Morgunblaðið - 27.06.1997, Side 46
46 FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
Tommi og Jenni
Ég þarf hjálp við heima- Ég vona að þú kunnir að Kallaðu á mig ef þú þarft
verkefnið mitt... Aftur? meta þetta ... einhvern timann að reima
skóna þína...
BREF
TIL BLAÐSINS
Kringlan 1103 Reykjavík • Simi 5691100 • Símbréf 569 1329
Verður íþróttadeild
sjónvarpsins okkar
áróðurstæki
tóbaksframleiðenda?
Frá Jóni Ármanni Héðinssyni:
MARGIR urðu undrandi þegar
íþróttadeildin tók að sér að senda
út formúlu eitt keppnina frá Món-
akó. Eins og vel mátti sjá er þessi
keppni kostuð að langmestu af
Marlboro-tóbaksfyrirtækinu. Risa-
borðar og skilti með merki þeirra
voru aftur og aftur á skjánum og
í langan tíma. Samtals var því
áróðri rækilega komið á framfæri.
Nú hafa mál mjög víða skipast
þannig, að allar auglýsingar frá
tóbaksframleiðendum eru horfnar
þegar íþróttir eru annars vegar.
Hins vegar bregður nú svo við að
ríkisrekið sjónvarp tekur að sér
þennan óþverraáróður og gerir
meira að segja út á almenning með
„bæklingi" og merki Marlboro er
þar vel sýnt. Allt er þetta hið versta
mál og deildinni til háðungar, svo
ekki sé meria sagt. Alkunna er hve
oft hefur komist upp um auka-
greiðslur varðandi svona mál. Því
er það krafa mín, að öll gögn séu
lögð fram og útvarpsráð geri full-
komlega grein fyrir fjármögnun
vegna þessa áróðurs Marlboro.
Það er hörð krafa mín að þessu
verði þegar í stað hætt. Við, sem
höfum greitt til útvarpsins í marga
tugi ára, krefjumst þess að alls
enginn áróður sé hafður uppi fyrir
einn mesta skaðvald nútímans eða
tóbakið. Það er eins og íþróttadeild-
in viti ekki um íslensk lög og hvað
er að gerast t.d. í Bandaríkjunum
og Englandi varðandi áróður gegn
reykingum.
Nú liggur það fyrir að mjög oft
hefur íþóttadeildin gert góða hluti
og hefur hæfa menn, þess vegna
er þetta því undarlegra. Drengir
góðir, þið eruð menn að meiri að
hætta við þennan þátt.
JÓN ÁRMANN HÉÐINSSON,
Birkigrun 59, Kópavogi.
Þakkir til Einars
Bollasonar
Frá Arnari Eggerti Thoroddsen:
ÉG VIL í þessu stutta sendibréfi
koma á framfæri kæru þakklæti til
Einars Bollasonar fyrir frábærar
lýsingar á leikjum NBA körfubolt-
ans. Ég tel mig mæla fyrir munn
allra aðdáenda þessa flaggskips
bandarískrar íþróttamenningar
þegar ég segi að ef Einars Bollason-
ar nyti ekki við í lýsingum á leikjum
þessum þá væri betur heima setið
en af stað farið. Einari hefur tekist
með sínum skemmtilegu lýsingum
og hnyttnu athugasemdum að hefja
NBA körfuboltann til vegs og virð-
ingar hér á íslandi. Lýsingar hans
einkennast ennfremur af alfræði-
orðabókarþekkingu á öllu er við-
kemur þessari íþrótt, jafnframt
sem þær leiftra af ástríðu gagn-
vart íþróttinni og verður það til
þess að maður hrífst ósjálfrátt
með. Veit ég til þess að fólk sem
á engan hátt er áhugasamt um
íþróttir, hvað þá körfubolta, hefur
vaknað til áhuga um þessa spenn-
andi íþrótt fyrir tilstuðlan eldmóðs
Einars. Ég vil svo nota tækifærið
hér í endann og þakka Einari
kærlega fyrir góð störf og vonum
við áhugamenn um NBA körfu-
boltann að þau störf megi endast
vel og lengi.
Heill sé þér Einar. Þú átt heið-
ur skilinn. Guð blessi þig.
ARNAREGGERTTHORODDSEN,
Fjarðarási 26,110 Rvík.
Besta liðið valið?
Frá Hlöðver Reyni Benjamínssyni:
MIKIÐ HEFUR verið rætt um
frammistöðu íslenska landsliðsins í
knattspyrnu í undankeppni HM
undanfarið, þar sem uppskeran telst
vera ansi rýr. Liðið hefur aðeins
skrapað saman þremur stigum í sex
leikjum og gert aðeins tvö mörk. í
framhaldi af slælegu gengi liðsins
mætti e.t.v. spyija nokkurra spurn-
inga: „Hvers vegna hefur landsliðs-
þjálfarinn ekki not fyrir leikmann
(Gunnar Oddsson, Keflav.j), sem
kosinn var besti leikmaður Islands-
mótsins í fyrra, bæði af leikmönnum
og blaðamönnum? Er það vegna
þess að leikmennirnir og blaða-
mennirnir hafa ekkert vit á knatt-
spyrnu? Heldur kannski landsliðs-
þjálfarinn að það sé bara tilviljun
að liðið sem Gunnar stjórnar eins
og herforingi nú, er með fullt hús
stiga eftir 6 umferðir sem af er
mótinu? Myndi hann kannski velja
Gunnar liðið, ef hann væri atvinnu-
maður í knattspyrnu á Grænhöfða-
eyjum? Og hvað um alla hina góðu
„íslensku" leikmennina, sem tilbún-
ir eru að fórna sér í leikjunum?"
HLÖÐVER REYNIR
BENJAMÍNSSON,
Miðvangi 67, Hafnarf.
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.