Morgunblaðið - 27.06.1997, Side 31

Morgunblaðið - 27.06.1997, Side 31
30 FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ1997 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1918 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. FRANSKA VELFERÐARKERFIÐ TEKJUTENGT Hin nýja ríkisstjórn sósíalista í Frakklandi hefur tekið athyglisverða ákvörðun um að tekjutengja velferðar- kerfið þar í landi. Þetta kom fram í stefnuræðu Lionel Jospin í síðustu viku. Fyrst í stað þýðir þessi ákvörðun frönsku ríkisstjórnarinnar, að greiðslur falla niður til 200 þúsund fjölskyldna af 4,1 milljón, sem hingað til hafa fengið bætur úr velferðarkerfinu. Talið er hugsanlegt, að ríkisstjórn sósíal- ista gangi lengra og tekjutengi heilbrigðisþjónustuna einnig, þegar fram líða stundir. Þetta er ekki í fyrsta sinn, sem tekjutenging velferðarkerf- isins kemur til umræðu í Frakklandi. Ríkisstjórn hægri manna lét taka saman skýrslu fyrir þremur árum, þar sem lagt var til að taka tekjutengingu upp á þeirri forsendu, að franska ríkið hefði ekki efni á að greiða peninga til þeirra, sem ekki þyrftu á því að halda. Takmarka ætti stuðninginn við þá, sem á því þyrftu að halda. Tekjutenging velferðarkerfis og heilbrigðisþjónustu hefur verið til staðar á Nýja-Sjálandi, eins og kunnugt er. A þess- um áratug hefur tekjutenging verið tekin upp hér en mælzt illa fyrir, fyrst og fremst vegna þess, að þau mistök voru gerð að fara of langt niður í tekjustiganum. Morgunblaðið hefur á mörgum undanförnum árum mælt með tekjutengingu bæði velferðarkerfis og heilbrigðisþjón- ustu á sömu forsendum og gerð var grein fyrir af hálfu ríkis- stjórnar Balladur í Frakklandi fyrir þremur árum, þ.e. að engin ástæða væri til að greiða peninga úr ríkissjóði til þeirra, sem ekki þyrftu á því að halda. Það liggur í augum uppi, að útgjaldabyrði ríkissjóðs verð- ur mikil á næstu árum vegna margvíslegra bóta almanna- trygginga og vegna heilbrigðisþjónustu, sem kostar stöðugt meira fé. Þetta eru útgjöld, sem í mörgum tilvikum er alls ekki hægt að komast hjá. En einmitt af þeim sökum er mikilvægt að takmarka þess- ar greiðslur við þá, sem augljóslega og sannanlega þurfa á þeim að halda. Það er lítið vit í því að innheimta skatta hjá fólki til þess að borga þá fjármuni aftur m.a. til þeirra, sem skattana greiða. Það er skynsamlegra að takmarka útgjöld- in við þá, sem þurfa á þeim að halda en halda þá um leið í skefjum skattgreiðslum þeirra, sem standa undir megin- þunga skattgreiðslna í ríkissjóð. ÆTTFRÆÐIOG ERFÐAFRÆÐI ESPOLÍN, tölvuforrit Friðriks Skúlasonar, hefur valdið byltingu í vinnslu ættfræðiupplýsinga meðal íslend- inga. Bæði hefur yngra fólk fengið áhuga á ættfræði og eins hefur fólk farið að skiptast á upplýsingum um forfeður sína og ættartengsl. Áhugamenn um ættfræði eru ekki leng- ur hver í sínu horni að vinna að miklu leyti með sömu upp- lýsingarnar, heldur skiptast á ættfræðisöfnum. Nú hefur íslenzk erfðagreining fengið áhuga á gagnasöfnum með ættfræðiupplýsingum, sem flýtir því verkefni, sem Friðrik Skúlason í raun hóf 1988, að tölvufæra alla íslendinga, sem upplýsingar eru til um. Slíkt safn er ómetanlegt og einsdæmi í veröldinni til erfðarannsókna. Ættfræðiþekking er það mikil á íslandi, að hver og einn núlifandi íslendingur ætti að geta rakið framætt sína og fengið þá í slíka skrá allt að 4 til 5 þúsund einstaklinga. Þegar er til safn hjá fyrirtæki Friðriks Skúlasonar, sem hefur að geyma upplýsingar um 560 þúsund manns, og mun láta nærri að þar sé um þriðjungur allra íslendinga sem uppi hafa verið, en áætlað er að þeir hafi frá upphafi vega verið um ein og hálf milljón manns. Engin önnur þjóð getur rakið ættir sínar svo langt aftur í tímann og svo víða sem íslendingar. Á landnámsöld og fram til 1250 er ættfræðiáhugi leiddur af metnaði þjóðarinn- ar. Gloppur eða göt eru í íslenzkri ættfræðisögu, sem spann- ar tæplega 200 ár. Þetta eru árin frá 1250 og fram á 15. öld, en upp úr svarta dauða, sem geisaði hér á landi á árun- um 1402 til 1404, og er talin ein mannskæðasta farsótt, sem yfir landið hefur gengið, vaknaði af nauðsyn áhugi á ætt- fræði á ný vegna erfðamála, enda eru dæmi um að menn hafi þá erft fólk í fimmmenning, heilu ættirnar gjörsamlega þurrkuðust út. Síðar koma til manntöl, hið elzta frá 1703, og síðan kirkjubækur, sem veita ómetanlegar upplýsingar um tilvist íslendinga. Öll þessi gífurlega vitneskja um ættir og ættartengsl gera ísland að gósenlandi erfðarannsókna. Óljóst hvaða áhrif Efnahags- og myntbandalag Evrópu mun hafa á íslenskt efnahagslíf E' VROPU S AMB ANDIÐ stefnir að stofnun efna- hags- og myntbandalags og samkvæmt Maastricht- sáttmálanum er gert ráð fyrir að það verði að veruleika 1. janúar 1999 með þátttöku þeirra ríkja sem fullnægja skiiyrðum sáttmálans um efnahagslegan stöðugleika og sam- leitni. Myntbandalagið (EMU) mun fela í sér að núverandi gjaldmiðlar aðildarríkja þess hverfa en í staðinn kemur ein mynt, evró (evra), og einn seðlabanki, Seðlabanki Evrópu sem mótar og framfylgir peningastefnu bandalagsins. Aðildarríkin glata því peningalegu sjálfstæði en fá á móti aðild að ákvörðunum hins nýja seðlabanka. Bretar og Danir hafa þó samningsbundinn rétt til að velja sjálfir hvort þeir taka þátt í Mynt- bandalaginu, fullnægi þeir öðrum skilyrðum sáttmálans. Sem stendur er ekki ljóst hvaða ríki taka þátt í Myntbandalaginu frá upphafi en það mun væntanlega skýrast á fyrri hluta næsta árs. Is- lendingar geta eðli málsins sam- kvæmt ekki tekið þátt í Myntbanda- laginu þar sem aðild að því er bund- in við ESB-aðild. Ljóst er að fyrirhugað Mynt- bandalag mun hafa margvísleg áhrif á efnahags- og peninga- mál íslendinga. Seðla- bankinn fylgist grannt með undirbúningi að stofnun þess og hefur nú gefið út skýrslu þar sem fjallað er um hugs- anleg áhrif á íslenskt efnahagslíf og íjár- magnsmarkað og stefnuviðbrögð rædd. Hún er samin af starfs- hópi innan bankans sem bankastjórn skipaði í október sl. og sátu í hon- um Ingimundur Frið- riksson aðstoðarbanka- stjóri, Már Guðmunds- son, aðalhagfræðingur bankans, Yngvi Orn Kristinsson, fram- kvæmdastjóri peninga- málasviðs, og Þórður Ólafsson, framkvæmda- stjóri Bankaeftirlitsins. Mikil en óljós áhrif Meginniðurstaða skýrslunnar er sú að efnahagsleg áhrif bandalagsins á íslenskt efnahagslíf verði óljós og ráðist ekki síst af því hversu stórt bandalagið verði. Þó megi ætla að stofnun þess muni skapa aukinn aga fyrir innlenda hagstjórn. Bent er á mikilvægi þess að fylgjast sem best með framvindu undirbúnings Myntbandalagsins með það í huga að meta kosti og galla aðildar og gæta hagsmuna Islendinga eftir því sem aðstæður leyfa. Stofnun Efnahags- og mynt- bandalags Evrópu (EMU) mun hafa mikil efnahagsleg áhrif, bæði innan Evrópusambandsins og utan þess. Skýrsluhöfundar segja að þessi áhrif verði því meiri sem þátttökuþjóðir verði fleiri. „Með stofnun EMU mun gengisáhætta hverfa meðal þátt- tökuríkjanna og það mun draga úr viðskipta- kostnaði. Líklegt er að stofnun EMU muni hafa áhrif á innri markaðs- þátttöku ríkjanna og gæti einnig ýtt undir fjárfestingar. Vextir munu lækka í þeim lönd- um þar sem þeir eru hæstir nú, og fjármálamarkaðir munu stækka og dýpka. Þessir þætt- ir eru líklegir til að örva hagvöxt.“ Hversu sterkt verður evróið? Á það er hins vegar bent að aðild- arríki bandalagsins taki áhættu þar sem ekki verði lengur um sjálfstæða peningastefnu að ræða til að mæta sérstökum áföllum eða búhnykkjum. Efnahagsleg áhrif EMU munu Metaþarf kosti og galla aðildar Fyrírhugað myntsamstarf Evrópubandalags- ríkja mun hafa margvísleg áhríf á efna- hags- og peningamál íslendinga. í skýrslu Seðlabankans er fjallað ýtarlega um málið og reifaðir ýmsir kostir í peningamálum, sem íslendingar kunna að standa frammi fyrír á næstu árum. Kjartan Magnússon kynnti sér efni skýrslunnar. Morgunblaðið/Amaldur SEÐLABANKAMENN kynntu skýrsluna um Efnahags- og myntbandalag Evrópu (EMU) í gær. Frá hægri: Birgir ísleifur Gunnarsson seðlabankasljóri, Már Guðmundsson, aðalhagfræðingur bankans, og Þórður Ólafsson, framkvæmdastjóri Bankaeftirlitsins. Áframhaldandi stöðugleiki mikilvægur Á blaðamannafundi í gær, þar sem skýrslan var kynnt, kom fram að skýrsluhöfundar treysta sér ekki til að gera upp á milli þessara kosta að svo stöddu. Telja þeir að vart verði hægt að gera slíkt fyrr en eftir nokkur ár þegar línur hafa skýrst frekar í Evrópu. ítrekuðu þeir þá skoðun að íslendingar not- uðu tímann best með því að við- halda núverandi stöðugleika í efna- hagsmálum og auka þannig trú- verðugleika þjóðarinnar út á við. Því betur sem tækist að viðhalda þeim stöðugleika, því fleiri kostir stæðu þjóðinni til boða í evrópsku samstarfi á þessu sviði. Evróið sem lögeyrir? í skýrslunni segir að einhliða notkun evrósins sem lögeyris myndi skila miklum árangri í lægri vaxta- mun en á móti komi að ekki yrði lengur hægt að nota gengið sem hagstjórnartæki og öryggisventil. Þessi leið hafi margvíslega galla fyrir sjálfstætt ríki og ekki sé held- ur ljóst að hún yrði í sátt við Seðla- banka Evrópu. „Frá sjónarhóli pen- ingamála einna er þátt- taka í EMU miklu betri kostur þar sem henni fylgir aðild að ákvörðun- um Seðlabanka Evrópu og hlutdeild í mynt- sláttuhagnaði evrunn- ar,“ segir í skýrslunni. Auka þarf sjálfstæði Seðlabankans Þá segir að hin svo- kölluðu Maastricht skil- yrði fyrir þátttöku í EMU muni að líkindum móta starf stjórnvalda og markaða í einstökum löndum, jafnvel utan ESB. ísland fullnægi skilyrðum um opinber fjármál og verðbólgu en langtímavextir virðist vera of háir sem gæti bent til undirliggjandi ójafnvægis. Auk þess fullnægi ísland ekki skil- yrðum um sjálfstæðan Seðlabanka. Er lagt til að sjálfstæði Seðlabank- ans verði aukið til að ESB-aðild skilyrði fyrir þátt- töku í mynt bandalag- inu m.a. ráðast af því hversu víðtækt bandalagið verður. í skýrslunni kemur fram að það gæti einnig markað þessi áhrif hversu sterkur gjaldmiðill evróið verður. Efnahagsleg áhrif EMU hérlendis munu vissulega ráðast af því hversu víðtækt myntbandalagið verður. í skýrslunni er gerður munur á „þröngu“ myntbandalagi og „víðu“ í þessu sambandi. Samkvæmt hon- um nær þröngt myntbandalag nær til Þýskalands, Frakklands, Hol- lands, Belgíu, Lúxemborgar, Aust- urríkis og Finnlands en í þessum löndum hefur samleitni verðbólgu og vaxta náð mjög langt, gengi hefur verið stöðugt, Maastricht skil- yrðin svonefndu eru nærri því að vera uppfyllt og yfirlýstur áhugi er á þátttöku. Víður mynts- amruni nær síðan einnig til annarra Evrópusam- bandsríkja og er vel talið hugsanlegt að Mynt- bandalagið verði í byrjun einhvers konar millistig þessara tveggja kosta. Tvíbent áhrif Aðeins um 28% af utanríkisvið- skiptum íslendinga er við hið þrönga EMU svæði en um 65% við hið víða EMU svæði þar sem áhrif á vaxta- mun og gengisstöðugleika eru líkleg til að verða mun meiri. Verði mynts- amruninn víður og evróið traustur gjaldmiðill er búist við því að verð- bólga og vextir hafi tilhneigingu til að nálgast það sem tíðkast í löndum með mestan stöðugleika. Höfundar segja að við slíkar aðstæður yrðu áhrif EMU á íslensk efnahagsmál tvíbent. „Hin neikvæðu áhrif gætu orðið þau að erfiðara verði að við- halda stöðugu gengi krónunnar, vaxtamunur gagnvart útlöndum gæti aukist og samkeppnisstaða ís- lenskra fyrirtækja gagnvart fyrir- tækjum í löndum Myntbandalagsins gæti versnað. Á móti kemur að við- skiptakostnaður í utanríkis- og gjaldeyrisviðskiptum íslendinga mun minnka og auknar fjárfestingar og hagvöxtur í Evrópu munu hafa jákvæð áhrif á íslenskt efnahagslíf." Núverandi kerfi eða tenging við evró? í skýrslunni kemur einnig fram að stofnun EMU geti knúið á um að fyrirkomulag gengismála hér- lendis verði endurskoðað þótt núverandi stefna hafi reynst vel á undan- förnum árum. Erfitt sé þó að kveða upp úr um það nú hveijir kostir séu bestir, m.a. vegna þess að ekki liggi fyrir hvaða möguleikar bjóðist á tví- hliða tengingu krónunn- ar við evró. Ólíklegt er talið að það mál skýrist fyrr en á fyrstu árum næstu aldar en helstu kostir, sem til greina komi, séu eftirtaldir: 1. Núverandi kerfi þar sem gengið verður þó hugsanlega hreyfanlegra innan vikmarka. 2. Flotgengisstefna tengd beinu yfirlýstu verðbólgumarkmiði og auknu sjálfstæði Seðlabankans. 3. Einhliða eða tvíhliða tenging krónunnar við evró. tryggja að hann hafi sjálfstæði til að beita tækjum sínum til að ná skýru verðlagsmarkmiði. Verðbréfamarkaðir eflast í skýrslunni er íjallað ýtarlega um þau beinu og óbeinu áhrif sem fyrirhugað myntbandalag mun hafa á peningamál álfunnar. Er bent á að með samstarfinu verði til mun stærri og dýpri fjármagnsmarkaður en fyrir er og ýmsar breytingar verði gagnvart fjármálastofnunum, hvort sem þær verða innan eða utan bandalagsins. Þannig muni draga úr vægi gjaldeyrisviðskipta og tengdra áhættumarkaða en skuldabréfa- og hlutabréfamarkað- ir eflast. Verður evróið lögeyrir íslendinga í framtíð- inni? Nýtt greiðslu- miðlunarkerfi Samhliða sameigin- legri mynt verður til nýtt greiðslumiðlunar- og uppgjörskerfi fyrir evró- gjaldmiðilinn á vegum Seðlabankakerfis Evr- ......... ópu, Skammstafað TAR- GET. Það verður skammtímauppgjör- skerfi sem er ætlað að auðvelda greiðsluskipti á evrósvæðinu og stuðla að framgangi sameiginlegrar peningastefnu Myntbandalagsins. Seðlabankamenn telja mikilvægt að íslendingar fylgist grannt með mót- un þess og leiti eftir aðild að því til að tryggja jafna samkeppnis- stöðu milli innlendra og evrópskra íjármálastofnana. FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 1997 31 Óhugsandi að hverfa frá ákvörðun í Madríd Enn ríkir nokkur óvissa um fyrirhugaða stækkun Atlantshafsbandalagsins til austurs, en leiðtogar aðildarríkjanna 16 munu koma saman til fundar í byrjun næsta mánaðar til að skera úr um hvaða ríkjum verði boðin aðild. Enn virðist nokkuð bera á milli, en Javier Solana, framkvæmda- stjórí NATQ, sagðist þó, í samtali við Þorstein Víglundsson, fullviss um að samstaða næðist um málið í Madríd. JAVIER Solana, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, ræðir við blaðamenn á óformlegum ráðherrafundi í febrúar. ATLANTSHAFSBANDALAGIÐ (NATO) stendur nú frammi fyrir einum mestu tímamótum í, sögu þess. í upphafi næsta mánaðar munu leiðtogar aðildarríkjanna 16 koma saman til fundar í Madríd, þar sem tekin verður ákvörðun um hvaða ríkjum Austur- og Mið-Evr- ópu verður boðin aðild. Fyrir liggur að í það minnsta þrjú ný aðildarríki muni bætast í hópinn og er það mesta stækkun sem NATO hefur gengið í gegnum frá upphafí og jafn- framt sú fyrsta í 15 ár eða frá því að Spánveijar gengu í bandalagið árið 1982. Eins og fram hefur komið í frétt- um að undanförnu ríkir þó ekki full- komin samstaða um hversu mörgum ríkjum skuli boðin aðild í fyrstu lotu. Einhugur ríkir um Pólland, Tékk- land og Ungveijaland, en hluti aðild- arríkjanna vill ganga enn lengra í fyrstu lotu og bjóða einu til tveimur ríkjum því til viðbótar aðild. Ríkin sem þar koma til greina eru Slóven- ía og Rúmenía. Fyrir fund utanríkisráðherra að- ildarríkjanna í Portúgal fyrir skömmu lýstu Bandaríkjamenn því yfir að þeir gætu ekki sætt sig við fleiri en þijú ný aðildarríki í fyrstu lotu og hafa Þjóðveijar, íslendingar og Bretar tekið undir þau sjónar- mið. Níu aðildarríki hafa hins vegar lýst sig fylgjandi því að bæði Rúm- enum og Slóvenum verði einnig boð- in aðild. Ákvörðun um stækkun verður að vera samhljóða og því hefur Javier Solana, framkvæmdastjóra Atlants- hafsbandalagsins, verið falið það verkefni að reyna að ná samstöðu meðal aðildarríkjanna fyrir leiðtoga- fundinn í Madríd. Hann mun í næstu viku eiga fundi með sendiherrum þeirra í Brussel, þar sem væntanlega mun skýrast hvort málamiðlun muni líta dagsins ljós fyrir Madrídarfund- inn. Hefur fulla trú á því að samstaða muni nást í Madríd Solana segist lítið geta látið uppi um stöðuna í viðræðum NATO-ríkj- anna um hvaða aðildarríkjum skuli veittur aðgangur í fyrstu lotu. „Aðildarríki NATO hafa alltaf byggt samstarf sitt á þeim sameig- inlega vilja sínum að stefna fram á við,“ sagði Solana. „Það má því segja að samstarf ríkjanna hafi byggst á jákvæðum árekstri sjónar- miða. Það hefur alltaf verið mikill vilji til málamiðlana svo unnt sé að komast að sameiginlegri niðurstöðu. Ég hef fulla trú á því að við munum komast að sameiginlegri niðurstöðu í Madríd. Það kemur að mínu mati ekki til greina að fresta ákvörðun- um, líkt og gerðist á leiðtogafundi Evrópusambandsins í Amsterdam. Hver endanleg niðurstaða verður get ég hins vegar ekki tjáð mig um nú, að öðru leyti en að það ríkir einhugur um þijú ný aðildarríki. Hvort endanleg niðurstaða muni þýða að fleiri ríkjum verði boðin aðild í fyrstu lotu er óljóst enn.“ Afstaða Bandaríkjastjórnar flækir stöðuna Sú afdráttarlausa afstaða sem Bandaríkjastjórn lýsti yfir fyrir ut- anríkisráðherrafundinn í Portúgal hefur ekki farið vel í mörg sam- starfsríki þeirra austan Atlantshafs. Háttsettur embættismaður í höfuð- stöðvum NATO í Brussel sagði í samtali við Morgunblaðið að yfirlýs- ing Bandaríkjastjórnar hefði flækt málið nokkuð og orðið til þess að þau aðildarríki sem verið hafi fylgj- andi fjórum til fimm nýjum aðildar- ríkjum standi nú enn fastar á þeirri afstöðu sinni. Hann sagði að erfitt kynni að reynast að fínna málamiðl- un þar sem í Bandaríkjunum verði litið á það sem veikleikamerki af hálfu stjórnar Clintons, gefi hún eftir nú. Því kunni það að reynast ómögulegt að höggva á hnútinn fyrr en í Madríd. Solana tekur þó ekki eins djúpt í árinni hvað þessar fullyrðingar varðar. „Bandaríkin hafa þegar lýst því yfir að þau vilji þijú ný aðildarríki inn í þessari lotu,“ sagði hann. Þau voru hins vegar ekki fyrst til að gefa út slíkar yfirlýsingar því nokk- ur aðildarríki höfðu áður lýst yfir vilja sínum í þessu máli. Ég vil einnig ítreka það að aðild- arríkin skiptast ekki í tvo hópa, sinn hvorum megin Atlantshafsins, né Bandaríkin gagnvart Evrópu í af- stöðu sinni í þessu máli. Kanada- stjórn hefur t.d. sagt að hún gæti hugsað sér að fimm ríkjum yrði boðin aðild í fyrstu lotu. Nokkur Evrópuríki hafa viljað takmarka þau við þijú. Það er vissulega rétt að staða Bandaríkjanna innan NATO er sterk, enda eru þau stærsta einstaka aðildarríkið og leggja sömuleiðis mikið af mörkum til samstarfsins. Þegar upp er staðið þarf hins vegar að ríkja einhugur um stækkunina og þar standa öll aðildarríkin jafn- fætis.“ Dyrnar verða áfram opnar Hvað varðar frekari stækkun Atlantshafsbandalagsins, segir Sol- ana að mikilvægt sé að litið sé á stækkunina nú sem hluta af lengra ferli. Þetta ferli hafi hafist í upp- hafi áratugarins og leitt til endur- skipulagningar herafla bandalags- ins, sem og hvernig honum sé beitt. Þá hafi náðst samkomulag um Norð- ur-Atlantshafs-samstarfsráðið, sem sé vettvangur allra ríkja á þessu svæði, óháð því hvort þau eigi aðild að NÁTO eða ekki. Hann segir að þetta ferli muni halda áfram eftir fyrstu lotu aðild- arviðræðna og mikilvægt sé að þeim ríkjum sem ekki verður boðin aðild nú verði það ljóst að dyrnar standi enn opnar. Hversu mikil uppbygging mun þurfa að fara fram innan nýrra að- ildarríkja, svo NATOgetisinnt varn- arhlutverki sínu þar jafnvel og í núverandi aðildarríkjum? „í fyrsta lagi hefur hluti þessarar samhæfingar þegar átt sér stað í Bosníu. Við megum ekki gleyma því. Þar eru fleiri en 30 lönd, þau stærstu innan NATO auk landa í Mið- og Austur- Evrópu, sem starfa saman að mjög flóknu verkefni. Þú talar um kostnað. Við erum að taka inn ný aðildarríki og það þýðir aukið öryggi en jafnframt ákveðnar breytingar fyrir NATO. Það er mun skynsamlegrá að dreifa kostnaðinum við slíkar breytingar á öll aðildarríkin. Við deilum ekki að- eins herafla innan bandalagsins, heldur einnig kostnaði. í öðru lagi höfum við lágmarkað vamarkerfi okkar í Evrópu. Það er mun hagkvæmara nú en fyrir 20 árum. Þess vegna verður uppbygg- ingin í nýju aðildarríkjunum mun ódýrari en hún hefði verið við þær aðstæður í öryggismálum sem voru fyrir 20 árum. Við megum heldur ekki gleyma því að það samkomulag sem við höfum nú náð við Rússland mun einnig skapa mun betra um- hverfi í öryggismálum í Evrópu. í framtíðinni verður því ekki þörf fyr- ir eins viðamikinn varnarbúnað og áður og samsetning herafla okkar verður því mun ódýrari." Flutningur höfuðstöðva NATO ekki inni í myndinni Nú er þegar nokkuð þröngt um í höfuðstöðvum NATO hér í Brussel og ljóst að ekki verður auðvelt að koma sendinefndum nýrra aðildar- ríkja, auk sendinefndar Rússlands, fyrir. Heyrst hefur að NATO standi til boða húsakynni í Bonn eða Berl- ín. Telur þú hugsanlegt að höfuð- stöðvarnar verði fluttar í Ijósi þessa? „Eins og þú veist þá eru þessi samtök mjög hógvær og höfuðstöðv- ar okkar hafa verið mjög íburðarlitl- ar í gegnum tíðina og við viljum gjarnan að svo verði áfram. Það kann hins vegar að fara svo að við verðum að endurskipuleggja þær eitthvað til að koma fyrir nýjum ríkj- um. Að mínu mati er þetta íburðar- leysi hluti af því sem auðkennir þessi samtök. Ég held hins vegar að það sé ekki á dagskránni að flytja þær frá Brussel.11 Andstaða á Bandaríkjaþingi ? Hörð andstaða Bandaríkjastjórn- ar gegn fleiri en þremur nýjum að- ildarríkjum hefur að hluta verið rak- in til andstöðu innan Bandaríkja- þings við stækkun, sér í lagi vegna þess kostnaðar sem henni muni fylgja. Hvert er þitt mat á þessum rökum? „Aðildarríkin eru hvert fyrir sig að móta afstöðu sína til þess hversu mörgum ríkjum skuli boðin aðild og þar koma fjölmargir þættir til með að hafa áhrif, þar á meðal kostnaður við stækkun en einnig hvernig þau ríki sem sótt hafa um hafa háttað “ undirbúningi að aðild. Þar er að fjöl- mörgum mismunandi atriðum að huga, sem eflaust vega misþungt í endanlegri afstöðu aðildarríkjanna, kostnaður þar með talinn.“ Samkomulagið við Rússa hlotið jákvæð viðbrögð Aðspurður um hvert næsta skref verði varðandi nýgert samkomulag milli NATO og Rússa, og hvort lík- legt megi telja að Borís Jeltsín, Rússlandsforseti fái það samþykkt * í rússnesku Dúmunni, segir Solana viðhorfin í Rússlandi mun jákvæðari í garð samkomulagsins og NATO, en hann hafi búist við. „Hvað varðar afgreiðslu samn- ingsins þá er hér um pólitískt sam- komulag að ræða og hlutaðeigandi ríki eru ekki skuldbundin til að leggja þau fyrir þjóðþing sín. Ein- stök ríki kunna að kjósa að fara þá leið, en það er ekki nauðsynlegt. Hvað viðhorfin í Rússlandi snert- ir, þá get ég sagt að það er mín tilfinning að þetta samkomulag hafi fengið mun betri viðtökur þar en við bjuggumst við. Mér sýnist að það sé vaxandi traust í Rússlandi í garð NATO. Ég held jafnframt að rússneska þjóðin vilji þoka efna- hagsástandinu þar í landi fram á við og líti m.a. í þeim tilgangi til alþjóðlegra stofnana. Hún vill jafn- framt auka utanríkisviðskipti og að Rússland tilheyri alþjóðasamfélag- inu.“ Óvíst hvenær ný aðildarríki verða formlega tekin inn Hver svo sem niðurstaðan verður í Madríd, þá er enn alls óvíst hvenær ný aðildarríki munu bætast í hóp- inn. Þar mun mikið velta á því hversu hratt þjóðþing aðildarríkj- anna afgreiða samningana og er þá sérstaklega horft til Bandaríkjanna^ í þeim efnum, þar sem Repúblikanar eru í meirihluta. Innan NATO eru hins vegar bundnar vonir við að hægt verði að taka nýju ríkin form- lega inn í apríl 1999, á 50 ára af- mæli bandalagsins. Þá ríkir enn meiri óvissa hvað varðar frekari stækkun NATO til austurs. Innan höfuðstöðva banda- lagsins virðist það sjónarmið vera ríkjandi að áframhaldandi stækkun verði að ganga nokkuð hratt fyrir sig til að róa þau ríki Mið- og Aust- ur-Evrópu sem ekki munu fá aðild - - í fyrstu lotu. Hins vegar verði einn- ig að taka tillit til þess að nokkur óvissa ríki um hversu viðamikið verkefni það muni reynast að byggja upp og samræma varnarkerfi nýju aðildarríkjanna og því verði líklegast að bíða með frekari stækkun uns - reynsla sé komin á það. »

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.