Morgunblaðið - 27.06.1997, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FRETTIR
FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 1997 43
laust. En hann studdi mál sitt alltaf
með tilvitnunum í bækur og rit sem
hann taldi ábyggileg. Hann var mjög
nákvæmur og vandvirkur eins og
góðir efnafræðingar þurfa að vera
og hann krafðist líka samskonar
vinnubragða af öðrum. Ég bað Pál
oft að lesa eitt og annað sem ég
skrifaði um fiskveiðar, rannsóknir
og málefni Rannsóknarstofnunar
fiskiðnaðarins. Þá gat ég treyst því
að ekkert væri missagt í fræðunum.
Ég sá Pál of sjaldan síðustu árin.
En síðast þegar ég hitti hann var
andinn hinn sami þótt líkaminn hefði
látið á sjá. Ég kveð Pál Ólafsson
með virðingu og votta hans nánustu
samúð mína.
Björn Dagbjartsson.
Með Páli Ólafssyni er genginn einn
af merkustu frumkvöðlum í efna-
rannsóknum á íslandi. Hann var
Vestfirðingur að ætt og ólst upp á
ísafirði. Frá unga aldri kynntist Páll
algengum sveitastörfum hjá_ afa sín-
um og ömmu, þeim Páli Óiafssyni
prófasti og Arndísi Pétursdóttur í
Vatnsfirði og taldi Páll að sumardvöl-
in hjá þeim heiðurshjónum hafi
reynst honum gott veganesti. Strax
á æskuárum var ljóst að Páll hafði
miklar námsgáfur og var honum
komið til mennta við Akureyrarskóla.
Hann lauk svo stúdentsprófi bæði
úr máladeild og stærðfræðideild.
Hann hlaut stóran styrk til háskóla-
náms í Kaupmannahöfn og lauk þar
fyrstur íslendinga magisterprófi í líf-
efnafræði með góðum vitnisburði.
Ennfremur stundaði hann fram-
haldsnám í lífefnafræði við Oxford-
háskóla, vann við rannsóknir í fitu-
efnafræði við Liverpool-háskóla og
námsferð fór hann til Bandaríkjanna
1946-47. Á háskólaárunum vann
Páll á sumrum við efnarannsóknir,
bæði í Danmörku og hér á landi. Þar
að auki stundaði hann um árabil nám
í efnaverkfræði við bréfaskóla The
Technological Institute of Great
Britain. Páll var því ágætlega mennt-
aður efnafræðingur og vel undir það
búinn að taka að sér forstöðu Efna-
rannsóknastofu Síldarverksmiðja rik-
isins frá árinu 1938. Því starfí gegndi
hann til ársins 1957, er hann og flöl-
skylda hans fluttust til Reykjavíkur.
Þar vann hann svo á rannsóknastofu
Lýsis hf. 1957-1966, en þá réðst hann
sem sérfræðingurtil Rannsóknastofn-
unar fískiðnaðarins, þar sem hann
starfaði sem deildarverkfræðingur frá
1976. Hann hélt þó áfram að vera
verkfræðilegur ráðunautur hjá Lýsi
hf. og Hydrol hf. um vinnslu, hreins-
un og herslu lýsis. Páll lét af störfum
fyrir aldurs sakir árið 1981.
Eftir Pál liggur fjöldi ritsmíða,
einkum í tengslum við rannsóknir
hans í áranna rás og eftirlit með
framleiðsluvörum í sjávarútvegi.
Hann var sæmdur gullmerki Verk-
fræðingafélags íslands árið 1984.
Páll Ólafsson var rúmlega meðal-
maður á hæð, myndarlegur á velli,
sviphreinn og bauð af sér góðan
þokka. Hann var hæglátur að eðlis-
fari, lítið fyrir að láta á sér bera eða
trana sér fram, en þeim mun traust-
ari og áreiðanlegri í öllu þvi sem
hann tók að sér. Hann hafði gott
skopskyn og var skemmtilegur mað-
ur að umgangast. Best mun hann
þó sennilega hafa notið sín í fámenn-
um hópi vina og skyldfólks.
Páll var hamingjumaður í einkalífí
sínu. Hann kynntist góðri og vel
menntaðri konu, Björgu Hólmfríði
Björnsdóttur, aðalgjaldkera og lækn-
isdóttur frá Húsavík. Þau giftust
árið 1944. Þau eignuðust tvö mann-
vænleg börn, Sigríði Ásthildi meina-
tækni og Ólaf rafeindaverkfræðing.
Björg er smekkvís kona og snyrtileg
og hið fallega heimili þeirra bar þess
vott. Hjónaband Bjargar og Páls var
ávallt mjög ástríkt og bar þar aldrei
skugga á.
Páli Ólafssyni efnafræðingi og
fjölskyldu hans kynntist ég fyrst á
Siglufírði fyrir meira en en fjörutíu
árum, þegar við kona mín ásamt
börnum okkar áttum þar heima um
rúmlega tveggja ára skeið frá vori
1953 til hausts 1955. Ég vann þá
að rannsóknum á_ árstíðabreytingum
í hafinu norðan Íslands. Ég var þá
ungur og óreyndur og leitaði oft til
Páls, þegar mig vanhagaði um eitt-
hvað sem snerti rannsóknir mínar
og þáði af honum góð ráð. Hann var
þá reyndur efnafræðingur og hafði
verið forstöðumaður Efnarannsókna-
stofu Síldarverksmiðja ríkisins í
mörg ár. Hann var ávallt boðinn og
búinn að liðsinna mér og traustari
og ábyggilegri manni hef ég aldrei
kynnst. Við urðum góðir vinir og sú
vinátta hélst óbreytt meðan báðir
lifðu. Björg og Páll voru mjög gestr-
isin og samband fjölskyldna okkar
var náið á árunum sem við bjuggum
á Siglufirði. Æ síðan hefur haldist
góð vinátta við þau mætu hjón.
Ég mun ávallt minnast Páls Ólaf-
sonar vinar míns með söknuði og
virðingu. Ekkju hans og börnum
sendi ég innilegar samúðarkveðjur.
Unnsteinn Stefánsson.
• Fleiri minningargreinar
um Pál Ólafsson bíða birting-
arogmunu birtast í blaðinu
næstu daga.
+
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar og
tengdafaðir,
ÞORSTEINN SIGURÐSSON
frá Blátindi,
Vestmannaeyjum,
sem andaðist fimmtudaginn 19. júní, verður
jarðsunginn frá Landakirkju, Vestmannaeyjum,
laugardaginn 28. júní kl. 14.00.
Anna Jónsdóttir,
Sigrún Þorsteindóttir, Sigurður Elíasson,
Stefanía Þorsteinsdóttir, Viktor Helgason.
t
Okkar elskaði
ELVARÞÓRODDSSON,
Tunguvegi 5,
Selfossi,
sem lést af slysförum þann 22 júní, verður
jarðsettur frá Selfosskirkju laugardaginn
28. júní kl. 15.30.
Elín Tómasdóttir, Þóroddur Kristjánsson,
Tómas Þóroddsson, Stefanía Þóra Jónsdóttir,
Kristján Eldjárn Þóroddsson, Silja Hrund Einarsdóttir.
Lokað
Skrifstofur Flugfélagsins Atlanta ehf. verða lokaðar vegna jarðar-
farar í dag, föstudaginn 27. júní frá kl. 14.00.
Skógarteigur til minningar um
Soffíu Jónsdóttur og Stein
Stefánsson frá Neðri-Ási í Hjaltadal
ÞANN 14. og 18. júní síðastliðinn
voru gróðursettar 2.680 birkiplönt-
ur í landi Neðri-Áss í Hjaltadal en
sá atburður markar fyrsta skrefið
í tilurð skógarteigs til minningar
um Soffíu Jónsdóttur og Stein Stef-
ánsson, fyrrum ábúendur í Neðra-
Ási. Það eru afkomendur Soffíu og
Steins sem að verkinu standa.
í ár eru liðin 110 ár frá fæðingu
Soffíu en hún fæddist 9. október
1887. Hún lést 13. febrúar 1969.
Steinn fæddist 30. nóvember 1882
og lést 5. september 1954.
Verðandi skógarteigur, sem er
nálægt 5 ha að stærð, er í landi
Erlings Garðarssonar, bónda í
Neðra-Ási, sonar Svanhildar dóttur
Steins og Soffíu. Þær birkiplöntur,
sem gróðursettar voru að þessu
sinni, eru upprunnar í Austurdal í
Skagafírði, en fræi var safnað af
5 áhugaverðustu tijánum í Fögru-
hlíð þar í dalnum. Fyrirhugað er
að nota við skógræktina eingöngu
trjáplöntur af skagfírskum upp-
runa, með úrvali, kynbótum og
klónun. Á næstu 5-10 árum er
ætlunin að fullplanta í landið eftir
því sem náttúruleg fræuppskera,
kynbætur, klónun og aðrar aðstæð-
ur gefa tilefni til.
KÁRI Steinsson og Erling Garðarsson tóku hlé frá gróðursetning-
unni og yljuðu sér á kaffisopa.
Lögregla óskar
eftir vitnum
RANN SÓKNARDEILD lögregl-
unnar í Reykjavík lýsir eftir vitnum
að aðdraganda áreksturs sem varð
sunnudaginn 1. júní sl., á gatna-
mótum Miklubrautar og Grensás-
vegar.
Þar rákust saman Lada fólksbif-
reið með skráningarnúmerinu R-
68723, sem ekið var suður
Grensásveg eftir hægri akrein, og
Volvo-fólksbifreið með númerinu
R-4772, sem var ekið austur Mi-
klubraut eftir hægri akrein. Öku-
menn greinir á um stöðu umferðar-
ljósa þegar áreksturinn varð.
Féll af hjóli
Rannsóknardeild lögreglunnar
lýsir einnig eftir ökumanni sem
átti aðild að umferðarslysi vestan
við Njarðargötu miðvikudaginn 18.
júní sl., um klukkan 16.20.
Þar ók ung kona léttu bifhjóli
austur Hringbraut eftir hægri ak-
rein, en ökumaður á hvítum fólks-
bíl, sennilega af gerðinni Saab, ók
fram úr henni eftir vinstri akrein.
Við bifreiðina var tengd aftaní-
kerra sem slóst utan í hjól ungu
konunnar með þeim afleiðingum
að hún missti vald á ökutækinu
og féll í götuna.
Hún hlaut meiðsl og einnig
skemmdist hjólið. Ökumaður bíls-
ins hélt áfram ferð sinni eftir að
atvikið átti sér stað. Lögreglan
beinir þeim vinsamlegu tilmælum
til hans að gefa sig fram við lög-
reglu og gefa skýrslu um atburð-
inn.
LEIÐRÉTT
AKOplast hf.
ÓNÁKVÆMNI gætti í frétt Morg-
unblaðsins í gær um verðlaunaaf-
hendingu í verkefninu „Útflutn-
ingsaukning og hagvöxtur" þegar
AKOplast var sagt vera dótturfyr-
irtæki Plastprents hf. en Plast-
prent á helming hlutafjár í AKO-
plasti. Beðist er velvirðingar á
þessum mistökum.
Jarðhitagrein
í GREIN um jarðhita í Tyrklandi,
sem birtist í viðskiptablaði í gær,
var ranglega sagt að dr. Hrefna
Kristmannsdóttir væri deildarstjóri
hjá Landsvirkjun. Hið rétta er að
hún er deildarstjóri hjá Orkustofn-
un. Hrefna er beðin velvirðingar á
þessu ranghermi.
Vinningaskrá
Kr. 2.000.000
8. útdráttur 26. júní 1997.
íbúðavinningur
Kr, 4.000.000 (tvðfaldur)
14120
Ferðavinningur
Kr. 100.000 Kr. 200,000 (tvöfaldur)
21700
23462
33448
77329
Kr. 50.000
Ferðavinningur
2400 13512 27870 39490 64434 76442
3908 17407 32263 55695 65799 77544
Kr. 10.000
Húsbúnaðarvinningur
623 13082 23482 31576 38623 52941 64248 71200
1081 13175 25485 31845 40065 53478 64691 72224
2519 15444 26451 32662 40712 53815 65191 74982
3140 17084 28278 33116 41000 54267 65207 75233
3411 17234 28418 33253 41178 55377 65760 75605
5124 17473 28516 34538 41923 58972 66833 76150
5240 17522 28740 35418 46472 59993 67266 76171
8420 19338 29066 37088 48908 60783 67719 76593
8658 19352 29556 37554 49012 61434 67976 76881
10976 20458 30066 37571 49056 61676 69195
11021 20537 31193 37672 51115 62054 69851
12500 22437 31244 37719 51763 62244 70129
12502 23375 31334 38118 52558 63816 71193
Húsbúnaðarvinningur
Kr. 5.000
517 10011 18846 29511 39423 47040 57231 71381
646 10185 19275 30203 40076 47135 58344 71472
660 10244 19662 30666 40806 47195 58419 71677
800 10314 20211 30714 41186 47704 58485 71694
1240 10352 20379 30740 41435 48110 58696 71766
2049 10420 21196 31237 41737 49597 59554 74489
2310 10779 21464 31267 41754 51031 59728 74972
2446 10862 21761 31598 41771 51064 59943 74985
3127 11084 22288 31860 41776 51267 60588 74993
4072 11231 22809 32901 41792 51427 60680 75340
4246 11721 22846 32915 41794 51834 61146 75745
4870 11727 23096 32948 42209 52087 61494 75853
5709 12346 23589 33054 42471 53078 62233 76386
5789 12603 23791 33206 42639 53337 62328 76683
5863 13387 24061 33393 42708 53449 62398 77122
5893 13601 24652 34473 42864 53625 63021 77192
6504 14015 24668 34748 43240 53750 63102 77292
6608 14315 26032 35498 43687 53989 64389 77382
7052 14548 26033 35532 43761 54257 64795 77953
7060 15343 26182 35550 44168 54353 65444 78051
7170 15412 26580 35578 44179 54438 65508 78266
8007 15691 26924 35715 44401 54503 66458 78950
8244 16184 27028 35774 44710 54532 66518 79031
8525 16190 27352 36533 44944 54574 67188 79154
8623 16575 27563 36890 45128 54674 67522 79264
8778 16625 27980 37330 45472 54850 67586 79633
8879 16642 28166 37379 45652 55153 68048
8929 16833 28219 37510 45702 56268 68518
9072 17584 28534 37667 45853 56287 70127
9385 18036 28634 37956 46001 56599 70404
9539 18124 29177 38309 46318 56704 70542
9979 18223 29373 39309 46639 56705 70755
Næsti útdráttur fer fmm 10. júlí 1997
Hcimtsífta á Intcrneti: Http://www.itn.is/das/