Morgunblaðið - 27.06.1997, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 27.06.1997, Qupperneq 36
36 FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 1997 MINIUINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Hallur Her- mannsson var fæddur á Skútustöð- um 31. maí 1917. Hann lést í Reylgavík 20. júnl síðastliðinn. Foreldrar hans voru Kristín Sigurðardótt- ir (1889-1973) og Hermann Hjartarson (1887-1950) prests- hjón á Skútustöðum. Þau fluttu, síðar að Laugum í Reykjadal þar sem Hermann var skólastjóri. Systkini Halls eru Ingibjörg, f. 1918, Ing- unn, f. 1921, Jóhanna f. 1923, Alfhildur, f. 1925, d. 1934, og Þórhallur, f. 1927. Fyrri kona Halls er Hrefna Eyjólfsdóttir, f. 1921. Sonur þeirra er Haukur, f. 1944. Þau Hrefna og Hallur skildu. Síðari kona Halls er Sigurveig Halldórs- dóttir, f. 1922. Börn hennar og Okkur langar að minnast okkar ástkæra föður og tengdaföður Halls Hermannssonar. Hann var fæddur á Skútustöðum í Mývatnssveit, sonur prestshjónanna þar. Hallur ólst upp við öll almenn sveitastörf og tók þátt í starfi og leik í heimasveit sinni. Hallur varð stúdent frá Mennta- skólanum á Akureyri, þar eignaðist hann yndislega skólafélaga sem hann bar mikla virðingu fyrir og þótti vænt um alla tíð. Því næst lá leiðin í Háskóla íslands þar sem hann lagði stund á nám í læknisfræði, náði þó ekki að ljúka námi þar sem hann hafði stofnað fjölskyldu. Allan sinn starfsaldur vann Hallur hjá Skipaútgerð ríkisins, fyrst á vita- skipum sem kyndari, því næst á skrifstofunni og fljótlega hafði hann unnið sig upp í skrifstofustjórastarf- ið, sem hann gegndi þar til hann fór á eftirlaun. Hallur var tvígiftur, fyrri kona hans var Hrefna Eyjólfsdóttir, þau eignuðust soninn Hauk, þau slitu samvistum. Seinni kona hans er Sig- urveig Halldórsdóttir. Þegar þau kynntust átti hún fyrir fimm lítil böm, sem hann gekk strax í föður- stað og reyndist á allan hátt sem besti faðir og er hans nú sárt saknað. Hallur vann tvöfalda vinnu alla sína tíð til að geta framfleytt þess- ari stóru fjölskyldu. Hann gaf út og ritstýrði tímaritinu „Bergmál" til margra ára. Bjó til krossgátur í blað- ið, þýddi framhaldssögur, skrifaði um innlenda og erlenda kvikmynda- leikara, kvenlega fegurð og þjóðleg- an fróðleik af ýmsum toga, allt þetta virtist honum auðvelt. Aldrei minnumst við hans öðruvísi en sístarfandi við þýðingar og skriftir. Alltaf gátum við leitað til Halls með hvaðeina sem okkur þótti vandasamt, allt mundi hann, gat og vissi, fórum við ávallt fróðari og glaðari af hans fundi. Þetta á ekki aðeins við um okk- ur, heldur um allan okkar ættbálk. í þessum stóra hópi urðu að vonum margar sameiginlegar ánægju- og gleðistundir, svo sem stórafmæli, brúð- kaup, skólaútskriftir, o.fl. Miðpunktur- inn og aðaldrifkrafturinn í þessu öllu saman var Hallur. Það sem hæst bar á þessum hátíðarstundum var þegar Hallur stóð upp í samkvæminu og talaði til viðkomandi. Sífellt kom hann okkur á óvart með skemmtilegum sög- um og gáfulegum tilvitnunum enda maðurinn afburðavel gefinn, ljúfur og góður drengur. Þessi hefð er svo rík í okkur. Erfítt verður að hugsa sér gleðistundir án hans. „Listin að lifa, hin erfiðasta, nauð- synlegasta og æðsta list allra lsita, er framar öllu listin að hugsa, að hugsa ftjálslega, af einlægni, djörf- ung og alvöru.“ Svo mælti Sigurður Nordal í Lífi og dauða. Og listina að lifa og hugsa, viljum við gera að okkar einkunnarorðum um Hall. Þau hjónin Sigurveig og Hallur voru ein af stofnendum Landssam- taka hjartasjúklinga og unnu þar í mörg ár mikið og óeigingjamt starf til að hjálpa öðrum til betra lífs. Þegar verið var að undirbúa átt- ræðisafmæli Halls, gerðu þrenging- uppeldisböm Halls eru Stefán Skaftason, f. 1940, Halldór Skafta- son, f. 1942, Gyða Thorsteinsson, f. 1945, Rósa Thorsteinsson, f. 1946, og Guðmundur Thorsteinsson, f. 1948, d. 1988. Bamaböm em átján og barna- barnaböm em fjórtán. Hallur varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1938 og las síðan læknisfræði en lauk ekki námi. Hann vann lengst af sem skrif- stofustjóri hjá Skipaútgerð ríkis- ins, þar til hann komst á eftirla- unaaldur. Þau hjónin Sigurveig og Hallur vom ein af stofnendum Landsamtaka hjartasjúklinga og unnu þar í mörg ár. Útför Halls fer fram frá Dóm- kirkjunni í dag og hefst athöfnin klukkan 15. amar að hjartanu vart við sig á nýj- an leik en 14 ár eru síðan hann fór í stóra hjartaaðgerð í London. Bjartsýnn og vongóður lagðist hann undir hnífinn á nýjan leik, enda alltaf jákvæður og trúði á tilvemna og hið góða í lífinu. En varð að lúta í lægra haldi í þetta sinn. Margs er að minnast, margt ber að þakka. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Við þökkum fyrir samfylgdina í gegnum árin. Við vonum að góðar minningar hjálpi okkur öllum að komast yfír missinn mikla. Gyða og Ina. Þegar ég fyrir um það bil 35 árum hitti tengdaföður minn, Hall Her- mannsson, í fyrsta skipti var ég ung og óframfærin. Mér fannst ég bók- staflega skríða upp síðustu tröppurn- ar á Kópavogsbraut 12, en þar bjuggu tengdaforeldrar mínir á þeim tíma. Inni biðu mín Hallur, Sísí og þijú systkini Stefáns sem litu mig miklum forvitnisaugum. Systkinin voru Rósa, Gyða og Guðmundur, „Muggur", sem látinn er fyrir nokkr- um árum. Fjölskyldan öll bauð mig hjartanlega velkomna, sérstaklega man ég þó eftir Halli með sitt hlýja bros og notalegu framkomu. Sagði hann að fengur væri í því að fá Þin- geying í fjölskylduna. Þar með var ísinn brotinn og við höfum verið góðir vinir alla tíð síðan. Þegar hugsað er til baka finnst mér að Hallur hafí lítið breyst í þessi 35 ár, aðeins þykknað örlítið utan um sig en lítið elst. Hann var aðlað- andi maður á allan hátt, enda laðað- ist fólk að honum, ekki síst konur. í gegnum tíðina komu þau hjónin, Sísí og Hallur, oft í heimsókn til okkar í Aðaldalinn og lifnaði þá allt- af yfir heimilislífinu. Gaman þótti Halli að renna fyrir lax og gott þótti honum að fá viskítár í glas, þá lyft- ist hann í sætinu og jós úr sér fróð- leik og skemmtiefni. Einu sinni sem oftar vorum við stödd í samkvæmi þar sem mikið var sungið, ég stóð við hlið hans og þandi raust mína, í hléi vindur hann sér að mér og seg- ir: „Mikið var að það er einhver í þessari fjölskyldu sem getur sungið og sjaldan hef ég hitt konu sem kann að drekka viskí.“ I öllum stórafmælum, brúðkaupum og öðrum fjölskyldufögnuðum var alltaf sjálfsagt að Hallur stæði upp og héldi hátíðarræðu. Gerði hann það svo að eftirminnilegt var með tilvitn- unum í ljóð og skáldskap, enda var hann víðlesinn. Hallur var alltaf boð- inn og búinn að miðla bamabömunum af fróðleik sínum og aðstoða þau við nám á þann hátt að auðvelt var fyrir nemandann að ná tökum á efninu. í vor var vinum og vandamönnum boðið í 75 og 80 ára afmæli þeirra hjóna hinn 31. maí, en rétt áður var hann lagður inn á sjúkrahús og átti þaðan ekki afturkvæmt. Eftir upp- skurð hinn 2. júní vaknaði hann aldr- ei og lést 20. júní langt fyrír aldur fram að mér fínnst. Hann var alltaf hress fram á síðustu stundu. Við hittum Hall síðast á Landspítalanum 25. maí, málhressan að vanda. Þá lýsti hann í smáatriðum væntanlegri aðgerð og sagði ennfremur að af- mælisveislunni væri frestað en ekki hætt við. Hallur minn, þín veisla verður á öðram stað, í nýjum heimkynnum. Guð gefi þér góða heimkomu. Við söknum þín öll. Þín tengdadóttir, Sigríður Hermóðsdóttir. Eftir stutta sjúkralegu lést afi minn og nafni, Hallur Hermannsson, nokkram dögum eftir áttræðis- afmæli sitt. Sjálfum fannst mér afi aldrei gamall enda hafði hann fas og augnaráð mun yngri manns auk þess sem hann var alla tíð einkar skýr í hugsun og málfari. Margt kemur upp í hugann þegar minnst er þessa merka manns sem afi Hallur var enda hafði hann mikil áhrif á mig einsog reyndar alla sem honum urðu samferða. Á bernskuárum mínum fór ég oft með pabba í hans næstum daglegu ferðir milli ættingja okkar. Þá var oft komið við hjá afa í ábúðarmiklu skrifstofunni hans hjá Skipaútgerð ríkisins. Þar gat ég unað mér lengi við að munda bréfhnífinn hans sem hann síðan gaf mér 20 árum seinna. Einnig átti afí skrifborð sem góður felustaður var undir og átti ég mitt sæti þar. Skrifborðið eignaðist ég síðan sem unglingur og var mér mjög kært. Stoltur unglingur var ég vegna þess trausts sem afí sýndi mér með þvi að láta ráða mig sem verkamann hjá Skipaútgerðinni þá 14 ára gaml- an, en átti að segjast vera 16 ára. Þetta gekk í þijú ár og á hveiju vori var ég 16 ára. Alltaf fannst mér svo fínt heima hjá ömmu Sísí og afa Halli á Bárugötunni þar sem klukkan sló á hálfa og heila tímanum allan sólarhringinn. Afi átti mikið pípusafn sem hafði mikið aðdráttarafl á mig og mörg ævintýri urðu til í kolli mín- um með þær að leik. Þegar ég síðar fregnaði að afi hefði hent þeim öllum samkvæmt læknisráði kom það mér mjög á óvart enda var hann ekki vanur að taka leiðbeiningar lækna of alvarlega. Afi var mikill selskapsmaður og kunni vel að meta góðan mat og drykk svo ekki sé nú minnst á fínt viskí eða koníak. Oftar en ekki var hann meðal ræðumanna í veislum ættarinnar og reyndar stundum sá eini. Kímni hans og yfirvegun, skemmtileg tilsvör og beinskeytt álit hans á mönnum og málefnum hafa oft skemmt þeim sem í kringum hann hafa verið. Það var afa líkt að í 75 ára af- mæli ömmu Sísíar hinn 11. maí síð- astliðinn gekk hann um með koníaks- flöskuna og bauð staup með eftirmið- dagskaffínu. Afi gekkst undir hjarta- aðgerð hinn 2. júní síðastliðinn. Dag- inn fyrir aðgerðina ræddi ég við hann og spurði hvort hann kviði aðgerð- inni. Hann sagði svo ekki vera en honum myndi örugglega leiðast end- urhæfingin og öll þau boð og bönn sem henni fylgdu. Elsku amma Sísí. Samband ykkar afa hefur ávallt verið hlýtt og gott og missir þinn er mikill. Þó sorg og myrkur sé í huga okkar allra núna þá veit ég að hann vildi ekki láta syrgja sig lengi heldur að sín yrði minnst eins og hann var. Mikið væri veröldin skemmtileg ef margir væru eins og afi Hailur. Hallur Halldórsson. Stundum getur verið skammt stórra högga á milli. Það er ekki nema rúmur mánuður síðan ég fylgdi elsku- legri móður minni til grafar og nú Halli. Vinátta okkar ristir marga ára- tugi aftur í tímann. Ég leit alltaf á hann sem góðan frænda enda giftur Sísí systur mömmu. í æsku man ég alltaf eftir því að þegar þau komu í heimsókn til mömmu naut ég þeirra forréttinda að fara ofan í jakkavasann hans til að athuga hvort einhveijir smápeningar væru í vasanum og ef ég fann einhveija mátti ég eiga þá. Það var mikill fengur fyrir lítið bam. Eftir því sem ég varð eldri urðu kynni okkar að gagnkvæmri vináttu. Hallur var mjög traustur maður sem hægt var að leita til ef á þurfti að halda og ekki stóð á því að hann gæfi þá góð ráð. Hallur og Sísí vora mjög gestrisin og ætíð voru þau góð heim að sækja. Heimili þeirra ber vott um mikla smekkvísi og hlýju. Dagur líður, fapr, friður, flýgur tiðin í aldaskaut. Daggeislar hníga, stjörnurnar stíga stillt nú og milt upp á himinbraut. Streymir niður náð og friður, nú er búin öll dagsins þraut. (V. Briem.) Elsku Sísí mín, það er ekki nóg að þú sért nýbúin að fylgja Svönu systur þinni til grafar heldur ert þú nú að fylgja elskulegum eiginmanni þínum til grafar. Fyrir um níu árum fylgdir þú elskulegum syni þínum einnig til grafar þegar hann lést af slysförum í blóma lífsins. Blessuð sé minning Muggs sem var yndislegur drengur. Ég vona að Guð gefí þér styrk til að takast á við sorgina sem lögð er á þínar herðar. Einnig bið ég Guð að styrkja börn ykkar, Gyðu, Rósu, Halldór, Stefán, Hauk og fjöl- skyldur þeirra. Blessuð sé minning Halls Hermannssonar. Anna Edda Ásgeirsdóttir. Fyrstu kynni mín af Halli vora af ungum stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri, sem var um skeið heima- gangur á heimili foreldra minna og var að hefja nám að loknu stúdents- prófí. Þar sem aldursmunur var um- talsverður okkar á milli á þeim áram urðu samskiptin ekki mikil, en sú mynd, sem ég skóp mér í æsku af Halli hefur ekki breyst. Mér virtist hann vera vingjamlegur, hæfíleika- ríkur, traustur og afkastamikill á öll- um sviðum. Leiðir skildust alllengi vegna mis- munandi starfa og búsetu, en næst hitti ég hann sem samviskusaman skrifstofustjóra Skipaútgerðar ríkis- ins, sem ávann sér velvild allra, bæði samstarfsmanna og viðskiptavina. Loks hófust samskiptin fyrir alvöra þegar ég hóf að starfa í stjóm Lands- samtaka hjartasjúklinga, en Hallur hafði á árinu 1985 gerst starfsmaður LHS og annaðist öll störf á skrifstof- unni ásamt konu sinni Sigurveigu Halldórsdóttur, sem jafnframt var í stjóm LHS. Þar héldu þau traustum höndum um ört stækkandi félaga- skrá, fjárreiður og fjáraflanir, upplýs- ingar og fyrirgreiðslur alls konar, og með alúðlegri umgengni sinni tókst þeim að virkja sífellt stærri hóp fé- lagsmanna og velunnara samtak- anna. Hlutur Halls í vexti og við- gangi Landssambands hjartasjúkl- inga verður seint fullþakkaður. Auk þessa alls sannaði hann hæfileika sína með því að taka að sér ritstjórn mál- gagns samtakanna Velferð frá árinu 1990 og annast hana með ágætum þar til hann lét af störfum í þágu samtakanna 1995. Það var ekki laust við að það setti nokkum kvíða að vinum Halls þegar fréttist að hann þyrfti að gangast undir hjartauppskurð nokkram dög- um eftir áttræðisafmæli sitt, en sjálf- ur mun hann hafa tekið því af stakri ró. Uppskurðurinn reyndist hinum aldna öðlingsmanni ofraun og skal hann nú sárt kvaddur af fjölmennum vina- og samstarfshópi. Sigurveigu og fy'ölskyldu hans og venslafólki vilj- um við senda innilegar samúðarkveðj- ur með ósk um að hugsjónir þær, sem hann helgaði starfskrafta sína, megi rætast eins og best verður á kosið. Haraldur Steinþórsson. Við Hallur heitinn kynntumst fyrst persónulega í ársbyijun 1990 er ég tók við formennsku í Landssamtökum hjartasjúklinga, en voram áður mál- kunnugir. Hallur átti mjög glæsilegan starfsferil hjá Skipaútgerð ríkisins, en hann var þar skrifstofustjóri í mörg ár. Hann hóf störf hjá samtök- unum 1. ágúst 1985 og hætti þar 1. ágúst 1995 og var alla tíð skrifstofu- stjóri og sá um fjármál þess og leysti sín störf af hendi með einstökum ágætum. Ég fullyrði að LHS væri ekki eins öflugt félag og í ljós hefur komið, t.d. félagatalan meir en tífald- aðist, ef hans starfskrafta hefði ekki notið við. Hann virtist alltaf hafa nægan tíma og starfsorka hans var einstök. Hann tók við ritstjóm blaðs okkar Velferðar árið 1990 og þar komu vel í ljós frábærir hæfileikar hans til margvíslegra ritstarfa og ein- stakt næmi hans fyrir fögru ritmáli. Efldist blaðið mjög undir hans stjóm og virðing þess fór vaxandi. Hallur heitinn verður mér þó minn- HALLUR HERMANNSSON isstæðastur fyrir einstaklega aðlað- andi viðmót við félagsmenn og gesti. Hann hafði eindregnar skoðanir á málum og átti auðvelt með að fylgja þeim úr hlaði. Hann var fastur fyrir, en alltaf naut hann trausts og virðing- ar. Oft gekk hann gegn ríkjandi skoð- unum stjórnar, en ef hann varð undir í atkvæðagreiðslum, þá sætti hann sig við lýðræðislega teknar ákvarðan- ir. Þannig hafði hann víðtæk áhrif til góðs, sem of langt væri upp að telja, en kraftur hans og djúp viska mun fylgja minningu hans um ókomna framtíð. Ekki fór á milli mála að Hallur var Þingeyingur í húð og hár, enda sýndu skapgerðareinkennin hvaðan þau vora upprunninn. Halls verður ekki minnst án þess að eiginkonu hans Sigurveigar Hall- dórsdóttur sé getið í farsælum störf- um hans. Hún átti sæti í stjóm LHS frá upphafi 1983 til 1994 og vann þar gagnmerk störf. Auk þess að- stoðaði hún eiginmann sinn við al- menn skrifstofustörf af stakri prýði frá því hann hóf þar störf. Greiðslur fyrir þessi merku störf þeira voru í engu samræmi við alla vinnu þeirra, en þar réðu þau sjálf ferðinni. Störf- in vora unnin af þeim einlæga áhuga að verða þeim að liði er áttu við hjartasjúkdóma að stríða og ekki síð- ur í þakklæti til forsjónarinnar fyrir góða heilsu er þeim báðum auðnaðist um lengri tíma eftir miklar og erfið- ar hjartaaðgerðir. Mér var mikil ánægja að heiðra þau bæði árið 1996 með fyrstu gullmerkjum LHS er veitt voru fyrir frábær störf þeirra í þágu samtakanna. Fráfall Halls kom mörgum á óvart og var mikið áfall fyrir eiginkonuna og hans nánustu ættmenni. Ég við biðja góðan Guð í Jesú nafni að blessa Sigurveigu, afkomendur og venslafólk. Okkur vinum hans í LHS, en hann hafði gott samband við sína gömlu félaga, finnst sem tómarúm hafi myndast. Höfum samt í huga, að góðar minningar um mannkosta- mann og frábæran dreng vinna harmi gegn. Guð blessi minningu Halls Hermannssonar. Sigurður Helgason, fyrrv. form. LHS. í dag kveð ég með söknuði afa minn Hall Hermannsson og um leið þakka ég honum fyrir allar þær dýr- mætu stundir sem ég átti með hon- um. Þegar ég lít til baka, koma ótal minningar um frábæran afa fram í hugann. Afi Hallur var vel að sér á öllum sviðum og flestum mönnum fróðari. Hann gaf út tímaritið Berg- mál til nokkurra ára. Einnig þýddi hann bækur og man ég vel hve stolt- ur ég var þegar ég gat sýnt börnun- um í skólanum bækur sem afí minn hafði þýtt, t.d. bækurnar um Mary Poppins. Og síðan þegar ég var ungl- ingur þýddi hann bækurnar um Morgan Kane sem ég las allar upp til agna. Afi var Iíka vel að sér í ljóð- um og þótti mér alltaf gaman að fara með ljóð fyrir hann. Gerði ég mér far um að læra ljóð utan að. Einnig reyndi ég að semja ljóð sjálf- ur og fá hann til að gagnrýna þau. Er mér minnisstæðast eitt ljóð sem ég samdi og skrifaði fremst í ljóða- bók sem ég gaf honum. Ljóðabókin var eftir góðan vin minn, Friðrik Guðna Þórleifsson sem lést fyrir nokkram árum, langt fyrir aldur fram. Ljóðið var eitthvað á þessa leið: Mest af öllum er mér kær maður að nafni Hallur, bók með ljóðum frá mér fær eftir vin sem nú er allur. Afí var Þingeyingar og var mikið stoltur af því og kom því ósjaldan að ef um ættfræði var rætt. Ég man vel hvað hann var ánægður þegar ég fór norður í Menntaskólann á Akureyri því hann var sjálfur stúdent þaðan. Ég minnist líka þess þegar ég var fimmtán ára og þurfti að fara í starfskynningu til Reykjavíkur. Þá buðu þau afi og amma mér að gista hjá sér, sem ég þáði. Var það yndis- leg vika sem ég átti þar með þeim. Elsku afi minn, nú ert þú lagður af stað í ferðina sem bíður okkar allra. Ég bið algóðan Guð að varð- veita þig og gefa elskulegri ömmu minni styrk því hennar missir er mikill en eftir lifir fögur minning um góðan afa og langafa. Guðjón Orn Ingólfsson, Thelma Guðjónsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.