Morgunblaðið - 27.06.1997, Síða 29

Morgunblaðið - 27.06.1997, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 1997 29 sem framleiðir m.a. manneldismjöl og beiskjuefnaafurðir. Það er búið að láta prófa og hyggst setja í framleiðslu afurð sem heitir Lupinex. Þetta er styrktur beiskjuefnasafi, sem er vörn gegn sveppum og íjandsamlegum skor- dýrum. Þetta efni má nota í lífræn- um landbúnaði og brotnar algerlega niður í jörðinni. Athuganir hjá virt- um vísindastofnunum sýna að upp- skera ýmissa nytjaplantna svo sem kartaflna, salats og tómata eykst um allt að 30% við notkun þess. Hráefnismagn til framleiðslu þess er miklu minna en þarf til að gera etanólverksmiðju hagkvæma. Þarna er því hugsanlega fundin leið til að fara af stað með mun minni framleiðslueiningu. í vetur fékkst loforð frá Evrópu- sambandinu um styrk til að vinna frumkönnun og umsókn til rann- sókna á iðnferli lúpínuverksmiðju. Lokaorð Lúpínuræktun ásamt etanól- framleiðslu er langódýrasti kostur til koltvísýringshefíngar á íslandi. Hún gæti verið nógu stórtæk til að öll stóriðjuáform væru innan alþjóð- legra skuldbindinga um koltvíoxíðs- losun. Hugsanleg ræktunarsvæði eru eyðimerkur sem væri hægt að breyta í frjó svæði sem hentuðu t.d. undir skógrækt. Framleiðsla verksmiðjunnar væri mjög umhverfisvæn og arðbær og skapaði fjölda starfa. Vinnsluverðið væri nær 100% af Suðurlandi. Fjár- festing er lítil miðað við stóriðju- kosti. Grundvöllur framleiðslunnar er jarðhiti og sú auðlind sem býr í eyðimörkum á íslandi. Höfundur er verkfræðingur. Sigurbjörnssonar, 4,3 millj. að brunabótamati. Þessar fasteignir eru hafðar til einkanota fyrir stjórnendur fyrirtækisins og út- leigu til vina þeirra. Hver borgar rekstur og viðhald þessara húsa? Eru þau gjöld greidd af fjölskyldu- meðlimum, sem nota húsin, eða getur verið að þeim sé blandað saman við rekstur Dvalarheimilis- ins? Er það þá ríkið og gamla fólk- ið sem greiðir fyrir lúxus þessa fólks? Skyldi fleira vera greitt fyrir þessa fjölskyldu með gjöldum gamla fólksins? Á nýja hjúkrunar- heimilið, sem byrjað er að rísa í Hveragerði, að borga reksturinn af íbúðum sem notaðar eru í einka- þágu? Verðlagning atkvæða í gegnum tíðina hefur Dvalar- heimilið Ás gefið peninga til ýmissa mála í Hveragerði. Þótt það út af fyrir sig sé góðra gjalda vert, má búast við að eignir samtals upp á hálfan milljarð gæfu meira af sér til bæjarfélagsins en tilviljanakennt gjafafé frá eigendum Dvalarheimil- isins Áss og Grundar. Þá getur verið vafamál hvort Gísli Páll Páls- son, sem er forseti bæjarstjórnar Hveragerðis, sé hæfur i því emb- ætti, þegar litið er til þess, að hann eins og afi hans, er stöðugt að gauka smá peningagjöfum til ýmissa málefna hér í bæ, til að því er virðist bæta fyrir gjaldaleysi Áss til bæjarfélagsins. Með þessum gjöfum er hann fyrst og fremst að gera sig gildandi umfram aðra menn í augum kjósenda sem fyrir gjafmildinni verða. Lokaorð Hér að framan hefur verið lýst vinnubrögðum, sem ekki sæma þeim mönnum sem kenna sig við sjálfstæðisstefnuna. Ágreining um menn ber að leysa með öðrum hætti. Fámenn klíka, sem beitir vinnubrögðum af þessum toga dæmir sig sjálf. Þau eru ekki að mínu skapi né kjósenda Sjálf- stæðisflokksins í Hveragerði eða annarra Hvergerðinga. Höfundur er formaður Félags ungra sjálfstæðismanna í Hveragerði. KRISTNIBOÐ Gaf glæsilega kirkju í Afríku Almenningur segir að þetta sé „kirkjan sem fuglinn byggði“, segir Kjartan Jónsson, því að þyrla frá svissnesku kristniboðsfé- lagi var fengin til þess að lyfta þungum sperrum upp á veggina. „ÞAÐ ER mikil gleði fyrir mig að hafa getað kostað þessa bygg- ingu. Það er ánægjulegt að hugsa til þess að þetta fólk, sem ég varð sérlega hrifin af vegna gestrisni þess, að ég tali ekki um bömin, skuli geta komið saman í Guðs húsi til að tilbiðja Guð og njóta leiðbeiningar. Mér eru hugstæð orð Nýja testamentisins þar sem segir: Það sem þér gjörið einum minna minnstu bræðra, það hafið þér gjört mér.“ Þannig fómst Margréti Hjálm- týsdóttur, fegrunar- og snyrtifræð- ingi, orð í tilefni af vígslu kirkju sem hún gaf til Kapengúria, stærsta bæjar Pókothéraðs í Norð- vestur-Kenýa. Vígslan fór fram á páskadagsmorgun, 30. mars síð- astliðinn, að viðstöddu miklu fjöl- menni. Þetta er ein glæsilegasta kirkja héraðsins og svo stór að þar er hægt að halda mikilvægustu at- hafnir og fundi allrar kirkjunnar í héraðinu. Ekki er ólíklegt að hún verði dómkirkja er fram líða stund- ir. Höfuðstöðvar kirkjunnar í héraðinu verða í skrifstofuálmu kirkjuhússins. Hægt er að opna á milli kirkjuskips og safnaðarheim- ilis við fjölmennar athafnir. Aðstoðarbiskup lúthersku kirkj- unnar í Kenýa, Luke Ogello, stjórn- aði vígsluathöfninni. Áður en gengið var inn í kirkjuna klippti hann á rauðan borða, sem strengd- ur hafði verið fyrir dymar, og opn- aði hana formlega í nafni heilagrar þrenningar. Síðan fylgdu allir við- staddir honum og prestunum, sem þátt tóku í athöfninni, inn í helgi- dóminn og báðu um blessun Guðs yfir hann. Almenningur segir að þetta sé ,kirkjan sem fuglinn byggði“ því að þyrla frá svissnesku kristni- boðsfélagi var fengin til að lyfta þungum sperrunum upp á veggina á meðan á byggingunni stóð. Á þessum slóðum eru að sjálfsögðu engir kranabílar og því var brugð- ið á þetta ráð. Þetta var mikill hátíðisdagur og mörg hundruð manns voru við- stödd vígsluathöfnina. Hún hófst með athöfn undir trénu þar sem starf safnaðarins hófst fyrir nokkr- um ámm. Síðan gengu allir í skrúð- göngu yfir akurlendi til nýju kirkj- unnar þar sem vígslan fór fram. Eins og mörgum er kunnugt hefur verið rekið kristniboð á veg- um íslendinga á meðal þessa fólks í tæp 18 ár. Þar hefur orðið til kirkja sem hefur um 100 starfs- stöðvar. Safnaðarfólki fjölgar um 20% á hvetju ári. Um 6.000 manns tilheyrði henni um síðustu áramót. Mikil áhersla er lögð á þátttöku almenns safnaðarfólks í starfi hennar. Allt rekstrarfé er fengið með fijálsum framlögum heima- manna og kristniboðsvina á íslandi og í Noregi. Pókotmenn eru álíka margir og íslendingar. Þeir eru flestir fátækir smábændur sem hafa lítið fé handa á milli. Líf þeirra snýst aðallega um að hafa nóg í sig og á. Það er vandamál í fátæku samfélagi sem þessu að fjármagna kirkjubyggingar fyrir alla þá söfn- uði sem myndast. Undanfarin ár hafa Pókotmenn reynt að safna fyrir einni góðri steinkirkju á ári Morgunblaðið/Jostein Holmedahl KIRKJAN sem fuglinn byggði. Það er nýja kirkjan kölluð á meðal almennings. í héraðinu, en það dugir hvergi til að allir söfnuðir eignist kirkju úr varanlegu efni. Flestar kirkjur, sem reistar hafa verið, eru með moldarveggjum og jafnvel moldar- gólfi. Víða er notast við skólastof- ur eða fólk safnast saman undir skuggsælu tré. Pókotmenn hefðu aldrei getað fjármagnað byggingu þessarar kirkju sjálfir. Það var mikið gleðiefni þegar Margrét Hjálmtýsdóttir bauðst til að kosta byggingu hennar en hún verður aðalkirkja lútherskra Pó- kotmanna. Margrét er reyndar löngu orðin kunn á meðal þessa fólks því að hún gaf fólkinu heilan grunnskóla sem var formlega opn- aður vorið 1992. Margrét var við- stödd þá athöfn. Sá skóli, sem er meðal veglegustu skóla héraðsins, var nefndur í höfuð hennar, Mar- gret Mongorion Primary School. Margrét er oftast kölluð ,móðirin frá Islandi" í daglegu tali á meðal Pókotmanna. Margir eiga erfitt með að skilja að kona, sem þeir hafa aldrei séð, skuli vilja gefa peningana sína til fólks hinum megin á hnettinum. Kristið fólk skilur að þarna býr kristinn ná- ungakærleikur að baki en aðrir hrista höfuðuðið án þess að botna nokkuð í þessu. En hvað skyldi hafa orðið til þess að Margrét Hjálmtýsdóttir ákvað að gefa pen- ingana sína til Kenýa? Gefandinn ,Ég dvaldi um tíma á Indlandi og sá miklar hörmungar þar. Þar var mikil fátækt og eymd og marg- ir áttu bágt. Þar sá ég svo ríkt fólk að mér fannst það eiga bágt að geta leyft sér að lifa því lúxus- lífi sem það gerði, með eymdina svo að segja fyrir utan garðshliðið. Þarna voru konur sem klæddust silkifatnaði, skreyttum gullsaumi. Þær höfðu demantshringi, ekki bara á fingrunum heldur einnig á tánum, í nefinu og víðar og höfðu þjóna á hveijum fingri. Þetta fólk varð að hafa verði til að vetja sig svo að glorhungrað fólkið ryddist ekki inn til þess til að fá sér eitt- hvað í svanginn. Þetta var byijun- in á því að ég fór að hugsa um hve fólk gæti átt mikið bágt. Mig tók sérstaklega sárt að horfa upp á börnin sem ég kynnt- Morgunblaðið/Valdls Magnúsdóttir GEFANDI kirkjunnar glæsilegu, Margrét Hjálmtýsdóttir, í hópi Pókotbarna daginn sem skólinn, sem hún gaf, var formlega tek- inn í notkun vorið 1992. Morgunblaðið/Ingrid Myra NOKKRIR gestanna sem komu til vígslu hinnar glæsilegu kirkju. ist. Þá óskaði ég mér að ég gæti einhvern tíma gert eitthvað fyrir börn sem bjuggu við svipaðar að- stæður. Ég kynntist ungum dreng sem var stéttleysingi. Eg hélt að hann væri 10 ára en hann sagðist vera 14 ára til að breiða yfir bama- þrælkunina sem var þama. Hann sagðist einnig hafa fengið svo lítið að borða sem barn að hann hefði ekki vaxið eðlilega. Ég reyndi margt til að koma honum í skóla en tókst ekki. Ég rakst alls staðar á vegg. Fjarskyldur ættingi minn arf- leiddi mig, ásamt mörgum öðmm, að peningum sem hann sagði að ég ætti að nota í útlöndum. Þegar ég velti því fyrir mér hvað ég ætti að gera við þá las ég grein í blaði þar sem skýrt var frá því að það vantaði peninga fyrir skóla í Pó- kot. Ég ákvað að nota peningana þar og sé ekki eftir því. Það var mikil gleði fyrir mig því að pening- arnir komu í góðar þarfir og skól- inn gengur vel.“ En var ekki nóg að gefa þenn- an fína skóla? „Það var smáaf- gangur af arfinum og ég ákvað að láta hann renna til byggingar kirkju í höfuðstað Pókothéraðs þegar ég heyrði að þar brávantaði kirkju, þó að ég yrði reyndar að bæta nokkru við til að hægt yrði að ljúka við bygginguna. Nú heldur fólk ef til vill að heil kirkjubygging hljóti að kosta óhemjumikla peninga. En það er svo ótrúlega ólíkt að byggja þarna og á íslandi. Það er ævintýri líkast hve mikið er hægt að gera fyrir peningana þarna úti.“ Þó að máltækið segi að sælla sé að gefa en þiggja hafa hinar höfðinglegu gjafir Margrétar Hjálmtýsdóttur, bæði grunnskóli og stórglæsileg kirkja, vakið djúpt þakklæti og mikla gleði á meðal Pókotmanna. Þessar myndarlegu byggingar hafa gert þá stolta og unnið gegn minnimáttarkennd sem fátækt skapar. Þakklæti þeirra var margendurtekið við vígslu kirkj- unnar. Kristniboðarnir í Pókothér- aði eru einnig mjög þakklátir fyrir þann stuðning sem Margrét hefur auðsýnt starfi þeirra. Höfundur er trúboði.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.