Morgunblaðið - 27.06.1997, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 27.06.1997, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 1997 27 Hver er að berja hvern? KARLAR eru farnir að láta jafnrétti kynj- anna sig meiru varða nú í seinni tíð, og má m.a. rekja þá þróun til starfa karlanefndar Jafnréttisráðs. Karla- nefndin hefur vakið marga til umhugsunar t.d. um ábyrgð karla á heimilisofbeldi, um skyldur þeirra og ábyrgð í ijölskyldulífi, um skyldur þeirra gagnvart börnum sín- um og þá um leið rétt- indi til umönnunar og umgengni við börnin. Víðsýnir og skynsamir karlar skilja mæta vel, að jafnrétti kynjanna er ekki ein- göngu hagsmunamál kvenna, heldur sameiginlegt hagsmunamál kynj- anna og þjóðfélagsins alls. Þessi þróun er ánægjuleg og leiðir vænt- anlega til vaxandi samábyrgðar og betri aðstæðna beggja kynja, en þó Kristín Halldórsdóttir fyrst og fremst barn- anna okkar. Einkenni bakslags Ekki er þó umræðan öll á jákvæðum nótum, heldur er ekki iaust við einkenni hins svokall- aða bakslags, sem gætt hefur nokkuð að undan- förnu og felst í meðvit- uðum og ómeðvituðum árásum á konur sem hóp eða sérstaka ein- kennandi þætti í lífi þeirra. Einstæðar mæð- ur hafa þótt ákjósan- legt skotmark undan- farnar vikur og ýmsir mundað vopnin. Sú aðför birtist í hnotskurn - efalaust ómeðvitað - í breiðsíðufyrirsögn Morgunblaðsins 20. júní sl.: „Einstæðir feður sagðir betri kostur en mæður.“ Tilefnið er frétt um hálfs árs gamla skýrslu Rannsóknarmiðstöðv- Vorboðar menn- ingarinnar í Hafnarfirði Kristinn Andersen NYLEGA hittist hópur atvinnu- og áhugamanna um listir og menningu í Hafnar- firði yfir kvöldkaffi í Hafnarborg og varð þar úr að hefja undir- búning stofnunar sam- taka um þessi mál á komandi haustdögum. Þáttur lista og menn- ingar í Hafnarfirði er nú orðinn slíkur að framtak af þessu tagi hlaut að koma fram fyrr heldur en síðar. Samtök listamanna og listunnenda þekkjast m.a. víða erlendis og eru oft vítamínsprautur fyrir vöxt og viðgang menningar á hverjum stað. Listamannabærinn Hafnarfjörður Sú iða menningar og lista sem hrærist nú í Hafnarfirði hefur skap- að í bænum öflugt listsamfélag. Þetta sést m.a. í listagalleríum bæjarins, vinnustofum listamanna, tónlistarflutningi og fjölmörgum öðrum menningarviðburðum sem sóttir eru af gestum hvaðanæva af landinu og útlendingum allt árið um kring. Sá kjarni sem myndazt hefur um listiðkun í Hafnarfirði dregur einnig að sér æ fleiri lista- menn og listunnendur sem kjósa sér búsetu eða starfsvettvang í bænum í hrauninu. Öflugt listsamfélag er í Hafnarfirði. Kristinn Andersen segir að sumar sé framundan í menningarmálum Hafnarfjarðar. Af nýlegum vaxtarsprotum í menningarflóru bæjarins má nefna Hafnarfjarðarleikhúsið Hermóð og Háðvöru sem færir upp kraftaverk hvert sýningarkvöldið eftir annað og Kvikmyndasafn Islands sem nú er endurborið í hinu gamla Bæjar- bíói. Þetta eru kærkomnar viðbætur við það blómlega menningarstarf sem rækt hefur verið til lengri og skemmri tíma, af einstaklingum, stofnunum og skólum í Hafnarfirði. Þá má ekki gleyma vík- ingamenningunni, en alþjóðlegar víkingahá- tíðir, víkingablót og sérstæð leirbrúðugerð hafa borið hróður HafnarQarðar innan- lands og utan. Almannafé og menningin Hlutverk hins opin- bera í menningarstarfi er oft umdeilt og jafn- an vandleikið. Þetta á einkum við þegar skattheimtu fé almenn- ings er ráðstafað og er skemmst að minnast reyfarakennds uppgjörs og eft- irmála listahátíðar í Hafnarfirði fyrir fáum árum. í framhaldi af þeim viðburðum beittu sjálfstæðis- menn í Hafnarfirði sér fyrir að hér yrði komið á fót menningarmála- nefnd, hliðstætt því sem tíðkast annars staðar, og fékkst hún skipuð að loknum bæjarstjórnarkosningum fyrir þremur árum. Með tilkomu nefndarinnar var hlutur bæjarins í menningarstarfsemi endurskoðaður og aukin festa komst á fjárframlög til menningarmála. Nefndin tók upp verklag um að auglýsa tvisvar á ári eftir styrkumsóknum til þess að styðja menningar- og listastarfsemi í Hafnarfirði, en með því urðu fjár- framlög af almannafé sýnilegri en áður hafði verið. Gott fólk óskast Menningarmálanefnd Hafnar- fjarðar hefur beitt sér fyrir að nú er auglýst ný staða menningarfull- trúa í bænum, enda er gert ráð fyrir henni í stjórnskipuriti Hafnar- fjarðar. Ennfremur er auglýst laust starf umsjónarmanns með listamið- stöðinni í Straumi og höggmynda- garði bæjarins. Nefndin gerir mikl- ar og góðar væntingar til þessa liðs- afla við að hlúa að fjölbreyttu menn- ingarstarfi í bænum. Þá munu sam- tök áhugafólks um listir og menn- ingu veita ómetanlegt aðhald og stuðning að menningarlífi verði vel staðið að verki. Það er því óhætt að fullyrða að sumar sé framundan í menningarmálum Hafnarfjarðar. Höfundur er áhugamaður um listir og menningu og fulltrúi Sjálfstæðisflokks í menningarmálanefnd Hafnarfjarðar. Með sömu aðferðafræði má fullyrða að konur séu betri útgerðarmenn en karlar, segir Kristín Halldórsdóttir, vegna þess að þær fáu, sem útgerð stunda, eru svo logandi klárar. ar í félagslegum málefnum í Kaup- mannahöfn um hagi barna einstæðra foreldra. Skýrslan er sögð byggð á viðtölum við 478 feður og 532 mæð- ur, og niðurstöðurnar eru í stuttu máli þær, að börn í umsjá feðra hafi betri tengsl við hitt foreldrið og báða afa sína og ömmur heldur en þau sem eru í umsjá mæðra sinna. Loka- hnykkurinn er, að „mæður grípi oftar til líkamlegra refsinga“ og kennt um streitu vegna verri fjárhagslegrar stöðu. Ekki er að undra þótt sumir freist- ist til að draga þá ályktun af svo mikilúðlegri könnun, að einstæðir feður séu almennt og yfírleitt betri kostur en mæður, þegar það er nú jafnvel upplýst að þær betji börnin! Sú spurning er hins vegar ofarlega í huga, hver sé að beija hvern þegar allt kemur til alls. Mannkynið á villigötum? Þess er reyndar getið án allrar áherslu, að í heild búa aðeins um 6% danskra skilnaðarbarna hjá föður, en 94% hjá móður. Svipað hlutfall mun gilda hér á landi. Og hvers vegna skyldu nú hlutföllin vera þannig? Af niðurstöðum dönsku rannsóknarinn- ar mætti ætla að mannkynið hafi verið á algjörum villigötum í þessu efni og troðið umönnun barna upp á óhæfari aðilann um aldir alda, amen! Staðreyndin er auðvitað sú, að hefðin er rík fyrir rétti og skyldum móður, og það þarf býsna mikið til þess að faðir fái forræðið, fyrir nú utan þau ósköp að feður hafa almennt ekki sótt það fast hingað til. Öldum saman hefur ábyrgðin af umönnun og uppeldi bama hvílt á herðum kvenna og flestum þótt það fyrirkomulag eðlilegt og sjálfsagt með tilliti til líffræðilegs hlutverks konunnar. Konan ber bamið undir belti í 9 mánuði, hún elur það oft í sárri kvöl, og hún nærir það með eigin mjólk fyrstu vikur ævi þess. Að öllu eðlilegu em þetta ljúfar skyld- ur og ríkulega launaðar með þeirri lífsfyllingu, sem umönnun barna gef- ur. Góður faðir getur svo sannarlega lagt sitt lið og uppskorið samkvæmt því, og sem betur fer er það tæpast lengur talið til ókarlmannlegra verka, a.m.k. ekki í okkar heimshluta. Vekur upp ranghugmyndir Frétt Aftenposten, sem Ríkisút- varpið (19. júní!) og Morgunblaðið birtu án þess að gera tilraun til að skyggnast á bak við, hefur komið illa við marga, enda til þess fallin að vekja upp og styðja ranghugmynd- ir. Ekki skal dregið í efa, að þar sé rétt með farið, en fréttin vekur fleiri spurningar en hún svarar um uppeld- isgæði einstæðra feðra eða mæðra. Enda mun skýrslan hafa vakið hörð viðbrögð og umræður í Danmörku, og væri forvitnilegt að frétta meira af þeim. Datt engum hér í hug að velta fyrir sér mismunandi aðstæðum þess- ara hópa? Reyndar segir í fréttinni, að um þriðjungur feðranna hafi for- sjá vegna þess að móðirin er látin eða ófær um að sinna uppeldinu. Einnig er minnst á atvinnu og fjár- hagslega stöðu sem áhrifavalda. En það er ekki drepið á mikilvæg atriði eins og það, að í þeim tilvikum þar sem feður hafa forræði bama sinna er alla jafna um einstaklega góða feður að ræða, sem raunverulega langar til að annast börn sín. Það er gott samband við mæðurnar vegna þess að foreldrarnir hafa komið sér saman um málin. Það er gott sam- band við afana og ömmumar vegna þess að það er miklu meiri vilji til að aðstoða einstæða feður en ein- stæðar mæður, og þeir eru álitnir fremur þurfa á aðstoð að halda. Ein- stæðir feður fá yfirleitt mikla at- hygli, uppörvun og hrós fyrir það, sem þykir sjálfsagt að ætla einstæð- um mæðmm. Konur betri útgerðarmenn! En hvað segir þessi rannsókn okk- ur um alla feður þeirra 94% barna, sem eru í umsjá einstæðra mæðra? Er verið að gefa til kynna, að lítið samband þeirra við föður sé yfirleitt móður að kenna? Þau tilvik em vissu- lega mörg, þar sem konur meina feðr- um umgengni vegna óvildar, hefni- gimi eða að þær telja að bömunum stafi ógn af feðrum sínum. En hin eru ekki færri, þar sem karlar bregð- ast föðurskyldum sínum í fullkominni óþökk barnanna og mæðra þeirra. Um þetta segir ekkert í fréttum af rannsókninni. Hún virðist eingöngu hafa beinst að samanburði á 6% ein- stæðra feðra annars vegar og 94% einstæðra mæðra hins vegar. Með sömu aðferðafræði mætti komast að þeirri niðurstöðu, að konur séu betri útgerðarmenn en karlar vegna þess að þær fáu sem stunda útgerð em svo logandi klárar! Sú þróun er ánægjuleg, að æ fleiri karlar axla ábyrgð og skyldur gagn- vart bömum sínum og gera sér grein fýrir þeirri lífsfýllingu, sem umönnun þeirra veitir. Um leið sækja þeir rétt sinn af meira kappi en fyrr. Foreldra- rétturinn verður því miður stundum tilefni togstreitu milli kynjanna, sem fyrst og síðast skaðar viðkomandi barn eða böm. Heilbrigð skynsemi sakar hins vegar aldrei, hvorki í rann- sóknum, við umönnun barna né í samskiptum kynjanna. Höfundur er þingkona Kvennalistans. Auglýsing um innlausnarverð verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ*) Á KR. 10.000,00 1977-2.fl. 10.09.97 kr. 1.332.956,00 1978-2.fl. 10.09.97 - 10.09.98 kr. 851.557,30 1979-2.fl. 15.09.97 - 15.09.98 kr. 555.133,50 INNLAUSNARVERÐ*) FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL Á KR. 10.000,00 1985-1.fl.A 10.07.97 kr. 82.210,60 1985-1.fl.B 10.07.97 kr. 35.288,40** 1986-l.fl.A 3 ár 10.07.97 kr. 56.666,60 1986-1. fl.B 10.07.97 - 10.01.98 kr. 26.026,40** 1986-2.fl.A 4 ár 01.07.97 kr. 53.762,20 1987-1.fl.A 2 ár 10.07.97 kr. 43.942,50 1987-1.fl.A 4 ár 10.07.97 kr. 43.942,50 1989-2.fl.D 8 ár 10.07.97 kr. 22.276,20 *) lnnlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbætur. **) Við innlausn fylgi ógjaldfallnir vaxtamiðar spariskírteinis. Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, 27. júní 1997 SEÐLABANKIÍSLANDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.