Morgunblaðið - 27.06.1997, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 27.06.1997, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 1997 41 MARGRET EGGERTSDÓTTIR + Margrét Egg- ertsdóttir fæddist í Reykjavík 17. júní 1924. Hún lést á Landspít- alanum 17. júní síð- astliðinn. Foreldr- ar hennar voru fs- fold Helgadójttir, húsmóðir frá Ána- stöðum, Skaga- firði, og Eggert Bjarni Kristjáns- son, stýrimaður frá Amarfirði. Systk- ini Margrétar eru: Jón Krislján, lát- inn, Rannveig, Kristján Gunn- ar, Marta María, látin, Björg Ólína Júlíana, Helgi, látinn, Marta Kristín, látin, Haraldur og Ásta María. Margrét giftist Sigurði Sig- urðssyni, f. 25. júlí 1916, og átti með honum sex börn. Börn þeirra eru: 1) Sigurður Hörð- ur, f. 8. júní 1945, d. 6. janúar 1986, fyrri maki er Hólmfríður Bjartmarsdóttir, böm þeirra em: Sigurður Hrafnkell og Bjartey, seinni maki er Borg- hildur Thors. Börn Borghildar af fyrra hjónabandi eru: Hilm- ar Oddsson og El- ísabet Álfheiður Oddsdóttir. 2) Hjördís Bára, f. 28. febrúar 1948, maki Sigtryggur Maríus- son, böm þeirra em: Sigðurður, Margrét Iris og Kolbrún. 3) Jó- hanna, f. 20. janúar 1950, d. 8. febrúar 1978, maki Marel Einarsson, böm þeirra em: María Erla, Sigurður Ein- ar og Geir Arnar. 4) Helgi, f. 15. október 1952. 5) Grétar, f. 14. febrúar 1954, maki Jóna Björg Pálsdóttir, börn þeirra em: Anna Gréta, Páll Hólmar, Sara Rós og Lena Dúa. 6) Jónas, f. 5. júlí 1956, fyrri maki Guðný Emilsdóttir, barn þeirra Benedikt, seinni maki Svanhvít Albertsdóttir. Dóttir Margrétar er Edda íris, f. 17. júlí 1942, fyrri maki Stef- án Eiríksson, börn þeirra era: Bryndís íris og Stefán Eiríkur. Utför Margrétar fer fram frá Háteigskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. 17. júní síðastliðinn, á afmælis- degi sínum, lést frú Margrét Egg- ertsdóttir. Það var skammt á milli þeirra hjóna, tengdaforeldra minna, Sigurðar Sigurðssonar verslunarmanns, sem lést í janúar síðastliðnum og Margrétar Eg- gertsdóttur. Hvernig gat það líka öðruvísi verið eins samrýnd og þau voru í löngu hjónabandi. Nú er ég stödd í Gungvala í Svíþjóð á gisti- heimili írisar dóttur Margrétar þar sem ég dvaldist líka í fyrrasumar og þá með þeim hjónum báðum, Grétu og Sigurði. Margrét eða Gréta, eins og hún var alltaf köll- uð, var stórbrotin og sérstæð kona. Hún ætlaði sjálf ásamt Helga syni sínum að koma til Gungvala í júlí. „Hafðu ekki of mikið af óþarfa farangri með þér eins og í fyrra, Borghildur mín,“ sagði hún við mig um þær mundir sem ég var að leggja af stað. Var hún þá minn- ug þess er ég var næstum ofurliði borin vegna þunga farangurs míns síðastliðið ár. „Svo tökum við í spilin, Borghildur mín, þegar ég kem til Gungvala.“ Grétu fannst gaman að spila en fannst ég vera mjög óefnilegur spilamaður sem vert væri þó að reyna að kenna. Allt í einu er hún svo dáin. Sama dag og hún dó svo skyndilega var ég með henni í veislu hjá sonardótt- ur hennar sem var að ljúka véla- verkfræðiprófi. Hafði ég þá orð á því við Grétu hversu vel hún liti út, brún og hraustleg, hafði sjaldan séð hana glæsilegri. Hvern hefði grunað þá að eftir nokkrar klukku- stundir yrði hún dáin. Gréta þoldi marga sára raun í sínu lífi en hún stóð alltaf eins og klettur í allri sorginni. Hún verður mér minnisstæð sem einstakur persónuleiki sem átti auðvelt með að sjá broslegu hliðamar á tilver- unni og kom með hnyttnar athuga- semdir um marga hluti, þótt hún væri ekki allra viðhlæjandi. Gréta átti líka til einstæða blíðu og um- hyggjusemi sem ég fékk að reyna þegar lífið var erfitt hjá mér. Það er mikill sjónarsviptir að Grétu, en ég er viss um að vel hefur verið tekið á móti henni handan hinna miklu landamæra. Ég veit líka að það að fá að fara svona skyndilega, nýbúin að gleðjast með ástvinum sínum yfir velgengni sonardóttur sinnar var henni að skapi þó að erfitt hafi verið fyrir okkur aðstandendur hennar að sjá af henni svona skyndilega. Eg get ekki, sökum fjarvistar af landinu, fylgt henni síðustu sporin. Bið ég guð að styrkja alla afkomendur hennar. Blessuð sé minning hennar. Borghildur Thors. Það var að kvöldi 17. júní, eftir sólbjartan hátíðardag okkar allra, að ég fékk þá sorgarfrétt út á sjó að tengdamóðir mín Margrét hefði látist mjög skyndilega, þessi dagur var ekki bara þjóðhátíðardagurinn okkar allra, helur sérstakur dagur hjá Grétu og hennar fjölskyldu, þetta var afmælisdagurinn hennar, sem hún hafði sérstaka ástæðu til að halda uppá, því að sonardóttir hennar var að útskrifast þennan dag sem verkfræðingur og gladdi það hana meira en allt annað að sjá bömum sínum og afkomendum vegna vel í lífinu. Ég fékk ekki tækifæri til að taka þátt í hátíðar- höldunum þennan dag þar sem ég var úti á sjó, en talaði við Grétu fyrr þennan dag káta og hressa, fulla af stolti yfir fallega unga fólkinu sínu og þess velgengni. Lát Grétu kom eins og þruma úr heið- skíru lofti og er fjölskyldan vart búin að jafna sig eftir lát Sigurðar eiginmanns hennar sem lést fyrir aðeins um það bil fjórum mánuð- um. Við Margrét vorum mjög góðir vinir og gátum alltaf talað saman, ég kom inn í hennar fjölskyldu fyrir 32 árum sem tengdasonur, og áttum við alltaf vel skap sam- an, reyndist hún mér vel sem vinur og tengdamóðir. Margrét var stór- huga, dugleg og kjarkmikil kona, hafði sínar skoðanir á tilverunni og kvað oft sterkt að orði. Þau hjónin, Sigurður og Mar- grét, áttu sex böm og Margrét eina dóttur áður. Þau hjón urðu fyrir þeirri miklu sorg að missa tvö börn sín með nokkurra ára milli- bili í blóma lífsins, frá ungum böm- um, og markaði sú sorg mikil spor í líf þeirra allra. Þá sá ég hvað Gréta var mikil kjarnakona og hve sterk hún var, með öðrum erfiðleik- um sem dundu á henni í lífinu. Ég minnist Grétu sem lífsglaðrar kjamakonu sem sigldi í gegnum lífsins ólgusjó og missti aldrei kjarkinn. Ég veit að hún Gréta er komin til bónda síns og bama sem hún saknaði svo mikið. Kær þökk sé þér, Gréta, fyrir allt sem þú gafst mér af þér í gegnum okkar kynni. Bömum þínum, bamabömum, bamabarnabömum og öðram ætt- ingjum votta ég samúð mína og megi Guð varðveita ykkur öll. Sigtryggur Maríusson. Elsku amma okkar er horfin af þessari jörðu. Hún hefur sofnað svefninum langa. Amma lést að kvöldi afmælisdags síns, 17. júní sl., aðeins 73 ára gömul. Hún sem hafði verið svo hress og ánægð á afmælisdeginum er hún hitti skyld- fólk og vini. Fréttin um andlát henanr þetta kvöld kom því sem þruma úr heiðskíru lofti. Gréta amma, eins og við kölluð- um hana, var lífsglöð og góð kona. Öll áttum við okkar góðu og yndis- legu stundir með henni. Amma bjó yfir miklum dugnaði og ákveðni. Styrkleiki ömmu var mikill og hún hafði það lífsviðhorf að gefast aldr- ei upp. Þessi persónueinkenni ömmu lýstu sér vel er hún glímdi við hina miklu sorg er fólst í því að missa maka og börn. Elsku amma var ekki ung er hún skildi við okkur átvini sína en við hefðum viljað njóta nærvera hennar lengur. Hún var einstök kona sem við öll bárum mikla virð- ingu fyrir og elskuðum heitt. Elsku amma, við söknum þín og minning- in um þig mun ávallt lifa í hjarta okkar. Við kveðjum þig með þess- um orðum. Helgum pðs bömum herrans hold helgaði bæði jðrð og mold, gröfin því er vort svefnhús sætt, svo má ei granda reiðin hætt. Svo að lifa, ég sofni hægt, svo að deyja, að kvöl sé bægt, svo að greftrast sem guðs barn hér, gefðu, sætasti Jesú, mér. (Hallgrímur Pétursson) María Erla, Sigurður Einar og Geir Arnar Marelsbörn, Sigurður, Margrét íris og Kolbrún Sigtryggsböm. + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, EYVÖR INGIBJÖRG ÞORSTEINSDÓTTIR, Hjarðarhaga 46, Reykjavík, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykja- vík þriðjudaginn 1. júlí kl. 15.00. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Tækjakaupasjóð Hrafnistu í Hafnarfirði (s. 565 3000) og Slysavarnafélag Islands (s. 562 7000). Jón Oddsson, Krístín Oddsdóttir, Marta María Oddsdóttir, Björgvin Jónsson, Kristín Anna Jónsdóttir, Gustav O. Lund, Gunnhildur Eyja O. Lund, Valgerður Bára Guðmundsdóttir, Odd Roald Lund, Þórður Magnússon, Sigriður Dóra Magnúsdóttir, Árni Oddur Þórðarson, Magnús Geir Þórðarson, Jón Gunnar Þórðarson, og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, SIGURÞÓR EINARSSON, Heiðmörk 17, Hveragerði, áður bóndi, Egilsstöðum í Villingaholtshreppi, verður jarðsunginn frá Hveragerðiskirkju laug- ardaginn 28. júní kl. 16.00. Sveingerður Benediktsdóttir. Einar Sigurþórsson, Georgía M. Kristmundsdóttir, Kristín R. Sigurþórsdóttir, Snorri Baidursson, Jónas B. Sigurþórsson, Bima Guðmundsdóttir, Þórdís Sigurþórsdóttir, Jón Ólafur Óskarsson, barnabörn og barnabarnabarn. Ástkær afi okkar, GUÐMUNDUR JÓNSSON, Hrafnistu, Hafnarfirði, lést að morgni miðvikudagsins 25. júlí. Jarðarförin verður auglýst síðar. Guðmundur Rúnar Sveinsson, Reynir K. Bergsveinsson, Bjarki H. Bergsveinsson, Brynjar S. Bergsveinsson, Einar K. Sigurgeirsson, Erla K. Sigurgeirsdóttir, Guðmundur K. Sigurgeirsson, Gerður Einarsdóttir, Kristrún Einarsdóttir. + Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar og amma, ÓLAFÍA BERGÞÓRA GUÐNADÓTTIR, Miðtúni 6, Keflavik, lést á Landspítalanum aðfaranótt fimmtu- dagsins 26. júní. Friðrik Friðriksson, Gylfi Þór Markússon, Friðrik Friðriksson, Brynjar Emil Friðriksson, Aldís Ósk Gylfadóttir + Þökkum öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför SIGRÍÐAR JAKOBSDÓTTUR frá Reykjarfirði, Skólastíg 6, Bolungarvík. Sigrún Guðmundsdóttir, Ingóifur Birkir Eyjólfsson, Hlíf Guðmundsdóttir, Sveinbjörn Björnsson, Elín Guðmundsdóttir, Þórður Adolfsson, Matthildur Guðmundsdóttir, Viggó Bjarnason, Ámi Friðrik Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. Ji. + Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför okkar elskulegu GUÐRÚNAR BJARNADÓTTUR (Dúnu), Eyrarvegi 14, Selfossi. Rúdolf Jens Ólafsson, Bjarni Ágúst Jónsson, Inga Rannveig Rúdolfsdóttir, Ólafur Þór Rúdolfsson, Rannveig Kristinsdóttir, Sigurbjörn Bjarnason, Sigríður Erla Bjarnadóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.