að við förum þá leið að leigja það út til leikhópa. Við höfum hingað til bæði tekið fjárhagslega áhættu með leikhópunum og látið þeim í té vinnuframlag og aðstöðuna í húsinu nánast ókeypis. En báðir kostir, samstarfsverkefni og útleiga, eru nauðvöm. Best og æskilegast væri að Leikfélag Reykjavíkur gæti sjálft fullnýtt Borgarleikhúsið. Til þess var það birt.“ Umræður hafa átt sér stað um að íslenski dansflokkurinn fái inni í Borgarleikhúsinu og segist Þór- hildur vera því fylgjandi. „Ég hef raunar verið aðalhvatamaður að því að dansflokkurinn fái inni í Borgarleikhúsinu og mér sýnist sem þau mál séu að komast í höfn. Dansflokkurinn mun að öllum lík- indum vera kominn hingað inn 1. september. Ég tel að það sé mik- ill akkur fyrir dansflokkinn að fá fast aðsetur og það geti jafnframt haft gagnkvæm örvandi áhrif að hann komi hingað í húsið. Það er mikill vaxtarbroddur í nútíma- dansi um alla Evrópu og hjá Is- lenska dansflokknum er að hefjast nýtt skeið.“ Ekkí hægt að bera Loftkastalann saman við Borgarleikhúsið í áðurnefndri grein Fijálsrar verslunarer borin saman starfsemi Borgarleikhússins og Loftkastal- ans. Er sagt að aðsókn sé meiri í Loftkastalann og hann sé þannig orðinn næststærsta leikhúsið á landinu og stjómendur þess hafi með því sýnt fram á að hægt sé að reka leikhús með ágóða. Þórhildur segir þennan saman- burð ekki marktækan. „í fyrsta lagi setti Loftkastalinn, eða Flug- félagið Loftur, ekki upp eina ein- ustu sýningu sjálfur á síðasta leik- ári. Á sama tíma að ári var frum- sýnt í júní og Sirkus Skara skrípó var frumsýndur í júlí. Loftkastalinn var því sjálfur með tvær gamlar uppfærslur til sýninga á síðasta leikári, annars vegar með tveggja manna sýningu og hins vegar eins manns sýningu. Slíka starfsemi er ekki hægt að bera saman við þá starfsemi sem við rekum í Borgar- leikhúsinu með fastráðinn hóp leik- ara og annarra starfsmanna sem við höfum skyldur gagnvart." Gullasýning GULLASMIÐJAN Stubbur sýnir leikföng í Handverki og hönnun, gallerí, í Bernhöftstorfunni í Reykjavík. Til sýnis eru leikföng hönnuð og smíðuð af Georg Hollanders. Gulla- smiðjan Stubbur tók til starfa í Eyjafjarðarsveit haustið 1994 og er nú til húsa í Húsmæðraskólanum á Laugalandi. Þar eru framleidd leikföngi sem eru öll handunnin og smíðuð úr gegnheilum viði; íslensku lerki, birki og rekaviði. Stubbur framleiðir m.a. ýmis farartæki og púsluspil og af því nýjasta má nefna bóndabæ með íslenskum húsdýrum og gullastokk með tappalæsingu. Leikföngin eru öll meðhöndluð með 100% lífrænni málningu og bývaxi og standast evrópskar kröfur um öryggi leikfanga, segir í kynningu. Sýningin stendur til 14. júlí og er opin virka daga kl. 11-17 og á laugardögum kl. 12-16. Vatnslitamynd- ir í Varmahlíð ÓLAFUR Sveinsson myndlistar- maður opnar sýningu á verkum sín- um í Ash Galleríi, Lundi í Varma- hlíð, Skagafirði, á morgun, laugar- dag kl. 14. Sýndar verða vatnslita- myndir og kyrralífsstemmur. Einn- ig má sjá sýnishorn af verkum Ól- afs í Gallerí Hringlist í Keflavík. Sýningin í Ash Gallerí er opin alla daga frá kl. 10-18 og stendur til 18. júní. Ómar Sverris- son sýnir á 22 ÓMAR Sverrisson heldur málverka- sýningu á Veitingastaðnum 22, Laugavegi 22. Ómar er nemi í iðn- hönnun og sýnir olíumálverk máluð á þessu ári. Sýningin verður opnuð sunnudaginn 29. júní kl. 18 og stendur yfir í þijár vikur. heimilistækJn? Creda 1000 sn.þvottavél Notar allt að 34% minna vatn og 36% minna rafmagn en eldri gerðir. Skynjar magn. Ftnskolun (ofnæmisvöm) Úðar þvottinn stöðugt Stiglaus hitastillir Hraðþvottakerfi (30 mín.) 15mismunandikerfi. Ullarkerfi. Krumpuvöm. Tekur5kg. erum - ANNO 1 929 - Skútuvogur 1 • Sími 568 8660 • Fax 568 0776 VERIÐ VELKOMIN IVERSLUN OKKAR Þarftu að yngja upp Vid eigum þau flest Yfir 60 nýjar vörutegundir Allt heimsþekkt merki! SIEMENS - AEG - GRUNDIG - ÐRAUN - SAMSUNG PANASONIC - JVC - PHIUPS - SONY - VESTFROST Verð áður kr. 64.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.