Morgunblaðið - 27.06.1997, Blaðsíða 42
42 FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 1997
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
ÞORKELL
EGGERTSSON
PÁLL
ÓLAFSSON
+ ÞorkelI Eg-
gertsson fædd-
ist á Bakkaseli í
Oxnadal 28. mai
1926. Hann lést á
Fjórðungssjúkra-
húsinu á Akureyri
18. júní síðastlið-
inn.
Útför Þorkels
fer fram frá Akur-
eyrarkirkju í dag
og hefst athöfnin
klukkan 13.30.
Nú legg ég augun aftur,
Ó, guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virzt mig að þér taka,
mér yfír láttu vaka
þinn engil, svo ég sofí rótt.
(S. Egilsson.)
Hann elsku Keli afi er dáinn,
við kveðjum þig með miklum sökn-
uði en huggum okkur við það að
nú líður þér vel. Þú saknaðir Sillu
ömmu svo sárt eftir að hún dó, við
vitum nú að þið hafið sameinast á
ný og hafa það verið ánægjulegir
endurfundir. Eins og lítil dóttur-
dóttir þín sagði, nú
keyra afi og amma um
á skýjunum. Við þökk-
um fyrir allar sam-
verustundirnar sem
við áttum með þér og
öll góðu ráðin og fróð-
leikinn sem þú miðlað-
ir til okkar. Við vitum
að þú munt vaka yfir
okkur um ókomin ár.
Þótt ég sé látinn harmið mig
ekki með tárum, hugsið ekki
um dauðann með harmi og
ótta, ég er svo nærri að hvert
eitt tár snertir mig og kvelur,
þótt látinn mig haldið. En þeg-
ar þið hlæið og syngið með glöðum hug,
sál mín lyftist upp í mót til ljóssins. Verið
glöð og þakklát fyrir allt sem lífíð gefur,
og ég, þótt látinn sé, tek þátt i gleði ykkar
yfir lífínu.
(Ókunnur höfundur.)
Elsku afi, hafðu þökk fyrir allt
og allt.
Sigurlaug, Eva Björg, Aðal-
heiður, Þórður, Hólmfríður,
Tryggvi, Skúli Lórenz og
Kristín Hólm.
+
Eiginmaður minn, faðir og tengdafaðir,
EGILL ÓLAFUR GUÐMUNDSSON,
Klapparstíg 7,
Hvammstanga,
sem lést á Sjúkrahúsi Hvammstanga sunnudaginn 22. júní sl., verður
jarðsunginn frá Hvammstangakirkju laugardaginn 28. júní kl. 11.00
Hansína Þorsteinsdóttir,
Hrólfur Egilsson, Guðrún Hauksdóttir.
Útför frænku okkar,
GUÐRÍÐAR JÓNSDÓTTUR
hjúkrunarkonu,
frá Seglbúðum,
verður frá Fossvogskirkju mánudaginn 30. júní kl. 13.30.
Margrét Helgadóttir, Jóhanna Sveinsdóttir,
Ásdís Helgadóttir, Úlfhildur Hermannsdóttir,
Jón Helgason, Gunnar Jónsson,
Ragnhildur Björnsdóttir, Magnús Jónsson,
Kristján Torfason.
+
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við fráfall elskulegs eigin-
manns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og
langafa,
STEINARS BJARNASONAR
trésmiðs,
Skólabraut 5,
Seltjarnarnesi,
áður Dvergasteini,
Hróðný Pálsdóttir,
Steinunn Steinarsdóttir, Guðni Sigurjónsson,
Garðar Steinarsson, Ásta Sveinbjarnardóttir,
Sigurður Steinarsson Ingibjörg Eysteinsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Skilafrestur
minningar greina
Eigi minningargrein að birtast á útfarardegi (eða í sunnudagsblaði
ef útför er á mánudegi), er skilafrestur sem hér segir: í sunnudags:
og þriðjudagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. í
miðvikudags-, fimmtudags-, föstudags- og laugardagsblað þarf grein-
in að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag.
Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hef-
ur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi.
+ Páll Ólafsson
var fæddur á
Arngerðareyri í
Nauteyrarhreppi,
N-ís. 9. nóvember
1911. Hann andaðist
í dvalarheimilinu
Seljahlíð að morgni
15. júní síðastliðinn.
Foreldrar hans
voru Ólafur Páls-
son, f. 29.1. 1884, d.
12.12. 1971, verslun-
arsljóri á Arngerð-
areyri, síðar fram-
kvæmdastjóri á
Isafirði, síðar í
Reykjavík, sonur Páls Ólafsson-
ar prests á Prestbakka, síðar
prófasts í Vatnsfirði og konu
hans, Ásthildar Sigurrósar Sig-
urðardóttur, f. 21.12. 1887, d.
25. 1919, dóttir Sigurðar Guð-
mundssonar, _ verkstjóra og
kaupmanns á ísafirði.
Páll var næstelstur af sjö al-
systkinum. Hin eru: Guðbjörg
Sigurrós, f. 14.4. 1909, d. 23.7.
1994; Ólafur, f. 15.11. 1912, d.
22.8.1990; Arndís, f. 29.11.1914;
Sigurður, f. 8.1. 1916, d. 1.6.
1974; Theódór, f. 29.5. 1918;
Árni, f. 4.11. 1919.
Hálfsystir, Ásthildur, f. 27.10.
1921.
Páll kvæntist 10. júní 1944
Björgu Hólmfríði Björnsdóttur
og eru börn þeirra Ásthildur,
gift Leifi Benediktssyni, verk-
fræðingi, eiga þau þijár dætur;
og Ólafur, verkfræðingur, ógift-
ur.
Páll ólst upp á Arngerðareyri
og síðar ísafirði er fjölskyldan
flutti þangað. Stúdent frá mála-
deild MA 1932, stærðfræðideild
MR 1933. Cand. phil.-próf frá
HÍ 1933, mag. scient.-próf í líf-
efnafræði frá Köbenhavns Uni-
versitet 1940. Fyrstur með það
próf í Danmörku. Framhalds-
nám við Carlsberg
Laboratoriet í
Khöfn júlí til sept.
1940 og við Oxford
University 1941-42,
námsdvöl í USA
1946-47 og nám í
efnaverkfræði við
bréfaskóla The Tec-
hnological Institute
of Great Britain í
London.
Páll var forstöðu-
maður rannsókna-
stofu Síldarverk-
smiðja ríkisins á
Siglufirði 1938-39
og 1941-56 og rannsóknastofu
Lýsis hf. í Rvík 1957-66, sér-
fræðingur í Rannsóknastofnun
fiskiðnaðarins frá 1966, deild-
arverkfræðingur frá 1976-81.
Verkfræðilegur ráðunautur
Lýsis hf. og Hydrol hf. um
vinnslu, hreinsun og herslu lýsis
1966- 82. í nefnd til að kanna
fullnýtingu lifrar og hrogna
1977. í vísindanefnd Alþjóðafé-
lags fiskimjölsframleiðenda
1967- 81 og hefur sótt fundi
þeirra á ýmsum stöðum. Sótti
ráðstefnu FAO um hagnýtingu
síldar í Bergen 1950 og ráð-
stefnu samtaka norrænna fitu-
efnafræðinga (Lipidforum) í
Röros 1973 og víðar.
Páll sinnti ritstörfum innan
sinnar fræðigreinar og liggur
eftir hann fjöldi greina.
Páll var í Rótaryklúbbi Siglu:
fjarðar meðan hann bjó þar. I
stjórn VFÍ 1958-60, varaform.
1959, í stjórn LVFÍ 1961-67,
form. EVFI 1960. f stjórn Lipid-
forum 1973-81.
Páll hlaut gullmerki VFÍ 1984
og silfurugluna 1992 (merki
Menntaskólans á Akureyri).
Útför Páls fer fram frá Foss-
vogskirkju í dag og hefst athöfn-
in klukkan 15.
Afi var alveg yndislegur maður.
Það fór aldrei mikið fyrir honum en
samt vissum við alltaf af honum sitj-
andi í stólnum sínum í Safamýrinni,
að lesa, skrifa eða að hlusta á tón-
list. Hann var einn hógværasti mað-
ur sem við höfum kynnst, og aldrei
var hann að stæra sig af verkum
sínum. Stundum sagði hann okkur
eitthvað sem á daga hans dreif á
meðan hann var úti í námi, og það
var alltaf gaman að hlusta á hann.
Hann var fyrsti íslenski efnaverk-
fræðingurinn sem útskrifaðist frá
Háskólanum í Kaupmannahöfn, og
hann hafði alltaf mjög gaman af að
heyra okkur segja frá hvernig okkur
gengi í skólanum. Það var líka alltaf
svo gaman að segja honum hvað
okkur þótti skemmtilegast að læra,
sérstaklega ef um var að ræða efna-
fræði eða stærðfræði. Afi og amma
JÓHANNA
PÁLSDÓTTIR
+ Jóhanna Páls-
dóttir fæddist á
Patreksfirði hinn
17. janúar 1907.
Hún lést á Sjúkra-
húsi Patreksfjarð-
ar hinn 20. júní síð-
astliðinn. Foreldr-
ar hennar voru
hjónin Jóhanna
María Björnsdóttir
og Poul Nicolai
Christensen.
Hinn 11. október
1929 giftist Jó-
hanna Guðmundi
Gestssyni, f. 3. júlí
1901, d. 19. janúar 1982. Börn
þeirra eru: Björn, Halla, gift
Óla Þ. Baldvinssyni, Gunnar
R., giftur Guðrúnu Jónsdóttur,
og Svala, gift Leifi Bjarnasyni.
Útför Jóhönnu fer fram frá
Patreksfjarðarkirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 14.
Elsku Hanna mín. Örfáar minn-
ingar og þakkarorð. Alveg frá því
að Svala hringdi í mig og sagði
mér að nú værir þú búin að fá
hvíldina hefur þú verið í huga mér
meira og minna. Ég
hef verið að rifja upp
allar skemmtilegu
stundirnar sem við
áttum saman, öll
skiptin sem þú og
Gummi komuð í bæinn
og allar búðarferðirn-
ar sem við fórum sam-
an í. Það var alltaf
þitt fyrsta verk þegar
þið komuð að fara í
bæinn og kaupa föt
og gjafir handa barna-
börnunum því þau
voru alltaf í huga þér,
og svo varst þú alltaf
að pijóna eitthvað handa þeim.
Þó aldursmunur okkar væri þó-
nokkur áttum við svo vel saman
og vorum alltaf hlæjandi. Við vor-
um eins og bestu vainkonur. Við
hlógum oft að því þegar við vorum
að fara í bæinn í eitt skiptið. Við
vorum komnar langt norður stíg,
þegar þú tókst eftir því að ég var
í einum brúnum skó og einum svör-
um, ég hafði flýtt mér einum of
mikið af stað. Við ætluðum aldrei
að hætta að hlæja. Ég gleymi aldr-
ei þegar þú og Sigga tókuð út úr
höfðu verið gift í 53 ár hinn 10. júní
síðastliðinn, og í öll þessi ár stóð afi
sem klettur við hlið ömmu í gegnum
veikindin hennar. Aldrei heyrði mað-
ur hann kvarta undan einu eða neinu.
En eins og allir varð afi gamall.
Hann hélt upp á 85 ára afmælið sitt
í fyrra og þá var hann við þokkalega
heilsu. Eftir það fór aðeins að draga
máttinn úr honum og hann varð eldri
í hvert skipti sem við sáum hann.
Hann var kominn með alveg hvítt
alskegg og minnti okkur helst á jóla-
svein, þennan gamla og góða mann
sem gerir engum illt. Afi og amma
fluttu í Seljahlíð núna í vetur og þá
var afi farinn að verða veikur, enda
orðinn gamall maður. En áfram sat
hann í stólnum sínum eins og hann
hefur gert í minningum okkar síð-
astliðin ár. Nú er stóllinn auður, afi
er dáinn og farinn á stað þar sem
eilífur friður ríkir og hann getur
haft auga með okkur. En hann lifir
áfram í minningum okkar um yndis-
legan mann.
Lovísa, Marfa og
Fríða Björg.
Páli Ólafssyni efnafræðingi kynnt-
ist ég fyrir rúmum 30 árum þegar
ég hóf störf á Rannsóknarstofnun
fiskiðnaðarins og við unnum þar náið
saman í ein 15 ár. Mér þótti strax
mikið koma til þekkingar hans á stór-
iðju íslands sem þá var, vinnsla fiski-
mjöls og lýsis. Það eru ekki nema 30
ár síðan fískimjöl og lýsi voru nærri
helmingur útflutningsverðmætis vöru
frá íslandi. Enn í dag er fískimjöl og
lýsi sambærilegt að útflutningsverð-
mæti við ál og jámblendi. Líklega
gera fáir sér grein fyrir því að fiski-
mjölsvinnsla er býsna vandasöm, ekk-
ert síður en til dæmis álbræðsla eða
jámblendiframleiðsla. Það var þýð-
ingarmikið að góðir sérfræðimenntað-
ir menn tóku að sér að leiða þennan
þá nýja íslenska stóriðnað. Páll var
einn af þessum brautryðjendum.
Hann og tveir vinir hans dr. Þórður
Þorbjarnarson og Vilhjálmur Guð-
mundsson höfðu um langt skeið yfir-
burða þekkingu á fískimjöli og lýsi.
Þeir fluttu þessa þekkingu inn í land-
ið, héldu henni við og miðluðu til
annarra.
Páll gætti þess alltaf mjög vel að
viðhalda þekkingu á sinni sérgrein.
Hann var ótrúlega minnugur, las
mjög mikið, bæði af vísindaritum og
ýmsum mannlegum fróðleik. Við
yngri samstarfsmenn hans nutum
góðs af því að geta „flett upp í Páli“.
Hann var tölvuheilinn okkar, bara
miklu auðveldari að spyija. Eins og
góðum vísindamanni sæmdi var Páll
ekki alltaf reiðubúinn að samþykkja
allar kenningar annarra umræðu-
ykkur tennurnar og sunguð nokkur
lög. Ef hægt væri að deyja úr hlátri
þá hefði ég dáið þá. Eða þegar við
fórum á puttanum af Hellisheiði
til Reykjavíkur, það eru 39 ár síð-
an, við fórum öll í sunnudagsbíltúr
austur fyrir fjall. Hjólbarðarnir á
bílnum voru lélegir eins og var
algengt í þá daga. Enginn fór úr
bænum nema með bætur og allt
sem þurfti til viðgerðar. Ég man
ekki hvað sprakk oft á heimleið-
inni en það var komið kvöld og
Helgi sem var á öðru ári þurfti að
komast heim, því fórum við tævr
og barnið á puttanum í bæinn.
Það er svo ótal margt sem hefur
flogið í gegnum hugann þessa dag-
ana. Það var svo gott að koma í
heimsókn til ykkar Gumma. Þið
dekruðuð við okkur. Ég er svo feg-
in að það skyldi vilja þannig til að
við vorum búsett nokkra mánuði á
Patró, þegar Gummi dó. Þá gat
ég spjallað heilmikið við þig í sorg-
inni. Mikið fannst mér það gott
að ég gat kvatt Gumma rétt áður
en hann dó, enda þótt ég vissi
ekki að hann væri að deyja, því
hann var ekki að kvarta. Ég hef
ekki kynnst konu sem bar hag
barna sinna og barnabarna meira
fyrir brjósti, þau komu alltaf inn
í umræðurnar þegar við vorum að
spjalla saman.
Elsku Hanna mín, þakka þér
fyrir allar samverustundirnar.
Sigríður.